Sigríður gerir enga kröfu um sæti á lista og Brynjar kveður stjórnmálin

Brynjar Níelsson segist kveðja stjórnmálin sáttur. Fyrrverandi dómsmálaráðherra sóttist eftir öðru sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Hún endaði ekki á meðal átta efstu.

98E57F1A-9128-4127-B9C3-1498158E9E35.png
Auglýsing

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi dómsmálaráðherra, mun ekki gera kröfu um að vera á lista flokksins í Reykjavík í komandi þingkosningum. Frá þessu greinir hún í stöðuuppfærslu á Facebook.

Á sama vettvangi greinir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, frá því að hann kveðji stjórnmálin sáttur.

Sigríður sóttist eftir öðru sætinu í prófkjöri flokksins í Reykjavík sem lauk í gær. Þegar talningu atkvæða var lauk lá hins vegar fyrir að hún varð ekki á meðal átta efstu. Í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sem stendur fimm þingmenn i Reykjavík og er að mælast með fjóra til fimm í könnunum þá liggur fyrir að Sigríður átti nær enga möguleika að halda sér á þingi miðað við niðurstöðu prófkjörsins.

Auglýsing
Sigríður segir í stöðuuppfærslunni að hún þakki fyrir það þegar nokkur þúsund merki við hana á kjörseðli þótt það hafi ekki dugað til að ná þeim árangri sem að hafi verið stefnt að þessu sinni. „Ég mun láta kjörnefnd flokksins, sem vinnur úr niðurstöðunni, vita að ég geri enga kröfu um sæti á framboðslista flokksins. Sem fyrr verð ég tilbúin til að leggja sjálfstæðisstefnunni lið hvar og hvenær sem er. Hún sameinar íhaldssemi og frjálslyndi á svo fallegan hátt. Ég óska Guðlaugi Þór og Áslaugu Örnu til hamingju með skýrt umboð til að leiða framboðslista flokksins í borginni. Diljá Mist og Hildur mega sömuleiðis vera stoltar af árangrinum.”

Brynjar sóttist líka eftir öðru sætinu en endaði í fimmta. Í stöðuuppfærslu á Facebook segir hann að úrslitin séu „talsverð vonbrigði fyrir mig en skilaboðin eru skýr. Ég trúi því að Sjálftæðisflokknum muni vegna vel í komandi kosningum. Ég kveð því stjórnmálin sáttur.”

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent