Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum

Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.

Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Auglýsing

„Við höfum gefið út að við ráð­leggjum óbólu­settum ekki að ferð­ast og gildir það í raun einnig um börn,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varn­ar­læknir spurður hvort að óhætt sé að ferð­ast til útlanda með börn um þessar mund­ir. Hann segir þessar ráð­legg­ingar gilda um ferða­lög til allra landa nema Græn­lands.

Auglýsing

Ráð­legg­ing­arnar sem Þórólfur vísar í er að finna á vefnum COVID.is og eru eft­ir­far­andi: „Íbúum Íslands er ein­dregið ráðið frá ónauð­syn­legum ferða­lögum til áhættu­svæða vegna COVID-19 nema vera full bólu­sett.“ Þar sem ekki er almennt farið að bólu­setja börn yngri en sextán ára á Íslandi eiga þessi var­úð­ar­orð einnig við um þau – ekki aðeins full­orðna ein­stak­linga.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Mynd: Almannavarnir

Börn fædd árið 2005 eða síðar þurfa að fara í sýna­töku á landa­mærum við kom­una til lands­ins en eru, ólíkt því sem almennt á við full­orðna óbólu­setta ein­stak­linga, und­an­þegin skyldu til að fram­vísa nei­kvæðu PCR-vott­orði (COVID-­prófi) við komu. Mis­jafnt er hvernig þessu fyr­ir­komu­lagi er háttað í öðrum lönd­um.

„Fólk sem ferð­ast þarf að gæta að sýk­inga­vörnum fyrir sig, hvort sem það er bólu­sett eða óbólu­sett, og sín börn,“ segir Þórólfur við Kjarn­ann. „Það eiga allir að vita hvaða sýk­inga­varnir þetta eru.“

Öllum sextán ára og eldri sem búsettir eru á Íslandi býðst að fara í bólu­setn­ingu gegn COVID-19. Mikil umræða er nú víða um lönd um hvort og þá hvenær eigi að hefja bólu­setn­ingu barna. Dönsk stjórn­völd hafa til að mynda ákveðið að bólu­setn­ing meðal 12-15 ára hefj­ist síðar á þessu ári. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um almenna bólu­setn­ingu barna,“ svarar Þórólfur aðspurður um stöðu þessa máls á Íslandi.

Bólu­setn­ing barna með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma á aldr­inum 12-15 ára er hafin og hafa 322 ein­stak­lingar í ald­urs­hópnum fengið fyrri skammt bólu­efn­is.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent