Bjarni ákveður að hefja sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka

Íslenska ríkið hefur tekið ákvörðun um að ýta sölu á allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka úr vör. Takmörk verða sett á hvað hver bjóðandi getur keypt stóran hlut.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur ákveðið að hefja sölumeðferð á hlut íslenska ríkisins í Íslandsbanka. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi til Bankasýslu ríksins í dag.

Í bréfinu kemur fram að að Bankasýslunni verði falið að tryggja að útfærslur á útboðs- og úthlutunarskilmálum verði í samræmi við ábendingar sem fram koma í umsögnum meirihluta efnahags- og viðskiptanefnda og fjárlaganefndar um málið. 

Í þeim ábendingum er lagt til að seldur verði að lágmarki 25 prósent hlutur í bankanum en að hámarki 35 prósent hlutur í hlutafjárútboði. Tryggt verður að tilboðsgjafar í hluti undir ákveðinni krónutölu, sem verður að minnsta kosti ein milljón króna að markaðsvirði, verði ekki fyrir skerðingu ef umframeftirspurn verður eftir bréfum í útboðinu. Þá er lagt til að sett verði hámark á hlut hvers tilboðsgjafa þannig að enginn einn geti keypt stærri hlut en til dæmis 2,5 til 3,0 prósent af heildarhlutafé bankans. 

Einnig verður Bankasýslunni falið að skoða hvort það samræmist markmiðum ríkisins við söluna að Íslandsbanki greiði út arð áður en útboðið fari fram umfram þrjá til fjóra milljarða króna.

Auglýsing
Markmið sölunnar er að stuðla að aukinni samkeppni á fjármálamarkaði og að leggja grunn að dreifðu eignarhaldi og fjölbreytileika í eigendahópi Íslandsbanka.

Ferlið endurvakið í desember

Þann 17. desember síðastliðinn sendi Bankasýsla ríkisins tillögu til Bjarna Benediktssonar um að selja hlut í Íslandsbanka í gegnum skráningu á íslenskan markað. Meginrökin sem voru sett fram fyrir þessu í minnisblaði sem fylgdi með voru þau að hutabréfamarkaðir hefðu hækkað í kórónuveirufaraldrinum og að Icelandair Group, sem stóð frammi fyrir gjaldþroti, hefði tekist að verða sér úti um 30 milljarða króna í nýtt hlutafé til að lifa áfram. Eignarhald íslenska ríkisins á fjármálafyrirtækjum væri líka hlutfallslega það hæsta í Evrópu.

Afkoma Íslandsbanka hefði líka verið í lagi, en bankinn hefur ekki fært niður nema lítinn hluta þeirra lána til fyrirtækja sem eru í frystingu sem stendur. Í lok september síðastliðins voru það 20 prósent fyrirtækjalánabókar bankans til fyrirtækja, alls 120,3 milljarðar króna, og 17,5 milljarðar króna af lánum til einstaklinga. Samtals var því um að ræða tæplega 138 milljarða króna. 

Fjórum dögum síðar sendi Bjarni, ásamt ráðuneytisstjóra sínum, bréf til Bankasýslunnar og samþykkti tillöguna. Samhliða var send greinargerð til Alþingis og nefndarmönnum í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd gefin mánuður til að skila inn umsögn um málið. Hún átti að berast 20. janúar, eða tveimur dögum eftir að fyrsti þingfundur eftir jólafrí fór fram. 

Greinargerðin opinberaði það að ekki átti lengur að freista þess að finna erlenda aðila til að kaupa í Íslandsbanka. Það þætti ekki líklegt til árangurs. Svokallað samhliða söluferli var því aflagt og ákveðið að skrá Íslandsbanka einungis á markað á Íslandi, ekki tvískrá líka erlendis eins og upp var lagt með til að byrja með. 

Kaupendur af þessu kerfislega mikilvæga fyrirtæki, sem átti við síðasta uppgjör eigið fé upp á 182,6 milljarða króna, eiga því að vera íslenskir fjárfestar. Og hann verður skráður í íslenska kauphöll einvörðungu. 

Samhljóma niðurstaða

Þær tvær nefndir Alþingis sem þurftu að skila umsögn um greinargerð fjármála- og efnahagsráðherra vegna bankasölunnar, fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd, gerðu það í síðustu viku. Meirihluti í báðum nefndum var skipaður einvörðungu stjórnarþingmönnum og þeir komust að samhljóma niðurstöðu. Selja ætti 25 til 35 prósent hlut í bankanum ef rétt verð fengist fyrir og hámarka ætti hlut hvers kaupanda við 2,5 til 3,0 prósent. 

Skoða ætti að greiða út arð úr Íslandsbanka áður en hlutur í bankanum yrði seldur en eigið fé hans umfram 17 prósent kröfu Fjármálaeftirlitsins var tæplega 58 milljarðar króna í lok september síðastliðins. Ekki liggur alveg skýrt fyrir hversu mikið af því er útgreiðanlegt sem stendur og það þarf að meta. Stjórnarandstöðuflokkarnir voru ósammála nálgun ríkisstjórnarinnar og sá eini þeirra sem var skýrt á þeirri skoðun að selja ætti hlut í Íslandsbanka nú var Viðreisn, en fulltrúi flokksins í nefndunum vildi að einhverju leyti aðra aðferðarfræði við söluna. 

Í hinu formlega ferli, sem nú mun hefjast, felst að bankinn verður verðmetinn og ef allt gengur sem skyldi mun hlutafjárútboð fara fram í maí eða júní þar sem hluti hans verður seldur, fáist viðunandi verð fyrir hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent