Stjórnarformaður, forstjóri og stjórnarmaður í Play til rannsóknar hjá yfirvöldum

Tveir af fimm stjórnarmönnum Play eru til rannsóknar hjá yfirvöldum hérlendis. Það er forstjóri flugfélagsins líka. Grunur er um að Play hafi hagnýtt sér af­ritaðar flug­rekstrar­hand­bækur WOW air við umsókn um flugrekstrarleyfi.

Einar Örn Ólafsson, stjórnarformaður Play, Birgir Jónsson, forstjóri félagsins, og María Rúnarsdóttir, stjórnarmaður í Play.
Einar Örn Ólafsson, stjórnarformaður Play, Birgir Jónsson, forstjóri félagsins, og María Rúnarsdóttir, stjórnarmaður í Play.
Auglýsing

Í útboðs­gögnum Play kemur fram að bæði Birgir Jóns­son, for­stjóri flug­fé­lags­ins, og Einar Örn Ólafs­son, stjórn­ar­for­maður og næst stærsti ein­staki hlut­hafi félags­ins, séu til rann­sóknar hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara. Birgir hefur verið til rann­sóknar frá því í sept­em­ber 2018 vegna fjár­magnstekna sem hann afl­aði á árum áður og hvort að þær tekjur hafi fallið til eftir að hann færði heim­il­is­festi sitt frá Rúm­eníu til Íslands árið 2013. Hér­aðs­sak­sókn­ari rann­sakar auk þess málið og er þess sér­stak­lega getið í skrán­ing­ar­lýs­ingu að málið sé enn opið hjá því emb­ætt­i. 

Í til­felli Ein­ars Arnar er um að ræða hið svo­kall­aða Skelj­ungs­mál, sem á rætur sínar að rekja til þess að Íslands­banki kærði Einar og fjóra aðra ein­stak­linga til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara fyrir fimm árum síðan vegna gruns um lög­brot í tengslum við kaup og sölu á hlutum í Skelj­ungi fyrir og eftir banka­hrun­ið. Einar Örn var starfs­maður Glitnis banka, fyr­ir­renn­ara Íslands­banka, þegar salan átti sér stað og var síðar ráð­inn for­stjóri Skelj­ungs af nýjum eig­endum félags­ins. Á meðal þeirra brota sem grunur er um að hafi verið framin eru umboðs­svik. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er rann­sókn máls­ins langt komin og búist er við því að nið­ur­staða um hvort ákært verði í mál­inu eða það verði fellt niður liggi fyrir innan tíð­ar.

Í skrán­ing­ar­lýs­ingu Play kemur einnig fram að María Rún Rún­ars­dótt­ir, sem situr í stjórn Play, hafi verið til skatt­rann­sóknar frá því á síð­asta ári vegna skatt­skila hennar á árunum 2011 og 2012. 

Kannað hvort leyfi Play byggi á stolnum gögnum

Því eru tveir af fimm stjórn­ar­mönnum Play og for­stjóri félags­ins í ein­hvers­konar rann­sókn hjá yfir­völdum sem stend­ur. 

Til við­bótar var greint frá því á for­síðu Frétta­blaðs­ins í morgun að fyr­ir­tæki Michelle Ball­ar­in, USA­er­ospace Partners, sem keypti hluta eigna WOW air eftir að það félag fór í þrot, hafi beðið um að tekin yrði skýrsla af alls ell­efu manns sem tengd­ust WOW air. Til­gangur þessa er að fá á hreint hvað hafi orðið um flug­rekstr­ar­hand­bækur félags­ins, sem eru að mati kaup­and­ans ein verð­mætasta eignin sem WOW air átti og for­senda þess að flug­fé­lag geti fengið leyfi sem flug­rek­andi hjá Sam­göngu­stofu. Þessar hand­bækur var hins vegar hvergi að finna í þeim gögnum sem fyr­ir­tæki Ball­arin fékk afhent. 

Auglýsing
Á meðal þeirra sem USA­er­ospace Partners vill að tekin verði skýrsla af eru Arnar Már Magn­ús­son, Sveinn Ingi Stein­þórs­son og Þór­oddur Þór­odds­son sem allir voru lyk­il­starfs­menn hjá WOW air. Þeir stóðu allir að stofnun Play og Arn­ar, sem situr í fram­kvæmda­stjórn Play í dag, var fyrsti for­stjóri félags­ins. 

Á vef Frétta­blaðs­ins í dag er svo fjallað um tölvu­póst sem Sveinn Andri Sveins­son, skipta­stjóri þrota­bús WOW air, hafi sent til Sam­göngu­stofu 3. júní síð­ast­lið­inn þar sem hann seg­ist hafa fengið upp­lýs­ingar um að stofn­endur Play ​hafi við um­­sókn um flug­­­rekstr­ar­­­leyfi hag­nýtt sér og lagt fram í eigin nafni af­­rit­aðar flug­­­rekstr­ar­­hand­bækur WOW air.

Ætla að safna yfir fjórum millj­örðum

Hluta­fjár­út­boð Play hefst á fimmtu­dag og stendur yfir til loka vinnu­dags á föstu­dag. Stefnt er að því að safna 4-4,4 millj­örðum króna og skrá félagið í kjöl­farið á First North mark­að­inn. 

Í útboðs­lýs­ingu félags­ins kemur fram að þessi fjár­mögnun muni hjálpa lausa­fjár­stöðu þess enn frekar, en Play seg­ist nú þegar hafa náð að safna tæpum sjö millj­örðum króna í fjár­mögn­un.

Búist er við að almenn við­skipti með hluti í Play hefj­ist föstu­dag­inn 9. júlí.

Í útboðs­lýs­ingu segir að Play búist við því að selja selja jafn­mörg sæti og WOW air gerði árið 2017 innan fjög­urra ára. Það stefnir á að hefja flug til Banda­ríkj­anna næsta vor, en mun halda starfs­manna­kostn­aði í lág­marki með því að láta starfs­menn sína vinna lengur en starfs­menn ann­arra flug­fé­laga og taka færri frí­daga en starfs­menn WOW air tóku.

Hægt er að lesa frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um útboðið hér. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent