Vantraust á ríkisstjórn Löfven samþykkt

Sænska þingið samþykkti vantrausttillögu sem Svíþjóðardemókratar lögðu fram.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Auglýsing

Sænska þingið samþykkti í morgun vantrauststillögu á ríkisstjórn Stefans Löfven forsætisráðherra með nokkuð afgerandi hætti. Alls samþykktu 181 af 349 þingmönnum tillögu Svíþjóðardemókrata um vantraust á ríkisstjórnina, 109 greiddu atkvæði gegn henni go 51 þingmaður sat hjá. 

Löfven mun halda blaðamannafund nú í morgunsárið og greina frá næstu skrefum, en hann hefur eina viku til að boða til nýrra kosninga takist ekki að mynda nýja starfhæfa ríkisstjórn. 

Hugmyndir sænsku ríkisstjórnarinnar um að afnema leiguþak á nýbyggingum leiddi til þess að vantrauststillagan var lögð fram. 

Auglýsing
Takmarkanir á leiguverð eru ekki nýjar af nálinni í Svíþjóð, en þær hafa verið í gildi í einhverri mynd síðan árið 1942. Sams konar takmarkanir eru einnig í gildi í öðrum Evrópulöndum, líkt og Frakklandi, Írlandi og Þýskalandi.

Samkvæmt umfjöllun Politico um málið fyrir helgi samdi Löfven við sænska Miðflokkinn, sem studdi minnihlutastjórn forsætisráðherrans falli, um að leiguþakið yrði afnumið fyrir nýbyggingar eftir síðustu þingkosningarnar þar í landi árið 2018. Hins vegar sagðist Vinstriflokkurinn, sem varði ríkisstjórn Löfven einnig falli, einungis hafa ætlað að verja minnihlutastjórnina ef áformin um afnám leiguþaks yrðu aldrei að veruleika.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent