Stjórnarformaður, forstjóri og stjórnarmaður í Play til rannsóknar hjá yfirvöldum

Tveir af fimm stjórnarmönnum Play eru til rannsóknar hjá yfirvöldum hérlendis. Það er forstjóri flugfélagsins líka. Grunur er um að Play hafi hagnýtt sér af­ritaðar flug­rekstrar­hand­bækur WOW air við umsókn um flugrekstrarleyfi.

Einar Örn Ólafsson, stjórnarformaður Play, Birgir Jónsson, forstjóri félagsins, og María Rúnarsdóttir, stjórnarmaður í Play.
Einar Örn Ólafsson, stjórnarformaður Play, Birgir Jónsson, forstjóri félagsins, og María Rúnarsdóttir, stjórnarmaður í Play.
Auglýsing

Í útboðsgögnum Play kemur fram að bæði Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins, og Einar Örn Ólafsson, stjórnarformaður og næst stærsti einstaki hluthafi félagsins, séu til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. Birgir hefur verið til rannsóknar frá því í september 2018 vegna fjármagnstekna sem hann aflaði á árum áður og hvort að þær tekjur hafi fallið til eftir að hann færði heimilisfesti sitt frá Rúmeníu til Íslands árið 2013. Héraðssaksóknari rannsakar auk þess málið og er þess sérstaklega getið í skráningarlýsingu að málið sé enn opið hjá því embætti. 

Í tilfelli Einars Arnar er um að ræða hið svokallaða Skeljungsmál, sem á rætur sínar að rekja til þess að Íslandsbanki kærði Einar og fjóra aðra einstaklinga til embættis sérstaks saksóknara fyrir fimm árum síðan vegna gruns um lögbrot í tengslum við kaup og sölu á hlutum í Skeljungi fyrir og eftir bankahrunið. Einar Örn var starfsmaður Glitnis banka, fyrirrennara Íslandsbanka, þegar salan átti sér stað og var síðar ráðinn forstjóri Skeljungs af nýjum eigendum félagsins. Á meðal þeirra brota sem grunur er um að hafi verið framin eru umboðssvik. Samkvæmt heimildum Kjarnans er rannsókn málsins langt komin og búist er við því að niðurstaða um hvort ákært verði í málinu eða það verði fellt niður liggi fyrir innan tíðar.

Í skráningarlýsingu Play kemur einnig fram að María Rún Rúnarsdóttir, sem situr í stjórn Play, hafi verið til skattrannsóknar frá því á síðasta ári vegna skattskila hennar á árunum 2011 og 2012. 

Kannað hvort leyfi Play byggi á stolnum gögnum

Því eru tveir af fimm stjórnarmönnum Play og forstjóri félagsins í einhverskonar rannsókn hjá yfirvöldum sem stendur. 

Til viðbótar var greint frá því á forsíðu Fréttablaðsins í morgun að fyrirtæki Michelle Ballarin, USAerospace Partners, sem keypti hluta eigna WOW air eftir að það félag fór í þrot, hafi beðið um að tekin yrði skýrsla af alls ellefu manns sem tengdust WOW air. Tilgangur þessa er að fá á hreint hvað hafi orðið um flugrekstrarhandbækur félagsins, sem eru að mati kaupandans ein verðmætasta eignin sem WOW air átti og forsenda þess að flugfélag geti fengið leyfi sem flugrekandi hjá Samgöngustofu. Þessar handbækur var hins vegar hvergi að finna í þeim gögnum sem fyrirtæki Ballarin fékk afhent. 

Auglýsing
Á meðal þeirra sem USAerospace Partners vill að tekin verði skýrsla af eru Arnar Már Magnússon, Sveinn Ingi Steinþórsson og Þóroddur Þóroddsson sem allir voru lykilstarfsmenn hjá WOW air. Þeir stóðu allir að stofnun Play og Arnar, sem situr í framkvæmdastjórn Play í dag, var fyrsti forstjóri félagsins. 

Á vef Fréttablaðsins í dag er svo fjallað um tölvupóst sem Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri þrotabús WOW air, hafi sent til Samgöngustofu 3. júní síðastliðinn þar sem hann segist hafa fengið upplýsingar um að stofn­endur Play ​hafi við um­sókn um flug­rekstrar­leyfi hag­nýtt sér og lagt fram í eigin nafni af­ritaðar flug­rekstrar­hand­bækur WOW air.

Ætla að safna yfir fjórum milljörðum

Hlutafjárútboð Play hefst á fimmtudag og stendur yfir til loka vinnudags á föstudag. Stefnt er að því að safna 4-4,4 milljörðum króna og skrá félagið í kjölfarið á First North markaðinn. 

Í útboðslýsingu félagsins kemur fram að þessi fjármögnun muni hjálpa lausafjárstöðu þess enn frekar, en Play segist nú þegar hafa náð að safna tæpum sjö milljörðum króna í fjármögnun.

Búist er við að almenn viðskipti með hluti í Play hefjist föstudaginn 9. júlí.

Í útboðslýsingu segir að Play búist við því að selja selja jafnmörg sæti og WOW air gerði árið 2017 innan fjögurra ára. Það stefnir á að hefja flug til Bandaríkjanna næsta vor, en mun halda starfsmannakostnaði í lágmarki með því að láta starfsmenn sína vinna lengur en starfsmenn annarra flugfélaga og taka færri frídaga en starfsmenn WOW air tóku.

Hægt er að lesa fréttaskýringu Kjarnans um útboðið hér. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent