„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL

Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.

Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
Auglýsing

Sema Erla Serdar, for­maður Sol­aris – hjálp­ar­sam­taka fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk, kallar eftir ábyrgð dóms­mála­ráð­herra, Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, og stað­geng­ils for­stjóra Útlend­inga­stofn­un­ar, Þor­steins Gunn­ars­sonar eftir að kæru­nefnd útlend­inga­mála felldi úr gildi ákvörðun Útlend­inga­stofn­unar um að fella niður þjón­ustu umsækj­anda um alþjóð­lega vernd fyrir að vilja ekki und­ir­gang­ast PCR-­próf. Allt að tutt­ugu manns lentu á göt­unni í kjöl­far ákvörð­un­ar­inn­ar.

„Ég myndi nú bara segja að þau ættu að segja starfi sínu lausu. Það er ekk­ert flókn­ara en það. Við erum bara komin með allt of mörg dæmi um van­hæfni Útlend­inga­stofn­unar og áhuga­leysi stjórn­valda að gera betur í mál­efnum fólks á flótta. Og þetta hrein­lega gengur ekki leng­ur. Það eru allir upp­gefnir á þessu og við hrein­lega verðum að fá fólk sem hefur mannúð og rétt­læti að leið­ar­ljósi til þess að vinna að mál­efnum fólks á flótta. Það þarf að fara í alvar­legar umbætur og jafn­vel breyt­ingar í kringum þennan mála­flokk í íslensku sam­fé­lag­i,“ segir hún í sam­tali við Kjarn­ann.

Telur Sema Erla að leggja eigi Útlend­inga­stofnun nið­ur. Stofn­unin geri meira ógagn en gagn – og ætti það að vera hluti af algjörri end­ur­skoðun í mál­efnum útlend­inga hér á landi.

Auglýsing

Hvaða þýð­ingu hefur ákvörðun sem þessi, að hætta að veita þessum við­kvæma hópi þjón­ustu?

Semu Erlu finnst með ólík­indum að Útlend­inga­stofnun hafi tekið þá ákvörðun að fella niður þjón­ustu.

„Við erum að tala um þjón­ustu sem er til þess fallin að upp­fylla grund­vall­ar­rétt­indi ein­stak­lings­ins. Stofn­unin tekur af þeim hús­næði, hún tekur af þeim fram­færslu­pen­ing og hún fellir niður lækn­is­þjón­ustu hjá þessum ein­stak­ling­um. Hún bók­staf­lega setur þá á göt­una í landi þar sem þeir eru ekki með neinn stuðn­ing, ekk­ert bak­land; þeir eru alls­lausir og einir á göt­unn­i.“

Hún segir að mjög auð­velt sé að sjá að slíkt sé ólög­legt og sam­ræm­ist hvorki lögum né gildum og við­miðum sem við sem sam­fé­lag höfum – eða alla­vega þykj­umst hafa. „Þetta er auð­vitað áfell­is­dóm­ur, bæði yfir Útlend­inga­stofnun og dóms­mála­ráð­herra þegar kæru­nefnd útlend­inga­mála í raun­inni stað­festir ólög­mæti þess­ara aðgerða. Vegna þess að bæði stað­geng­ill for­stjóra Útlend­inga­stofn­unar og ráð­herra hafa reynt að halda því fram að þetta hafi verið lög­legt – áður en það var úrskurðað ólög­leg­t.“

Hún bendir á að Rauði krossinn, lög­menn þess­ara ein­stak­linga og fleiri hafi bent á það strax í upp­hafi þegar ákvörð­unin um að fella niður þjón­ust­una var tekin fyrir um þremur mán­uðum að hún væri ólög­leg.

„Samt sem áður hættir Útlend­inga­stofnun ekki að vísa fólki á göt­una fyrr en það er búið að taka af þeim valdið til að gera það.“

Sorg­lega að eng­inn muni axla ábyrgð

Sema Erla segir að aðgerðir Útlend­inga­stofn­unar séu ómann­úð­leg­ar, kald­rifj­aðar og for­kast­an­leg­ar. „Þær eru okkur sem sam­fé­lagi til hábor­innar skammar, að æðstu stjórn­endur útlend­inga­mála ger­ist sekir um aðgerðir eins og þess­ar. Þetta eru sömu aðilar og eru ábyrgir fyrir því að vernda þá sem sækja um hæli og veita þeim þjón­ustu meðan þeir eru hérna á land­in­u.“

Þannig hafi þessi æðstu stjórn­endur gerst brot­legir í starfi. „Það sorg­lega er að eng­inn mun axla ábyrgð á þessu.“

Nokkrir þeirra sem voru á göt­unni eftir ákvörðun Útlend­inga­stofn­unar hafa fengið að snúa til baka í hús­næði á þeirra veg­ur, að hennar sögn. „Það hefur eng­inn beðist afsök­unar og við höfum ekki fengið að heyra neitt um að það eigi að gera ein­hverjar breyt­ingar svo þetta end­ur­taki sig ekki. Þvert á móti er alltaf verið að reyna að troða í gegn lögum á Alþingi sem í raun munu gera þetta lög­legt fyrir yfir­völd. Þannig að þetta er afskap­lega sorg­legt og maður skamm­ast sín fyrir að við sem sam­fé­lag komum svona fram við fólk í neyð sem hefur leitað hingað að skjóli og vernd.“

Varð­andi traust milli Útlend­inga­stofn­unar og umsækj­enda um vernd, hefur þessi ákvörðun áhrif á það?

„Jú, ég held að það sé óhætt að segja að það traust hafi ekki verið mikið fyrir vegna þess að við þekkjum svo mörg dæmi um ómann­úð­lega og ósann­gjarna með­ferð á fólki á flótta og upp­lif­anir þeirra eru oft mjög slæm­ar. Þetta er vissu­lega ekki til að bæta úr því.“

Sema Erla bendir á að hver umsækj­andi um vernd sem hingað kemur til lands eigi rétt á ákveð­inni grund­vall­ar­þjón­ustu. „Það eru rétt­indi sem hrein­lega má ekki taka af neinni mann­eskju. Og það gerir Útlend­inga­stofn­un. Það er verið að koma svo illa fram við þá sem stofn­unin á að vernda og sem betur fer sjáum við enn og aftur að almennir þegnar í íslensku sam­fé­lagi styðja upp til hópa ekki við svona aðgerðir en það voru margir sem komu þeim til aðstoðar þegar þeir lentu á göt­unni. Það svelti eng­inn þrátt fyrir að það hafi átt að svelta þá til hlýðni, ef svo má að orði kom­ast.

Aðgerðir sem þessar eru auð­vitað ekk­ert annað en kúgun og ofbeldi. Að við skulum vera með yfir­völd sem grípa til svo öfga­fullra aðgerða er mikið áhyggju­efni. Að við séum með stofn­anir sem leyfa sér að koma svona fram við fólk sem er þegar í við­kvæmri stöð­u.“

Hvernig hefur þeim reitt af sem lentu á göt­unni og eru núna komnir aftur með þjón­ustu hjá Útlend­inga­stofn­un?

Sema Erla segir að þau hjá Sol­aris hafi verið í miklum sam­skiptum við þessa ein­stak­linga og verði það áfram. „Mín upp­lifun er svo­lítið sú að allir séu ein­fald­lega að jafna sig á þessu öllu sam­an. Þetta er búið að vera ótrú­leg átök og maður getur ein­hvern veg­inn ekki ímyndað sér hver eft­ir­köstin verða – hver áhrifin til lengri tíma verða. Við erum að tala um ein­stak­linga sem hafa nú þegar gengið í gegnum mjög erf­iða reynslu þegar þeir koma hingað og í raun­inni gerumst við þátt­tak­endur í að auka álagið á þá með svona fram­komu.

Þannig að þetta er vissu­lega áfall að verða fyrir svona fram­komu. Ég held að við eigum eftir að sjá það með tím­anum en ég veit að þeir eru afskap­lega þakk­látir þeim sem aðstoð­uðu þá,“ segir hún.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent