Vangaveltur um eignarhald banka

Ingimundur Bergmann rifjar upp sögu af ungri konu sem fór í banka til að fá afgreitt húsnæðislán sem hennar beið.

Auglýsing

Samkvæmt því sem segir hér í frásögn Kjarnans.is hefur Gylfi Zoega skilning á því að menn hrökkvi við þegar rætt er um sölu bankanna frá ríkinu til einkaaðila og bendir á að:

„Mikil áhætta gæti skap­ast í rekstri kerfislega mik­il­vægra banka ef þeir eru í einka­eigu, sökum tak­mark­aðrar ábyrgð eig­enda þeirra og trygg­ingar um að ríkið komi þeim til bjargar þegar illa geng­ur."

En Gylfi bendir einnig á hina hliðina:

„að rík­is­rekstur bank­anna gæti einnig aukið hættu á spill­ingu innan fjár­mála­kerf­is­ins, þar sem stjórn­mála­menn gætu hlut­ast til í ákvörð­unum um lán­veit­ing­ar."

Og við sem munum eftir gömlu ríkisbönkunum (og frjálsa okurlánakerfinu sem starfrækt var neðanjarðar) getum bent á, að ekki var sá bankarekstur alheilbrigður, né til neinnar sérstakrar fyrirmyndar.

Þar voru sumir jafnari en aðrir og stundum guldu menn fyrir skoðanir sýnar. Hvort heldur sem um var að ræða skoðanir í stjórnmálum eða á einhverju öðru og komið gat fyrir að menn „voru teknir niður" og neitað um lánafyrirgreiðslu.

Auglýsing
Jafnvel gat það gerst að gengið væri svo langt, að þeir sem voru hinum ráðandi ekki þóknanlegir, ekki í réttum félagsskap, stjórnmálaflokki eða öðrum samböndum, væru keyrðir í þrot í þeim tilgangi að losna við þá.

Einnig gat það líka gerst, að þegar þeir sem rétt voru staðsettir í kerfinu og rétt innmúraðir, en voru komnir upp að vegg í brölti sínu: að þá væru þeir einfaldlega „greiddir út" með almannafé, sem sem kom eftir dularfullum leiðum úr ríkissjóði.

Það eru sem sagt tvær hliðar á þessum peningi. Gamla ríkisbankakerfið var alls ekki gallalaust og al-„frjálsir" ríkisbubbabankar eru það ekki heldur. Því þarf að vanda til verka.

Lán sótt í banka

Í þessu sambandi rifjast upp saga af ungri konu sem fór í banka til að fá afgreitt húsnæðislán sem hennar beið. Var konunni vísað til bankastjóra í útibúi hins gamla Búnaðarbanka og er þangað kom, boðið til skrifstofu útibússtjórans, manns sem ekkert hafði í raun með málið að gera. Fyrir honum átti hún að bukta sig og beygja eftir að hafa beðið afgreiðslu til þess eins að eyða tíma sínum. Er hún gekk inn á skrifstofu útibússtjórans, heilsaði hann með þessum orðum: „Hverra manna ert þú góða mín?"

Konan sem var bæði skörp og stolt, svarað að bragði: „Hvað kemur það málinu við?" 

Bankastjórinn sá að sér, sagði lítið meira, afgreiddi lánið og lét gott heita.

Á þessum árum var það þannig, að lán til íbúðarhúsabygginga í sveitum voru afgreidd í gegnum Búnaðarbankann. Sá banki var ekki viðskiptabanki konunnar þegar þetta var, en seinna var hún og hennar fjölskylda neydd til viðskipta við bankann vegna viðskipta sem greidd voru með víxlum sem ekki mátti selja nema í Búnaðarbanka(!), banka sem auk vaxta tók af upphæðinni ákveðna prósentu og lagði inn á bundinn reikning hjá sjálfum sér.

Þá upphæð var hægt að fá greidda út með föstu ástigi í ístaðið, blönduðu svipusveiflu og hótunum. Væri það hins vegar gert, var eins líklegt að þar með væri viðskiptum með Búnaðarbankavíxla lokið í þeim banka og alls ekki öruggt að aðrir bankar keyptu slíka víxla.

Önnur saga og eldri

Aðra sögu og til muna ljótari má lesa um í bók Njarðar P. Njarðvík „Spegill Þjóðar". Þar segir frá því í kaflanum „Veröld móður minnar" hvernig „bankastjóri gekk miskunnarlaust að" foreldrum Njarðar – en faðir hans rak netagerðarverkstæði – eftir að ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafði fellt gengið um 42,6% og lét síðan samþykkja lög nr. 120 28. desember 1950, á Alþingi um afskriftir skulda útgerðarmanna um 98%. Faðir hans fékk m.ö.o. 2% af því sem útgerðin skuldaði og það ekki allt í einu, heldur með vaxtabréfum til 15 ára! 

Þetta var „hrun" þessarar litlu fjölskyldu og því var ekki að heilsa að þáverandi forsætisráðherra trommaði upp með skrípasýningu sem hann kallaði „leiðréttingu". Öðru nær, því hér var kné látið fylgja kviði og bankastjórinn gekk miskunnarlaust að föður Njarðar og kom eigum hans í hendur flokksbróður síns úr Framsóknarflokknum. Eftir að faðir Njarðar lést notaði Framsóknarmaðurinn í bankastjórasætinu síðan tækifærið og kom ekkjunni endanlega á kné, sem þar með stóð uppi sem „allslaus 47 ára ekkja" árið 1957. Njörður vitnar síðan í lok kaflans í orð Jóns Hreggviðssonar: „Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti".

Niðurstaða

Það er sem sé að ýmsu að hyggja í bankamálunum og alls ekki víst að viðskipti við ríkisbanka séu „heilbrigðari" en við einkabanka. Veldur hver á heldur eins og þar stendur og svo mikið er víst, að Landsbankinn, sem var viðskiptabanki þeirrar sem hér sagði fyrr frá, beitti ekki sömu brögðum og Búnaðarbankinn gerði í sínum viðskiptum við ungu konuna. Konuna sem kunni ekki að meta ávarp bankastjórans.

Höf­undur er fyrr­ver­andi bónd­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar