Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi

Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.

Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Auglýsing

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, mun leiða lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Þórdís Kolbrún hlaut alls 1.347 atkvæði í 1. sætið. Alls greiddu 2.289 atkvæði í prófkjörinu og voru gild atkvæði 2.232 talsins.

Kosningin í fyrsta sæti var nokkuð afgerandi en baráttan um oddvitasætið stóð á milli Þórdísar Kolbrúnar og Haraldar Benediktssonar sem leiddi lista flokksins í kjördæminu í síðustu kosningum. Haraldur hlaut alls 786 atkvæði í fyrsta sætið. Haraldur endaði í öðru sæti í prófkjörinu með samtals 1.061 atkvæði í 1.-2. sæti.

Oddvitaslagur með sanni

Nokkur titringur hefur verið í kringum prófkjörsbaráttu oddvitans og varaformannsins. Til að mynda ákvað Halldór Jónsson að segja sig frá formannsstöðu í kjördæmisráði flokksins eftir að Þórdís Kolbrún ákvað að fara gegn Haraldi og sækjast eftir oddvitasætinu. Halldór skrifaði bréf til forystu flokksins þar sem sagði meðal annars að Þór­dís Kol­brún hefði að hans mati ekki sett fram ríkar mál­efna­legar ástæður fyrir því að skora odd­vita flokks­ins í kjör­dæm­inu á hólm en um málið var fjallað í Skessuhorni.

Auglýsing

Haraldur sagði í vikunni í viðtali við Bæjarins besta að hann hygðist ekki taka annað sæti á lista, fari það svo að hann tapaði í baráttunni um oddvitasætið. Þessir úrslitakostir féllu í grýttan jarðveg hjá samflokkskonum Haraldar, þeim var líkt við hótanir í garð samflokksfólks í kjördæminu og Haraldur auk þess sagður frekur, líkt og fjallað er um í umfjöllun Vísis. En niðurstaðan er annað sætið fyrir Harald og því er allt útlit fyrir að hann muni ekki setjast á þing eftir komandi kosningar.

Teitur Björn gæti verið á leið á þing á ný

Í þriðja sæti var Teitur Björn Einarsson með alls 1.190 atkvæði í 1.-3. sæti. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í dag tvo kjördæmakjörna þingmenn í Norðvesturkjördæmi og ef Teitur Björn hoppar upp í annað sætið í stað Haraldar gæti hann því verið á leið á þing á ný. Teitur sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn árin 2016 til 2017. Á kjörtímabilinu sem senn fer að ljúka hefur Teitur Björn verið varaþingmaður flokksins. Áður hafði hann meðal annars starfað sem aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra, árin 2014 til 2016, í ráðherratíð Bjarna Benediktssonar.

Sigríður Elín Sigurðardóttir endaði í fjórða sæti í prófkjörinu með alls 879 atkvæði í 1.-4. sæti. Sigríður er 21 árs sjúkraflutningakona og nemi, búsett á Akranesi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent