Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar

Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.

Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Auglýsing

Um síð­ustu helgi var stjórn­ar­frum­varp Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra um breyt­ingu á sveit­ar­stjórn­ar­lögum sam­þykkt. Í lög­unum segir meðal ann­ars að stefnt skuli að því að lág­mark­s­í­búa­fjöldi sveit­ar­fé­laga verði ekki undir 1.000 manns. Það er talið hafa í för með sér mikla hag­ræð­ingu í rekstri minni sveit­ar­fé­laga og að þau verði betur í stakk búin til að sinna lög­bund­inni grunn­þjón­ustu í kjöl­far­ið.

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins er fjallað um hag­ræn áhrif fækk­unar sveit­ar­fé­laga. „Sam­kvæmt grein­ing­unni er áætlað að hag­ræn áhrif kunni að verða 3,6–5 millj­arðar kr. vegna breyttra áherslna við rekstur sveit­ar­fé­laga. Þannig kann mögu­legur sparn­aður sem verður í rekstri stjórn­sýslu sveit­ar­fé­laga að verða nýttur til að auka þjón­ustu­stig við íbúa sveit­ar­fé­laga,“ segir í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðs­ins.

„Við höfum nú náð sam­stöðu um að stefnt skuli að því að lág­mark­s­í­búa­fjöldi sveit­ar­fé­laga verði 1.000 manns. Það er nú í höndum sveit­ar­fé­laga hvernig þau geti best náð því mark­miði og hafi styrk til að sinna lög­bund­inni grunn­þjón­ustu. Sveit­ar­fé­lög hafa sýnt frum­kvæði og víða um land er sam­ein­ingum ýmist lokið eða þær verið sam­þykkt­ar. Ann­ars staðar eru við­ræður í gang­i,“ er haft eftir Sig­urði Inga í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Gengið mun skemur en til stóð

Fyrsta grein nýsam­þykkts laga­breyt­inga­frum­varps fjallar um lág­mark­s­í­búa­fjölda. Þar segir að stefnt skuli að því að íbúa­fjöldi sveit­ar­fé­laga verði ekki undir 1.000. Sé íbúa­fjöld­inn undir þeim við­miðum við almennar sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar skal sveit­ar­stjórn þess, innan árs frá kosn­ing­um, leit­ast við að ná mark­miðum um lág­mark­s­í­búa­fjölda með því að hefja form­legar sam­ein­ing­ar­við­ræður á grund­velli 119. greinar sveit­ar­stjórn­ar­laga, sem fjallar um sam­ein­ing­ar, eða að vinna álit um stöðu sveit­ar­fé­lags­ins, getu þess til að sinna lög­bundnum verk­efnum og um þau tæki­færi sem fel­ast í mögu­legum kostum sam­ein­ingar sveit­ar­fé­lags­ins við annað eða önnur sveit­ar­fé­lög.

Sé slíkt álit unnið skal það svo sent sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyti og það kynnt íbú­um. Sveit­ar­stjórn tekur svo end­an­lega ákvörðun um það hvort hefja eigi samn­inga­við­ræður um sam­ein­ingu. Ákveði sveit­ar­stjórn að gera það ekki geta tíu pró­sent þeirra sem eiga kosn­inga­rétt í sveit­ar­fé­lag­inu óskað eftir almennri atkvæða­greiðslu og skal nið­ur­staða hennar vera bind­andi.

Til stóð að ganga mun lengra til að ná fram mark­miði um lág­mark­s­í­búa­fjölda. Þegar frum­varp Sig­urðar Inga var lagt fram var lagt til að ráð­herra ætti að hafa frum­kvæði að því að sam­eina sveit­ar­fé­lög. „Nú hefur íbúa­fjöldi sveit­ar­fé­lags verið lægri en sem greinir í 1. mgr. [1.000 íbú­ar] í þrjú ár sam­fleytt og skal þá ráð­herra eiga frum­kvæði að því að sam­eina það öðru eða öðrum nær­liggj­andi sveit­ar­fé­lög­um,“ segir í upp­haf­legri mynd frum­varps­ins. Í þess­ari mynd frum­varps­ins var ráð­herra heim­ilt að veita sveit­ar­fé­lögum fjög­urra ára und­an­þágu frá þess­ari reglu að feng­inni umsögn ráð­gjaf­ar­nefnd­ar.

Í takt við til­lögu starfs­hóps minni sveit­ar­fé­laga

Fjöldi smærri sveit­ar­fé­laga sendi inn umsagnir við frum­varpið þar sem lög­fest­ing 1.000 íbúa lág­marks var mót­mælt. Var fyr­ir­huguð breyt­ing meðal ann­ars kölluð lög­þvingun og breyt­ingin sögð stang­ast á við sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti íbúa smærri sveit­ar­fé­laga.

Vel á annan tug smærri sveit­ar­fé­laga greindi frá stuðn­ingi við til­lögu starfs­hóps minni sveit­ar­fé­laga í sínum umsögn­um. End­an­leg nið­ur­staða um mark­mið um lág­mark­s­í­búa­fjölda er nokkuð svipuð til­lögu starfs­hóps­ins, með nokkrum breyt­ingum þó. Til að mynda er gert ráð fyrir að sveit­ar­stjórn skuli ræða sam­ein­ingu innan við sex mán­uðum eftir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar í stað árs og að 15 pró­sent kjós­enda geti knúið fram kosn­ingu um sam­ein­ingu í stað tíu pró­senta í til­lögum starfs­hóps­ins.

Í grein­ar­gerð sem fylgdi til­lög­unni segir að það sé ekki ein­ungis tala íbúa sem ráði því hversu vel sveit­ar­fé­lög geti sinnt lög­bund­inni þjón­ustu. „Burðir sveit­ar­fé­laga til þjón­ustu, mögu­leikar til efl­ingar og þró­unar eru ekki bundnir við íbúa­fjölda nema öðrum þræði, en land­fræði­legir þættir og lega t.d. m.t.t. sam­gangna og vega­lengda, hefur þar einnig vægi svo og inn­við­ir.“

Þar segir einnig að það ætti alltaf að vera í höndum sveit­ar­fé­lag­anna sjálfra og íbúa þeirra að ráða för þegar sam­ein­ingar sveit­ar­fé­laga eru ann­ars veg­ar. „Sveit­ar­fé­lög og íbúar þeirra ættu alltaf að hafa síð­asta orðið um örlög sveit­ar­fé­laga og mögu­leika til sam­ein­ing­ar, það verður öllum til heilla. Enda í bestu sam­ræmi við gild­andi lög, Evr­ópu­ráðs­samn­ing um sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt sveit­ar­fé­laga og stjórn­ar­skrá lands­ins.“

Varð­andi lág­mark­s­í­búa­fjölda var umsögn Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga sam­bæri­leg þeirri frá starfs­hópi minni sveit­ar­fé­laga. Í umsögn­inni var lagt til að stefnt yrði að því að lág­mark­s­í­búa­fjöldi hvers sveit­ar­fé­lags yrði 1.000 án þess að bein­línis lög­festa lág­mark­ið. Í umsögn­inni var orða­lag til­lög­unnar sagt „vísa betur til mark­miða þings­á­lykt­unar um stefnu í mál­efnum sveit­ar­fé­laga um að ekk­ert sveit­ar­fé­lag hafi færri en 1.000 íbúa heldur en orða­lag í vinnu­skjal­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent