32 færslur fundust merktar „sjálfstæðisflokkurinn“

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra.
Bjarni: Stjórnmálamenn eiga ekki að tryggja öllum sömu stöðu í lífinu
Fjármálaráðherra segir það ekki hlutverk þingmanns Samfylkingarinnar að leggja af slagorð Sjálfstæðisflokksins: „Stétt með stétt“. Vandi jafnaðarmanna er sá að trúa því að hægt sé að byggja samfélag þar sem stjórnvöld tryggja öllum jafna útkomu í lífinu.
10. nóvember 2022
Bjarni Benediktsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með nokkrum yfirburðum í dag. Mótframbjóðandinn, Guðlaugur Þór Þórðarson, hlaut þó 40,4 prósent atkvæða.
Bjarni endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins
Bjarni Benediktsson hlaut 59,4 prósent atkvæða í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson hlaut 40,4 prósent atkvæða.
6. nóvember 2022
Guðlaugur Þór: Höfum misst trúverðugleika – Bjarni: Höfum byggt upp stéttlaust samfélag
Ólíkar áherslur formannsframbjóðendanna tveggja í Sjálfstæðisflokknum komu í ljós í ræðum þeirra á landsfundinum í Laugardalshöll í dag.
5. nóvember 2022
„Það var frelsismál að hefjast handa við bankasöluna“
Sala á hlut ríkisins í bönkum snýst „ekki aðeins um að frelsa fjármagnið, heldur ekki síður um að frelsa íslenskan almenning undan ábyrgðinni,“ sagði Bjarni Bendiktsson, er hann setti 44. landsfund Sjálfstæðisflokksins.
4. nóvember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verður ekki fulltrúi stjórnvalda á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst á sunnudag, sama dag og formannskjör fer fram í Sjálfstæðisflokknum.
Guðlaugur Þór fékk ekki leyfi læknis til að ferðast á COP27
Matvælaráðherra tekur þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í stað umhverfisráðherra sem stendur í formannsslag í Sjálfstæðisflokknum. Ráðherrann er fótbrotinn og fékk ekki leyfi læknis til að ferðast til Egyptalands.
4. nóvember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Segist ekki hafa boðist til að hætta við framboð gegn því að fá fjármálaráðuneytið
Harka er hlaupin í formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum. Innherji heldur því fram að Guðlaugur Þór hafi gert kröfur um verða fjármálaráðherra gegn því að bjóða sig ekki fram, en að Bjarni Benediktsson hafi hafnað því. Ósatt, segir Guðlaugur Þór.
31. október 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hélt opinn fund í Valhöll í dag þar sem hann tilkynnti um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór býður sig fram til formanns gegn Bjarna
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ætlar að bjóða sig fram sem formaður Sjálfstæðisflokksins gegn Bjarna Benediktssyni, sitjandi formanni til þrettán ára, á landsfundi flokksins um næstu helgi.
30. október 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni ætlar að hætta í stjórnmálum tapi hann fyrir Guðlaugi Þór í formannskjöri
Bjarni Benediktsson mun hætta afskiptum af stjórnmálum lúti hann í lægra haldi fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni í formannskjöri á landsfundi flokksins um næstu helgi.
30. október 2022
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur „þurfti að leita ráðgjafar með nokkur smáatriði“ vegna hagsmunaskráningar
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn vinnur að uppfærslu á hagsmunaskráningu sem borgarfulltrúi. Hún sagði sig nýverið úr stjórn Orkuveitu Reykjavíkur til að koma í veg fyrir mögulega hagsmunaárekstra þar sem eiginmaður hennar situr í stjórn Sýnar.
8. september 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni ætlar að halda áfram sem formaður Sjálfstæðisflokksins
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur setið í því embætti frá því snemma árs 2009. Í nóvember verður fyrsti landsfundur flokksins í fjögur og hálft ár haldinn. Bjarna finnst „ekkert annað eðlilegt en að ég haldi mínu striki“.
4. ágúst 2022
Kristín Ýr Pálmarsdóttir, sem sóttist eftir 3. sæti Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins í Mosfellsbæ, hefur sagt sig úr flokknum. Hún segir sigurvegara í prófkjörinu hafa smalað atkvæðum.
Kallar sigurvegara í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Mosfellsbæ trúða og segir sig úr flokknum
Frambjóðandi sem sóttist eftir þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ segir sigurvegara prófkjörsins hafa smalað atkvæðum. Hún hefur sagt skilið við flokkinn – „Ég þarf ekki lengur að starfa með þessum tveimur trúðum.“
6. febrúar 2022
Sannkristinn ræðukóngur sem beitti sér gegn þungunarrofi, afglæpavæðingu og orkupakkanum
Birgir Þórarinsson hefur sagt skilið við Miðflokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, flokk sem sem hann sagði síðast í vor að hefði brugðist í mörgum málum.
12. október 2021
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Finnst að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn „nokkurs konar framkvæmdastjóri Íslands“
Páll Magnússon segir að í Sjálfstæðisflokknum hafi skapast andrými fyrir þá skoðun að þeir sem gagnrýna forystu hans séu að bregðast flokknum. Sjálfstæðismenn hljóti að ræða hvort það sé fullreynt að ná árangri með núverandi formanni.
14. ágúst 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn frestar landsfundi sínum
Rúm þrjú ár eru síðan að Sjálfstæðisflokkurinn hélt síðast landsfund. Til stóð að halda hann í nóvember í fyrra og svo aftur í lok ágúst, í aðdraganda komandi kosninga. Nú er búið að fresta honum um óákveðinn tíma.
6. ágúst 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
19. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
12. júní 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson eru oddvitar Sjálfstæðisflokks í Reykjavík.
Sigurvegarar og taparar í vel heppnuðu prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjavík
Konur verða í stórum hlutverkum hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í komandi kosningum. Frjálslyndari frambjóðendum gekk betur en íhaldsamari og ef eitt er öruggt í lífinu þá er það að Birgir Ármannsson lendir í sjötta sæti.
7. júní 2021
Sigríður gerir enga kröfu um sæti á lista og Brynjar kveður stjórnmálin
Brynjar Níelsson segist kveðja stjórnmálin sáttur. Fyrrverandi dómsmálaráðherra sóttist eftir öðru sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Hún endaði ekki á meðal átta efstu.
6. júní 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór sigraði í Reykjavík – Sigríður Andersen beið afhroð
Diljá Mist Einarsdóttir og Hildur Sverrisdóttir eru sigurvegarar prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ásamt utanríkisráðherra. Sigríður Á. Andersen og Brynjar Níelsson voru langt frá settu markmiði.
6. júní 2021
Guðlaugur Þór tekur forystu á ný
Tveir sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins gætu verið á leið út af þingi. Brynjar Níelsson og Sigríður Andersen eru langt frá þeim árangri sem þau ætluðu sér í prófkjöri flokksins.
6. júní 2021
Áslaug Arna komin með forystu
Tveir sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins gætu verið á leið út af þingi. Brynjar Níelsson og Sigríður Andersen eru langt frá þeim árangri sem þau ætluðu sér í prófkjöri flokksins.
5. júní 2021
Gauti Jóhannesson.
Gauti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi
Frá því að Kristján Þór Júlíusson greindi frá því á laugardag að hann ætlaði sér að stíga til hliðar hafa tveir menn tilkynnt að þeir sækist eftir oddvitasæti hans í Norðausturkjördæmi.
16. mars 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Segir Friðjón nota „alla sömu frasana og Viðreisn“
Brynjar Níelsson segir að ef farið yrði að ráðum miðstjórnarmanns í Sjálfstæðisflokknum, og ráðist í breytingar á stefnu og gildum flokksins, væri verið að stunda tækifærismennsku og hentistefnu.“ Það gæti leitt til þess að Sjálfstæðisflokkur dagi uppi.
30. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
16. janúar 2021
Svanur Kristjánsson
Davíð Oddsson: Bjargvættur eða skaðvaldur?
7. mars 2020
Stríðið í Sjálfstæðisflokknum
Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkur landsins og hefur vanist því að stjórna málum þess. Staða hans hefur þó veikst til muna síðastliðinn áratug. Hrunið og klofningur vegna Evrópusambandsmála skiptu þar miklu.
21. júní 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík lýsir yfir vonbrigðum með neyðarfund
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sendu tilkynningu um vonbrigði vegna neyðarfundar borgarráðsins í gær. Á fundinum var flestum tillögum minnihlutans í borgarstjórn vísað frá.
1. ágúst 2018
Páll: Bjarni gerði mistök og hlýtur að leiðrétta þau
14. janúar 2017
Þrír formenn Landssambands sjálfstæðiskvenna segja sig úr flokknum
22. september 2016
Ragnheiður hættir - Elín sækist eftir sætinu
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér áfram fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Elín Hirst ætlar að sækjast eftir öðru sætinu á eftir Bjarna Benediktssyni.
5. júní 2016