Lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar segir að jafnræðis hafi verið gætt við bankasöluna

Bankasýsla ríkisins hefur birt minnisblað sem LOGOS gerði fyrir hana. Niðurstaða þess er að stofnunin hafi ekki brotið gegn jafnræðisreglu við sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars. Jafnt aðgengi hæfra fjárfesta hafi verið tryggt.

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Auglýsing

Í minn­is­blaði sem LOGOS vann fyrir Banka­sýslu rík­is­ins, og er dag­sett 11. maí, er kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að ákvörðun um tak­marka þátt­töku í útboði á 22,5 pró­senta hlut íslenskra rík­is­ins við svo­kall­aða hæfa fjár­festa án þess að gerð yrði krafa um lág­marks­til­boð hafi ekki falið í sér brot gegn jafn­ræð­is­reglu. Í útboð­inu var hlut­ur­inn seldur til alls 207 fjár­festa undir mark­aðsvirði.

Þá telur lög­manns­stofan að full­nægj­andi ráð­staf­anir hafi verið gerðar af hálfu Banka­sýsl­unnar til að tryggja jafnt aðgengi hæfra fjár­festa að útboð­inu í laga­legu til­liti og að ákvörðun hennar um að selja ekki hlut til Lands­bank­ans og Kviku banka, sem gerðu til­boð fyrir hönd veltu­bóka sinna, hafi stuðst við mál­efna­leg sjón­ar­mið og hafi einnig verið í sam­ræmi við jafn­ræð­is­reglu.

MInn­is­blað LOGOS var sent á fjöl­miðla fyrir hönd Banka­sýslu rík­is­ins klukkan 6:00 í morg­un. Í frétta­til­kynn­ingu sem fylgir með segir að stjórn Banka­sýslu rík­is­ins hafi ákveðið á stjórn­ar­fundi 16. maí að senda frá sér frétta­til­kynn­ingu vegna minn­is­blaðs­ins og birta minn­is­blaðið á heima­síðu stofn­un­ar­inn­ar. Þegar minn­is­blaðið barst flestum fjöl­miðlum lands­ins hafði þegar birst frétt um það á for­síðu Morg­un­blaðs­ins. Því er ljóst að Morg­un­blaðið hafði minn­is­blaðið undir höndum í gær, áður en það barst öðrum fjöl­miðl­um.

LOGOS var ráðið sem inn­lendur lög­fræði­legur ráð­gjafi Banka­sýsl­unnar í tengslum við sölu­með­ferð­ina á hlutnum í Íslands­banka 18. febr­úar síð­ast­lið­inn, en hlut­ur­inn í bank­anum var seldur með til­boðs­fyr­ir­komu­lagi þann 22. mars. Minn­is­blað hennar fjallar því um lög­mæti sölu­með­ferðar sem stofan vann sjálf að. Óttar Páls­son, einn með­eig­enda LOGOS, er sá sem sendir minn­is­blaðið á Banka­sýsl­una.

Auglýsing
LOGOS vann einnig minn­is­blað fyrir Banka­sýslu rík­is­ins snemma í apríl um hvort að birta ætti lista yfir kaup­endur að hlutn­um. Þá var það nið­ur­staða LOGOS að slíkt væri óvar­legt. Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra lagði hins vegar sjálf­stætt mat á birt­ingu list­ans og komst að annarri nið­ur­stöðu. Í til­kynn­ingu sem birt­ist á vef stjórn­ar­ráðs­ins þegar list­inn yfir þá sem fengu að kaupa í Íslands­­­banka var birtur sagði að ráðu­neytið hefði metið málið þannig að upp­­lýs­ing­­ar  um við­­skipti á milli rík­­is­­sjóðs og fjár­­­festa falli „ekki undir banka­­leynd og með hlið­­sjón af mik­il­vægi þess að gagn­­sæi ríki um ráð­­stöfun opin­berra hags­muna hefur ráð­herra ákveðið að birta yfir­­lit­ið.“

Gagn­rýnendur segja söl­una ekki stand­ast lög

Mikil gagn­rýni hefur verið á söl­una á hlutum rík­is­ins í Íslands­banka, meðal ann­ars út frá þeim for­sendum að sölu­fyr­ir­komu­lagið hafi ekki stað­ist þá kröfu um jafn­ræði sem gerð er í lögum um sölu­­með­­­ferð eign­­ar­hluta rík­­is­ins í fjár­­­mála­­fyr­ir­tækj­um. Ein þeirra sem hefur sett fram slíka gagn­rýni er Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, hag­fræð­ingur við Yale háskóla og fyrr­ver­andi fram­­­kvæmda­­­stjóri fjár­­­­­mála­­­stöð­ug­­­leika­sviðs Seðla­­­banka Íslands, sem sagði við Kjarn­ann í mars að þegar tak­mark­aður hópur fjár­festa sé val­inn til að kaupa magn bréfa sem sé svo lítið að það hefði ekki hreyft við mark­aðsvirði Íslands­­­banka ef þeir hefur keypt á eft­ir­­mark­aði þá brjóti það í bága við 3. grein og mög­u­­lega einnig 2. grein umræddra laga. „Á grund­velli þess þarf ein­hver að axla ábyrgð fyrir að hafa heim­ilað þetta og auk þess þarf að rifta þessum við­­skiptum við ein­stak­l­inga og ehf., enda eru þau ekki í sam­ræmi við lög og kaup­endum og mið­l­­urum hefði mátt vera það ljóst sem og því stjórn­­­valdi sem heim­il­aði þetta.“ Sig­ríður sat í rann­sókn­ar­nefnd Alþingis um banka­hrunið sem skil­aði af sér umfangs­mik­illi skýrslu í apríl 2010. Lögin um sölu­með­ferð á hlut rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum horfa meðal ann­ars til ábend­inga rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar.

Sigríður Benediktsdóttir.

Þriðja grein lag­anna fjallar um meg­in­­reglur við sölu­­með­­­ferð. Í grein­inni seg­ir: „Þegar ákvörðun er tekin um und­ir­­bún­­ing og fram­­kvæmd sölu­­með­­­ferðar eign­­ar­hluta skal áhersla lögð á opið sölu­­ferli, gagn­­sæi, hlut­lægni og hag­­kvæmni. Með hag­­kvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða mark­aðs­verðs fyrir eign­­ar­hluti. Þess skal gætt að skil­yrði þau sem til­­­boðs­­gjöfum eru sett séu sann­­gjörn og að þeir njóti jafn­­ræð­­is. Þá skal við sölu kapp­­kosta að efla virka og eðli­­lega sam­keppni á fjár­­­mála­­mark­að­i.“

Kristrún Frosta­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, er á meðal ann­arra sem hafa sett fram sam­bæri­lega gagn­rýni og Sig­ríð­ur. Hún hefur meðal ann­ars bent á að engin ástæða hafi verið fyrir því að selja litlum fjár­festum hlut rík­is­ins í banka með afslætti, en minnsti fjár­festir­inn keypti fyrir rúma milljón króna og alls 59 aðilar fengu að kaupa fyrir minna 30 millj­­ónir króna.

Salan á hlut rík­is­ins í Íslands­banka er nú til skoð­unar hjá Fjár­mála­eft­ir­liti Seðla­banka Íslands auk þess sem Rík­is­end­ur­skoðun er að fram­kvæma stjórn­sýslu­út­tekt á ferl­inu.

Hafna því að setja hefði átt skil­yrði um lág­marks­fjár­hæð

Í minn­is­blaði LOGOS segir að til­laga Banka­sýslu rík­is­ins um sölu­með­ferð á hlutum í Íslands­banka hafi falið í sér að ein­ungis hæfum fjár­festum stæði til boða að taka þátt í útboð­inu og að í henni hafi komið skýrt fram að aðkoma almenn­ings yrði að sama skapi tak­mörk­uð. Sú tak­mörkun byggði, að mati LOGOS, á mál­efna­legum sjón­ar­miðum og sam­ræmd­ist þeim mark­miðum sem lög gera ráð fyrir við sölu eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. „Með vísan til þess sem að framan er rakið verður ekki séð að með þess­ari til­lögu hafi banka­sýslan farið út fyrir það svig­rúm sem lög gera ráð fyrir að ráð­herra hafi við val á leiðum við sölu­með­ferð. Rétt er að árétta að í frum­varpi því er varð að lögum um sölu­með­ferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum er lögð sér­stök áhersla á að við­horf og mark­mið stjórn­valda skipti meg­in­máli um hvaða leið er valin og sér­stak­lega tekið fram að ýmsar leiðir komi til greina. Er það mat okkar að sú til­högun sem valin var hafi ekki verið and­stæð rétt­mæt­is­reglu eða jafn­ræð­is­reglu.“

Auglýsing
Þá telur LOGOS það engu breyta um þessa nið­ur­stöðu að útboðs­skil­málar hafi ekki falið í sér við­bót­ar­skil­yrði um lág­marks­fjár­hæð til­boða. „Í því sam­bandi er ann­ars vegar til þess að líta að slíkt við­bót­ar­skil­yrði hefði í raun þrengt enn frekar þann fjár­festa­hóp sem átti þess raun­hæfan kost að leggja fram til­boð. Skil­yrðið hefði því gengið þvert gegn mark­miðum laga [...] um opið sölu­ferli og hag­kvæmni, sem og mark­miðum um dreift eign­ar­hald. Hins vegar skal á það bent að sá grein­ar­munur sem að lögum er gerður á hæfum fjár­festum og almennum fjár­festum grund­vall­ast m.a. á reynslu, þekk­ingu og fjár­hags­legri stöðu þeirra sem í hlut eiga líkt og áður hefur komið fram. Kröfur um fjár­festa­vernd eru rík­ari gagn­vart almenn­ingi en fag­fjár­fest­um. Þótt lág­marks­fjár­hæð til­boða hafi ekki verið áskilin í skil­málum útboðs­ins varð staða almenn­ings ekki þar með lögð að jöfnu við stöðu fagfjárfesta í laga­legu til­liti. Aðgrein­ing þess­ara tveggja hópa hvíldi því eftir sem áður á mál­efna­legum sjón­ar­miðum og í henni fólst ekki brot gegn jafn­ræð­is­reglu.“

„Má ætla að fag­fjár­festar hafi almennt verið með­vit­að­ir“

Fjöl­margir hafa einnig gagn­rýnt að jafnt aðgengi hæfra fjár­festa að útboð­inu hafi ekki verið tryggt. Fimm inn­lendir sölu­ráð­gjafar voru ráðnir og við­mæl­endur Kjarn­ans sem falla í hóp skil­greindra hæfra fjár­festa hafa haldið því fram að þessir ráð­gjafar hafi haft sam­band við sinn við­skipta­manna­hóp fyrst og síð­ast til að selja honum hlut í bank­an­um, en salan fór fram eftir lokun markað 22. mars og var lokið um kvöld­ið. 

LOGOS telur hins vegar ótví­rætt að aug­lýs­ing Banka­sýslu rík­is­ins á útboð­inu eftir lokun mark­aða þennan dag og til­kynn­ing í kaup­höll um útboðið „hafi tryggt að jafn­ræðis var gætt meðal þeirra sem áttu þess kost á að gera til­boð“. 

Val Banka­sýslu rík­is­ins á til­teknum sölu­ráð­gjöf­um, sem hafði það jafn­framt að meg­in­mark­miði, að tryggja aðgengi eins stórs hóps hæfra fjár­festa og kostur var gat ekki leitt til ann­arrar nið­ur­stöðu „enda ótví­rætt að útboðið átti að vera öllum þeim sem féllu í hóp hæfra fjár­festa kunn­ugt með því að það var aug­lýst opin­ber­lega og um það til­kynnt í kaup­höll“. 

LOGOS segir að þótt útboðið sjálft hafi tekið skamman tíma hafi upp­lýs­ingar um það legið fyrir um all­nokk­urt skeið í aðdrag­anda. „Má ætla að fag­fjár­festar hafi almennt verið með­vit­aðir um að útboðs­ins væri að vænta m.a. í ljósi heim­ildar til söl­unnar í fjár­lögum og þeirrar opin­beru kynn­ingar sem málið hlaut“. Því sé „ekki ósann­gjarnt að gera þær kröfur til við­kom­andi, m.a. í ljósi stöðu þeirra sem fag­fjár­festa og þar með þekk­ingar og reynslu á fjár­mála­mark­aði, að þeir hefðu gert nauð­syn­legar ráð­staf­anir og væru undir það búnir að setja fram til­boð að eigin frum­kvæði og með skömmum fyr­ir­vara eftir að til­kynn­ing um útboðið varð opin­ber.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent