Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“

Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Auglýsing

„Það er ein­dregin afstaða mín og Sam­herja að engin refsi­verð brot hafi verið framin í Namibíu af hálfu fyr­ir­tækja á okkar vegum eða starfs­manna þeirra ef undan er skilin sú hátt­semi sem fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri hefur bein­línis játað og við­ur­kennt,“ er haft eftir Þor­steini Má Bald­vins­syni, for­stjóra Sam­herja hf., í ítar­legri yfir­lýs­ingu sem birt er á vef fyr­ir­tæk­is­ins. „Engu að síður ber ég sem æðsti stjórn­andi Sam­herja ábyrgð á því að hafa látið þau vinnu­brögð, sem þar voru við­höfð, við­gangast,“ heldur Þor­steinn áfram. „Hefur það valdið upp­námi hjá starfs­fólki okk­ar, vin­um, fjöl­skyld­um, sam­starfs­að­il­um, við­skipta­vinum og víðar í sam­fé­lag­inu. Mér þykir mjög leitt að svo hafi farið og bið ég alla þá sem hlut eiga að máli, ein­læg­lega afsök­unar á mis­tökum okk­ar, bæði per­sónu­lega og fyrir hönd félags­ins. Nú reynir á að tryggja að ekk­ert þessu líkt end­ur­taki sig, við munum sann­ar­lega kapp­kosta að svo verð­i.“

Auglýsing

Yfir­lýs­ing og „af­sökun frá Sam­herja“ er yfir­skrift til­kynn­ing­ar­innar sem birt var á vef fyr­ir­tæk­is­ins í morg­un. Í henni segir að leit­ast verði við að gera grein fyrir sjón­ar­miðum Sam­herja í „svoköll­uðu Namib­íu­máli“ og jafn­framt gera grein fyrir nokkrum helstu nið­ur­stöðum úr rann­sókn norsku lög­manns­stof­unnar Wik­borg Rein. Fyrir all­löngu stóð til að kynna þær nið­ur­stöður fyrir íslenskum stjórn­völdum en „af alkunnum ástæð­um“ hefur því ítrekað verið frestað, segir í yfir­lýs­ing­unni og að nú þyki rétt að gera grein fyrir athuga­semdum Sam­herja varð­andi helstu nið­ur­stöður rann­sókn­ar­inn­ar.

Rann­sókn Wik­borg Rein er hins vegar ekki birt í heild með yfir­lýs­ing­unni.

Í Namibíu eru nú rekin refsi­mál gegn all­mörgum Namib­íu­mönnum sem sak­aðir eru um ýmis afbrot, þar á meðal að hafa þegið mútur frá starfs­mönnum Sam­herja. Engir starfs­menn Sam­herja eða félög í eigu Sam­herja eru á meðal ákærðra í þessum mál­um, segir í yfir­lýs­ing­unni en að hins vegar sé jafn­framt rekið kyrr­setn­ing­ar­mál gagn­vart nokkrum aðilum þar sem kraf­ist er kyrr­setn­ingar á þeim eignum sem m.a. félög Sam­herja eiga í land­inu. Hinn 31. maí síð­ast­lið­inn skil­uðu for­svars­menn Sam­herja form­legri málsvörn vegna þess máls. „Er það í fyrsta sinn sem Sam­herji eða félög tengd Sam­herja fá tæki­færi til að leggja fram gögn og taka til varna fyrir opin­berum dóm­stólum gagn­vart þeim þungu ásök­unum sem á félagið hafa verið born­ar. Hafa þau gögn verið gerð opin­ber og eru öllum aðgengi­leg á vef namibíska dóm­stóls­ins.“

Ekki alltaf vandað nógu vel til í rekstri

Í yfir­lýs­ing­unni kemur svo fram að rann­sókn Wik­borg Rein hafi leitt í ljós „ákveðin atriði í rekstri félaga sem tengj­ast Sam­herja í Namibíu sem vöktu spurn­ingar um vand­aða við­skipta­hætti og gátu aukið laga­lega áhættu sem ekki hafði verið gætt nægi­lega vel að í starf­semi þeirra“. Fram kemur að það sé afstaða Sam­herja að „ekki virð­ist alltaf hafa verið vandað nægi­lega til verka í rekstr­in­um“ og ekki gætt þeirra ábyrgu sjón­ar­miða sem stjórn­endur Sam­herja hafi „ætíð haft að leið­ar­ljósi“, bæði hér á landi og erlend­is. Í þessu ljósi hafi farið fram umfangs­mikil vinna innan Sam­herja við að koma á fót ítar­legu kerfi fyrir stjórn­ar­hætti og reglu­vörslu, að vand­aðri erlendri fyr­ir­mynd, sem miða að því „að tryggja að mis­tök af því tagi sem gerð voru end­ur­taki sig ekki. Reglur þessar voru sam­þykktar af stjórn Sam­herja í árs­lok 2020“.

Í yfir­lýs­ingu Sam­herja segir að helstu álita­efnin í skýrslu Wik­borg Rein varði sam­skipti um veiði­rétt­indi sem aflað var með samn­ingum við namibíska rík­is­fyr­ir­tækið Fischor og við félagið Nam­gomar Namibia sem réð yfir afla­heim­ildum á grund­velli tví­hliða samn­inga stjórn­valda í Namibíu og Angóla. Mála­ferlin sem vísað er í hér að framan standa nú yfir í Namibíu vegna þar­lendra aðila sem tengd­ust þessum tveimur félög­um.

Vakti spurn­ingar um vand­aða við­skipta­hætti

Sam­herji segir að í skýrslu Wik­borg Rein komi fram að félög tengd Sam­herja hafi notið ráð­gjafar inn­lendra ráð­gjafa í Namibíu til að öðl­ast almenna þekk­ingu á namibískum sjáv­ar­út­vegi og mark­aðs­að­stæðum í land­inu, þar með talið hvernig háttað væri aðgangi að afla­heim­ildum og veiði­rétt­ind­um. Nokkrir þess­ara ráð­gjafa höfðu póli­tísk tengsl og einn af þeim, sem leitað var til, var síðar skip­aður stjórn­ar­for­maður rík­is­út­gerð­ar­innar National Fis­hing Cor­poration of Namibia (Fis­hcor). Hann og aðilar honum tengd­ir, hafi veitt félögum tengdum Sam­herja þjón­ustu á grund­velli ráð­gjaf­ar­samn­ings.

„Ein af meg­in­nið­ur­stöðum rann­sóknar Wik­borg Rein er sú að ráðn­ing þess­ara ráð­gjafa, og það að láta óátalda aðkomu hátt­settra aðila í stjórn­kerfi Namibíu að ráð­gjöf þeirra, hafi vakið spurn­ingar um vand­aða við­skipta­hætti og aukið áhættu sem ekki var gætt nægi­lega vel að í starf­semi félaga sem tengj­ast Sam­herja í Namib­íu,“ stendur í yfir­lýs­ingu Sam­herja en að þrátt fyrir að rann­sóknin hafi sýnt fram á að „óum­deild og raun­veru­leg ráð­gjöf“ hafi verið veitt af hálfu ráð­gjaf­anna í Namibíu í gegnum árin, hafi þeir fengið greiðslur án grein­ar­góðra skýr­inga og fylgi­skjala vegna veittrar þjón­ustu.

„Sam­herji hafnar alfarið ásök­unum um mútu­greiðslur en tekur undir þá gagn­rýni að við þær aðstæður sem uppi voru hefði átt að gæta betur að því hvernig greiðslur voru fram­kvæmd­ar, hverjir tóku við þeim og á hvaða grund­velli, hverjir höfðu heim­ildir til að gefa fyr­ir­mæli um þær og hvert þær skyldu ber­ast. Einnig er ljóst að samn­ingar á bak við greiðsl­urnar hefðu átt að vera nákvæmir og form­leg­ir.“

Þá segir Sam­herji það nið­ur­stöðu skýrsl­unnar að fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri yfir félög­unum í Namibíu hafi tekið út „veru­legar fjár­hæðir í reiðufé af reikn­ingum félag­anna, án nokk­urra eða við­hlít­andi skýr­inga. Margt bendir til þess að pen­inga­út­tekt­irnar hafi verið not­aðar með órétt­mætum hætti. Sam­herji vekur athygli á því að fyrir liggur við­ur­kenn­ing fram­kvæmda­stjór­ans fyrr­ver­andi á þess­ari hátt­semi og að því er virð­ist margs konar annarri brota­starf­semi á hans vegum þar sem félögum Sam­herja var beitt“.

Fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjór­inn, sem Sam­herji vitnar hér til, er Jóhannes Stef­áns­son. Hann hætti störfum fyrir fyr­ir­tækið árið 2016.

Í yfir­lýs­ingu Sam­herja er einnig fjallað um við­skiptin við Nam­gomar Namibia. Þar segir að á árunum 2014-2019 hafi félög tengd Sam­herja einnig stundað veiðar í Namibíu á grund­velli afla­heim­ilda sem úthlutað var af stjórn­völdum til einka­fyr­ir­tæk­is­ins Nam­gomar Pesca (Pty) Ltd. (Nam­gomar Namibi­a). Rann­sókn Wik­borg Rein leiddi að sögn Sam­herja í ljós að opin­berir emb­ætt­is­menn bæði í Namibíu og Angóla, þar með talið þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herrar beggja landa, störf­uðu með öðrum ein­stak­lingum sem voru þeim tengdir í Namibíu og Angóla, að stofnun félags­ins Nam­gomar Namibia. Að baki því félagi voru tvö félög, eitt frá Angóla og annað frá Namib­íu. Þessir ein­stak­lingar bjuggu þannig um hnút­ana að Nam­gomar Namibia fengi úthlutað afla­heim­ildum sem byggð­ist á tví­hliða fisk­veiði­samn­ingi milli ríkj­anna. Félög tengd Sam­herja hafi síðan leigt veiði­rétt á grund­velli þess­ara afla­heim­ilda. „Þeir ein­stak­lingar sem voru í aðstöðu til að úthluta afla­heim­ild­unum og nýt­ing­ar­rétti vegna þess­ara sömu heim­ilda virð­ast hafa haft af því per­sónu­lega hags­muni sem raun­veru­legir eig­endur Nam­gomar Namibia. Engar vís­bend­ingar eru um að stjórn­endur Sam­herja hafi vitað um þessa upp­bygg­ingu raun­veru­legs eign­ar­halds á félag­inu Nam­gomar Namibi­a,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herja um þennan lið máls­ins.

Í yfir­lýs­ing­unni er tekið fram að eftir að fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra dótt­ur­fé­laga Sam­herja hafði verið sagt upp störfum hafi komið í ljós að hann hafði tekið þátt í að greiðslur fyrir veiði­rétt­indi höfðu verið greiddar beint til ofan­greindra aðila eða ann­arra sem voru þeim nátengd­ir. Dæmi um slíka til­högun greiðslna fyrir veiði­rétt­indi á grund­velli afla­heim­ilda Nam­gomar Namibia voru greiðslur til félags­ins Tunda­vala Invest Ltd. sem skráð er í Dúbaí. Þá segir að rann­sóknin Wik­borg Rein hafi einnig leitt í ljós að starfs­menn Sam­herja og dótt­ur­fé­laga, aðrir en fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri dótt­ur­fé­lag­anna, hafi staðið í þeirri trú að stærsti hluti af þeim greiðsl­um, sem ekki fóru beint til Nam­gomar Namibia, hafi verið fyrir afla­heim­ildir og að hluti greiðsln­anna hafi verið vegna ráð­gjaf­ar. „Það er skiln­ingur Sam­herja að eins og greiðsl­urnar horfðu við þessum starfs­mönnum verður laga­legt rétt­mæti þeirra ekki dregið í efa.“

Sam­herji hafnar „órök­studdum full­yrð­ingum um að tví­hliða samn­ingur milli Namibíu og Angóla hafi verið gerður að und­ir­lagi Sam­herja eða dótt­ur­fé­laga, til þess að afla þeim ótil­hlýði­legra hlunn­inda“. Samn­ingur land­anna hafi átt sér langan aðdrag­anda og byggður á „gagn­kvæmum hags­munum þeirra og ára­langri vinn­u“.

Í yfir­lýs­ing­unni ítar­legu er bent á að eftir að nýir stjórn­endur tóku við störfum hjá félögum Sam­herja í Namibíu varð ljóst að „óreiða ríkti um fjöl­margt í rekstr­in­um“, þar á meðal um þessar greiðslur fyrir veiði­rétt­indi. Til dæmis hafi ekki legið fyrir form­leg gögn eða réttur frá­gangur á mörgum greiðslum og það því tekið nýja stjórn­endur langan tíma að átta sig á þeim samn­ingum sem gerðir höfðu verið í tíð fyrr­ver­andi Jóhann­es­ar. „Þegar nýjum stjórn­endum varð ljóst hvernig þeim samn­ingum var háttað var samið um að öllum veiði­rétt­ar­greiðslum sem farið höfðu til Dúbaí yrði hætt og lauk þeim í árs­byrjun 2017. Fjórar greiðslur vegna ráð­gjafa­þókn­ana voru greiddar á árinu 2018 og í árs­byrjun 2019.“

Greiddu í góðri trú

Á árunum 2014-2019 stund­uðu félög tengd Sam­herja ásamt mörgum öðrum í Namibíu veiðar á grund­velli afla­heim­ilda frá rík­is­út­gerð­inni Fis­hcor. Rann­sókn Wik­borg Rein hafi leitt í ljós að hluti greiðslna vegna samn­inga við Fis­hcor hafi verið greiddur inn á reikn­inga í eigu þriðja aðila í tengslum við svo­kallað Fischor-­styrkt­ar­verk­efni rík­is­stjórnar Namib­íu. „Rann­sóknin hefur leitt í ljós að þrátt fyrir fyr­ir­mæli frá þar til bærum aðilum á vegum Fischor, hafi greiðslur fyrir veiði­heim­ild­ir, sem úthlutað hafði verið í styrkt­ar­verk­efni rík­is­stjórn­ar­inn­ar, ekki alltaf verið studdar reikn­ingum né haft beina teng­ingu við ákveðið styrkt­ar­verk­efni stjórn­valda. Sam­herji áréttar að starfs­menn Sam­herj­a­fé­lag­anna drógu þessi fyr­ir­mæli ekki í efa og greiddu sam­kvæmt þeim í góðri trú um rétt­mæti þeirra.“

Óreiða og rugl­ingur hjá starfs­mönnum

Þá segir í yfir­lýs­ingu Sam­herja að rann­sókn Wik­borg Rein hafi leitt í ljós að greiðslur til ráð­gjafanna, til Nam­gomar Namibia, Tunda­vala Invest og Fis­hcor hafi almennt verið óljósar og oft á tíðum inntar af hendi án und­ir­liggj­andi samn­ings milli aðila. „Þessi skortur á form­legum samn­ing­um, og ófull­nægj­andi fyr­ir­mæli sem farið var eft­ir, um greiðslur til fyr­ir­tækja og inn á reikn­inga sem voru ekki aðilar að við­kom­andi samn­ing­um, olli óreiðu og rugl­ingi hjá starfs­mönnum félaga sem tengd­ust Sam­herja auk þess sem það var til þess fallið að tefla orð­spori félag­anna í tví­sýnu og auka áhættu rekstri þeirra.“

Í yfir­lýs­ing­unni kemur fram að þetta fyr­ir­komu­lag á við­skiptum sem lýst er hér að ofan hafi verið „sett á lagg­irnar að frum­kvæði og undir sjálf­stæðri stjórn fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra yfir starf­semi Sam­herja í Namib­íu. Tölvu­póst­sam­skipti í kjöl­far starfs­loka hans árið 2016, sem voru hluti af rann­sókn­inni, varpa ljósi á óásætt­an­lega hátt­semi hans á meðan hann bar ábyrgð á rekstr­in­um. Þá lýsa þessi gögn ringul­reið meðal starfs­fólks Sam­herja þegar það, eftir brott­hvarf fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra, reyndi að ná utan um starf­sem­ina sem var rugl­ings­leg og sum­part með öllu óljós“.

Í yfir­lýs­ing­unni segir að smám saman hafi starfs­mönnum tek­ist að ná tökum á starf­sem­inni í Namib­íu, „skilja og bæta úr því sem miður fór og að lokum leggja hana nið­ur. Það er hins vegar ljóst að þá starfs­hætti, sem hér hafa verið rakt­ir, hefði átt að stöðva mun fyrr. Þeir voru því miður látnir við­gang­ast allt of leng­i“.

Sam­herji áréttar í yfir­lýs­ing­unni sinni að ekki verði séð að aðrir starfs­menn en fram­kvæmda­stjór­inn fyrr­ver­andi hafi bakað sér sak­næma ábyrgð í störfum sín­um.

Að end­ingu í yfir­lýs­ing­unni fjallað um við­skipti Sam­herja í Fær­eyj­um. „Í ljós hefur komið að mis­tök voru gerð í rekstri okkar sem tengd­ust alþjóð­legri skipa­skrá sem haldin er í Fær­eyj­um. Ekki liggur enn fyrir af neinni nákvæmni hver þau mis­tök eru en Sam­herji hefur greitt trygg­ing­ar­fjár­hæð sem verður til staðar þegar nið­ur­staða er feng­in. Við viljum leið­rétta þau mis­tök sem þarna voru gerð og biðj­ast vel­virð­ingar á þeim. Von­andi fæst nán­ari nið­ur­staða í þessi mál fljótt og greið­lega.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent