Vangaveltur um eignarhald banka

Ingimundur Bergmann rifjar upp sögu af ungri konu sem fór í banka til að fá afgreitt húsnæðislán sem hennar beið.

Auglýsing

Sam­kvæmt því sem seg­ir hér í frá­sögn Kjarn­ans.is hefur Gylfi Zoega skiln­ing á því að menn hrökkvi við þegar rætt er um sölu bank­anna frá rík­inu til einka­að­ila og bendir á að:

„Mikil áhætta gæti skap­­ast í rekstri ­kerf­is­lega ­mik­il­vægra banka ef þeir eru í einka­eigu, sökum tak­­mark­aðrar ábyrgð eig­enda þeirra og trygg­ingar um að ríkið komi þeim til bjargar þegar illa geng­­ur."

En Gylfi bendir einnig á hina hlið­ina:

„að rík­­is­­rekstur bank­anna gæti einnig aukið hættu á spill­ingu innan fjár­­­mála­­kerf­is­ins, þar sem stjórn­­­mála­­menn gætu hlut­­ast til í ákvörð­unum um lán­veit­ing­­ar."

Og við sem munum eftir gömlu rík­is­bönk­unum (og frjálsa okur­lána­kerf­inu sem starf­rækt var neð­an­jarð­ar) getum bent á, að ekki var sá banka­rekstur alheil­brigð­ur, né til neinnar sér­stakrar fyr­ir­mynd­ar.

Þar voru sumir jafn­ari en aðrir og stundum guldu menn fyrir skoð­anir sýn­ar. Hvort heldur sem um var að ræða skoð­anir í stjórn­málum eða á ein­hverju öðru og komið gat fyrir að menn „voru teknir niður" og neitað um lána­fyr­ir­greiðslu.

Auglýsing
Jafnvel gat það gerst að gengið væri svo langt, að þeir sem voru hinum ráð­andi ekki þókn­an­leg­ir, ekki í réttum félags­skap, stjórn­mála­flokki eða öðrum sam­bönd­um, væru keyrðir í þrot í þeim til­gangi að losna við þá.

Einnig gat það líka ger­st, að þegar þeir sem rétt voru stað­settir í kerf­inu og rétt inn­múr­að­ir, en voru komnir upp að vegg í brölti sínu: að þá væru þeir ein­fald­lega „greiddir út" með almanna­fé, sem sem kom eftir dul­ar­fullum leiðum úr rík­is­sjóði.

Það eru sem sagt tvær hliðar á þessum pen­ingi. Gamla rík­is­banka­kerfið var alls ekki galla­laust og al-„frjálsir" rík­is­bubbabankar eru það ekki held­ur. Því þarf að vanda til verka.

Lán sótt í banka

Í þessu sam­bandi rifj­ast upp saga af ungri konu sem fór í banka til að fá afgreitt hús­næð­is­lán sem hennar beið. Var kon­unni vísað til banka­stjóra í úti­búi hins gamla Bún­að­ar­banka og er þangað kom, boðið til skrif­stofu úti­bús­stjór­ans, manns sem ekk­ert hafði í raun með málið að gera. Fyrir honum átti hún að bukta sig og beygja eftir að hafa beðið afgreiðslu til þess eins að eyða tíma sín­um. Er hún gekk inn á skrif­stofu úti­bús­stjór­ans, heils­aði hann með þessum orð­um: „Hverra manna ert þú góða mín?"

Konan sem var bæði skörp og stolt, svarað að bragði: „Hvað kemur það mál­inu við?" 

Banka­stjór­inn sá að sér, sagði lítið meira, afgreiddi lánið og lét gott heita.

Á þessum árum var það þannig, að lán til íbúð­ar­húsa­bygg­inga í sveitum voru afgreidd í gegnum Bún­að­ar­bank­ann. Sá banki var ekki við­skipta­banki kon­unnar þegar þetta var, en seinna var hún og hennar fjöl­skylda neydd til við­skipta við bank­ann vegna við­skipta sem greidd voru með víxlum sem ekki mátti selja nema í Bún­að­ar­banka(!), banka sem auk vaxta tók af upp­hæð­inni ákveðna pró­sentu og lagði inn á bund­inn reikn­ing hjá sjálfum sér.

Þá upp­hæð var hægt að fá greidda út með föstu ástigi í ístað­ið, blönd­uðu svipu­sveiflu og hót­un­um. Væri það hins vegar gert, var eins lík­legt að þar með væri við­skiptum með Bún­að­ar­banka­víxla lokið í þeim banka og alls ekki öruggt að aðrir bankar keyptu slíka víxla.

Önnur saga og eldri

Aðra sögu og til muna ljót­ari má lesa um í bók Njarðar P. Njarð­vík „Speg­ill Þjóðar". Þar segir frá því í kafl­anum „Ver­öld móður minnar" hvernig „banka­stjóri gekk mis­kunn­ar­laust að" for­eldrum Njarðar – en faðir hans rak neta­gerð­ar­verk­stæði – eftir að rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks hafði fellt gengið um 42,6% og lét síðan sam­þykkja lög nr. 120 28. des­em­ber 1950, á Alþingi um afskriftir skulda útgerð­ar­manna um 98%. Faðir hans fékk m.ö.o. 2% af því sem útgerðin skuld­aði og það ekki allt í einu, heldur með vaxta­bréfum til 15 ára! 

Þetta var „hrun" þess­arar litlu fjöl­skyldu og því var ekki að heilsa að þáver­and­i ­for­sæt­is­ráð­herra tromm­aði upp með skrípa­sýn­ingu sem hann kall­aði „leið­rétt­ingu". Öðru nær, því hér var kné látið fylgja kviði og banka­stjór­inn gekk mis­kunn­ar­laust að föður Njarðar og kom eigum hans í hendur flokks­bróður síns úr Fram­sókn­ar­flokkn­um. Eftir að faðir Njarðar lést not­aði Fram­sókn­ar­mað­ur­inn í banka­stjóra­sæt­inu síðan tæki­færið og kom ekkj­unni end­an­lega á kné, sem þar með stóð uppi sem „alls­laus 47 ára ekkja" árið 1957. Njörður vitnar síðan í lok kafl­ans í orð Jóns Hregg­viðs­son­ar: „Vont er þeirra rang­læti en verra er þeirra rétt­læti".

Nið­ur­staða

Það er sem sé að ýmsu að hyggja í banka­mál­unum og alls ekki víst að við­skipti við rík­is­banka séu „heil­brigð­ari" en við einka­banka. Veldur hver á heldur eins og þar stendur og svo mikið er víst, að Lands­bank­inn, sem var við­skipta­banki þeirrar sem hér sagði fyrr frá, beitti ekki sömu brögðum og Bún­að­ar­bank­inn gerði í sínum við­skiptum við ungu kon­una. Kon­una sem kunni ekki að meta ávarp banka­stjór­ans.

Höf­undur er fyrr­ver­andi bónd­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar