Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“

Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Á tæp­lega þriggja mán­aða tíma­bili, frá 1. apríl til 21. júní, hafa 72 af um 66 þús­und far­þegum greinst með virkt smit á landa­mær­un­um. Af þeim voru ell­efu með vott­orð um bólu­setn­ingu. Það þýðir að 0,03 pró­sent af far­þegum sem fram­vís­uðu bólu­setn­ing­ar­vott­orði, sem voru um 42 þús­und, reynd­ust sýkt­ir. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þessum full­bólu­settu ein­stak­ling­um, segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir, og ekki heldur út frá fólki sem hefur fram­vísað vott­orði um fyrri sýk­ingu. „Þannig að þó að bólu­sett fólk sé að grein­ast þá vitum við ekki hvað það þýðir í raun og veru.“

Auglýsing

Í frétt RÚV í morgun kom fram að bólu­sett banda­rísk hjón, sem voru að koma hingað í brúð­kaups­ferð, hefðu greinst með veiruna á landa­mær­unum og dvelji nú í far­sótt­ar­húsi. Þórólfur segir að þó að dæmin sýni að bólu­settir geti fengið veiruna í sig sé það, miðað við þær upp­lýs­ingar sem liggi þegar fyrir erlendis frá, miklu minna smit­andi en óbólu­sett­ir. „Öll smitin sem við höfum séð hér inn­an­lands og tengjum við landa­mærin á þessum tíma eru frá fólki sem hefur fram­vísað nei­kvæðu PCR-vott­orð­i,“ segir Þórólf­ur. Það þurfa aðeins þeir að gera sem ekki eru full­bólu­sett­ir. „Það fólk hefur þurft að fara í tvær skimanir með fimm daga sótt­kví á milli en hélt ein­hverra hluta vegna ekki sótt­kví eða ein­angrun nógu vel og olli þannig smit­u­m.“

Allir sem grein­ast með virkt smit á landa­mær­unum þurfa að fara í ein­angr­un. Það á því einnig við um þá sem hingað koma full­bólu­sett­ir. Þórólfur segir að þrátt fyrir að smit­hætta frá þeim ein­stak­lingum sé talin lítil vilji yfir­völd fara að öllu með gát. Það sé enn­fremur í sam­ræmi við ráð­legg­ingar Sótt­varna­stofn­unar Evr­ópu og Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­inn­ar. „Það er gert á meðan menn eru að átta sig á því til fulls hver smit­hættan er.“ Hún geti verið ein­hver en hversu mikil sé enn ekki vit­að.

Þórólfur segir „allan gang á því“ hvort og þá hversu mikil ein­kenni bólu­settir fái sýk­ist þeir af veirunni. Hann minnir á að bólu­efni veiti ekki 100 pró­sent vörn. „Bólu­setn­ing er nán­ast hund­rað pró­sent hvað varðar að koma í veg fyrir alvar­leg veik­indi en svo er ein­hver hætta á að bólu­sett fólk fái í sig veiruna og finni lítil og jafn­vel engin ein­kenni. Og við vitum ekki hver áhættan er á frek­ari útbreiðslu hjá þessum ein­stak­ling­um. Hún er alveg örugg­lega minni en frá óbólu­sett­u­m.“

Því sé brýnt, á meðan verið er að ná betra ónæmi í sam­fé­lag­inu með bólu­setn­ing­um, að fara gæti­lega.

Rúmlega helmingur fullorðinna á Íslandi hafa nú verið fullbólusettir. Mynd: EPA

Stendur til að hætta að skima bólu­setta við landa­mærin fyrsta júlí?

„Ég er að fara að skila minn­is­blaði og eins og áður vil ég ekki tala um þær til­lögur sem ég kem með til ráð­herra. Það er hún sem vegur þær og metur og kemur síðan með end­an­lega nið­ur­stöðu í það mál.“

Er ekki ráð­leg­ast að halda áfram að skima bólu­setta, fyrst að enn eru að grein­ast smit meðal þeirra?

Þórólfur minnir á hversu fá slík til­felli hafa verið und­an­farna mán­uði. „Það eru 0,03 pró­sent af bólu­settum sem grein­ast með smit. Og engin smit út frá þeim. Hver er þá áhætt­an? Mikil eða lít­il?“

Yfir helmingur þeirra ferðamanna sem komið hefur til landsins síðustu vikur er fullbólusettur. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Hann segir vinnu við sýna­tökur á landa­mær­unum mikla og dýra og krefj­ast mjög mik­ils mann­afla. „Núna til dæmis erum við í vand­ræðum með mann­skap á landa­mærum til að sinna þeim verk­efnum sem þar þarf að sinna.“ Fólk sé að hverfa til ann­arra starfa, m.a. innan ferða­þjón­ust­unn­ar. „Við þurfum að aðlaga okkur að þeim aðstæðum lík­a.“

Spurður um hvaða afbrigði veirunnar séu að grein­ast á landa­mær­unum nefnir hann að aðeins tveir ferða­menn, báðir bólu­sett­ir, sem voru að fara úr landi, hefðu greinst með hið svo­kall­aða Delta-af­brigði sem fyrst upp­götv­að­ist á Ind­landi. „En það hefur engin dreif­ing orðið út frá þeim.“

Þórólfur bendir á að vegna þess að bólu­setn­ing veitir ekki 100 pró­sent vörn gegn sýk­ingu af veirunni sé ákveðin óvissa fólgin í því að ferð­ast bólu­settur til landa þar sem veiran er útbreidd í augna­blik­inu. „Fólk getur smitast, en það er ólík­legt að fólk veik­ist alvar­lega í kjöl­far­ið, mjög ólík­leg­t.“ Það geti hins vegar borið með sér veiruna án þess að vita af því „og komið með hana heim. Þannig er stað­an“.

Sótt­varna­yf­ir­völd ráð­leggja óbólu­settum frá því að fara í ónauð­syn­leg ferða­lög til útlanda og þá sér í lagi áhættu­svæða. Það á einnig við um börn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent