Telur lög hafa verið brotin við sölu á hlut í Íslandsbanka og vill láta rifta hluta viðskipta

Sigríður Benediktsdóttir, sem sat í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, segir að sala á hlutum í Íslandsbanka til lítilla fjárfesta í lokuðu útboði brjóti í bága við lög um sölumeðferð eignarhluta ríkis í fjármálafyrirtækjum.

Sigríður Benediktsdóttir.
Sigríður Benediktsdóttir.
Auglýsing

Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, hag­fræð­ingur við Yale háskóla og fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika­sviðs Seðla­­banka Íslands, seg­ist telja að lög um sölu­með­ferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum hafi verið brotin við sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka fyrir rúmum tveimur vik­um. 

Hún segir í sam­tali við Kjarn­ann að þegar yfir 150 aðilar séu valdir til að kaupa magn bréfa sem sé svo lítið að það hefði ekki hreyft við mark­aðsvirði Íslands­banka ef þeir hefur keypt á eft­ir­mark­aði þá brjóti það í bága við 3. grein og mögu­lega einnig 2. grein umræddra laga. „Á grund­velli þess þarf ein­hver að axla ábyrgð fyrir að hafa heim­ilað þetta og auk þess þarf að rifta þessum við­skiptum við ein­stak­linga og ehf., enda eru þau ekki í sam­ræmi við lög og kaup­endum og miðl­urum hefði mátt vera það ljóst sem og því stjórn­valdi sem heim­il­aði þetta.“

Sig­ríður var einn þriggja sem mynd­uðu rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþingis um banka­hrunið sem skil­aði umfangs­­mik­illi skýrslu í apríl 2010. Hún sat einnig um nokk­urra ára skeið í banka­ráði Lands­bank­ans.

Auglýsing

Margir litlir aðilar fengu að kaupa

Banka­sýsla rík­is­ins, fyrir hönd íslenska rík­is­ins, seldi 22,5 pró­sent hlut í Íslands­banka í lok­uðu útboði til 207 fjár­festa fyrir 52,65 millj­arða króna. Hóp­ur­inn fékk sam­tals 2,25 millj­arða króna afslátt af mark­aðsvirði og kostn­aður við útboðið var um 700 millj­ónir króna. 

Í lok síð­ustu viku var greint frá því að alls 59 fjár­festar hafi keypt fyrir minna en 30 millj­ónir króna og 20 fyrir 30-50 millj­ónir króna. Alls 167 aðilar keyptu fyrir 300 millj­ónir króna eða minna. Auk þess var hluti seldur til erlendra skamm­tíma­sjóða sem keyptu líka umtals­verðan hlut í Íslands­banka í fyrra­sum­ar, en seldu sig hratt niður á fyrstu dögum eftir að bank­inn var skráður á mark­að. 

Fram­kvæmd útboðs­ins hefur verið harð­lega gagn­rýnd, meðal ann­ars á Alþingi, vegna ofan­greinds og sagt að sölu­ferlið hafi verið kynnt þannig að fara ætti þessa leið, svo­kall­aða til­boðs­leið, til að fá inn stóra fjár­festa sem ætl­uðu sér að vera eig­endur bank­ans til lengri tíma. Það hafi ekki orðið raun­in. 

Lög grund­völluð á skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar

Frum­varp um lög um sölu­með­ferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækjum var lagt fram í sept­em­ber 2012.

Í grein­ar­gerð sem fylgdi með því sagði meðal ann­ars: „Ljóst má vera að afdrátt­ar­lausar reglur með skýrri umgjörð þurfa að gilda um sölu á eign­ar­hlutum rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Skýrsla rann­sókn­ar­nefndar Alþingis sýnir fram á nauð­syn þess, þar sem sett er fram sú skoðun að við söl­una á bönk­unum árin 2002–2003 hafi Alþingi haft ríkar ástæður til að taka afstöðu til grund­vall­ar­for­sendna varð­andi sölu og fyr­ir­komu­lag hennar í sér­stakri lög­gjöf um sölu­heim­ild­ina. Taka má undir það að fyrri aðkoma Alþingis við und­ir­bún­ing á sölu á eign­ar­hlutum í við­skipta­bönkum hafi ekki verið nægj­an­leg og þarf breyt­ing að verða á því til þess að tryggja megi að hafið sé yfir vafa að jafn­ræði og gagn­sæi sé tryggt við sölu eign­ar­hluta í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Ferlið þarf að vera skýrt, meg­in­sjón­ar­mið skil­greind og hlut­verk hvers aðila í sölu­ferl­in­u.“ 

Því var frum­varpið meðal ann­ars grund­vallað á skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is, sem Sig­ríður Bene­dikts­dóttir átti sæti í. 

Frum­varpið var sam­þykkt í des­em­ber 2012. Þriðja grein lag­anna fjallar um meg­in­reglur við sölu­með­ferð. Í grein­inni seg­ir: „Þegar ákvörðun er tekin um und­ir­bún­ing og fram­kvæmd sölu­með­ferðar eign­ar­hluta skal áhersla lögð á opið sölu­ferli, gagn­sæi, hlut­lægni og hag­kvæmni. Með hag­kvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða mark­aðs­verðs fyrir eign­ar­hluti. Þess skal gætt að skil­yrði þau sem til­boðs­gjöfum eru sett séu sann­gjörn og að þeir njóti jafn­ræð­is. Þá skal við sölu kapp­kosta að efla virka og eðli­lega sam­keppni á fjár­mála­mark­að­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent