Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög

Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata og nefnd­ar­maður í fjár­laga­nefnd, telur að rann­sókn­ar­regla stjórn­sýslu­laga og ákvæði laga um opin­ber fjár­mál um stefnu­mótun stjórn­valda séu ekki upp­fyllt með grein­ar­gerð Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um sölu Íslands­banka og öðrum kynn­ingum sem ráð­ist var í fyrir fjár­laga­nefnd í kjöl­far­ið.

Þetta kemur fram í athuga­semd hans við umsögn fjár­laga­nefndar um grein­ar­gerð Bjarna, sem send til hennar 21. des­em­ber síð­ast­lið­inn og leggur til að sölu­ferli Íslands­banka verði haf­ið. Á grund­velli þessa mats þá setur Björn Leví ekki fram efn­is­lega athuga­semd um sölu­á­form­in.

Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar, sem skip­aður er þing­mönnum stjórn­ar­flokk­anna þriggja (Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks) styður áform um söl­una og legg­ur, líkt og meiri­hluti efna­hags- og við­skipta­nefnd­ar, til að 25 til 35 pró­sent af bank­anum verði seld­ur. Meiri­hlut­inn vill líka að hver til­boðs­gjafi fái ekki að kaupa meira en 2,5 til 3,0 pró­sent. 

Auglýsing
Eini stjórn­ar­and­stæð­ing­ur­inn í hópi nefnd­ar­manna sem birtir athuga­semd í umsögn­inni sem er á þeirri skoðun að það eigi að selja bank­ann á grunni þeirra for­senda sem rík­is­stjórnin ætlar að gera það er Við­reisn, enda falli áform um sölu á eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka vel að stefnu Við­reisn­ar. Áheyrn­ar­full­trúi flokks­ins, Jón Stein­dór Valdi­mars­son, segir í athuga­semd sinni að hann vilji að seldur verði 25 pró­sent hlutur að hámarki og að eng­inn megi kaupa meira en 2,5 pró­sent af heild­ar­hluta­fé. Þá vill hann að búið sé að afgreiða frum­varp um varn­ar­línu um fjár­fest­ing­ar­banka­starf­semi áður en til sölu kem­ur. 

Jón Stein­dór segir þó að reynslan af fyrri banka­sölu, þegar tveir rík­is­bankar voru einka­væddir á árunum 2002 og 2003, hafi haft þunga eft­ir­mála. „ Ekki á að loka augum fyrir því að margir eru tor­tryggnir og ekki að ástæðu­lausu. Tveir flokkar sem nú eru í rík­is­stjórn voru það líka þegar einka­væð­ingin hin fyrri fór fram. Per­sónur og leik­endur skipta máli. Þess vegna þarf salan að ger­ast í vel afmörk­uðum skrefum og af yfir­vegun til þess að draga úr tor­tryggni og auka traust á sölu­ferl­in­u.“

Einka­væð­ing banka rétt fyrir kosn­ingar stór­mál

Ágúst Ólafur Ágústs­son, full­trúi Sam­fylk­ing­ar­innar í nefnd­inni, segir í athuga­semd sinni að einka­væð­ing banka fyrir rétt fyrir kosn­ingar sé stór­mál. „Að hefja einka­væð­ingu banka í 100 ára djúpri kreppu er hins vegar vont mál. Þessi hraði og tíma­setn­ingin á einka­væð­ing­unni hefur í för með sér tvennt: Lægra verð og færri kaup­end­ur. Það segir sína sögu að ekk­ert annað ríki er að selja banka á þessum tíma þrátt fyrir að fjöl­mörg dæmi séu um eign­ar­hald rík­is­ins á hinum ýmsum bönk­um. Má þar nefna Bret­land, Nor­eg, Belg­íu, Holland, Írland, Grikk­land, Spán og Þýska­land.“

Mark­aðs­að­stæður séu því aug­ljós­lega ekki hag­felld­ar, heim­ur­inn sé í djúpri kreppu og þar af leið­andi séu færri kaup­endur til staðar en ella. „Í ljósi þess að bankar eru ekki eins og hvert annað fyr­ir­tæki skiptir eig­enda­hópur þeirra miklu máli. Þá er ljóst að engir erlendir kaup­endur eru fyrir hendi um þessar mund­ir.“

Ágúst Ólafur gagn­rýnir líka hrað­ann á söl­unni og segir hann í raun tor­tryggi­leg­an. „Það getur ekki verið skyn­sam­leg hag­fræði að selja eign rík­is­ins af nauð, sé það ástæða söl­unnar eins og heyrst hef­ur. Sé mark­miðið að nota sölu­and­virðið til að greiða niður skuldir rík­is­ins þá er rétt að benda á að vextir eru lágir og liggur því ekki lífið á að borga niður skuldir rík­is­ins.“

Ljóst sé að það vanti mun dýpri sam­fé­lags­um­ræðu um söl­una. „Það tókst að keyra allt einka­rekið banka­kerfi í þrot á 5 árum, síð­ast þegar það var einka­vætt. Það er því ekki ein­ungis áhætta fyrir ríkið að eiga í banka heldur er einnig til staðar áhætta fyrir ríkið af einka­reknu banka­kerf­i.“

Þjóð­nýta tapið en einka­væða gróð­ann

Full­trúi Mið­flokks­ins í nefnd­inni, Birgir Þór­ar­ins­son, telur að álita­málin varð­andi sölu­á­form rík­is­stjórn­ar­innar séu einkum tvenns kon­ar.  Í fyrsta lagi sé álita­mál hvort þetta sé rétti tím­inn til að selja banka og í öðru lagi hvort aðferðin sé rétt, það er að segja að selja 25 pró­sent hlut. Bíða ætti með sölu Íslands­banka þangað til að óvissa um efna­hag bank­ans (20 pró­sent fyr­ir­tækja­lána hans eru í fryst­ingu vegna COVID-19) liggi fyrir og end­ur­reisn hag­kerf­is­ins haf­in. 

Þá telur Birgir nauð­syn­legt að leitað verið að erlendum fjár­festi, til dæmis erlendum banka, til að kaupa hlut í bank­an­um. „Auk þess má telja að óheppi­legt sé að banki í rík­i­s­eigu sé í sölu­með­ferð rétt fyrir kosn­ingar og eng­inn muni þarf að leið­andi bera hina póli­tísku ábyrgð. Í miðjum veiru­far­aldri er minni líkur á því að rétt verð fáist og mögu­legum kaup­endum fækk­ar. Hámarks­verð verður að fást fyrir þessa verð­mætu eign fólks­ins í land­inu. Við núver­andi aðstæð­ur, hér heima og erlend­is, vegna veiru­far­ald­urs­ins er ólík­legt að svo verð­i.“

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, segir í sínum athuga­semdum að þeim sex mark­miðum sem stjórn­völd vilja ná með söl­unni á hlut i Íslands­banka sé ekki náð með þeirri áætlun sem lögð hefur verið fram, nema að það verði á kostnað ann­ara hags­muna almenn­ings og rík­is­ins. „Fyr­ir­huguð sala á eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka á ljós­hraða þjónar því ekki hags­munum almenn­ings. Áform um sölu á eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka er aðeins nýjasta dæmið um þá stefnu rík­is­stjórn­ar­innar að þjóð­nýta tapið en einka­væða gróð­ann.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar