Vangaveltur um eignarhald banka

Ingimundur Bergmann rifjar upp sögu af ungri konu sem fór í banka til að fá afgreitt húsnæðislán sem hennar beið.

Auglýsing

Sam­kvæmt því sem seg­ir hér í frá­sögn Kjarn­ans.is hefur Gylfi Zoega skiln­ing á því að menn hrökkvi við þegar rætt er um sölu bank­anna frá rík­inu til einka­að­ila og bendir á að:

„Mikil áhætta gæti skap­­ast í rekstri ­kerf­is­lega ­mik­il­vægra banka ef þeir eru í einka­eigu, sökum tak­­mark­aðrar ábyrgð eig­enda þeirra og trygg­ingar um að ríkið komi þeim til bjargar þegar illa geng­­ur."

En Gylfi bendir einnig á hina hlið­ina:

„að rík­­is­­rekstur bank­anna gæti einnig aukið hættu á spill­ingu innan fjár­­­mála­­kerf­is­ins, þar sem stjórn­­­mála­­menn gætu hlut­­ast til í ákvörð­unum um lán­veit­ing­­ar."

Og við sem munum eftir gömlu rík­is­bönk­unum (og frjálsa okur­lána­kerf­inu sem starf­rækt var neð­an­jarð­ar) getum bent á, að ekki var sá banka­rekstur alheil­brigð­ur, né til neinnar sér­stakrar fyr­ir­mynd­ar.

Þar voru sumir jafn­ari en aðrir og stundum guldu menn fyrir skoð­anir sýn­ar. Hvort heldur sem um var að ræða skoð­anir í stjórn­málum eða á ein­hverju öðru og komið gat fyrir að menn „voru teknir niður" og neitað um lána­fyr­ir­greiðslu.

Auglýsing
Jafnvel gat það gerst að gengið væri svo langt, að þeir sem voru hinum ráð­andi ekki þókn­an­leg­ir, ekki í réttum félags­skap, stjórn­mála­flokki eða öðrum sam­bönd­um, væru keyrðir í þrot í þeim til­gangi að losna við þá.

Einnig gat það líka ger­st, að þegar þeir sem rétt voru stað­settir í kerf­inu og rétt inn­múr­að­ir, en voru komnir upp að vegg í brölti sínu: að þá væru þeir ein­fald­lega „greiddir út" með almanna­fé, sem sem kom eftir dul­ar­fullum leiðum úr rík­is­sjóði.

Það eru sem sagt tvær hliðar á þessum pen­ingi. Gamla rík­is­banka­kerfið var alls ekki galla­laust og al-„frjálsir" rík­is­bubbabankar eru það ekki held­ur. Því þarf að vanda til verka.

Lán sótt í banka

Í þessu sam­bandi rifj­ast upp saga af ungri konu sem fór í banka til að fá afgreitt hús­næð­is­lán sem hennar beið. Var kon­unni vísað til banka­stjóra í úti­búi hins gamla Bún­að­ar­banka og er þangað kom, boðið til skrif­stofu úti­bús­stjór­ans, manns sem ekk­ert hafði í raun með málið að gera. Fyrir honum átti hún að bukta sig og beygja eftir að hafa beðið afgreiðslu til þess eins að eyða tíma sín­um. Er hún gekk inn á skrif­stofu úti­bús­stjór­ans, heils­aði hann með þessum orð­um: „Hverra manna ert þú góða mín?"

Konan sem var bæði skörp og stolt, svarað að bragði: „Hvað kemur það mál­inu við?" 

Banka­stjór­inn sá að sér, sagði lítið meira, afgreiddi lánið og lét gott heita.

Á þessum árum var það þannig, að lán til íbúð­ar­húsa­bygg­inga í sveitum voru afgreidd í gegnum Bún­að­ar­bank­ann. Sá banki var ekki við­skipta­banki kon­unnar þegar þetta var, en seinna var hún og hennar fjöl­skylda neydd til við­skipta við bank­ann vegna við­skipta sem greidd voru með víxlum sem ekki mátti selja nema í Bún­að­ar­banka(!), banka sem auk vaxta tók af upp­hæð­inni ákveðna pró­sentu og lagði inn á bund­inn reikn­ing hjá sjálfum sér.

Þá upp­hæð var hægt að fá greidda út með föstu ástigi í ístað­ið, blönd­uðu svipu­sveiflu og hót­un­um. Væri það hins vegar gert, var eins lík­legt að þar með væri við­skiptum með Bún­að­ar­banka­víxla lokið í þeim banka og alls ekki öruggt að aðrir bankar keyptu slíka víxla.

Önnur saga og eldri

Aðra sögu og til muna ljót­ari má lesa um í bók Njarðar P. Njarð­vík „Speg­ill Þjóðar". Þar segir frá því í kafl­anum „Ver­öld móður minnar" hvernig „banka­stjóri gekk mis­kunn­ar­laust að" for­eldrum Njarðar – en faðir hans rak neta­gerð­ar­verk­stæði – eftir að rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks hafði fellt gengið um 42,6% og lét síðan sam­þykkja lög nr. 120 28. des­em­ber 1950, á Alþingi um afskriftir skulda útgerð­ar­manna um 98%. Faðir hans fékk m.ö.o. 2% af því sem útgerðin skuld­aði og það ekki allt í einu, heldur með vaxta­bréfum til 15 ára! 

Þetta var „hrun" þess­arar litlu fjöl­skyldu og því var ekki að heilsa að þáver­and­i ­for­sæt­is­ráð­herra tromm­aði upp með skrípa­sýn­ingu sem hann kall­aði „leið­rétt­ingu". Öðru nær, því hér var kné látið fylgja kviði og banka­stjór­inn gekk mis­kunn­ar­laust að föður Njarðar og kom eigum hans í hendur flokks­bróður síns úr Fram­sókn­ar­flokkn­um. Eftir að faðir Njarðar lést not­aði Fram­sókn­ar­mað­ur­inn í banka­stjóra­sæt­inu síðan tæki­færið og kom ekkj­unni end­an­lega á kné, sem þar með stóð uppi sem „alls­laus 47 ára ekkja" árið 1957. Njörður vitnar síðan í lok kafl­ans í orð Jóns Hregg­viðs­son­ar: „Vont er þeirra rang­læti en verra er þeirra rétt­læti".

Nið­ur­staða

Það er sem sé að ýmsu að hyggja í banka­mál­unum og alls ekki víst að við­skipti við rík­is­banka séu „heil­brigð­ari" en við einka­banka. Veldur hver á heldur eins og þar stendur og svo mikið er víst, að Lands­bank­inn, sem var við­skipta­banki þeirrar sem hér sagði fyrr frá, beitti ekki sömu brögðum og Bún­að­ar­bank­inn gerði í sínum við­skiptum við ungu kon­una. Kon­una sem kunni ekki að meta ávarp banka­stjór­ans.

Höf­undur er fyrr­ver­andi bónd­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar