Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“

Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Á tæplega þriggja mánaða tímabili, frá 1. apríl til 21. júní, hafa 72 af um 66 þúsund farþegum greinst með virkt smit á landamærunum. Af þeim voru ellefu með vottorð um bólusetningu. Það þýðir að 0,03 prósent af farþegum sem framvísuðu bólusetningarvottorði, sem voru um 42 þúsund, reyndust sýktir. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þessum fullbólusettu einstaklingum, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, og ekki heldur út frá fólki sem hefur framvísað vottorði um fyrri sýkingu. „Þannig að þó að bólusett fólk sé að greinast þá vitum við ekki hvað það þýðir í raun og veru.“

Auglýsing

Í frétt RÚV í morgun kom fram að bólusett bandarísk hjón, sem voru að koma hingað í brúðkaupsferð, hefðu greinst með veiruna á landamærunum og dvelji nú í farsóttarhúsi. Þórólfur segir að þó að dæmin sýni að bólusettir geti fengið veiruna í sig sé það, miðað við þær upplýsingar sem liggi þegar fyrir erlendis frá, miklu minna smitandi en óbólusettir. „Öll smitin sem við höfum séð hér innanlands og tengjum við landamærin á þessum tíma eru frá fólki sem hefur framvísað neikvæðu PCR-vottorði,“ segir Þórólfur. Það þurfa aðeins þeir að gera sem ekki eru fullbólusettir. „Það fólk hefur þurft að fara í tvær skimanir með fimm daga sóttkví á milli en hélt einhverra hluta vegna ekki sóttkví eða einangrun nógu vel og olli þannig smitum.“

Allir sem greinast með virkt smit á landamærunum þurfa að fara í einangrun. Það á því einnig við um þá sem hingað koma fullbólusettir. Þórólfur segir að þrátt fyrir að smithætta frá þeim einstaklingum sé talin lítil vilji yfirvöld fara að öllu með gát. Það sé ennfremur í samræmi við ráðleggingar Sóttvarnastofnunar Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Það er gert á meðan menn eru að átta sig á því til fulls hver smithættan er.“ Hún geti verið einhver en hversu mikil sé enn ekki vitað.

Þórólfur segir „allan gang á því“ hvort og þá hversu mikil einkenni bólusettir fái sýkist þeir af veirunni. Hann minnir á að bóluefni veiti ekki 100 prósent vörn. „Bólusetning er nánast hundrað prósent hvað varðar að koma í veg fyrir alvarleg veikindi en svo er einhver hætta á að bólusett fólk fái í sig veiruna og finni lítil og jafnvel engin einkenni. Og við vitum ekki hver áhættan er á frekari útbreiðslu hjá þessum einstaklingum. Hún er alveg örugglega minni en frá óbólusettum.“

Því sé brýnt, á meðan verið er að ná betra ónæmi í samfélaginu með bólusetningum, að fara gætilega.

Rúmlega helmingur fullorðinna á Íslandi hafa nú verið fullbólusettir. Mynd: EPA

Stendur til að hætta að skima bólusetta við landamærin fyrsta júlí?

„Ég er að fara að skila minnisblaði og eins og áður vil ég ekki tala um þær tillögur sem ég kem með til ráðherra. Það er hún sem vegur þær og metur og kemur síðan með endanlega niðurstöðu í það mál.“

Er ekki ráðlegast að halda áfram að skima bólusetta, fyrst að enn eru að greinast smit meðal þeirra?

Þórólfur minnir á hversu fá slík tilfelli hafa verið undanfarna mánuði. „Það eru 0,03 prósent af bólusettum sem greinast með smit. Og engin smit út frá þeim. Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“

Yfir helmingur þeirra ferðamanna sem komið hefur til landsins síðustu vikur er fullbólusettur. Mynd: Sunna Ósk Logadóttir

Hann segir vinnu við sýnatökur á landamærunum mikla og dýra og krefjast mjög mikils mannafla. „Núna til dæmis erum við í vandræðum með mannskap á landamærum til að sinna þeim verkefnum sem þar þarf að sinna.“ Fólk sé að hverfa til annarra starfa, m.a. innan ferðaþjónustunnar. „Við þurfum að aðlaga okkur að þeim aðstæðum líka.“

Spurður um hvaða afbrigði veirunnar séu að greinast á landamærunum nefnir hann að aðeins tveir ferðamenn, báðir bólusettir, sem voru að fara úr landi, hefðu greinst með hið svokallaða Delta-afbrigði sem fyrst uppgötvaðist á Indlandi. „En það hefur engin dreifing orðið út frá þeim.“

Þórólfur bendir á að vegna þess að bólusetning veitir ekki 100 prósent vörn gegn sýkingu af veirunni sé ákveðin óvissa fólgin í því að ferðast bólusettur til landa þar sem veiran er útbreidd í augnablikinu. „Fólk getur smitast, en það er ólíklegt að fólk veikist alvarlega í kjölfarið, mjög ólíklegt.“ Það geti hins vegar borið með sér veiruna án þess að vita af því „og komið með hana heim. Þannig er staðan“.

Sóttvarnayfirvöld ráðleggja óbólusettum frá því að fara í ónauðsynleg ferðalög til útlanda og þá sér í lagi áhættusvæða. Það á einnig við um börn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent