Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna

Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.

Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Auglýsing

Samþykkt hefur verið að leyfa áhorfendum að mæta til að fylgjast með keppni á Ólympíuleikunum sem hefjast þann 23. júlí næstkomandi í Tókýó. Hámarksfjöldi á áhorfendapöllunum verður tíu þúsund og á smærri keppnisstöðum verður hámarkið takmarkað við helming af hámarkssætanýtingu.

Áhorfendur munu þurfa að nota grímur allan þann tíma sem þeir eru á keppnisstað og þá verður bann lagt við hrópum og köllum úr áhorfendastúkunum. Japanir einir munu geta fylgst með keppni á keppnisstað.

Ákvörðun um hámarksfjölda áhorfenda á ólympíumóti fatlaðra verður tilkynnt fyrir 16. júlí en mótið hefst þann 24. ágúst.

Auglýsing

Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Alþjóðaólympíunefndarinnar, Alþjóðaólympíuhreyfingu fatlaðra, skipulagsnefndar Ólympíuleikanna 2020, borgaryfirvalda í Tókýó og stjórnvalda í Japan sem fjallað er um í frétt BBC. Komi til þess að kórónuveirusmitum fari fjölgandi í landinu munu aðilarnir fimm endurskoða ákvörðunina um að leyfa áhorfendur á leikunum.

Íþróttaviðburðir með áhorfendum nú þegar haldnir víða

Sérfræðingar í heilbrigðismálum höfðu sagt það æskilegt að banna áhorfendum að mæta til að fylgjast með keppni. Í skýrslu sem birt var fyrir helgi var til að mynda varað við því að erillinn sem fylgdi mótshaldi með áhorfendum myndi líklega breiða út smit sem gæti lagst hart á heilbrigðiskerfi landsins.

Haft er eftir Seiko Hashimoto að nú þegar væru mörg fordæmi fyrir því að halda íþróttaviðburði með áhorfendum, bæði innan Japan og um víða veröld. Með markvissum aðgerðum sem samræmast kröfum stjórnvalda sé hægt að halda leikana með áhorfendum. „Allur heimurinn glímir nú við sömu hindranirnar og við verðum að vinna saman til að komast yfir þær.“

Japanir hvattir til að horfa á leikana í sjónvarpinu

Líkt og áður segir getur þróun faraldursins haft áhrif á það hvort áhorfendum verður leyft að mæta á leikana og þá hversu margir mega koma saman á hverjum keppnisstað. Japanir eru að stíga út úr stórri bylgju faraldursins og neyðarstigi vegna faraldursins var aflétt í Tókýó í gær. Áhyggjur eru uppi um að ákvörðunin um að leyfa áhorfendur geti hrubdið af stað nýrri bylgju. Til að mynda hvatti forsætisráðherra landsins, Yoshihide Suga, landsmenn til þess að halda sig heima og horfa á leikana í sjónvarpinu frekar en að mæta í stúkurnar.

Nú þegar er íþróttafólk sem mun keppa á leikunum byrjað að leggja leið sína til Japan til að hefja undirbúning fyrir leikana. Greint var frá því í gær á vef BBC að einn úr keppnissveit frá Úganda hafi greinst með kórónuveiruna við komuna til Japan á laugardag. Í sveitinni voru níu manns, meðal annars hnefaleikamenn og þjálfarar, en búið var að fullbólusetja alla í hópnum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent