Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“

Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.

Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Auglýsing

Í Frétta­blað­inu og Morg­un­blað­inu í dag eru birtar heil­síðu­aug­lýs­ingar frá Sam­herja með fyr­ir­sögn­inni „Við gerðum mis­tök og biðj­umst afsök­un­ar“. Um er að ræða ræða bréf sem fjallar um starf­semi útgerð­ar­innar í Namibíu og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, skrifar undir bréf­ið. 

Þar segir að „ámæl­is­verðir við­skipta­hætt­ir“ hafi fengið að við­gang­ast í starf­semi útgerðar Sam­herja í Namib­íu. Veik­leikar hafi ver­ið  í stjórn­skipu­lagi og lausa­tök sem ekki áttu að líð­ast. „Við brugð­umst ekki við eins og okkur bar. Þetta hefur valdið upp­námi hjá starfs­fólki okk­ar, fjöl­skyld­um, vin­um, sam­starfs­að­il­um, við­skipta­vinum og víða í sam­fé­lag­inu. Við hörmum þetta og biðj­umst ein­læg­lega afsök­un­ar.“

Þor­steinn Már seg­ist líka gera það per­sónu­lega sem for­stjóri og einnig fyrir hönd félags­ins. „Við viljum ekki láta við það sitja að biðj­ast afsök­unar heldur draga lær­dóm af þessum mis­tökum og tryggja að ekk­ert slíkt ger­ist aft­ur. Í því skyni höfum við gripið til viða­mik­illa ráð­staf­ana. Frá upp­hafi hefur það verið meg­in­mark­mið okkar að fram­leiða hágæða sjáv­ar­af­urðir í sátt við umhverfið með ríka áherslu á sjál­bærni og góða umgengni við auð­lindir sjáv­ar. Við viljum halda því áfram og horfa fram á veg­inn. Mis­tök okkar í Namibíu eru ekki síst okkur sjálfum mikil von­brigði. Við munum ekki láta slíkt henda aft­ur.“

Sex með rétt­ar­stöðu grun­aðs

Sam­herj­­a­­málið komst í hámæli eftir að þáttur Kveiks sem opin­ber­aði starf­semi Sam­herja í Namibíu fór í loftið í nóv­­em­ber 2019 en umfjöll­unin var unnin í sam­­starfi Kveiks, Stund­­ar­inn­­ar, Al Jazeera og Wiki­leaks. 

Auglýsing
Í mál­inu er grunur er að um mútu­greiðslur hafi átt sér stað, meðal ann­ars til erlendra opin­berra starfs­manna. Auk þess er grunur um brot á ákvæði almennra hegn­ing­ar­laga um pen­inga­þvætti og brot á ákvæði sömu laga um auðg­un­ar­brot. 

Málið er til rann­sóknar hjá emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara og skatta­yf­ir­völdum hér­lend­is. Það er einnig til rann­sóknar í Namibíu þar sem fjöl­margir ein­stak­lingar hafa verið ákærð­ir. Í Fær­eyjum hefur Sam­herji þegar greitt mörg hund­ruð milljón króna í van­gold­ina skatta og meint skatta­snið­ganga fyr­ir­tæk­is­ins þar hefur verið til­kynnt til lög­reglu.

Þor­steinn Már er á meðal þeirra sex ein­stak­linga sem eru með rétt­ar­stöðu sak­born­ings í rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara á starf­semi Sam­herj­a. 

Hinir fimm sem kall­aðir hafa verið inn til til yfir­heyrslu og fengið rétt­ar­stöðu sak­born­ings við hana eru Ingvar Júl­í­us­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kýp­ur, Arna McClure, yfir­lög­fræð­ingur Sam­herja og ræð­is­maður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namib­íu, Aðal­steinn Helga­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namib­íu, og Jóhannes Stef­áns­son. 

Jóhannes var fram­kvæmda­stjóri Sam­herja í Namibíu um tíma en lék lyk­il­hlut­verk í því að upp­ljóstra um meintar mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu Sam­herja í umfjöllun Kveiks, Stund­ar­innar og Al Jazeera um mál­ið.

Sögð­ust hafa gengið of langt

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Sam­herji biðst afsök­unar á atferli sínu.

Í yfir­lýs­ingu sem birst á vef fyr­ir­tæk­is­ins í lok síð­asta mán­að­ar, eftir að Kjarn­inn og Stundin höfðu opin­berað starf­semi svo­kall­aðrar „skæru­liða­deild­ar“ Sam­herja, sagði að ljóst væri að stjórn­endur félags­ins hafi gengið „of langt“ í við­brögðum við „nei­kvæðri umfjöllun um félag­ið“.

„Af þeim sökum vill Sam­herji biðj­ast afsök­unar á þeirri fram­göng­u,“ sagði í yfir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­is­ins, en ekki var útskýrt í frek­ari smá­at­riðum að hvaða leyti gengið hafi verið of langt eða nákvæm­lega hverju verið sé að biðj­ast afsök­unar á.

Í yfir­lýs­ing­unni sagði einnig að stjórn­endum og starfs­fólki Sam­herja hafi þótt umfjöllun og umræða um fyr­ir­tækið á und­an­förnum árum „ein­hliða, ósann­gjörn og ekki alltaf byggð á stað­reynd­um.“ Þegar svo sé – og „vegið að starfs­heiðri með ósann­gjörnum hætti á opin­berum vett­vangi“ – geti reynst erfitt að bregð­ast ekki við.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent