Mynd: PLAY

PLAY opnar húddið

Samkvæmt útboðslýsingu PLAY hyggst flugfélagið selja jafnmörg sæti og WOW air gerði árið 2017 innan fjögurra ára. Félagið býst við að skila tapi á rekstri sínum í ár, en ná fimm milljarða króna hagnaði árið 2025.

Flug­fé­lagið PLAY býst við að selja jafn­mörg sæti og WOW air gerði árið 2017 innan fjög­urra ára. Það stefnir á að hefja flug til Banda­ríkj­anna næsta vor, en mun halda starfs­manna­kostn­aði í lág­marki með því að láta starfs­menn sína vinna lengur en starfs­menn ann­arra flug­fé­laga og taka færri frí­daga en starfs­menn WOW air tóku.

Þetta kemur fram í útboðs­lýs­ingu PLAY vegna fyr­ir­hug­aðs útboðs þess á First North mark­að­inn í Kaup­höll­inni í næstu viku. Kjarn­inn hefur áður fjallað um útboð­ið, en and­virði þess nemur rúmum fjórum millj­örðum króna.

Fleiri tímar, færri frí­dagar og engir launa­stigar

PLAY býst við að minni kostn­aður verði fólg­inn í rekstri félags­ins miðað við önnur flug­fé­lög sem fljúga yfir Atl­ants­haf­ið. Þar nefnir félagið sér­stak­lega starfs­manna­kostn­að, sem það seg­ist hafa náð að halda lágum með nýjum kjara­samn­ingum við flug­liða.

Hins vegar stendur í útboðs­lýs­ing­unni að lít­ill starfs­manna­kostn­aður sé ekki til­kom­inn vegna lægri launa, heldur sé dregið úr starfs­kjörum miðað við önnur flug­fé­lög með öðrum hætti. Þar nefnir félagið til dæmis að flug­tímar starfs­manna PLAY séu fleiri en gengur og ger­ist hjá evr­ópskum lággjalda­flug­fé­lög­um, þar sem flug­ferð­irnar séu að með­al­tali lengri.

Einnig bendir PLAY á að engin launa­stigi sé í boði fyrir starfs­menn félags­ins, þeir hækki ekki í launum eftir því sem starfs­aldur þeirra hækk­ar. Launin séu frekar bundin við ábyrgð og vinnu­tíma starfs­mann­anna. Þá ætlar fyr­ir­tækið sér heldur ekki að sjá um að keyra starfs­fólkið sitt á Leifs­stöð úr Reykja­vík líkt og Icelandair ger­ir.

Enn frekar segir PLAY að nýir starfs­menn félags­ins fái 24 til 30 frí­daga á hverju ári. Þetta er tölu­vert minna en fjöldi frí­daga sem starfs­menn WOW fengu, en þar voru þeir á bil­inu 36-38 dagar á ári.

Í útboðs­lýs­ing­unni segir að heild­ar­laun óreyndra flug­freyja og flug­þjóna að við­bættum dag­pen­ingum muni nema 470 þús­und krónum á mán­uði, eða 372 þús­und krónur eftir skatt. Fyrir reynd­ari starfs­menn muni heild­ar­launin nema 532 þús­und krónum á mán­uði, eða 424 þús­und krónum eftir skatt.

Amer­íkuflug í apríl 2022

Sam­kvæmt ferða­á­ætlun félags­ins mun það ein­ungis fljúga til áfanga­staða í Evr­ópu í ár og því fyrst og fremst sinna Íslend­ing­um, auk erlendra ferða­manna sem hyggj­ast heim­sækja land­ið.

Áætl­unin mun svo breyt­ast á næsta ári þegar PLAY byrjar að fljúga til Banda­ríkj­anna, en þá hyggst félagið nota Leifs­stöð sem mið­stöð fyrir Norð­ur­-Atl­ants­hafs­flug. Áætlað er að fyrsta Amer­íkuflug félags­ins verði í apríl á næsta ári.

Sam­kvæmt PLAY gerir stað­setn­ing Íslands sem mið­stöðvar fyrir Atl­ants­hafs­flug félag­inu kleift að nota smærri flug­vélar í stað breið­þota, sem séu kostn­að­ar­samar í rekstri. Félagið segir að mikil sam­keppni sé við­búin á meðal flug­fé­laga í Norð­ur­-Atl­ants­hafs­flugum og sé því mik­il­vægt að halda rekstr­ar­kostn­aði í lág­marki.

Auglýsing

Flug­fé­lagið seg­ist njóta góðs af lágu leigu­verði flug­véla vegna heims­far­ald­urs­ins, en sam­kvæmt útboðs­lýs­ing­unni hefur það tryggt sér þrjár vélar á fjórð­ungi lægra verði en þær voru á fyrir COVID. Búist er við því að flug­vélar félags­ins verði sex á næsta ári og tíu árið 2023. Innan fimm ára er svo búist við að flug­vél­arnar verði orðnar 15 tals­ins, en til sam­an­burðar eru flug­vélar Icelandair 39 tals­ins.

18-falt meiri sala á nokkrum árum

Félagið býst við að starf­semi þess í ár muni skila tapi upp að 15 millj­ónum Banda­ríkja­dala, eða 1,8 millj­arði íslenskra króna. Á næsta ári er svo gert ráð fyrir að rekst­ur­inn verði kom­inn réttum megin við núllið og skili tæpum hálfum millj­arði króna í gróða. Á árunum 2023-2025 er svo búist við að hagn­aður félags­ins tífald­ist og nái rúmum fimm millj­örðum króna innan fjög­urra ára.

Flugvélarnar sem PLAY hyggst nota eru af gerðinni Airbus A321neo, en hægt verður að nota þær í Norður-Atlantshafsflug.
Mynd:PLAY

Útreikn­ingar félags­ins byggja á því að sæta­nýt­ing muni aukast tölu­vert á næstu árum, úr 72 pró­sent í ár og upp í 89 pró­sent árið 2025. Einnig gerir félagið ráð fyrir því að olíu­verð muni verða jafn­hátt og það var á hápunkti sínum árið 2019 og að með­al­upp­hæð sem hver far­þegi eyðir í hverri ferð muni hækka úr 20.500 kr. í ár upp í 22.400 kr. á næsta ári. Innan fimm ára verði svo kostn­að­ur­inn kom­inn upp í 22.800 kr..

Býst við að ná umfangi WOW árið 2017 innan fjög­urra ára

Búist er við spreng­ingu í rekstr­ar­um­fangi félags­ins á fyrstu árun­um, miðað við áætlun þess um fjölda seldra flug­sæta. Alls telur félagið að 143 þús­und sæti muni selj­ast í ár, en að salan verði rúm­lega sex sinnum meiri á næsta ári og vaxa enn frekar á næstu árunum eftir það.

Alls telur flug­fé­lagið að fjöldi seldra sæta muni 18-fald­ast á næstu fjórum árum og ná 2,7 millj­ónum árið 2025. Til sam­an­burðar ferð­uð­ust 2,8 millj­ónir far­þega með WOW air árið 2017, en þá var þriðj­ungur far­þega um Leifs­stöð að ferð­ast með flug­fé­lag­inu, líkt og kemur fram í Við­skipta­blað­inu.

Auglýsing

PLAY áætlar að 545 starfs­menn vinni hjá félag­inu eftir þrjú ár og að allt að 1.400 afleidd störf mynd­ist vegna starf­semi þess. Félagið býst einnig við að flytja 440 þús­und ferða­menn hingað til lands árið 2024, eða um fimmt­ung af heild­ar­fjöld­anum sem kom hingað árið 2019, sem myndu sam­tals eyða um 50 millj­arða króna hér­lend­is. Þetta er um það bil tvö­faldur fjöldi ferða­manna sem WOW air kom með hingað til lands­ins árið 2018, þegar rekstur þess var sem umfangs­mest­ur.

Eignir félags­ins munu einnig fjór­fald­ast á næstu fjórum árum, sam­kvæmt spám um stækkun efna­hags­reikn­ings þess í útboðs­lýs­ing­unni. Á hinn bóg­inn er búist við minni vexti í eigin fé, en talið er að það muni nema 72 millj­ónum Banda­ríkja­dala í ár og 168 millj­ónum Banda­ríkja­dala árið 2025. Þetta jafn­gildir aukn­ingu eigin fjár úr 8,7 millj­örðum króna í rúma 20 millj­arða króna. Til sam­an­burðar nam mark­aðsvirði hluta­fjár Icelandair 41 millj­arði króna árið 2019.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiInnlent