Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug

Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.

Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Auglýsing

Guð­rún Johnsen, hag­fræð­ingur og lektor við Við­skipta­há­skól­ann í Kaup­manna­höfn, sem sagði í sam­tali við RÚV í jan­úar að hæpið yrði að raun­virði myndi fást fyrir hlut í Íslands­banka ef hann yrði seldur í ár og að hæpið yrði að heppi­legir eig­endur fynd­ust, seg­ist hafa haft á réttu að standa. 

Hún segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að að afslátt­ur­inn sem gefin var af raun­virði bank­ans í nýaf­stöðnu hluta­fjár­út­boði, þar sem 35 pró­sent hlutur var seldur og eft­ir­spurn eftir bréfum var níföld, sé 20-50 pró­sent. „Fjár­festar voru vit­an­lega kampa­kátir yfir þessu – það er hverjum manni ljóst, nema auð­vitað umtöl­uðum blaða­manni á Við­skipta­blað­inu, að ekki er erfitt að laða 24 þús­und fjár­festa að borð­inu þegar búið er að strá á bil­inu 12 - 16 millj­örðum á það fyrir þá til að grípa, í þess­ari atrennu. Það kemur ekki á óvart að jafn­vel virtir erlendir fjár­festar eins og Capi­tal World Investors, sjá tæki­færi í þessu til­boði, sem eiga í við­skiptum fyrir hönd þriðja aðila. Tím­inn leiðir svo í ljós hvort þeir eru þess konar fjár­fest­ar, eins og ég tel að séu heppi­legir til að taka við af íslenska rík­inu, og munu reyn­ast bank­anum góðir bak­hjarlar til langs tíma, en ekki ein­ungis tæki­fær­iss­innaðir fjár­festar sem hafa meiri áhuga á skamm­tíma­högn­un­ar­tæki­færum en almennum lang­tíma banka­rekstri.“

Guð­rún getur þess í stöðu­upp­færsl­unni að hún hafi ekki tekið þátt í ráð­gjöf eða ákvörð­unum um kaup eða sölu á hluta­bréfum í Íslands­banka fyrir neinn annan en eigin reikn­ing. „Enda má sæmi­lega fjár­mála­læsu fólki vera ljóst að sú ráð­gjöf er búin að vera sú sama síðan í jan­úar 2021: BUY, BUY, BUY! eins og gam­al­reyndur verð­bréfa­miðl­ari myndi segja, enda er ég líka einn slík­ur.“ 

Grát­legt að Ísland eigi ekki betra við­skipta­blað

Til­efni skrifa Guð­rúnar í dag eru skrif í nafn­lausa dálk­inn Tý í Við­skipta­blað­inu fyrir helgi, þar sem hún var til umfjöll­un­ar. Í pistl­inum sagði meðal ann­ars að það veki furðu Týs að „rík­is­fjöl­mið­il­inn skuli ítrekað leita til hennar sem fag­mann­eskju þegar kemur að umfjöllun um við­skipti og efna­hags­mál.“

Auglýsing
Guðrún segir grát­legt að Ísland eigi ekki betra við­skipta­blað en Við­skipta­blað­ið, sem hafi „und­an­farin 10-12 ár fóstrað ónafn­greindra dálka­höf­unda, sem spúa ósann­indum um fólk og lélegri grein­ingu á efna­hags­líf­inu, án hald­bærra raka, yfir les­endur Við­skipta­blaðs­ins með reglu­legu milli­bil­i.“

Hún segir að dálka­höf­und­ur­inn Týr hafi haft hana bein­línis á heil­anum í meira en ára­tug. „Þrá­hyggja hans hófst upp á annað stig eftir að ég beindi sjónum þjóð­ar­innar að nið­ur­stöðum Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um fall og örlög Kaup­þings Sin­ger & Fried­lander og hvernig vinir Týs, stjórn­end­urnir þar á bæ, reyndu að slá ryki í augu breska fjár­mála­eft­ir­lits­ins mán­uðum á undan falli bank­ans með blekk­ingum í lausa­fjár­skýrsl­um, sem þeir skil­uðu til eft­ir­lits­ins. FSA tók vita­skuld af þeim banka­leyfið þegar að upp komst um svik­in, eins og þeim bar að gera, til að vernda óvarða inni­stæðu­eig­endur í þeim athygl­is­verða banka.“

Þetta hafi leitt til þess að Týr hafi ekki látið eitt ein­asta tæki­færi fram­hjá sér fara í meira en ára­tug til að draga úr trú­verð­ug­leika hennar sem fag­manns, í hvaða trún­að­ar­starfi sem hún hafi tekið að sér á tíma­bil­inu. „Ég hef vita­skuld ekki haft mig eftir því að elta ólar við þetta, enda við­búið að varð­hund­arnir byrji að gelta þegar óþægi­legan sann­leika um vel­gjörð­ar­menn þeirra ber á góma, sér­stak­lega þegar þeir geta gert það í skjóli nafn­leynd­ar, jafn­vel þótt allir sem taka þátt í við­skipta­líf­inu viti hver heldur á penna.“

Um leið og ég nýti þetta kær­komna tæki­færi til að segja “I told you so, - aga­in!” finnst mér eig­in­lega grát­legt að...

Posted by Guð­rún John­sen on Monday, June 21, 2021

Níföld eft­ir­spurn

Níföld eft­ir­spurn var eftir bréfum í Íslands­banka í hluta­fjár­út­boði bank­ans sem lauk í síð­ustu viku. Í útboð­inu var 35 pró­sent hlutur í bank­anum seldur á 79 krónur á hlut, sem voru efri mörk útboðs­verðs­ins. 

Heild­ar­sölu­and­virðið er 55,3 millj­arðar króna og rennur það að uppi­stöðu, eftir að búið er að draga frá kostnað vegna útboðs­ins, í rík­is­sjóð þar sem íslenska ríkið var eini eig­andi bank­ans fyrir útboð­ið. Áætlað mark­aðsvirði Íslands­banka miðað við þetta er 158 millj­arðar króna, sem er um 81 pró­sent af bók­færðu eigin fé bank­ans.

Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna, Gildi, Capi­tal World Invsestors og RWC Asset Mana­gement höfðu þegar við upp­haf útboðs­ins skuld­bundið sig til að kaupa um það bil tíu pró­sent af öllu útgefnu hlutafé Íslands­banka í hluta­fjár­út­boði bank­ans og verða svo­kall­aðir horn­steins­fjár­fest­ar. Til­raunir til að fá erlenda banka til að kaupa stóran hlut í Íslands­banka, meðal ann­ars norska, hafa ekki borið árang­ur. 

Fjöldi hlut­hafa í Íslands­banka verður um 24 þús­und eftir útboðið sem er mesti fjöldi hlut­hafa allra skráðra fyr­ir­tækja á Íslandi. Ríkið mun áfram fara með 65 pró­sent hlut í hon­um, aðrir inn­lendir fjár­festar 24 pró­sent hlut og erlendir fjár­festar munu eiga um ell­efu pró­sent af heild­ar­hlutafé bank­ans.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent