„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“

Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.

Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
Auglýsing

Helga Björg Ragnarsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, segir að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hafi verið með skilgreiningarvald yfir mjög stórum hluta lífs hennar síðustu þrjú árin.

Þetta kom fram í máli Helgu Bjargar í ítarlegu viðtali sem birtist á Kjarnanum fyrir helgi. Þar lýsir hún reynslu sinni af „stöðugum ofsóknum“ borgarfulltrúans.

Iðulega þegar fjallað er um málið í fjölmiðlum er talað um „deilur“ eða „samskiptavanda“ Helgu Bjargar og Vigdísar. Í samtali við Kjarnann gagnrýnir Helga Björg slíka orðanotkun og segir hún hana vera gerendameðvirka.

Auglýsing

Hvernig upplifir þú þessa gerendameðvirkni?

„Ég upplifi fjölmiðla í þessu máli eins og það séu tveir jafnir aðilar að deila. Og eins að við séum pólitískir andstæðingar. Ég er aftur á móti starfsmaður sem þarf að fara að leikreglum. Málið varðar starfsmannamál í grunninn sem takmarkar möguleika mína á að tjá mig. Það er eitt. Hitt er að ég taldi mig ekki geta rökrætt við kjörna fulltrúa á opinberum vettvangi þar sem ég þarf að geta unnið með fulltrúum allra flokka og það að taka þátt í opinberum deilum við borgarfulltrúa getur takmarkað möguleika mína á að sinna starfsskyldum mínum,“ segir Helga Björg.

Þannig nýti Vigdís sér þennan valdamismun sem sé á þeim. „Hann er gígantískur – í ljósi efnisins og stöðunnar. Fjölmiðlaumfjöllunin hefur verið svo blind á þessa stöðu.“

Segist hún hafa uppgötvað þetta einn eftirmiðdag þegar hún frétti að fjalla ætti um málið í Kastljósi seinna um kvöldið. „Þá heyrði ég að í þættinum ætti að ræða eineltiskvörtun mína við Vigdísi Hauksdóttur og Pawel Bartoszek forseta borgarstjórnar. Ég hefði ekki hugmynd um þetta. En þá rann upp fyrir mér að fjölmiðlar skilgreindu mig með valdinu. Pawel var bara fyrir mig í settinu og Vigdís fékk að tala um þetta eins og ég væri ekki partur af jöfnunni. Ég hafði aldrei talað við Pawel um þetta mál – ég hafði aldrei talað við þetta fólk um málið. Ég var alveg ein og ekki partur af þessu valdi.“

Viðbrögðin voru þöggun og fálæti

Helgu Björgu finnst einkennilegt að fá ekki að hafa skoðun á því þegar fjallað er um hana í fjölmiðlum, nema í undantekningartilvikum þegar hringt hefur verið í hana.

„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband. Rosalega skrítið. Mér finnst líka einkennileg þessi þörf til að stilla okkur upp sem jafningjum. Ég vildi óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum. Það er mikilvægt að gæta að því að við erum með mismunandi stöðu til að tjá okkur og bregðast við,“ segir Helga Björg.

„Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur verið með skilgreiningarvald yfir mjög stórum hluta míns lífs síðustu þrjú árin. Það er sérstök staða. Meira að segja þegar ég hef sent inn leiðréttingar á miðlana þá hefur lítið verið tekið tillit til þess. Ég hef ekki einu sinni fengið svör frá flestum. Það er auðvelt að efast um dómgreind sína þegar viðbrögðin við því sem ég upplifi sem áreiti, einelti, ofsóknir og jafnvel ofbeldi eru þöggun og fálæti. Ég spurði mig stundum hvort það væri ég sem væri í ruglinu, að þetta hafi jafnvel verið bara eðlileg vinnubrögð en sem betur fer þá á ég bestu vinkonur í veröldinni sem hafa verið óþreytandi við að minna mig á að svo er auðvitað ekki.“

Hægt að lesa viðtalið í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent