Bjarni ákveður að hefja sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka

Íslenska ríkið hefur tekið ákvörðun um að ýta sölu á allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka úr vör. Takmörk verða sett á hvað hver bjóðandi getur keypt stóran hlut.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur ákveðið að hefja sölu­með­ferð á hlut íslenska rík­is­ins í Íslands­banka. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi til Banka­sýslu ríks­ins í dag.

Í bréf­inu kemur fram að að Banka­sýsl­unni verði falið að tryggja að útfærslur á útboðs- og úthlut­un­ar­skil­málum verði í sam­ræmi við ábend­ingar sem fram koma í umsögnum meiri­hluta efna­hags- og við­skipta­nefnda og fjár­laga­nefndar um mál­ið. 

Í þeim ábend­ingum er lagt til að seldur verði að lág­marki 25 pró­sent hlutur í bank­anum en að hámarki 35 pró­sent hlutur í hluta­fjár­út­boði. Tryggt verður að til­boðs­gjafar í hluti undir ákveð­inni krónu­tölu, sem verður að minnsta kosti ein milljón króna að mark­aðsvirði, verði ekki fyrir skerð­ingu ef umfram­eft­ir­spurn verður eftir bréfum í útboð­inu. Þá er lagt til að sett verði hámark á hlut hvers til­boðs­gjafa þannig að eng­inn einn geti keypt stærri hlut en til dæmis 2,5 til 3,0 pró­sent af heild­ar­hlutafé bank­ans. 

Einnig verður Banka­sýsl­unni falið að skoða hvort það sam­ræm­ist mark­miðum rík­is­ins við söl­una að Íslands­banki greiði út arð áður en útboðið fari fram umfram þrjá til fjóra millj­arða króna.

Auglýsing
Markmið söl­unnar er að stuðla að auk­inni sam­keppni á fjár­mála­mark­aði og að leggja grunn að dreifðu eign­ar­haldi og fjöl­breyti­leika í eig­enda­hópi Íslands­banka.

Ferlið end­ur­vakið í des­em­ber

Þann 17. des­em­ber síð­ast­lið­inn sendi Banka­sýsla rík­is­ins ­til­lögu til Bjarna Bene­dikts­sonar um að selja hlut í Íslands­banka í gegnum skrán­ingu á íslenskan mark­að. Meg­in­rökin sem voru sett fram fyrir þessu í minn­is­blaði sem fylgdi með voru þau að huta­bréfa­mark­aðir hefðu hækkað í kór­ónu­veiru­far­aldr­inum og að Icelandair Group, sem stóð frammi fyrir gjald­þroti, hefði tek­ist að verða sér úti um 30 millj­arða króna í nýtt hlutafé til að lifa áfram. Eign­ar­hald íslenska rík­is­ins á fjár­mála­fyr­ir­tækjum væri líka hlut­falls­lega það hæsta í Evr­ópu.

Afkoma Íslands­banka hefði líka verið í lagi, en bank­inn hefur ekki fært niður nema lít­inn hluta þeirra lána til fyr­ir­tækja sem eru í fryst­ingu sem stend­ur. Í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins voru það 20 pró­sent fyr­ir­tækja­lána­bókar bank­ans til fyr­ir­tækja, alls 120,3 millj­arðar króna, og 17,5 millj­arðar króna af lánum til ein­stak­linga. Sam­tals var því um að ræða tæp­lega 138 millj­arða króna. 

Fjórum dögum síðar sendi Bjarni, ásamt ráðu­neyt­is­stjóra sín­um, bréf til Banka­sýsl­unnar og sam­þykkti til­lög­una. Sam­hliða var send grein­ar­gerð til Alþingis og nefnd­ar­mönnum í fjár­laga­nefnd og efna­hags- og við­skipta­nefnd gefin mán­uður til að skila inn umsögn um mál­ið. Hún átti að ber­ast 20. jan­ú­ar, eða tveimur dögum eftir að fyrsti þing­fundur eftir jóla­frí fór fram. 

Grein­ar­gerðin opin­ber­aði það að ekki átti lengur að freista þess að finna erlenda aðila til að kaupa í Íslands­banka. Það þætti ekki lík­legt til árang­urs. Svo­kallað sam­hliða sölu­ferli var því aflagt og ákveðið að skrá Íslands­banka ein­ungis á markað á Íslandi, ekki tví­skrá líka erlendis eins og upp var lagt með til að byrja með. 

Kaup­endur af þessu kerf­is­lega mik­il­væga fyr­ir­tæki, sem átti við síð­asta upp­gjör eigið fé upp á 182,6 millj­arða króna, eiga því að vera íslenskir fjár­fest­ar. Og hann verður skráður í íslenska kaup­höll ein­vörð­ung­u. 

Sam­hljóma nið­ur­staða

Þær tvær nefndir Alþingis sem þurftu að skila umsögn um grein­ar­gerð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra vegna banka­söl­unn­ar, fjár­laga­nefnd og efna­hags- og við­skipta­nefnd, gerðu það í síð­ustu viku. Meiri­hluti í báðum nefndum var skip­aður ein­vörð­ungu stjórn­ar­þing­mönnum og þeir komust að sam­hljóma nið­ur­stöðu. Selja ætti 25 til 35 pró­sent hlut í bank­anum ef rétt verð feng­ist fyrir og hámarka ætti hlut hvers kaup­anda við 2,5 til 3,0 pró­sent. 

­Skoða ætti að greiða út arð úr Íslands­banka áður en hlutur í bank­anum yrði seldur en eigið fé hans umfram 17 pró­sent kröfu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins var tæp­lega 58 millj­arðar króna í lok sept­em­ber síð­ast­lið­ins. Ekki liggur alveg skýrt fyrir hversu mikið af því er útgreið­an­legt sem stendur og það þarf að meta. Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir voru ósam­mála nálgun rík­is­stjórn­ar­innar og sá eini þeirra sem var skýrt á þeirri skoðun að selja ætti hlut í Íslands­banka nú var Við­reisn, en full­trúi flokks­ins í nefnd­unum vildi að ein­hverju leyti aðra aðferð­ar­fræði við söl­una. 

Í hinu form­lega ferli, sem nú mun hefjast, felst að bank­inn verður verð­met­inn og ef allt gengur sem skyldi mun hluta­fjár­út­boð fara fram í maí eða júní þar sem hluti hans verður seld­ur, fáist við­un­andi verð fyrir hann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent