Mynd: Skjáskot af frétt Morgunblaðsins.

Ríkisendurskoðun hefur áður gefið út falskt heilbrigðisvottorð á einkavæðingu banka

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur beðið Ríkisendurskoðun um að skoða sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til hóps fjárfesta í lokuðu útboði fyrir rúmum tveimur vikum. Stofnunin hefur tvívegis áður skoðað bankasölu og sagt hana í lagi. Þær niðurstöður eldast ekki vel.

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sendi í gær beiðni til Rík­is­end­ur­skoð­unar um að stofn­unin gerði úttekt á því hvort sala á 22,5 pró­sent hlut íslenska rík­is­ins í Íslands­banka 22. mars síð­ast­lið­inn hafi sam­rýmst lögum og góðum stjórn­sýslu­hátt­u­m. 

Salan fór fram í gegnum lokað útboð og alls 207 aðilar fengu að kaupa hlut­inn með sam­tals 2,25 millj­arða króna afslætti. Listi yfir kaup­endur var birtur fyrr í vik­unni og kom þá meðal ann­ars í ljós að starfs­menn sölu­ráð­gjafa, aðilar sem áttu stóra hluti í bönkum fyrir hrun og faðir fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra voru á meðal kaup­enda. 

Fram­kvæmd útboðs­ins hefur verið harð­lega gagn­rýnd fyrir ýmis­legt ann­að. Engin sýni­leg ástæða hafi til að mynda hafi verið fyrir því að hleypa mörgum minni fjár­festum að í slíku útboði, þeir gætu ein­fald­lega keypt bréf á eft­ir­mark­aði og á mark­aðs­verði. Þá hefur kostn­aður við útboð­ið, um 700 millj­ónir króna, verið gagn­rýndur og sú ákvörðun að selja erlendum skamm­tíma­sjóðum sem tóku líka þátt í almenna útboð­inu í fyrra­sum­ar, en seldu sig nær strax niður í kjöl­far þess, umtals­verðan hlut í bank­anum á afslætti.

Tvær úttektir

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rík­is­end­ur­skoðun er beðin um að skoða sölu á hlut íslenska rík­is­ins í banka. Skömmu eftir að stór hlutur í tveimur rík­is­bönk­um, Lands­banka Íslands og Bún­að­ar­banka Íslands, var seldur til kjöl­festu­fjár­festa síðla árs 2002 og snemma árs 2003, gaf hún út heil­brigð­is­vott­orð á þá fram­kvæmd.

Rík­­is­end­­ur­­skoðun vann skýrslu árið 2003 um einka­væð­ingu rík­­is­­eigna þar sem nið­­ur­­staðan var sú að „ís­­lensk stjórn­­völd hafi í meg­in­at­riðum náð helstu mark­miðum sínum með einka­væð­ingu rík­­is­­fyr­ir­tækja á árunum 1998-2003.“ Sér­stak­lega var gagn­rýnt á þeim tíma að engar athuga­­semdir hafi verið gerðar við það hvernig staðið var að sölu á 45,8 pró­sent hlut rík­­is­ins í Bún­­að­­ar­­bank­­anum til svo­kall­aðs S-hóps­ og að aðkoma þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser hafi alls ekki verið tor­­trygg­i­­leg.

Í mars 2006 vann Rík­­is­end­­ur­­skoðun síðan átta blað­­síðna sam­an­­tekt í kjöl­far fundar Vil­hjálms Bjarna­­son­­ar, fyrr­ver­andi þing­­manns Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, þar sem hann lagði fram nýjar upp­­lýs­ingar um söl­una á Bún­­að­­ar­­bank­­anum til S-hóps­ins. Vil­hjálmur hafði lengi verið þeirrar skoð­un­­ar, og taldi sig hafa gögn til að sýna fram á, að aðkoma þýska einka­bank­ans Hauck & Auf­häuser, sem var sagður hluti af S-hópn­um, hafi aldrei verið raun­veru­­leg, heldur hafi hann leppað sinn hlut fyrir aðra og blekkt um leið selj­endur til að halda að erlend fjár­mála­stofnun kæmi að kaup­un­um.

Nið­­ur­­staða Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar var sú að ekk­ert sem lagt hafi verið fram í mál­inu hefði stutt víð­tækar álykt­­anir Vil­hjálms. „Þvert á móti þykja liggja óyggj­andi upp­­lýs­ingar og gögn um hið gagn­­stæða,“ segir í skýrslu henn­­ar.

Því sendi Rík­­is­end­­ur­­skoðun tví­­­vegis frá sér skýrslu eða sam­an­­tekt þar sem stofn­unin vott­aði að ekk­ert athuga­vert hafi verið við söl­una á hluti rík­­is­ins í Bún­­að­­ar­­bank­­anum til S-hóps­ins.

Allir blekktir

Í mars 2017 opin­ber­aði rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþing­is, með til­­vísun í gögn, að aðkoma Hauck & Auf­häuser að kaup­unum á hlut í Bún­­að­­ar­­bank­­anum hafi verið blekk­ing. Kaup­­þing fjár­­­magn­aði kaupin að fullu, að baki lágu bak­­samn­ingar sem tryggðu Hauck & Auf­häuser fullt skað­­leysi, þókn­ana­­tekjur upp á eina milljón evra fyrir að leppa og sölu­rétt á hlutnum eftir að þýski lepp­­bank­inn var búinn að halda á honum í tæp tvö ár.

Til við­­bótar lá fyrir í flétt­unni, sem var kölluð „Puffin“, að hagn­aður sem gæti skap­­ast hjá réttum eig­enda hlut­­ar­ins, aflands­­fé­lags­ins Well­ing & Partners á Bresku Jóm­frú­­areyj­un­um, myndi renna til tveggja aflands­­fé­laga, skráð á sama stað, sem áttu það félag. Annað þeirra aflands­­fé­laga var Mar­ine Choice Limited, í eigu Ólafs Ólafs­­son­­ar. Hann hagn­að­ist um 3,8 millj­­arða króna á flétt­unni. Hitt félag­ið, Dek­hill Advis­ors, hagn­að­ist um 2,9 millj­­arða króna á „Puffin“ verk­efn­inu. Á núvirði er sam­eig­in­­legur hagn­aður félag­anna tveggja rúm­­lega 11 millj­­arðar króna.

Í mars 2017 opin­ber­aði rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is, með til­vísun í gögn, að aðkoma Hauck & Aufhäuser að kaup­unum á hlut í Bún­að­ar­bank­anum hafi verið blekk­ing.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Íslensk skatta­yf­ir­völd telja að end­an­­legir eig­endur félags­­ins Dek­hill Advis­ors Limited, aflands­­fé­lags skráð til heim­ilis á Tortóla-eyju, séu bræð­­urnir Ágúst og Lýður Guð­­munds­­syn­ir, oft­­ast kenndir við Bakka­vör. Þeir eru á meðal þeirra sem fengu að kaupa hlut í Íslands­banka í lok­uðu útboði 22. mars síð­ast­lið­inn. 

Vildi ekki draga mat sitt til baka

Eftir að skýrsla rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar var gerð opin­ber beindi Kjarn­inn fyr­ir­spurn til Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar um nið­ur­stöðu henn­ar.

Vilhjálmur Bjarnason og Ólafur Ólafsson þegar sá síðarnefndi mætti fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins 2017.
Mynd: Kjarninn

Í svari stofn­un­ar­innar sagð­ist hún fagna nið­­ur­­stöðu rann­­sókn­­ar­­nefndar Alþingis um þátt­­töku Hauck & Afhäuser og þeirri „skýru nið­­ur­­stöðu sem rann­­sókn­­ar­­nefndin kemst að í krafti aðgangs nefnd­­ar­innar að tölvu­póstum sem sýndu fram á mik­il­væga bak­­samn­inga sem haldið hafði verið leynd­­um. Það er alltaf mik­il­vægt að draga sann­­leik­ann fram.“

Rík­­is­end­­ur­­skoðun taldi hins vegar ekki ástæðu til að draga til baka það mat sitt að gögn þau sem Vil­hjálmur Bjarna­­son afhenti Rík­­is­end­­ur­­skoðun 22. febr­­úar 2006 væru ekki nægj­an­­leg til að sýna fram að Hauck & Afhäuser hafi ekki verið raun­veru­­legur eig­andi þess eign­­ar­halds­­­fé­lags sem mynd­aði stóran hluta S-hóps­ins svo­­kall­aða sem keypti 45,8 pró­­sent hlut rík­­is­ins í Bún­­að­­ar­­bank­an­­um.

„Breytir engu í því sam­­bandi þó rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþingis hafi nú á grund­velli upp­­lýs­inga og ábend­inga, sem bár­ust umboðs­­manni Alþingis sl. vor undir þeim for­­merkjum að hann gætti trún­­aðar um upp­­runa þeirra, og á grund­velli víð­tækra rann­­sókn­­ar­heim­ilda sinna, sýnt fram á að gögn þau sem Rík­­is­end­­ur­­skoðun afl­aði sér í kjöl­farið hafi verið lögð fram í blekk­ing­­ar­­skyn­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar