Segir Friðjón nota „alla sömu frasana og Viðreisn“

Brynjar Níelsson segir að ef farið yrði að ráðum miðstjórnarmanns í Sjálfstæðisflokknum, og ráðist í breytingar á stefnu og gildum flokksins, væri verið að stunda tækifærismennsku og hentistefnu.“ Það gæti leitt til þess að Sjálfstæðisflokkur dagi uppi.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

„Hefði ekki komið mér á óvart að þessi grein hefði verið skrifuð í þingflokksherbergi Viðreisnar. Friðjón notar alla sömu frasana sem þaðan koma án þess að segja nokkuð um hverju eigi að breyta og hvernig eða af hverju. En eitt er víst, að skrif hans endurspegla djúpstæða óánægju með forystu Sjálfstæðisflokksins.“

Þetta skrifar Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann bregst við grein sem Friðjón R. Friðjónsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum, skrifaði í liðinni viku.

Í grein sinni, sem vakti mikla athygli þar sem áhrifamikill innanbúðarmaður var að gagnrýna stóru drættina í stefnu Sjálfstæðisflokksins, sagði Friðjón m.a. að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi nú á sér það yfir­bragð að hann vilji ekki að ís­­lenskt sam­­fé­lag breyt­ist í takt við tím­ann eða um­heim­inn. „Ef Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn ætl­­ar að skil­­greina sig sem flokk sem er á móti breyt­ing­um á efna­hags­líf­inu, sjáv­ar­út­veg­in­um, land­­bún­að­ar­­­kerf­inu, orku­­mál­um, stjórn­­­ar­­skránni og sam­­fé­lag­inu sjálfu – þá mun hann daga uppi og verða að steini, eins og tröll í dag­renn­ingu. Aðrir stjórn­­­mála­­flokk­ar taka sér þá for­yst­u­hlut­verk og færa sín­ar hug­­mynd­ir og sitt stjórn­­­lyndi í lög og regl­­ur.“

Hefur meiri áhyggjur af öðrum flokkum

Grein Brynjars ber fyrirsögnina „Steintröllin“ með vísun í ofangreint. Þar segist Brynjar hafa miklu meiri áhyggjur af stöðu og stefnu annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins „sem óljóst er fyrir hvaða gildi standa og hafa enga stefnu nema vera skyldi hentistefnu í tilraunum sínum til að kallast nútímalegir.“

Auglýsing
Erfitt sé að átta sig á hvað Friðjóni hafi gengið til þegar hann gaf í skyn í greininni að Sjálfstæðisflokkurinn væri á móti breytingum á efnahagslífinu, sjávarútveginum, landbúnaðarkerfinu, orkumálum, stjórnarskránni og samfélaginu sjálfu og flokkinn myndi daga uppi og verða að steintrölli með sama áframhaldi.

Brynjar rekur í kjölfarið þær breytingar sem hann segir Sjálfstæðisflokkinn hafa staðið fyrir á ýmsum kerfum og segir að þær hafi verið til framdráttar, meðal annars sjávarútvegskerfinu. „ Ef Friðjón telur það gagnlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfinu til að mæta kröfum „nútímans“ er hann á villigötum. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki eru lykilatriði í okkar mikilvægustu atvinnugrein,“ skrifar Brynjar. 

Tækifærismennska og hentistefna

Brynjar gerir líka breytingar á stjórnarskrá að umtalsefni og segir að óæskilegt sé að þær taki tíðum breytingum. „Allra síst róttækum breytingum á stjórnskipan landsins af því að einhverjum kann að þykja það nútímalegt.“

Að hans mati er Sjálfstæðisflokkurinn óhræddur við breytingar, enda aflvaki breytinga og þróunar. „Hann er hins vegar ekki flokkur breytinga breytinganna vegna. Hann vill varðveita góð gildi í mannlegu samfélagi og á sama tíma auka frelsi einstaklingsins til orða og athafna. Það eru forsendur breytinga og þróunar hvers samfélags til að geta staðist harða samkeppni við aðra.“

Í lok greinar sinnar segir Brynjar að sjálfsagt sé enginn stjórnmálaflokkur eilífur. Þeir geti horfið ef stefnan og gildin sem þeir standi fyrir höfði ekki lengur til almennings. Það eigi þó örugglega ekki við Sjálfstæðisflokkinn. „Hins vegar er það vel þekkt að flokka dagi uppi stundi þeir tækifærismennsku og hentistefnu í stað þess fylgja stefnu sinni og tali fyrir þeim gildum sem flokkurinn stendur fyrir. Það gætu orðið örlög Sjálfstæðisflokksins ef farið yrði að ráðum Friðjóns R. Friðjónssonar. Þá getum við velt fyrir okkur hverjir verða steintröll og hverjir ekki.“

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent