Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug

Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.

Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Auglýsing

Guð­rún Johnsen, hag­fræð­ingur og lektor við Við­skipta­há­skól­ann í Kaup­manna­höfn, sem sagði í sam­tali við RÚV í jan­úar að hæpið yrði að raun­virði myndi fást fyrir hlut í Íslands­banka ef hann yrði seldur í ár og að hæpið yrði að heppi­legir eig­endur fynd­ust, seg­ist hafa haft á réttu að standa. 

Hún segir í stöðu­upp­færslu á Face­book að að afslátt­ur­inn sem gefin var af raun­virði bank­ans í nýaf­stöðnu hluta­fjár­út­boði, þar sem 35 pró­sent hlutur var seldur og eft­ir­spurn eftir bréfum var níföld, sé 20-50 pró­sent. „Fjár­festar voru vit­an­lega kampa­kátir yfir þessu – það er hverjum manni ljóst, nema auð­vitað umtöl­uðum blaða­manni á Við­skipta­blað­inu, að ekki er erfitt að laða 24 þús­und fjár­festa að borð­inu þegar búið er að strá á bil­inu 12 - 16 millj­örðum á það fyrir þá til að grípa, í þess­ari atrennu. Það kemur ekki á óvart að jafn­vel virtir erlendir fjár­festar eins og Capi­tal World Investors, sjá tæki­færi í þessu til­boði, sem eiga í við­skiptum fyrir hönd þriðja aðila. Tím­inn leiðir svo í ljós hvort þeir eru þess konar fjár­fest­ar, eins og ég tel að séu heppi­legir til að taka við af íslenska rík­inu, og munu reyn­ast bank­anum góðir bak­hjarlar til langs tíma, en ekki ein­ungis tæki­fær­iss­innaðir fjár­festar sem hafa meiri áhuga á skamm­tíma­högn­un­ar­tæki­færum en almennum lang­tíma banka­rekstri.“

Guð­rún getur þess í stöðu­upp­færsl­unni að hún hafi ekki tekið þátt í ráð­gjöf eða ákvörð­unum um kaup eða sölu á hluta­bréfum í Íslands­banka fyrir neinn annan en eigin reikn­ing. „Enda má sæmi­lega fjár­mála­læsu fólki vera ljóst að sú ráð­gjöf er búin að vera sú sama síðan í jan­úar 2021: BUY, BUY, BUY! eins og gam­al­reyndur verð­bréfa­miðl­ari myndi segja, enda er ég líka einn slík­ur.“ 

Grát­legt að Ísland eigi ekki betra við­skipta­blað

Til­efni skrifa Guð­rúnar í dag eru skrif í nafn­lausa dálk­inn Tý í Við­skipta­blað­inu fyrir helgi, þar sem hún var til umfjöll­un­ar. Í pistl­inum sagði meðal ann­ars að það veki furðu Týs að „rík­is­fjöl­mið­il­inn skuli ítrekað leita til hennar sem fag­mann­eskju þegar kemur að umfjöllun um við­skipti og efna­hags­mál.“

Auglýsing
Guðrún segir grát­legt að Ísland eigi ekki betra við­skipta­blað en Við­skipta­blað­ið, sem hafi „und­an­farin 10-12 ár fóstrað ónafn­greindra dálka­höf­unda, sem spúa ósann­indum um fólk og lélegri grein­ingu á efna­hags­líf­inu, án hald­bærra raka, yfir les­endur Við­skipta­blaðs­ins með reglu­legu milli­bil­i.“

Hún segir að dálka­höf­und­ur­inn Týr hafi haft hana bein­línis á heil­anum í meira en ára­tug. „Þrá­hyggja hans hófst upp á annað stig eftir að ég beindi sjónum þjóð­ar­innar að nið­ur­stöðum Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um fall og örlög Kaup­þings Sin­ger & Fried­lander og hvernig vinir Týs, stjórn­end­urnir þar á bæ, reyndu að slá ryki í augu breska fjár­mála­eft­ir­lits­ins mán­uðum á undan falli bank­ans með blekk­ingum í lausa­fjár­skýrsl­um, sem þeir skil­uðu til eft­ir­lits­ins. FSA tók vita­skuld af þeim banka­leyfið þegar að upp komst um svik­in, eins og þeim bar að gera, til að vernda óvarða inni­stæðu­eig­endur í þeim athygl­is­verða banka.“

Þetta hafi leitt til þess að Týr hafi ekki látið eitt ein­asta tæki­færi fram­hjá sér fara í meira en ára­tug til að draga úr trú­verð­ug­leika hennar sem fag­manns, í hvaða trún­að­ar­starfi sem hún hafi tekið að sér á tíma­bil­inu. „Ég hef vita­skuld ekki haft mig eftir því að elta ólar við þetta, enda við­búið að varð­hund­arnir byrji að gelta þegar óþægi­legan sann­leika um vel­gjörð­ar­menn þeirra ber á góma, sér­stak­lega þegar þeir geta gert það í skjóli nafn­leynd­ar, jafn­vel þótt allir sem taka þátt í við­skipta­líf­inu viti hver heldur á penna.“

Um leið og ég nýti þetta kær­komna tæki­færi til að segja “I told you so, - aga­in!” finnst mér eig­in­lega grát­legt að...

Posted by Guð­rún John­sen on Monday, June 21, 2021

Níföld eft­ir­spurn

Níföld eft­ir­spurn var eftir bréfum í Íslands­banka í hluta­fjár­út­boði bank­ans sem lauk í síð­ustu viku. Í útboð­inu var 35 pró­sent hlutur í bank­anum seldur á 79 krónur á hlut, sem voru efri mörk útboðs­verðs­ins. 

Heild­ar­sölu­and­virðið er 55,3 millj­arðar króna og rennur það að uppi­stöðu, eftir að búið er að draga frá kostnað vegna útboðs­ins, í rík­is­sjóð þar sem íslenska ríkið var eini eig­andi bank­ans fyrir útboð­ið. Áætlað mark­aðsvirði Íslands­banka miðað við þetta er 158 millj­arðar króna, sem er um 81 pró­sent af bók­færðu eigin fé bank­ans.

Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna, Gildi, Capi­tal World Invsestors og RWC Asset Mana­gement höfðu þegar við upp­haf útboðs­ins skuld­bundið sig til að kaupa um það bil tíu pró­sent af öllu útgefnu hlutafé Íslands­banka í hluta­fjár­út­boði bank­ans og verða svo­kall­aðir horn­steins­fjár­fest­ar. Til­raunir til að fá erlenda banka til að kaupa stóran hlut í Íslands­banka, meðal ann­ars norska, hafa ekki borið árang­ur. 

Fjöldi hlut­hafa í Íslands­banka verður um 24 þús­und eftir útboðið sem er mesti fjöldi hlut­hafa allra skráðra fyr­ir­tækja á Íslandi. Ríkið mun áfram fara með 65 pró­sent hlut í hon­um, aðrir inn­lendir fjár­festar 24 pró­sent hlut og erlendir fjár­festar munu eiga um ell­efu pró­sent af heild­ar­hlutafé bank­ans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent