Segir Friðjón nota „alla sömu frasana og Viðreisn“

Brynjar Níelsson segir að ef farið yrði að ráðum miðstjórnarmanns í Sjálfstæðisflokknum, og ráðist í breytingar á stefnu og gildum flokksins, væri verið að stunda tækifærismennsku og hentistefnu.“ Það gæti leitt til þess að Sjálfstæðisflokkur dagi uppi.

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

„Hefði ekki komið mér á óvart að þessi grein hefði verið skrifuð í þing­flokks­her­bergi Við­reisn­ar. Frið­jón notar alla sömu fra­sana sem þaðan koma án þess að segja nokkuð um hverju eigi að breyta og hvernig eða af hverju. En eitt er víst, að skrif hans end­ur­spegla djúp­stæða óánægju með for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins.“

Þetta skrifar Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, í grein í Morg­un­blað­inu í dag þar sem hann bregst við grein sem Frið­jón R. Frið­jóns­son, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður Bjarna Bene­dikts­sonar og mið­stjórn­ar­maður í Sjálf­stæð­is­flokkn­um, skrif­aði í lið­inni viku.

Í grein sinni, sem vakti mikla athygli þar sem áhrifa­mik­ill inn­an­búð­ar­maður var að gagn­rýna stóru drætt­ina í stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði Frið­jón m.a. að Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn hafi nú á sér það yfir­­bragð að hann vilji ekki að ís­­­lenskt sam­­­fé­lag breyt­ist í takt við tím­ann eða um­heim­inn. „Ef Sjálf­­­stæð­is­­­flokk­­­ur­inn ætl­­­ar að skil­­­greina sig sem flokk sem er á móti breyt­ing­um á efna­hags­líf­inu, sjá­v­­­ar­út­­­veg­in­um, land­­­bún­­að­­ar­­­­kerf­inu, orku­­­mál­um, stjórn­­­­­ar­­­skránni og sam­­­fé­lag­inu sjálfu – þá mun hann daga uppi og verða að steini, eins og tröll í dag­renn­ingu. Aðrir stjórn­­­­­mála­­­flokk­ar taka sér þá for­yst­u­hlut­verk og færa sín­ar hug­­­mynd­ir og sitt stjórn­­­­­lyndi í lög og regl­­­ur.“

Hefur meiri áhyggjur af öðrum flokkum

Grein Brynjars ber fyr­ir­sögn­ina „Stein­tröll­in“ með vísun í ofan­greint. Þar seg­ist Brynjar hafa miklu meiri áhyggjur af stöðu og stefnu ann­arra flokka en Sjálf­stæð­is­flokks­ins „sem óljóst er fyrir hvaða gildi standa og hafa enga stefnu nema vera skyldi henti­stefnu í til­raunum sínum til að kall­ast nútíma­leg­ir.“

Auglýsing
Erfitt sé að átta sig á hvað Frið­jóni hafi gengið til þegar hann gaf í skyn í grein­inni að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn væri á móti breyt­ingum á efna­hags­líf­inu, sjáv­ar­út­veg­in­um, land­bún­að­ar­kerf­inu, orku­mál­um, stjórn­ar­skránni og sam­fé­lag­inu sjálfu og flokk­inn myndi daga uppi og verða að stein­trölli með sama áfram­haldi.

Brynjar rekur í kjöl­farið þær breyt­ingar sem hann segir Sjálf­stæð­is­flokk­inn hafa staðið fyrir á ýmsum kerfum og segir að þær hafi verið til fram­drátt­ar, meðal ann­ars sjáv­ar­út­vegs­kerf­inu. „ Ef Frið­jón telur það gagn­legt fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn að koll­varpa fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu til að mæta kröfum „nú­tím­ans“ er hann á villi­göt­um. Stöð­ug­leiki og fyr­ir­sjá­an­leiki eru lyk­il­at­riði í okkar mik­il­væg­ustu atvinnu­grein,“ skrifar Brynj­ar. 

Tæki­fær­is­mennska og henti­stefna

Brynjar gerir líka breyt­ingar á stjórn­ar­skrá að umtals­efni og segir að óæski­legt sé að þær taki tíðum breyt­ing­um. „Allra síst rót­tækum breyt­ingum á stjórn­skipan lands­ins af því að ein­hverjum kann að þykja það nútíma­leg­t.“

Að hans mati er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn óhræddur við breyt­ing­ar, enda afl­vaki breyt­inga og þró­un­ar. „Hann er hins vegar ekki flokkur breyt­inga breyt­ing­anna vegna. Hann vill varð­veita góð gildi í mann­legu sam­fé­lagi og á sama tíma auka frelsi ein­stak­lings­ins til orða og athafna. Það eru for­sendur breyt­inga og þró­unar hvers sam­fé­lags til að geta stað­ist harða sam­keppni við aðra.“

Í lok greinar sinnar segir Brynjar að sjálf­sagt sé eng­inn stjórn­mála­flokkur eilíf­ur. Þeir geti horfið ef stefnan og gildin sem þeir standi fyrir höfði ekki lengur til almenn­ings. Það eigi þó örugg­lega ekki við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. „Hins vegar er það vel þekkt að flokka dagi uppi stundi þeir tæki­fær­is­mennsku og henti­stefnu í stað þess fylgja stefnu sinni og tali fyrir þeim gildum sem flokk­ur­inn stendur fyr­ir. Það gætu orðið örlög Sjálf­stæð­is­flokks­ins ef farið yrði að ráðum Frið­jóns R. Frið­jóns­son­ar. Þá getum við velt fyrir okkur hverjir verða stein­tröll og hverjir ekki.“

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent