Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf

Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.

Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Auglýsing

Stefnt er að því að byggja tólf ný hús nyrst í Árnes­hreppi, fámenn­asta sveit­ar­fé­lagi lands­ins. Um er að ræða frí­stunda­húsa­byggð í landi land­náms­jarð­ar­innar Dranga en á henni er m.a. að finna hina stór­kost­legu nátt­úru­smíð Dranga­skörð. Sveit­ar­stjórn Árness­hrepps hefur nú aug­lýst breyt­ingu á aðal­skipu­lagi vegna áfor­manna sem og deiliskipu­lags­til­lögu. Frí­stunda­byggðin fyr­ir­hug­aða afmarkast við Dranga­bæ­inn til aust­urs og með­fram jaðri bæj­ar­túns­ins vestur að Húsá. Í grein­ar­gerð kemur fram að mark­miðið sé að upp­bygg­ing á svæð­inu fari ein­ungis fram á því svæði sem þegar er búið að byggja á og hinum hluta jarð­ar­innar verði hlíft við upp­bygg­ingu enda er stefnt að frið­lýs­ingu jarð­ar­innar að frum­kvæði land­eig­enda.

Auglýsing

Hjónin Krist­inn Hallur Jóns­son og Anna Jak­obína Guð­jóns­dóttir og börn þeirra voru síð­ustu ábú­endur á Dröngum og bjuggu þar allt til árs­ins 1966. Það er þó vart hægt að kalla Dranga eyði­jörð enda haf­ast sumir afkom­endur Krist­ins, m.a. börn hans, þar við stóran hluta árs­ins. Eng­inn akvegur liggur að Dröng­um. Þangað er aðeins fært á báti eða fót­gang­andi.

Hið fyr­ir­hug­aða bygg­inga­svæði er „grasi vaxið og þakið sól­eyjum á sumr­in,“ segir í grein­ar­gerð skipu­lags­til­lagn­anna.“ Hvönnin setur einnig mik­inn svip á umhverf­ið.“ Stórt kríu­varp er við Dranga­bæ­inn. Á Dröngum var forðum bæn­hús enda kirkju­vegur erf­iður og lang­ur. Hlunn­indi eru gríð­ar­mikil á Dröng­um, segir enn­fremur í grein­ar­gerð­inni; sel­veiði, æðar­varp og reki.

Mynd sem sýnir staðsetningu frístundalóðanna. Mynd: Úr skipulagstillögu

Drangar eru land­náms­jörð og eru minjar um búsetu allt frá þeim tíma sýni­legar eða stað­settar um mest­alla land­ar­eign­ina. Umfangs­mik­ill upp­gröftur eða rann­sóknir á þeim hefur ekki farið fram, en allar minjar hafa verið skráðar af Forn­leifa­stofnun Íslands árið 2005. Sam­ráð hefur verið haft við Minja­stofnun um að gera húsa­skrán­ingu og upp­færa þá forn­leifa­skrán­ingu áður en áform­aðar fram­kvæmdir fara fram.

Sam­kvæmt aðal­skipu­lagi Árnes­hrepps eru 7 forn­minjar skráðar í landi Dranga. Margar minjar tengj­ast menn­ingu og búskap­ar­hætti lið­inna tíma og sér­stak­lega frá fyrri hluta 20. ald­ar­inn­ar. Engar þeirra eru nálægt fyr­ir­hug­uðu upp­bygg­ing­ar­svæð­i.“ Mark­miðið er að varð­veita þær menn­ing­arminjar sem á land­ar­eign­inni eru og hafa sögu­legt gildi. Einnig er mark­miðið að hlúa að og við­halda menn­ing­arminjum og end­ur­byggja og varð­veita hluta þeirra menn­ing­arminja sem eru á svæð­in­u,“ segir í grein­ar­gerð.

Ein­stök verð­mæti í ósnortnum víð­ernum

Eitt sér­stæð­asta nátt­úru­fyr­ir­brigði Vest­fjarða, Dranga­skörð er hluti af jörð­inni Dröngum og eru þau á nátt­úru­minja­skrá og hljóta verndar sem slík. Aðrar nátt­úru­minjar eða nátt­úru­fyr­ir­bæri sem setja svip sinn á Dranga­landið eru Dranga­jök­ull, árn­ar, heitar upp­sprettur og laug­ar, eyj­ur, hólmar og sker, mýrar og vot­lendi ásamt vogskornum hlíð­um, urðum og klett­um. „Ein­stök verð­mæti eru í ósnortnum víð­ernum í landi Dranga og mikil áhersla lögð á að vernda þau svæði um ókomna tíð,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Jörðin Drangar er í frið­lýs­ing­ar­ferli hjá Umhverf­is­stofn­un. Gert er ráð fyrir þessum skipu­lags­á­ætl­unum í frið­lýs­ing­ar­skil­mál­um.

Deiliskipu­lags­til­lagan gerir ráð fyrir fjórtán lóðum undir frí­stunda­hús sem ætluð eru til einka­nota. Ein lóðin er í kringum súr­heys­turn sem á að end­ur­byggja sem frí­stunda­hús. Einnig er gert ráð fyrir að end­ur­byggja gömul fjár­hús í upp­runa­legri mynd og nýta þau sem sam­eig­in­legt gisti­rými og sam­komu­stað. Auk þess er gert ráð fyrir að end­ur­byggja og lag­færa hest­hús og skemmu sem stendur við gamla bæinn að Dröng­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent