Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin

Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.

Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Auglýsing

Bene­dikt Jó­hann­es­son, fyrr­ver­andi formaður Viðreisn­ar og helsti hvatamaðurinn að stofnun flokksins, hef­ur sagt sig úr fram­kvæmda­stjórn hans. Ástæðan fyrir því er það ferli sem Viðreisn réðst í til að velja á lista fyrir komandi kosningar sem Benedikt telur hafa verið hannaða atburðarás til að koma ákveðnum einstaklingum að, og öðrum frá. Þetta kemur fram í viðtali við Benedikt á mbl.is í dag.

Kjarninn fjallaði ítarlega um þær hörðu deilur sem spruttu upp innan Viðreisnar í fréttaskýringu sem birtist í lok síðasta mánaðar, í kjölfar þess að Benedikt hafði verið hafnað sem frambjóðanda af uppstillinganefnd flokksins. Í kjölfar þeirrar höfnunar fór í gang fór atburðarás til að reyna að sætta ólík sjónarmið og plástra persónuleg sárindi, sem bar ekki árangur.

Benedikt verður ekki á lista Viðreisnar í komandi kosningum og hefur nú auk þess sagt sig úr framkvæmdastjórn flokksins, þar sem hann hefur setið frá upphafi. Sú stjórn annast daglegan rekstur Viðreisnar og fjárreiður með framkvæmdastjóra. Þar sitja nú formaður Viðreisnar, varaformaður og Þórður Magnússon, formaður fjáröflunarnefndar, sem er áheyrnarfulltrúi, og Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi varaformaður Viðreisnar sem tók sæti Benedikts.

Framganga Þorgerðar Katrínar mestu vonbrigðin

Í viðtalinu við mbl.is í dag segir Benedikt að framganga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, í ferlinu hafi valdið sér mestu vonbrigðum. Hann fullyrðir að Þorgerður Katrín hafi lagt mikla áherslu á að byrjað yrði á því að kynna list­a flokksins í lands­byggðar­kjör­dæmun­um, þar sem fyr­ir­séð var að yrðu karl­ar í efstu sæt­un­um. „Það var síðan notað sem rök í Reykja­vík og í Krag­an­um að það yrðu að vera kon­ur til þess að kynja­jafn­rétti væri náð.“

Auglýsing
Þarna hafi verið um hannaða atburðarás að ræða og viðbótarsnúningur hafi svo komið á málið þegar Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi, hafi verið færður úr fyrra sæti sínu sem sé líklegt þingsæti, yfir í ólík­legt sæti í Reykja­vík norður. „Reynt að slá fleiri en eina flugu í sama höggi.“ Jón Steindór var færður í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður en í gamla sætið hans, annað sætið í Kraganum, er sestur fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson. 

Benedikt segir við mbl.is að það hafi valdið sér veru­leg­um von­brigðum að flokk­ur með slag­orðið „al­manna­hags­mun­ir fram­ar sér­hags­mun­um“ sem ávallt hafi stefnt að því frá stofn­un að skilja „klækja­stjórn­mál­in“ eft­ir, nái ekki að starfa eft­ir þeirri línu. „Auðvitað renn­ur mér það til rifja að flokk­ur­inn sem ég vann öt­ul­lega að stofn­un sé ekki á þess­um nót­um leng­ur.“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Mynd: Bára Huld Beck

Hann segir enn fremur að margir hafi haft samband við sig sem telji sig nú landlausa í pólitík og að hann hugsi að um sé að ræða sama fólk sem upplifiði sig þannig fyrir sjö árum þegar vinna við stofnun Viðreisnar hófst. 

Atburðarás sem hófst í byrjun árs

Benedikt rekur upphaf atburðarásarinnar til fundar sem haldinn var í Reykjavíkurfélagi Viðreisnar í byrjun febrúar þar sem stjórn þess bar upp tillögu um að farin yrði uppstillingarleið fyrir komandi kosningar.

Á þessum fundi lagði Benedikt fram tillögu um að fram myndi fara prófkjör, en henni var hafnað af meirihluta fundarmanna. Helstu rökin voru þau að ekki væri nægjanlegur tími til þess að halda þau. Vert er að taka fram að Viðreisn hefur alltaf stillt upp á lista frá því að flokkurinn var stofnaður. Það hefði því verið nýlunda að halda prófkjör.

Í fréttaskýringu Kjarnans frá því fyrir tæpum mánuði síðan kom fram að hvernig staðið var að boðun þessa fundar og hvernig valið var í áðurgreint Reykjavíkurráð sem síðar skipaði svo fimm manna uppstillingarnefnd hagi verið gagnrýnt harðlega af ýmsum flokksmönnum Viðreisnar, meðal annars í lokuðum spjallhópi þeirra á Facebook. Gagnrýnendum þótti yfirskrift tölvupósts sem sendu var út til að boða fundinn hafa verið of almenn í ljósi þess að þarna átti að taka stórar ákvarðanir um leiðir til að velja á lista og hverjir myndu gera það. Mikilvægi fundarins hefði einfaldlega farið fram hjá mörgum sem héldu að þetta væri hefðbundinn fundur í Reykjavíkurráðinu. 

Boðið neðsta sætið eftir að hafa sóst eftir oddvitasæti

Uppstillingarnefndin var skipuð í byrjun febrúar og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og áhrifamaður í VIðreisn frá stofnun, var gerður að formanni hennar. Kjarninn hefur heimildir fyrir því að formaður Reykjavíkurráðs Viðreisnar hafi leitað víða eftir fólki til að sitja í nefndinni, meðan annars til aðila sem er ekki skráður í Viðreisn og hefur aldrei tekið þátt í starfi flokksins. Sá hafnaði boðinu.  

Auglýsing
Þriðjudaginn 18. maí dró svo til tíðinda. Þorsteinn Pálsson bað Benedikt Jóhannesson að koma og hitta sig. Á fundi þeirra greindi Þorsteinn honum frá því að að það væri einróma niðurstaða uppstillingarnefndarinnar að bjóða Benedikt neðsta sæti listans í Reykjavíkurkjördæmi. Það afþakkaði Benedikt, enda lá ljóst fyrir af opinberum yfirlýsingum hans að hann ætlaði sér virka stjórnmálaþátttöku, ekki að þiggja heiðurssæti á lista. 

Benedikt greindi opinberlega frá þessu í stöðuuppfærslu á Facebook 21. maí. Þar skrifaði hann meðal annars: „Þar með er útséð um að ég verði í framboði fyrir Viðreisn að þessu sinni, en ég held áfram í pólitík og styð nú sem fyrr grunnstefnu Viðreisnar, enda hygg ég að ég hafi skrifað megnið af henni. Sjaldan hefur verið brýnni þörf fyrir einbeitta, frjálslynda rödd í samfélaginu og ég mun ekki láta mitt eftir liggja.“

Reynt að lægja öldur án árangurs

Benedikt var því augljóslega afar ósáttur með niðurstöðuna og það átti líka við um fjölmarga stuðningsmenn hans. Fleiri afþökkuðu sæti á lista Viðreisnar og einhverjir, meðal annars stofnfélagar, sögðu sig úr flokknum með yfirlýsingum sem settar voru inn í „Viðreisn umræða“.

Í gang fór atburðarás til að reyna að lægja öldurnar. Hún fólst helst í því að reyna að bjóða Benedikt annað sæti og fá hann til að samþykkja það áður en listar Viðreisnar í kjördæmunum þremur á höfuðborgarsvæðinu yrðu kynntir skömmu síðar.

Um tíma leit út fyrir að þetta myndi bera árangur. Benedikt að eigin sögn féllst á beiðni Þorgerðar Katrínar, formanns Viðreisnar, um að taka 2. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Ekki liggur ljóst fyrir hvað hefði þá átt að gera við Jón Steindór, sitjandi þingmann sem mun skipa það sæti í haust. 

Benedikt vildi hins vegar fá afsökunarbeiðni frá þeim samstarfsmönnum sínum til magra ára, til að mynda Þorsteini Pálssyni og Þorgerði Katrínu sjálfri á því hvernig hefði verið staðið að málum gagnvart honum. Það snerist ekki um að honum hefði verið boðið síðasta sæti á listanum, heldur þeim samtölum og samskiptum sem urðu í kjölfarið.

Síðar orðaði hann það þannig í stöðuuppfærslu á Facebook, sem birtist 27. maí, að hann vildi að þeir sem hefðu komið fram við hann með „óviðurkvæmilegum hætti“ bæðu hann afsökunar. Í sömu stöðuuppfærslu sagði Benedikt að hann hefði tekið fram að þetta „væri einungis til þess að ljúka þessum málum af minni hálfu og leggja grunn að góðu samstarfi. Ég myndi ekki gera þær afsakanir opinberar. Þorgerður svaraði eftir umhugsun að slík persónuleg afsökunarbeiðni væri ekki í boði. Því fór sem fór.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent