Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf

Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.

Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Auglýsing

Stefnt er að því að byggja tólf ný hús nyrst í Árnes­hreppi, fámenn­asta sveit­ar­fé­lagi lands­ins. Um er að ræða frí­stunda­húsa­byggð í landi land­náms­jarð­ar­innar Dranga en á henni er m.a. að finna hina stór­kost­legu nátt­úru­smíð Dranga­skörð. Sveit­ar­stjórn Árness­hrepps hefur nú aug­lýst breyt­ingu á aðal­skipu­lagi vegna áfor­manna sem og deiliskipu­lags­til­lögu. Frí­stunda­byggðin fyr­ir­hug­aða afmarkast við Dranga­bæ­inn til aust­urs og með­fram jaðri bæj­ar­túns­ins vestur að Húsá. Í grein­ar­gerð kemur fram að mark­miðið sé að upp­bygg­ing á svæð­inu fari ein­ungis fram á því svæði sem þegar er búið að byggja á og hinum hluta jarð­ar­innar verði hlíft við upp­bygg­ingu enda er stefnt að frið­lýs­ingu jarð­ar­innar að frum­kvæði land­eig­enda.

Auglýsing

Hjónin Krist­inn Hallur Jóns­son og Anna Jak­obína Guð­jóns­dóttir og börn þeirra voru síð­ustu ábú­endur á Dröngum og bjuggu þar allt til árs­ins 1966. Það er þó vart hægt að kalla Dranga eyði­jörð enda haf­ast sumir afkom­endur Krist­ins, m.a. börn hans, þar við stóran hluta árs­ins. Eng­inn akvegur liggur að Dröng­um. Þangað er aðeins fært á báti eða fót­gang­andi.

Hið fyr­ir­hug­aða bygg­inga­svæði er „grasi vaxið og þakið sól­eyjum á sumr­in,“ segir í grein­ar­gerð skipu­lags­til­lagn­anna.“ Hvönnin setur einnig mik­inn svip á umhverf­ið.“ Stórt kríu­varp er við Dranga­bæ­inn. Á Dröngum var forðum bæn­hús enda kirkju­vegur erf­iður og lang­ur. Hlunn­indi eru gríð­ar­mikil á Dröng­um, segir enn­fremur í grein­ar­gerð­inni; sel­veiði, æðar­varp og reki.

Mynd sem sýnir staðsetningu frístundalóðanna. Mynd: Úr skipulagstillögu

Drangar eru land­náms­jörð og eru minjar um búsetu allt frá þeim tíma sýni­legar eða stað­settar um mest­alla land­ar­eign­ina. Umfangs­mik­ill upp­gröftur eða rann­sóknir á þeim hefur ekki farið fram, en allar minjar hafa verið skráðar af Forn­leifa­stofnun Íslands árið 2005. Sam­ráð hefur verið haft við Minja­stofnun um að gera húsa­skrán­ingu og upp­færa þá forn­leifa­skrán­ingu áður en áform­aðar fram­kvæmdir fara fram.

Sam­kvæmt aðal­skipu­lagi Árnes­hrepps eru 7 forn­minjar skráðar í landi Dranga. Margar minjar tengj­ast menn­ingu og búskap­ar­hætti lið­inna tíma og sér­stak­lega frá fyrri hluta 20. ald­ar­inn­ar. Engar þeirra eru nálægt fyr­ir­hug­uðu upp­bygg­ing­ar­svæð­i.“ Mark­miðið er að varð­veita þær menn­ing­arminjar sem á land­ar­eign­inni eru og hafa sögu­legt gildi. Einnig er mark­miðið að hlúa að og við­halda menn­ing­arminjum og end­ur­byggja og varð­veita hluta þeirra menn­ing­arminja sem eru á svæð­in­u,“ segir í grein­ar­gerð.

Ein­stök verð­mæti í ósnortnum víð­ernum

Eitt sér­stæð­asta nátt­úru­fyr­ir­brigði Vest­fjarða, Dranga­skörð er hluti af jörð­inni Dröngum og eru þau á nátt­úru­minja­skrá og hljóta verndar sem slík. Aðrar nátt­úru­minjar eða nátt­úru­fyr­ir­bæri sem setja svip sinn á Dranga­landið eru Dranga­jök­ull, árn­ar, heitar upp­sprettur og laug­ar, eyj­ur, hólmar og sker, mýrar og vot­lendi ásamt vogskornum hlíð­um, urðum og klett­um. „Ein­stök verð­mæti eru í ósnortnum víð­ernum í landi Dranga og mikil áhersla lögð á að vernda þau svæði um ókomna tíð,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Jörðin Drangar er í frið­lýs­ing­ar­ferli hjá Umhverf­is­stofn­un. Gert er ráð fyrir þessum skipu­lags­á­ætl­unum í frið­lýs­ing­ar­skil­mál­um.

Deiliskipu­lags­til­lagan gerir ráð fyrir fjórtán lóðum undir frí­stunda­hús sem ætluð eru til einka­nota. Ein lóðin er í kringum súr­heys­turn sem á að end­ur­byggja sem frí­stunda­hús. Einnig er gert ráð fyrir að end­ur­byggja gömul fjár­hús í upp­runa­legri mynd og nýta þau sem sam­eig­in­legt gisti­rými og sam­komu­stað. Auk þess er gert ráð fyrir að end­ur­byggja og lag­færa hest­hús og skemmu sem stendur við gamla bæinn að Dröng­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent