Að selja banka eða ekki – það er efinn

Indriði H. Þorláksson skrifar um fyrirhugaða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Auglýsing

Enn er banka­sala á dag­skrá og enn snýst umræðan um trú­ar­setn­ingar fremur en til­gang og áhrif banka­starf­semi í nútíma­sam­fé­lagi. Stað­hæft er að ríkið eigi ekki að sinna því sem “mark­að­ur­inn” geti ann­ast. Það er kenni­setn­ing úr fornum hentifræðum á ein­stak­lega illa við um banka sem hvergi starfa án stýr­ingar og aðhalds hins opin­bera og mörg dæmi eru um hrapal­legar afleið­ingar af taum­leysi einka­rek­inna banka. Ein­feldn­ings­legt er að heyra banka­starf­semi líkt við rekstur mjólk­ur­búð­ar. Hlut­verki banka er lýst í Hvít­bók um fram­tíð­ar­sýn fjár­mála­kerf­is­ins, sem rík­is­stjórnin lét vinna, en þar seg­ir: 

„Fjár­mála­kerfið er mik­il­vægur sam­félags­legur inn­viður rétt eins og raf­magns-, vatns-, og hita­veit­ur. Eins og veitur tryggja hag­kvæmt flæði raf­orku, vatns, gagna og ann­arra gæða tryggir fjár­mála­kerfið að fjár­magn flæði þangað sem það nýt­ist best, frá eig­endum sparn­aðar til lána­taka og miðlar greiðslum á milli þeirra sem eiga í við­skipt­um. Almenn­ingur og atvinnu­lífið eiga mikið undir því fjár­mála­kerfið mæti þessum þörfum sam­félags­ins sem allra best“

Það er frá­leitt að þessum verk­efnum verði best sinnt af ein­hverjum með eigin hagnað að mark­miði. Á þetta hefur Ragnar Önund­ar­son fyrr­ver­andi banka­stjóri og fleiri bent á en þau sjón­ar­mið virð­ast ekki hafa náð inn á hinn póli­tíska vett­vang.

Auglýsing

Ein stað­hæf­ing þeirra sem vilja fal­bjóða rík­is­banka er hið meinta “nátt­úru­lög­mál” að einka­rekstur sé hag­kvæm­ari en rík­is­rekstur en með hag­kvæmni er jafnan vísað til þess að hagn­aður af rekstri sé í hámarki. Hagn­aður er hins vegar lélegur mæli­kvarði á gæði rekstrar eink­an­lega á mark­aði þar sem fyrir er ein­okun eða fákeppni vegna smæðar og þeirrar verndar sem örgjald­miðli veitir eins og er á fjár­mála­mark­aði hér á landi. Hagn­aður banka við þær aðstæður getur orðið mik­ill en þessi hagn­aður er það sem almenn­ingur og atvinnu­lífið greiða eig­endum bank­anna fyrir að nota þá mik­il­vægu sam­fé­lags­legu inn­viði sem fjár­mála­kerfið er. Að hámarka hagnað bank­anna er því jafn­framt að hámarka þann kostnað sem almenn­ingur og atvinnu­lífið greiða fyrir þessa þjón­ustu.

Sala Íslands­banka hefur einnig verið studd þeim rökum að með henni verði að afla fjár í mik­ils­verð verk­efni rík­is­ins, bygg­ingu inn­viða og greiða niður rík­is­skuld­ir. Þessi rök er byggð á mis­skiln­ingi því sala á eignum skapar engar tekj­ur. Við hana kunna að koma í ljós áður óbók­færðar tekjur (eða tap) en salan er ein­göngu breyt­ing á eigna­formi eins og þegar hús­eign er keypt eða seld fyrir reiðufé eða önnur verð­mæti. Heild­ar­eign kaup­anda eða selj­anda breyt­ist ekki, engar tekjur verða til við söl­una eða kaupin og engin rök­leg tengsl eru milli sölu eigna rík­is­ins og getu þess eða mögu­leika þess til að verja fé til rekst­urs eða fjár­fest­inga. Notkun á sölu­and­virði eigna til skulda­greiðslna lækkar ekki nettóskuldir rík­is­ins og geta þess til að standa við skuld­bind­ingar sínar breyt­ist ekki. Sé vilji til að líta til fjár­hags­legra þátta við sölu banka verður að bera söl­una saman við aðra kosti sem í boði eru, t.d. að bera vaxta­greiðslur af lánum til fram­kvæmda eða vexti af áhvílandi skuldum saman við vænt­an­legar tekjur eða not af þeirri eign sem selja á. Með þessu er ekki verið að segja að skuldir rík­is­ins skipti ekki máli eða að þröng fjár­hags­leg sjón­ar­mið eigi að ráða um rekstur á vegum rík­is­ins því margt annað skiptir máli. Ein­göngu er verið að benda á hald­leysi þeirra stað­hæf­inga að með sölu sé verið að afla tekna til góðra verka.

Á þessu stigi hef ég ekki mót­aða skoðun á því hvort selja eigi Íslands­banka eða ekki. Umræða um það með til­liti til almanna­hags­muna hefur ekki farið fram og því sér­kenni­legt er að heyra málið afgreitt með vísun í stjórn­ar­sátt­mál­ann. Í honum er að vísu setn­ing um að rík­is­stjórnin vilji leita leiða til “að draga úr eign­ar­haldi rík­is­ins” á fjár­mála­stofn­unum en hann segir ekk­ert um hvernig það skuli gert m.a. ekki hvernig því skuli hagað með hlið­sjón af því ákvæði í sátt­mál­anum að fjár­mála­stofn­an­irnar skuli “þjóna sam­fé­lag­inu á hag­kvæman og sann­gjarnan hátt.” Ekki þarf að ímynda sér að við stjórn­ar­mynd­un­ina hafi djúpar umræður farið fram um einka­væð­ingu Íslands­banka og í Hvít­bók rík­is­stjórn­ar­innar “um fram­tíð­ar­sýn fyrir fjár­mála­kerf­ið” er ekk­ert rætt um það hvernig þessum mark­miðum stjórn­ar­sátt­mál­ans verði náð heldur gengið út frá því sem for­sendu að Íslands­banki verði seldur og er hvít­bókin að mestu end­ur­tekn­ing á við­tek­inni hentifræði um áhættu og ábyrgð af rík­is­reknu bönkum og tækni­legar vanga­veltur um hvernig megi koma í veg fyrir að eign­ar­hald einka­að­ila á bönkum valdi almenn­ingi skaða.

Aðal­hlut­verk einka­banka í Hrun­inu hefur eðli­lega gert almenn­ing í land­inu mót­fall­inn einka­væð­ingu banka þótt sumir tals­menn sölu taki fall bank­anna sem dæmi um þá áhættu sem ríkið taki á sig með eigin banka­reksti en líta fram hjá því að fall bank­anna varð ekki vegna eðli­legrar banka­starf­semi heldur vegna gróða­fíknar og ábyrgð­ar­leysis eig­enda bank­anna og tjón rík­is­ins varð vegna stuðn­ings rík­is­valds­ins við þá með afregl­un, með­virkni og fjár­austri úr Seðla­bank­anum og rík­is­sjóði. Í krepp­unni um 2008 urðu mörg lönd fyrir áföllum vegna einka­banka en ekki vegna rík­is­banka og hafa flest ríki, m.a. Ísland, lært af því og lag­fært reglu­verk um fjár­mála­fyr­ir­tæki með það fyrir augum að draga úr líkum á því að þau koll­steypi sjálfum sér og öðr­um. For­sendur fyrir einka­væð­ingu nú eru vissu­lega mjög frá­brugðnar því sem var á fyrsta ára­tug ald­ar­innar og hæpið að byggja alfarið á slæmri reynslu af henni. Í gerðum breyt­ingum felst einnig við­ur­kenn­ing á hlut­deild hins opin­bera í aðdrag­anda hruns­ins og áminn­ing um að þrátt fyrir breyttar reglur má ekki van­meta mögu­legar til­slak­anir síðar af hálfu yfir­valda í þágu gróða­hyggju. Áköll um þær eru þegar merkj­an­legar og reynslan sýnir að gull­kálfar eiga greiða leið að hjörtum ráða­manna.

Ofvöxtur fjár­mála­kerf­is­ins var ein helsta ástæða banka­hruns­ins. Eftir fall þess og stofnun nýrra banka 2008 voru margir þeirrar skoð­unar að æski­legt væri að minnka þá frekar með sam­ein­ingu. Með því mætti auka skil­virkni þeirra og lækka til­kostn­að. Í umræðum um fram­tíð banka­starf­semi í land­inu á síð­ustu miss­erum hefur slíkra sjón­ar­miða lítið gætt en þó verið hreyft af þing­manni eins stjórn­ar­flokks­ins og ábend­ingar hafi komið innan úr bönk­unum um hag­kvæmni af sam­ein­ing­um. Þetta hefur verið þaggað niður með til­vísun til sam­keppn­is­raka, sem hafa lítið gildi á fákeppn­is­mark­aði.

Í umræðum um sölu Íslands­banka hefur hlut­verk fjár­mála­kerf­is­ins eins og það er skil­greint í Hvít­bók stjórn­valda lítið verið rætt og því ekki svarað hvernig ná má því mark­miði þess skv. stjórn­ars­sátt­mál­anum “að þjóna sam­fé­lag­inu á hag­kvæman og sann­gjarnan hátt.” Eru líkur eru á að það tak­ist án aðkomu rík­is­valds­ins? Í umhverfi banka­starf­semi hér á landi, með örgjald­miðil og fákeppni, er líkur á að óheft starf­semi banka verði mjög ábata­söm. Ekk­ert mun hindra þá í því að hámarka hagnað sinn á kostnað þeirrra við­skipta­vina sem geta ekki brot­ist úr mark­aðs­bönd­unum eins og hluti atvinnu­lífs­ins hefur gert, einkum sjáv­ar­út­vegur og aðrar útflutn­ings­grein­ar, og fjár­magnar sig að veru­legu leyti með við­skiptum við erlenda banka þar sem þeir njóta eðli­lega góðra kjara haf­andi tekjur í erlendri mynt og lög­vernd­aðan gjald­frjálsan aðgang að gjöf­ulum nátt­úru­auð­lindum (eins og sjá má í árs­reikn­ingi þess­ara fyr­ir­tækja) eða hafa aðra ein­ok­un­ar­að­stöðu. Sama á við um fjár­sterka ein­stak­linga sem kosið hafa að vista fé sitt erlend­is. Þessir sömu aðilar eru einnig hand­hafar stórs hluta allra fjár­mála­legra eigna í land­inu og eru því lík­legir til að verða eig­endur að einka­væddum bönk­um.

Ávöxt­un­ar­krafa bank­anna, sett undir yfir­stjórn Banka­sýsl­unn­ar, er nú allt að 10% ávöxtun eigin fjár á ári, þ.e. tvö­földun á raun­virði þess á 8 til 9 árum. Ekki er lík­legt að af verði slegið með bank­arnir í einka­eign. Til sam­an­burðar má taka að raun­vöxtur hag­kerf­is­ins, þ.e. vöxtur VLF verður lík­lega ein­ungis þriðj­ungur af vexti banka­kerf­is­ins gangi þetta eft­ir. Eigi ekki að koma til ofþenslu bank­anna verður að greiða eig­end­unum þeirra stórum hluta hagn­að­ar­ins út. Hagn­aði ná bank­arnir með a) miklum vaxta­mun, þ.e. háum útláns­vöxtum og lágum inn­láns­vöxt­um, og b) háum þjón­ustu­gjöld­um. Almenn­ingur og aðr­ir, sem ekki geta sótt á erlend mið, munu því greiða háa vexti, fá lítið fyrir sparnað sinn og greiða há þjón­ustu­gjöld. Ekki hefur verið boðið upp á aðra sviðs­myndir í und­ir­bún­ingi máls­ins.

Fellur það að selja Íslands­banka nú og 65% í Lands­bank­ans síðar með fram­an­greindum afleið­ingum að því mark­miði að “að þjóna sam­fé­lag­inu á hag­kvæman og sann­gjarnan hátt”. Þessi sviðs­mynd er ekki fram­andi eða ókunn­ug­leg heldur end­ur­speglar það sem hefur verið við­var­andi á banka­mark­aði árum saman og ekki bara þar heldur á þeim fákeppn­is­mörk­uðum í, trygg­ing­um, olíu­versl­un, skipa­flutn­ing­um, sjáv­ar­út­vegi o.fl. sem staðið hafa undir auð­söfnun á fáar hendur hér á landi, auð­söfnun sem er sam­fé­lags­mein og mein­semd í efna­hags­lífi heims­ins og ein­stakra landa. Sam­þjöppun pen­inga­legra eigna á fárra hendur leiðir m.a. til þess að þessar sömu hendur eign­ast bank­ana og stýra fjár­mála­kerf­inu. Einka­rekið og hagn­að­ar­drifið banka­kerfi verður þannig sjálf­virk auðg­un­arma­sk­ína sem dælir fjár­munum frá almenn­ingi í þá vasa sem fullir eru fyrir en taka ætíð við meiru. Fákeppni á mark­aði og skatta­lög vil­höll fjár­magni eins og hér landi magna upp þessa sam­þjöppun eigna og tekna.

Tvennt getur leitt til rót­tækra breyt­inga á fjár­mála­mark­aði. Ann­ars vegar að gefa örmynt­ina upp á bát­inn og opna þannig fyrir sam­keppni erlendis frá og hins vegar að ríkið verði virkt í verð­myndun á banka­mark­aði með því að beita sér fyrir hag­kvæmni og stefnu í banka­rekstri sem byggi á sann­girni en ekki ótaminni hagn­að­ar­hyggju. Skref í þá átt gæti verið að selja Lands­bank­anum Íslands­banka og gera sam­ein­uðum banka að grenna sig, þ.e. að draga úr umsvifum sínum einkum á sviði fjár­fest­inga­banka, og setja honum stefnu með afkomu­mark­miði sem feli í sér eðli­lega áhættu­litla ávöxtun eigin fjár í stað hámarks­á­vöxt­un­ar. Með þessu gæti rík­is­sjóður dregið úr fjár­bind­ingu sinni í banka­kerf­inu, aukið hag­kvæmni þess og lagt grund­völl að lægra vaxta­stigi til lengri tíma. Áhuga­mönnum um banka­rekstur gæf­ist kostur á að stíga inn í banka­rekstur án for­gjafar og með­gjafar frá rík­inu með því að stofna nýjan banka eða leggja fé í núver­andi einka­banka eftir því sem fýsi­legt þyk­ir. Meintir yfir­burðir einka­rekstrar myndu svo skila sér í meiri ávöxtun eigin fjár hjá þeim en hjá rík­is­bank­an­um.

Stjórn­völd hafa með Hvít­bók­inni og áformum um sölu á rík­is­bönk­unum dregið upp fram­tíð­ar­sýn fyrir bankana, eig­endur þeirra og von­biðla en enga fram­tíð­ar­sýn fyrir almenn­ing í land­inu sem leysi hann undan því að greiða 2-4% meira í banka­kostnað en fólk í nágranna­löndum okk­ar. Við það verður hann að una svo lengi sem fjár­mála­mark­að­ur­inn er leik­völlur fákeppni og vernd­aður með örmynt. Skil­virkni og hag­kvæmni banka­kerf­is­ins hefur ekki verið tekin á dag­skrá og engin umræða hefur farið fram um leiðir til hag­kvæmnar og sann­gjarnar banka­þjón­ustu. Stjórn­völd hafa ekki unnið heima­vinnu sína, hvorki leyst að fullu þau verk­efni sem komu upp á borðið við fall bank­anna fyrir rúmum ára­tug né þau verk­efni sem þau settu sér sjálf fyrir í stjórn­ar­sátt­mál­an­um. Við svo búið eru efni ekki til þess að taka nú ákvörðun um sölu Íslands­banka frá rík­inu.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar