Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum

Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.

Dagblað
Auglýsing

Tæplega helmingur íslenskra blaða- og fréttamanna segir að sér hafi verið ógnað eða hótað í starfi. Þetta er meðal niðurstaðna í nýlegri könnun rannsóknarhóps í verkefninu Worlds of Journalism Study (WJS). Um 40 prósent svarenda sögðu að þeim hefði stundum eða sjaldan verið ógnað og sjö prósent svarenda sögðu að þeim hefði oft eða mjög oft verið ógnað. Því hefur rétt rúmlega helmingur, eða 53 prósent, blaðamanna aldrei verið ógnað eða hótað í starfi.

Fjallað er um rannsóknarverkefni WJS í nýjasta hefti Blaðamannsins sem nú er í prentun. Þar segir að í rannsóknarverkefninu sé sjónum beint að öryggismálum og stefnt sé að því að bera saman stöðuna í hinum ýmsu löndum heims. Rannsóknarhópur lagði ítarlega könnun fyrir íslenska blaða- og fréttamenn þar sem spurt var um hvers kyns ógnir sem steðja að íslenskum blaðamönnum. Nú hafa frumniðurstöður rannsóknirnar verið birtar sem byggja á íslenskum hluta hennar.

Einnig er nokkuð um það að siðferði blaðamanna sé dregið í efa en innan við 40 prósent svarenda segja það aldrei hafa gerst á undanförnum fimm árum. Tæpur helmingur segir að siðferði viðkomandi hafi verið dregið í efa sjaldan eða stundum og ellefu prósent svarenda segja það gerast oft eða mjög oft.

Auglýsing

Ástandið sambærilegt í nágrannalöndunum

„Aðrar tegundir ógnar eða árása virðast ekki eins algengar, en þó kemur það satt að segja á óvart hversu algengt ýmis konar ofbeldi er, s.s. að dreift sé um fólk persónuupplýsingum eða að fólk sé beitt þvingunum í orðum eða gerðum. Rétt er að hafa í huga að þær prósentur sem hér er miðað við eru reiknaðar af heildarsvörum 248 svarenda, þannig að það að 13% hafi verið lögsótt í starfi síðustu fimm ár þýðir í raun 32 einstaklingar. Eins þýðir það að 12% hafi verið beitt kynferðislegri áreitni/ofbeldi að um er að ræða um 30 einstaklinga, og þar af er mikill meirihluti konur,“ segir um niðurstöðurnar í greininni.

Frumniðurstöðurnar eru sagðar benda til þess að ástandið í öryggismálum blaðamanna sé í eðli sínu nokkuð sambærilegt við það sem gerist í löndunum í kringum okkur. Því sé full ástæða til að horfa til þess hvernig fjölmiðlafólk í löndunum í kringum okkur bregst við slíkum ógnum og draga af þeim lærdóma.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent