Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf

Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.

Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Auglýsing

Stefnt er að því að byggja tólf ný hús nyrst í Árneshreppi, fámennasta sveitarfélagi landsins. Um er að ræða frístundahúsabyggð í landi landnámsjarðarinnar Dranga en á henni er m.a. að finna hina stórkostlegu náttúrusmíð Drangaskörð. Sveitarstjórn Árnesshrepps hefur nú auglýst breytingu á aðalskipulagi vegna áformanna sem og deiliskipulagstillögu. Frístundabyggðin fyrirhugaða afmarkast við Drangabæinn til austurs og meðfram jaðri bæjartúnsins vestur að Húsá. Í greinargerð kemur fram að markmiðið sé að uppbygging á svæðinu fari einungis fram á því svæði sem þegar er búið að byggja á og hinum hluta jarðarinnar verði hlíft við uppbyggingu enda er stefnt að friðlýsingu jarðarinnar að frumkvæði landeigenda.

Auglýsing

Hjónin Kristinn Hallur Jónsson og Anna Jakobína Guðjónsdóttir og börn þeirra voru síðustu ábúendur á Dröngum og bjuggu þar allt til ársins 1966. Það er þó vart hægt að kalla Dranga eyðijörð enda hafast sumir afkomendur Kristins, m.a. börn hans, þar við stóran hluta ársins. Enginn akvegur liggur að Dröngum. Þangað er aðeins fært á báti eða fótgangandi.

Hið fyrirhugaða byggingasvæði er „grasi vaxið og þakið sóleyjum á sumrin,“ segir í greinargerð skipulagstillagnanna.“ Hvönnin setur einnig mikinn svip á umhverfið.“ Stórt kríuvarp er við Drangabæinn. Á Dröngum var forðum bænhús enda kirkjuvegur erfiður og langur. Hlunnindi eru gríðarmikil á Dröngum, segir ennfremur í greinargerðinni; selveiði, æðarvarp og reki.

Mynd sem sýnir staðsetningu frístundalóðanna. Mynd: Úr skipulagstillögu

Drangar eru landnámsjörð og eru minjar um búsetu allt frá þeim tíma sýnilegar eða staðsettar um mestalla landareignina. Umfangsmikill uppgröftur eða rannsóknir á þeim hefur ekki farið fram, en allar minjar hafa verið skráðar af Fornleifastofnun Íslands árið 2005. Samráð hefur verið haft við Minjastofnun um að gera húsaskráningu og uppfæra þá fornleifaskráningu áður en áformaðar framkvæmdir fara fram.

Samkvæmt aðalskipulagi Árneshrepps eru 7 fornminjar skráðar í landi Dranga. Margar minjar tengjast menningu og búskaparhætti liðinna tíma og sérstaklega frá fyrri hluta 20. aldarinnar. Engar þeirra eru nálægt fyrirhuguðu uppbyggingarsvæði.“ Markmiðið er að varðveita þær menningarminjar sem á landareigninni eru og hafa sögulegt gildi. Einnig er markmiðið að hlúa að og viðhalda menningarminjum og endurbyggja og varðveita hluta þeirra menningarminja sem eru á svæðinu,“ segir í greinargerð.

Einstök verðmæti í ósnortnum víðernum

Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða, Drangaskörð er hluti af jörðinni Dröngum og eru þau á náttúruminjaskrá og hljóta verndar sem slík. Aðrar náttúruminjar eða náttúrufyrirbæri sem setja svip sinn á Drangalandið eru Drangajökull, árnar, heitar uppsprettur og laugar, eyjur, hólmar og sker, mýrar og votlendi ásamt vogskornum hlíðum, urðum og klettum. „Einstök verðmæti eru í ósnortnum víðernum í landi Dranga og mikil áhersla lögð á að vernda þau svæði um ókomna tíð,“ segir í greinargerðinni.

Jörðin Drangar er í friðlýsingarferli hjá Umhverfisstofnun. Gert er ráð fyrir þessum skipulagsáætlunum í friðlýsingarskilmálum.

Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir fjórtán lóðum undir frístundahús sem ætluð eru til einkanota. Ein lóðin er í kringum súrheysturn sem á að endurbyggja sem frístundahús. Einnig er gert ráð fyrir að endurbyggja gömul fjárhús í upprunalegri mynd og nýta þau sem sameiginlegt gistirými og samkomustað. Auk þess er gert ráð fyrir að endurbyggja og lagfæra hesthús og skemmu sem stendur við gamla bæinn að Dröngum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent