Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna

Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.

Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Auglýsing

Sam­þykkt hefur verið að leyfa áhorf­endum að mæta til að fylgj­ast með keppni á Ólymp­íu­leik­unum sem hefj­ast þann 23. júlí næst­kom­andi í Tókýó. Hámarks­fjöldi á áhorf­endapöll­unum verður tíu þús­und og á smærri keppn­is­stöðum verður hámarkið tak­markað við helm­ing af hámarks­sæta­nýt­ingu.

Áhorf­endur munu þurfa að nota grímur allan þann tíma sem þeir eru á keppn­is­stað og þá verður bann lagt við hrópum og köllum úr áhorf­enda­stúk­un­um. Jap­anir einir munu geta fylgst með keppni á keppn­is­stað.

Ákvörðun um hámarks­fjölda áhorf­enda á ólymp­íu­móti fatl­aðra verður til­kynnt fyrir 16. júlí en mótið hefst þann 24. ágúst.

Auglýsing

Þetta kemur fram í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu Alþjóða­ólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar, Alþjóða­ólymp­íu­hreyf­ingu fatl­aðra, skipu­lags­nefndar Ólymp­íu­leik­anna 2020, borg­ar­yf­ir­valda í Tókýó og stjórn­valda í Japan sem fjallað er um í frétt BBC. Komi til þess að kór­ónu­veirusmitum fari fjölg­andi í land­inu munu aðil­arnir fimm end­ur­skoða ákvörð­un­ina um að leyfa áhorf­endur á leik­un­um.

Íþrótta­við­burðir með áhorf­endum nú þegar haldnir víða

Sér­fræð­ingar í heil­brigð­is­málum höfðu sagt það æski­legt að banna áhorf­endum að mæta til að fylgj­ast með keppni. Í skýrslu sem birt var fyrir helgi var til að mynda varað við því að erill­inn sem fylgdi móts­haldi með áhorf­endum myndi lík­lega breiða út smit sem gæti lagst hart á heil­brigð­is­kerfi lands­ins.

Haft er eftir Seiko Has­himoto að nú þegar væru mörg for­dæmi fyrir því að halda íþrótta­við­burði með áhorf­end­um, bæði innan Japan og um víða ver­öld. Með mark­vissum aðgerðum sem sam­ræm­ast kröfum stjórn­valda sé hægt að halda leik­ana með áhorf­end­um. „Allur heim­ur­inn glímir nú við sömu hindr­an­irnar og við verðum að vinna saman til að kom­ast yfir þær.“

Jap­anir hvattir til að horfa á leik­ana í sjón­varp­inu

Líkt og áður segir getur þróun far­ald­urs­ins haft áhrif á það hvort áhorf­endum verður leyft að mæta á leik­ana og þá hversu margir mega koma saman á hverjum keppn­is­stað. Jap­anir eru að stíga út úr stórri bylgju far­ald­urs­ins og neyð­ar­stigi vegna far­ald­urs­ins var aflétt í Tókýó í gær. Áhyggjur eru uppi um að ákvörð­unin um að leyfa áhorf­endur geti hru­bdið af stað nýrri bylgju. Til að mynda hvatti for­sæt­is­ráð­herra lands­ins, Yos­hi­hide Suga, lands­menn til þess að halda sig heima og horfa á leik­ana í sjón­varp­inu frekar en að mæta í stúk­urn­ar.

Nú þegar er íþrótta­fólk sem mun keppa á leik­unum byrjað að leggja leið sína til Japan til að hefja und­ir­bún­ing fyrir leik­ana. Greint var frá því í gær á vef BBC að einn úr keppn­is­sveit frá Úganda hafi greinst með kór­ónu­veiruna við kom­una til Japan á laug­ar­dag. Í sveit­inni voru níu manns, meðal ann­ars hnefa­leika­menn og þjálf­ar­ar, en búið var að full­bólu­setja alla í hópn­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent