110 færslur fundust merktar „bankasala“

Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi.
Fjármálaeftirlitið telur Íslandsbanka mögulega hafa brotið gegn lögum
Sáttarferli er hafið á milli fjármálaeftirlitsins og Íslandsbanka, vegna athugunar fjármálaeftirlitsins á framkvæmd bankans á útboði Bankasýslunnar á bréfum í bankanum sjálfum, sem gaf til kynna að lög gætu hafa verið brotin.
9. janúar 2023
Var Ríkisendurskoðun að misskilja eða veitti Bankasýslan ráðherra ekki réttar upplýsingar?
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarnar vikur. Þar hefur meðal annars verið tekist á um hvort Bankasýsla ríkisins hafi verið að fullu meðvituð um hver eftirspurn eftir bréfum í bankanum.
3. desember 2022
Íslandsbanki segir ekki hversu margir fengu flokkun sem hæfir fjárfestar á meðan að á útboðinu stóð
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka kemur fram að fjárfestar sem voru ekki í viðskiptum við Íslandsbanka gátu sótt um og fengið flokkun sem „hæfir fjárfestar“ á þeim klukkutímum sem útboðið stóð yfir.
1. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
30. nóvember 2022
Meirihluti landsmanna treysta ekki ríkisstjórninni til að selja meira í Íslandsbanka.
Yfir 60 prósent treysta ekki stjórninni til að selja Íslandsbanka og vilja rannsóknarnefnd
Næstum þrír af hverjum fjórum kjósendum Vinstri grænna vilja að skipuð verði rannsóknarnefnd um bankasöluna og 57 prósent þeirra treysta ekki ríkisstjórn sem leidd er af formanni flokksins til að selja meira í Íslandsbanka.
25. nóvember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi.
„Ríkisendurskoðun hafnar aðdróttunum ákveðinna fjölmiðla um annarleg sjónarmið“
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka stendur óhögguð þrátt fyrir athugasemdir Bankasýslunnar. Stofnunin hafnar umfjöllun „ákveðinna fjölmiðla“ og segir hana ekki standast skoðun.
24. nóvember 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Spyr Bjarna hvort Fjármálaeftirlitið hafi lagaheimildir til að rannsaka Bjarna
Þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra þar sem hún spyr meðal annars hvort hann telji að Fjármálaeftirlitið hafi heimildir til að rannsaka ákvarðanir og ábyrgð ráðherrans við bankasöluna.
21. nóvember 2022
Ekki í fyrsta sinn sem ríkisbanki, Ríkisendurskoðun og Bankasýslan fara í hár saman
Fyrir rúmum sex árum gagnrýndi Bankasýsla ríkisins Landsbankann harkalega fyrir að hafa haldið illa á söluferli á óbeinni ríkiseign, meðal annars fyrir að viðhafa lokað söluferli og val á kaupendum. Ríkisendurskoðun tók undir þá gagnrýni.
21. nóvember 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Vill að Katrín mæti fyrir fjárlaganefnd og geri grein fyrir næstu skrefum í bankasölu
Þingmaður Viðreisnar segir fjárlagavinnu í uppnámi enda gert ráð fyrir að sala á Íslandsbanka skili ríkissjóði 75 milljörðum á næsta ári. Engin skýr svör hafi þó fengist frá forystumönnum ríkisstjórnarinnar um hvort og þá hvernig bankinn verði seldur.
18. nóvember 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Sögðu Sjálfstæðisflokkinn bara vilja ræða leka, ekki bankasöluna eða skýrsluna um hana
Heitar umræður voru á þingi í dag um leka á skýrslu Ríkisendurskoðunar til fjölmiðla tæpum sólarhring áður en hún átti að birtast. Stjórnarandstaðan benti á að þingmenn Sjálfstæðisflokks virtust ekki hafa miklar áhyggjur af leka á drögum á skýrslunni.
17. nóvember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Kristrún: Pólitískur leikur hjá Lilju að draga Icesave inn í umræðu um Íslandsbankasöluna
Formaður Samfylkingarinnar spurði menningar- og viðskiptaráðherra hvort allt hjá ríkisstjórninni í bankasölumálinu snerist um ráðherrastóla og pólitíska leiki. Í svari ráðherra sagði að það hefði ekki verið pólitískur leikur að segja nei við Icesave.
16. nóvember 2022
Listin að fúska við sölu á ríkisbanka
None
15. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín segir enn ótímabært að ræða skipun rannsóknarnefndar
Forsætisráðherra vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir efnisatriði skýrslu Ríkisendurskoðunar áður en ákvörðun verði tekin um hvort skipa eigi rannsóknarnefnd um söluferli á hlut í Íslandsbanka.
14. nóvember 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan ósammála Ríkisendurskoðun og segir skýrslu „afhjúpa takmarkaða þekkingu“
Bankasýsla ríkisins hafnar gagnrýni sem Ríkisendurskoðun hefur sett fram á undirbúning og framkvæmd á sölu á hlut í Íslandsbanka. Stofnunin telur Ríkisendurskoðun sýna „takmarkaða reynslu af sölu hlutabréfa“ og ætlar að birta málsvörn á vefsíðu sinni.
14. nóvember 2022
Haukur Logi Karlsson
Að gefa eigur ríkisins
14. nóvember 2022
Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á þingi í apríl að ef úttekt Ríkisendurskoðunar „dugi ekki til þá mun ég styðja það að komið verði á fót sjálf­­stæðri rann­­sókn­­ar­­nefnd.“
Fjölmargir þættir í sölunni á Íslandsbanka sem Ríkisendurskoðun rannsakaði ekki
Ríkisendurskoðun tiltekur í skýrslu sinni að það séu fjölmargir þættir í sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka sem stofnunin rannsaki ekki. Stjórnarþingmenn lofuðu rannsóknarnefnd ef úttekt Ríkisendurskoðunar skildi eftir einhverjar spurningar.
14. nóvember 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Velta með bréf í Íslandsbanka þurrkaðist upp á sama tíma og enginn átti að vita af yfirvofandi sölu
Bankasýsla ríkisins fullyrðir að ekkert hafi lekið út um að til stæði að selja stóran hlut í Íslandsbanka eftir að hún hafði veitt 26 fjárfestum innherjaupplýsingar um það.
14. nóvember 2022
„Horft til fullyrðinga frá fjárfestunum sjálfum um að þeir teldust hæfir fjárfestar“
Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Bankasýslan upplýstu ekki nægilega vel hvað fólst í settum skilyrðum um „hæfa fjárfesta“ við söluna í Íslandsbanka. Upplýsingar um hvort fjárfestar væru hæfir byggðu í einhverjum tilfellum á upplýsingum frá þeim sjálfum.
14. nóvember 2022
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Ráðuneyti hans fer með eignarhluti ríkisins í bönkum og ber ábyrgð á sölu þeirra.
Hvorki fjármálaráðuneytið né Bankasýslan telja sig hafa gert neitt rangt við bankasölu
Ríkisendurskoðun telur fjölþætta annmarka hafa verið á söluferlinu á Íslandsbanka. Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Bankasýsla ríkisins fengu að bregðast við ábendingum. Hvorugur aðili telur sig hafa gert neitt rangt.
13. nóvember 2022
Ríkisendurskoðun segir fjölþætta annmarka hafa verið á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er söluferlið á Íslandsbanka gagnrýnt harkalega. Standa hefði betur að sölunni og hægt hefði verið að fá hærra verð fyrir hlutinn. Ákveðið var að selja á undirverði til að ná fram öðrum markmiðum en lögbundnum.
13. nóvember 2022
Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar kynnt í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á mánudag
Næstum átta mánuðum eftir að íslenska ríkið seldi 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka í lokuðu útboði til 207 fjárfesta á verði sem var lægra en markaðsverð bankans mun Ríkisendurskoðun loks birta skýrslu sína um söluferlið.
10. nóvember 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Hans ráðuneyti ber ábyrgð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Skýrslan sem átti ekki að taka langan tíma og vinnast hratt væntanleg eftir sjö mánaða meðgöngu
Allt bendir til þess að almenningur fái loks að sjá skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið á Íslandsbanka eftir helgi.
10. nóvember 2022
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringdi inn fyrstu viðskipti með bankann í íslensku kauphöllinni í júní í fyrra.
Hluthöfum Íslandsbanka hefur fækkað um meira en tíu þúsund frá skráningu
Frá því að íslenska ríkið kláraði að selja 35 prósent hlut sinn í Íslandsbanka í fyrrasumar hefur hluthöfum í bankanum fækkað um 44 prósent. Í millitíðinni seldi ríkið 22,5 prósent hlut til 207 fjárfesta í lokuðu útboði. Sú sala er nú til rannsóknar.
5. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín fékk að sjá drög að skýrslu Ríkisendurskoðunar um miðjan október
Forsætisráðherra segir ómögulegt að segja til um hvort þörf sé á frekari rannsókn á sölu ríkisins í hlut Íslandsbanka, með skipun rannsóknarnefndar, fyrr en endanleg skýrsla liggur fyrir. Endanleg skýrsla Ríkisendurskoðunar er væntanleg í nóvember.
3. nóvember 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Ráðuneyti hans ber ábyrgð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Óvíst hvort skýrslan um bankasöluna verði birt fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins
Skýrsla sem átti að koma út í júní, svo júlí, svo ágúst, svo september, svo október kemur nú út í nóvember. Ekki liggur fyrir hvort hún verði birt opinberlega fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins, þar sem formannsslagur fer fram.
31. október 2022
Forsætisráðuneytið lét vinna minnisblað um bankasöluna í kjölfar viðtals við Sigríði
Þremur dögum eftir að fjármála- og efnahagsráðherra hafði falið Ríkisendurskoðun að gera stjórnsýsluúttekt á söluferlinu á hlutum í Íslandsbanka fékk forsætisráðuneytið minnisblað um ýmis álitamál tengd sölunni.
22. október 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið og Bankasýslan búin að fá drög að Íslandsbankaskýrslunni
Þeir aðilar sem báru ábyrgð á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, fjármála- og efnahagsráðuneytið og Bankasýsla ríkisins, munu hafa tækifæri til að skila inn umsögn um skýrslu Ríkisendurskoðunar um bankasöluna fram í miðja næstu viku.
13. október 2022
Er í lagi að „væna og dæna“ stofnun sem selur eignir ríkisins?
None
13. október 2022
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
SA telja eina meginforsendu fjárlaga í uppnámi verði Íslandsbanki ekki seldur
Í umsögn Samtaka atvinnulífsins um fjárlagafrumvarpið er varað við þeirri skuldaaukningu sem sé fyrirliggjandi á næsta ári ef ríkið selur ekki 42,5 prósent hlut sinn í Íslandsbanka. Ef ekki verði að sölu bankans sé „ein meginforsenda fjárlaga í uppnámi.“
12. október 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan þáði hádegis- og kvöldverði, vínflöskur, konfekt, kokteilasett og einn flugeld
Minnisblaði um þær gjafir sem forstjóri og starfsmenn Bankasýslu ríkisins hafa þegið af fjármálafyrirtækjum hefur verið skilað til nefndar Alþingis, næstum sex mánuðum eftir að það var boðað.
9. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
5. október 2022
Fjárlagafrumvarpið reiknar með að restin af Íslandsbanka verði seld á næsta ári
Gert er ráð fyrir því að halli á ríkissjóði á næsta ári verði 89 milljarðar króna. Reiknað er með að 42,5 prósent hlutur ríkisins í Íslandsbanka verði seldur á næsta ári.
12. september 2022
Höfuðstöðvar Íslandsbanka
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um söluna á Íslandsbanka „á lokametrunum“
Ríkisendurskoðun er að klára að skrifa skýrslu sína um sölu á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka til 207 fjárfesta í lokuðu útboði með afslætti. Þegar því er lokið á eftir að rýna hana og senda í umsagnarferli. Upphaflega átti að skila skýrslunni í júní.
6. september 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Nú á að skila skýrslu ríkisendurskoðunar um bankasöluna í næsta mánuði
Þegar Ríkisendurskoðun tók að sér að gera stjórnsýsluúttekt á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ætlaði hún að skila skýrslu í júní. Síðan átti að skila henni fyrir verslunarmannahelgi. Svo í ágúst. Nú er hún væntanleg í september.
26. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
10. ágúst 2022
Hlutafjárútboð og skráning Íslandsbanka á markað voru valin viðskipti ársins 2021 á verðlaunahátíð Innherja sem fram fór miðvikudaginn 15. desember síðastliðinn.
Hluthöfum Íslandsbanka fækkað um næstum tíu þúsund frá skráningu á markað
Sá hlutur sem íslenska ríkið seldi í Íslandsbanka í fyrrasumar hefur hækkað um 33,6 milljarða króna frá því að hann var seldur. Sá hlutur sem ríkið seldi til 207 fjárfesta í lokuðu útboði í mars hefur hækkað um 4,3 milljarða króna.
4. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Skýrslan er gerð að hans beiðni.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu Íslandsbanka frestast aftur – Kemur í ágúst
Þegar Ríkisendurskoðun tók að sér að gera stjórnsýsluúttekt á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir rúmum tveimur mánuðum ætlaði hún að skila skýrslu í júní. Síðan átti að skila henni fyrir verslunarmannahelgi. Nú er hún væntanleg í ágúst.
12. júlí 2022
Jón Gunnar Jónsson formaður Bankasýslunnar.
„Þetta er í vinnslu“
Formaður Bankasýslunnar segir að ekkert liggi fyrir á þessari stundu hvað minnisblað varðar um gjafir og greidda hádegisverði í kjöl­far eða í aðdrag­anda beggja útboða sem fram hafa farið með hluti rík­is­ins í Íslands­banka.
8. júlí 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
30. júní 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Úttekt á bankasölunni enginn endapunktur á málinu
Rannsókn Ríkisendurskoðunar á bankasölunni reyndist ekki sú hraðleið sem ríkisstjórnin hélt fram, segir þingflokksformaður Pírata. Þingmaður Samfylkingarinnar segir seinkun á niðurstöðunni ekki koma á óvart.
21. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Skýrslan er gerð að hans beiðni.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um bankasöluna frestast – Ætla að reyna að klára fyrir lok júlí
Þegar Ríkisendurskoðun tók að sér að gera stjórnsýsluúttekt á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir rúmum tveimur mánuðum ætlaði hún að skila skýrslu í júní. Nú er stefnt að því að skila henni fyrir verslunarmannahelgi.
21. júní 2022
For­sætis­nefnd hyggst gera til­lögu til þings­ins um ein­stak­ling til að gegna emb­ætt­i ríkisendurskoðanda, sem svo verður kjör­inn á þing­fundi, fyrir þingfrestun sem áætluð er í lok vikunnar.
Nýr ríkisendurskoðandi verður kosinn fyrir sumarfrí Alþingis
Fyrsti varaforseti Alþingis er bjartsýn á að nýr ríkiendurskoðandi verði kosinn á Alþingi fyrir þingfrestun sem áætluð er í lok vikunnar. Ríkisendurskoðun hyggst skila Alþingi skýrslu um úttekt embættisins á sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka í lok júní.
8. júní 2022
22,5 prósent hlutur ríkisins í Íslandsbanka var seldur 22. mars síðastliðinn.
Ríkisendurskoðun afhendir ekki upplýsingar um afmörkun úttektar á bankasölunni
Búist er við því að úttekt Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka verði gerð opinber seint í næsta mánuði, eftir fyrirhuguð þinglok. Kjarninn óskaði eftir upplýsingum um hvernig úttektin væri afmörkuð en fékk ekki.
29. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
25. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
20. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
18. maí 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar segir að jafnræðis hafi verið gætt við bankasöluna
Bankasýsla ríkisins hefur birt minnisblað sem LOGOS gerði fyrir hana. Niðurstaða þess er að stofnunin hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu við sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars. Jafnt aðgengi hæfra fjárfesta hafi verið tryggt.
18. maí 2022
Starfsfólk Landsbankans má ekki taka þátt í útboðum sem bankinn annast
Fjármálaeftirlitið rannsakar mögulega hagsmunaárekstra sem áttu sér stað þegar starfsmenn söluráðgjafa eða umsjónaraðila lokaðs útboðs í Íslandsbanka tóku sjálfir þátt í útboðinu.
7. maí 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Breyti engu hvort einhver hafi viðrað áhyggjur – það sé niðurstaðan sem gildi
Innviðaráðherra segir að „menn hafi viðrað vangaveltur“ og „rætt efasemdir“ um aðferðafræðina í útboði Bankasýslunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka áður en hún átti sér stað en það breyti auðvitað engu því niðurstaðan varð sú sem hún varð.
2. maí 2022
Sigríður Á. Andersen.
Tilvalið að dreifa hlutum í Íslandsbanka til almennings í næsta skrefi
Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokk sinn lengi hafa talað fyrir því að dreifa hlutum úr ríkisbönkum til almennings. VG og Framsókn hafi hins vegar skotið þessa hugmynd í kaf.
1. maí 2022
Kjartan Sveinn Guðmundsson
(h)Land tækifæranna
30. apríl 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
„Erum á viðkvæmum stað þegar kemur að trausti“
Þingmaður VG segist vera tilbúinn til þess að farið verði ofan í hvern krók og kima á Íslandsbankasölunni. Hún vill í kjölfarið af rannsókn að ákvarðanir verði teknar um hvernig betur megi standa að sölu ríkiseigna.
30. apríl 2022
Tíu staðreyndir um skoðun íslensku þjóðarinnar á sölu ríkisstjórnar á Íslandsbanka
Þann 22. mars seldi íslenska ríkið 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka í lokuðu útboði til 207 fjárfesta á 52,65 milljarða króna. Kannanir hafa verið gerðar um skoðun þjóðarinnar á bankasölu.
30. apríl 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar.
Stjórnarformaður Bankasýslunnar: Ráðamenn vilja beina óánægju yfir á okkur
Viðbrögð ráðamanna gætu að mati stjórnarformanns Bankasýslunnar borið þess merki að verið sé að bregðast við óánægjunni á bankasölunni í samfélaginu. „Viðbrögðin einkennast af því að það eigi að beina þeirri óánægju yfir á okkur,“ segir hann.
30. apríl 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði spurningum á opnum fundi fjárlaganefndar í morgun.
Spurði Bjarna hvort það væri samfélagslega hollt að ráðherra selji pabba sínum banka
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mætti á fund fjárlaganefndar í morgun til að svara fyrir bankasöluna. Þar var hann meðal annars spurður út í kaup föðurs síns á hlut í bankanum. Bjarni sagði að framsetning spyrjanda stæðist ekki skoðun.
29. apríl 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Finnst sérfræðingarnir hafa brugðist
Innviðaráðherra segist vera svekktur út í sjálfan sig eftir Íslandsbankasöluna. Hann segir að lærdómur þeirra sem eru í pólitík sé einfaldlega sá „að fjármálamarkaðnum virðist því miður ekki vera treystandi“.
29. apríl 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Á hvaða forsendum ríkisstjórnin tók ákvörðun um sölu á Íslandsbanka
28. apríl 2022
Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka.
Stjórnendur Íslandsbanka segjast hlusta á gagnrýni og að verið sé að rýna reglur
Fjármálaeftirlitið rannsakar nú mögulega hagsmunaárekstra vegna þátttöku starfsmanna söluráðgjafa í lokuðu útboði á hlutum í Íslandsbanka. Alls átta starfsmenn bankans, eða aðilar þeim tengdir, tóku þátt.
28. apríl 2022
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja: Fjármála- og efnahagsráðherra þegar byrjaður að axla ábyrgð
Viðskiptaráðherra telur að Bjarni Benediktsson sé þegar byrjaður að axla ábyrgð á sölunni á Íslandsbanka með því að óska eftir því að Ríkisendurskoðun skoði málið.
28. apríl 2022
Hin takmarkaða þjóð sem skilur ekki stóru stráka leikina
None
28. apríl 2022
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, er formaður fjárlaganefndar.
Hugsi eftir fundinn með Bankasýslunni – „Við þurfum væntanlega að endurskoða lögin“
Formaður fjárlaganefndar segir það áhyggjuefni að Bankasýsla ríkisins hafi ekki getað aflað upplýsinga um fjárfesta sem gerðu tilboð í bréfin í Íslandsbanka og höfðu jafnvel skuldsett sig fyrir kaupum.
27. apríl 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
Hanna Katrín: Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi til að selja ríkiseignir
Þingflokksformaður Viðreisnar segir að sala ríkisins á hlut í Íslandsbanka sé „sannarlega dýrkeypt mistök fyrir íslenskt samfélag“. Ríkisstjórnin eigi eftir að svara því hvort afleiðingar mistakanna verði minni uppbygging innviða eða skattahækkanir.
27. apríl 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar, sátu fyrir svörum á opnum fundi fjárlaganefndar í morgun.
Forstjóri Bankasýslunnar þáði vínflöskur, flugelda, konfekt og málsverði frá ráðgjöfum
Kjarninn spurði Bankasýsluna hvort stjórn eða starfsfólk hennar hefði þegið gjafir eða boðsferðir frá söluráðgjöfum fyrir 17 dögum síðan. Ekkert svar hefur borist þrátt fyrir ítrekun.
27. apríl 2022
Það er vindasamt á stjórnarheimilinu þessa dagana.
Ríkisstjórnin kolfallin og Sjálfstæðisflokkur mælist með undir 18 prósent fylgi
Samfylking og Píratar bæta við sig ellefu þingmönnum frá síðustu kosningum samkvæmt nýrri könnun en stjórnarflokkarnir tapa tólf. Samanlagt fylgi ríkistjórnarinnar mælist undir 40 prósent og Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst minni í stórri könnun.
27. apríl 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Engar reglur komu í veg fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar keypti hluti í Íslandsbanka
Fjármálaráðuneytið segir að ekkert í lögum og reglum hindri að ráðherrar eða nánir fjölskyldumeðlimir þeirra kaupi hlut í ríkisbönkum. Umgjörð söluferlisins hafi verið „hönnuð til þess að koma í veg fyrir að ráðherra gæti hyglað einstökum bjóðendum“.
26. apríl 2022
Bankasýslan viðurkennir mistök – Umræðan sýni að almenningur hafi ekki skilið fyrirkomulagið
Bankasýsla ríkisins segir í minnisblaði til fjárlaganefndar að það hafi verið mikil vonbrigði að spurningar um mögulega bresti í framkvæmd lokaðs útboðs á hlutum í Íslandsbanka hafi vaknað strax í kjölfar þess.
26. apríl 2022
Oddný G. Harðardóttir
Brask og brall
26. apríl 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
„Vinstri græn og Framsókn hafa gengið inn í fullmótað kerfi Sjálfstæðisflokksins“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að svo virðist sem Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn hafi afsalað sér áhrifum til Sjálfstæðisflokksins og að Katrín Jakobsdóttir sé hætt í pólitík.
26. apríl 2022
Af vanhæfi
None
26. apríl 2022
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð: „Hvað tekur við?“
Formaður Miðflokksins segir að svo virðist sem þrír ráðherrar í ríkisstjórn hafi hist á fundi um páskana og sagt: „Eitthvað þurfum við að gera. Þetta er eitthvað, gerum það.“ – Og í framhaldinu ákveðið að leggja Bankasýslu ríkisins niður.
25. apríl 2022
Sjálfstæðisflokkurinn „holdgervingur“ eitraðs kokteils íslensks viðskiptalífs og stjórnmálalífs
Þingflokksformaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hvaða ábyrgð hún bæri á að hafa komið Sjálfstæðisflokknum til valda og Bjarna Benediktssyni í fjármálaráðuneytið. Þær ræddu Íslandsbankasöluna í óundirbúnum fyrirspurnatíma.
25. apríl 2022
Sighvatur Björgvinsson
„Er ekki bara best ...“
25. apríl 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Spyr forsætisráðherra hvort Bjarni hafi verið vanhæfur og hvort Lilja hafi brotið siðareglur
Þingmaður Viðreisnar vill að forsætisráðherra svari með hvaða rökum hún hafi hafnað viðvörunarorðum Lilju Alfreðsdóttur um söluna á hlut í Íslandsbanka og með hvaða rökum hún hafi fallist á þá aðferð sem Bjarni Benediktsson lagði til um hana.
25. apríl 2022
Skjólið í handarkrika armslengdar
None
21. apríl 2022
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
Óteljandi spurningum enn ósvarað
Þingmaður Samfylkingarinnar spyr hvers vegna fjármálaráðherra hafi ekki leiðrétt þær upplýsingar sem Alþingi fékk frá Bankasýslunni um að hann yrði „upplýstur að fullu leyti um hverja sölu“ ef hann ætlaði sér alltaf að samþykkja söluna með „lokuð augun“.
20. apríl 2022
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Ótrúlegt hvað þessir stjórnarliðar leita langt til þess að snúa öllu á hvolf“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar halda áfram að gagnrýna viðbrögð ríkisstjórnarinnar við vendingum vikunnar varðandi Íslandsbankasöluna.
20. apríl 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir málflutning stjórnarandstæðinga beinlínis rangan
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það skipti máli að horfa á heildarmyndina varðandi söluna á Íslandsbanka og segir það rangt að hann hafi þurft að fara yfir hvert og eitt tilboð í útboðinu.
20. apríl 2022
Það gustar um ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur um þessar mundir.
Yfir 80 prósent landsmanna óánægð með bankasöluna – Sjálfstæðismenn ánægðastir
Átta af hverjum tíu landsmenn eru óánægðir með hvernig staðið var að sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðasta mánuði og vilja að sett verði upp rannsóknarnefnd til að rannsaka söluna. Eitt prósent kjósenda Vinstri grænna eru sátt með söluferlið.
20. apríl 2022
Lárus Blöndal stjórnarformaður og Jón Gunnar Jónsson forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Ráðherrar hafi ekki gagnrýnt eitt né neitt í ferlinu og stjórnvöld verið ítarlega upplýst
Stjórn og starfsfólk Bankasýslunnar segir að framkvæmd útboðsins í Íslandsbanka hafi verið „í nánu samstarfi við stjórnvöld“, sem hafi verið „ítarlega upplýst um öll skref sem stigin voru“ og ekki komið fram með neina formlega gagnrýni.
19. apríl 2022
Krefjast þess að þing komi saman
Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa sent forsætisráðherra og forseta Alþingis bréf þar sem þess er krafist að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna á Íslandsbanka.
19. apríl 2022
Sighvatur Björgvinsson
Bankasýslan og fordæmi Eflingar
19. apríl 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ekki liggi fyrir nægilegar upplýsingar til að rifta Íslandsbankasölunni
Forsætisráðherra ræðir við Kjarnann um Íslandsbankasöluna, m.a. hvort hún hafi rýrt traust almennings til stjórnmálanna og hvort fjármálaráðherra þurfi að víkja.
19. apríl 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Hvers konar viðbrögð eiga þetta eiginlega að vera?“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna ríkisstjórnina harðlega fyrir að axla ekki pólitíska ábyrgð á sölunni á Íslandsbanka.
19. apríl 2022
Formenn stjórnarflokkanna þriggja.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja niður Bankasýslu ríkisins
Ríkisstjórn Íslands segir að upp hafi komið spurningar, álitamál og gagnrýni um framkvæmd sölunnar á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka sem nauðsynlegt sé að rannsaka og upplýsa almenning um.
19. apríl 2022
Að leggja sjálfstætt mat á það sem almenningur má fá að vita
None
19. apríl 2022
Fyrri einkavæðing bankanna: Þegar franskur stórbanki reyndist óþekktur þýskur banki
Síðari einkavæðing ríkisbanka hófst í fyrra, þegar byrjað var að selja hluti í Íslandsbanka. Því ferli var svo haldið áfram í mars þegar umdeilt lokað útboð fór fram. Síðasta einkavæðing fjármálafyrirtækja í ríkiseigu hófst skömmu fyrir aldarmót.
17. apríl 2022
Borgartúnið í Reykjavík er nokkurskonar miðstöð fjármála á Íslandi.
Næstum níu af hverjum tíu kaupendum í lokaða útboðinu eru af höfuðborgarsvæðinu
Hlutfall þeirra einkafjárfesta sem tóku þátt í að kaupa hluti í Íslandsbanka og eiga heima í Garðabæ er rúmlega þrisvar sinnum hærra en hlutfall íbúa sveitarfélagsins af heildaríbúafjölda Íslands. Helmingur fjárfestanna býr í Reykjavík.
16. apríl 2022
Fyrri einkavæðing bankanna: Sendu bréf og fengu að kaupa Landsbanka Íslands
Síðari einkavæðing ríkisbanka hófst í fyrra, þegar byrjað var að selja hluti í Íslandsbanka. Því ferli var svo haldið áfram í mars þegar umdeilt lokað útboð fór fram. Síðasta einkavæðing fjármálafyrirtækja í ríkiseigu hófst skömmu fyrir aldarmót.
16. apríl 2022
Fyrri einkavæðing bankanna: Kapphlaupið um kennitölurnar
Síðari einkavæðing ríkisbanka hófst í fyrra, þegar byrjað var að selja hluti í Íslandsbanka. Því ferli var svo haldið áfram í mars þegar umdeilt lokað útboð fór fram. Síðasta einkavæðing fjármálafyrirtækja í ríkiseigu hófst skömmu fyrir aldarmót.
15. apríl 2022
Fávitarnir og þeir sem græða peninginn
None
15. apríl 2022
Jón Gunnar Jónsson er forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Bankasýslan segir 34 fjárfesta þegar hafa selt í Íslandsbanka og 60 birtast ekki á hluthafalista
Stofnunin sem sá um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur birt yfirlit yfir það sem hún ætlar að sé þróun á eignarhlut hluta þeirra sem fengu að kaupa hluti í bankanum í lokuðu útboði í síðasta mánuði.
15. apríl 2022
Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra Íslands.
Segir söluna á Íslandsbanka sukk og svínarí – „Spillingin gerist vart svæsnari“
Fyrrverandi forsætisráðherra tjáir sig með afgerandi hætti á Facebook um Íslandsbankasöluna. „Það er ekki nóg með að skúrkar úr bankahruninu hafi komist bakdyramegin inn heldur virðast dyr lánastofnana hafa staðið þeim opnar til lántöku fyrir góssinu.“
14. apríl 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.
„Þögn ráðherra yfir páskahátíðina mun ekki kæfa kröfur um svör“
Þingmaður Viðreisnar segir að forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra þurfi að svara spurningum um það hvort þau hafi vitað af áhyggjum viðskiptaráðherra varðandi Íslandsbankasöluna og geti þar af leiðandi ekki verið á flótta undan fjölmiðlum.
14. apríl 2022
Stór hluti þeirra sem fengu að kaupa í Íslandsbanka eru ekki lengur á meðal hluthafa
Samanburður á hluthafalista Íslandsbanka fyrir lokaða útboðið í mars og listanum eins og hann leit út í gær sýnir að 132 þeirra sem fengu að taka þátt í útboðinu hafa selt sig niður að einhverju eða öllu leyti.
12. apríl 2022
Atli Þór Fanndal
Bjarni hunsaði allar viðvaranir
12. apríl 2022
Þrír ráðherrar úr ríkisstjórninni sitja í ráðherranefnd um efnahagsmál. Þau eru Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Lilja Alfreðsdóttir.
Enga bókun að finna um sérstaka afstöðu neins ráðherra til sölu á Íslandsbanka
Lilja Alfreðsdóttir hefur sagt að hún hafi ekki verið hlynnt þeirri aðferðarfræði sem beitt var við sölu á hlut í Íslandsbanka og að hún hafi komið þeim sjónarmiðum skýrt á framfæri. Ekkert var bókað um þá afstöðu í fundargerðum ráðherranefndar.
11. apríl 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín: Lilja bókaði ekkert á fundum um óánægju sína með bankasölu
Lilja Alfreðsdóttir hefur sagt að hún hafi ekki verið hlynnt þeirri aðferðarfræði sem beitt var við sölu á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Forsætisráðherra segir engan ráðherra hafa óskað þess að færa neitt til bókar um söluferlið.
11. apríl 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýsla ríkisins hafnar allri gagnrýni sem sett hefur verið fram á söluferli Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins er ánægð með afsláttinn sem var gefinn á hlut í Íslandsbanka, telur kostnaðinn við útboðið ásættanlegan, segir að útboðinu hafi verið beint að öllum „hæfum fjárfestum“ og að aldrei hafi staðið til að selja bara stærri aðilum.
11. apríl 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra ferðamála, viðskipta og menningar. Hún situr einnig í ráðherranefnd um efnahagsmál.
Lilja segist aldrei hafa viljað selja bankann eins og gert var og að útkoman komi ekki á óvart
Einn þeirra þriggja ráðherra sem sitja í ráðherranefnd um efnahagsmál hefur stigið fram og gagnrýnt söluferlið á hlut í Íslandsbanka harðlega. Hún segir að einblína hafi átt á gæði framtíðareigenda í stað verðs en að ákveðið hafi verið að fara aðra leið.
11. apríl 2022
Kaupendalistinn sem gerði allt vitlaust í íslensku samfélagi
Á miðvikudag var, eftir dúk og disk, birtur listi yfir þá 207 aðila sem fengu að kaupa í Íslandsbanka í lokuðu útboði þar sem afsláttur var veittur á almenningseign.
9. apríl 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.
Bankasýslan segist ekki hafa selt hlut í banka í andstöðu við lög
Sigríður Benediktsdóttir, sem sat í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, telur að lög hafi verið brotin við sölu á 22,5 prósent hlut Íslandsbanka í síðasta mánuði og vill rifta viðskiptunum. Forsvarsmenn Bankasýslu ríkisins vísa þessu á bug.
8. apríl 2022
Sigríður Benediktsdóttir.
Telur lög hafa verið brotin við sölu á hlut í Íslandsbanka og vill láta rifta hluta viðskipta
Sigríður Benediktsdóttir, sem sat í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, segir að sala á hlutum í Íslandsbanka til lítilla fjárfesta í lokuðu útboði brjóti í bága við lög um sölumeðferð eignarhluta ríkis í fjármálafyrirtækjum.
8. apríl 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður VG
„Það skipti máli fyrir stjórnmálamenn að ná árangri – ekki bara tala“
Forsætisráðherra segist vera mjög ánægð með árangur VG á þessu kjörtímabili og muni hún leggja á það áherslu að flokkurinn leiði áfram ríkisstjórn – og haldi áfram að ná árangri fyrir íslenskt samfélag.
8. júlí 2021
Af hverju þarf að selja ríkisbanka?
None
5. febrúar 2021
Erlendu eigendur Arion banka selja sig niður en íslenskir lífeyrissjóðir kaupa sig upp
Á síðustu fjórum mánuðum hafa vogunarsjóðir sem myndað hafa nokkurs konar kjölfestu í eignarhaldi Arion banka flestir minnkað stöðu sína í bankanum umtalsvert. Íslenskir lífeyrissjóðir hafa á sama tíma aukið eign sína um fjórðung.
3. febrúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni ákveður að hefja sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka
Íslenska ríkið hefur tekið ákvörðun um að ýta sölu á allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka úr vör. Takmörk verða sett á hvað hver bjóðandi getur keypt stóran hlut.
29. janúar 2021
Ingimundur Bergmann
Vangaveltur um eignarhald banka
29. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
25. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
21. janúar 2021