Erlendu sjóðirnir sem seldu sig hratt út eftir skráningu voru valdir til að kaupa aftur

Á lista yfir þá 207 aðila sem valdir voru til að fá að kaupa hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir rúmum tveimur vikum er að finna nokkra erlendra sjóði. Flestir þeirra tóku líka þátt í almenna útboðinu í fyrra, og seldu sig hratt út í kjölfarið.

flugvél
Auglýsing

Á meðal þeirra sem voru valdir til að kaupa í lok­uðu útboði á 22,5 pró­sent hlut íslenska rík­is­ins í Íslands­banka fyrir rúmum tveimur vikum voru erlendir sjóðir sem höfðu líka keypt í almenna útboð­inu í fyrra­sum­ar. Sex þeirra sem keyptu í bank­anum í aðdrag­anda skrán­ingar í maí í fyrra seldu bréfin sem þeim var úthlutað innan þriggja daga eftir skrán­ingu með umtals­verðum hagn­aði, en sölu­and­virðið var um fjórir millj­arðar króna. Á meðal þess­ara sex voru sjóðir Sil­ver Point Capital, Fiera Capital, Lans­downe Partners og Key Squ­are Partners.

Þrátt fyrir að þessir sjóðir hafi selt sig nán­ast strax út úr Íslands­banka þegar þeir gátu eftir síð­asta útboð þótti til­hlýði­legt að bjóða þeim þátt­töku í lok­aða útboð­inu og veita þeim afslátt af kaup­verði, en þeir 207 aðilar sem voru valdir til að kaupa fengu alls rúm­lega fjög­urra pró­sent afslátt á bréf­un­um. Sil­ver Point keypti fyrir rúm­lega 1,3 millj­arða króna, Lands­down Partners fyrir næstum 556 millj­ónir króna, Fiera Capi­tal fyrir 468 millj­ónir króna og KeySqu­are Partners fyrir 409,5 millj­ónir króna. Sam­tals keyptu þessir fjórir sjóðir því fyrir rúm­lega 2,7 millj­arða króna í lok­aða útboð­inu og fengu í stað­inn 5,2 pró­sent hlut í Íslands­banka.

Auglýsing
Auk þess var sjóður í stýr­ingu banda­ríska sjóð­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins RWC Asset Mana­gement val­inn sem einn horn­steins­fjár­fest­anna í Íslands­banka í aðdrag­anda almenna útboðs­ins í fyrra. Sá sjóður fékk þá að kaupa 1,54 pró­sent hlut á 2,4 millj­arða króna. Hann hafði selt þorra eignar sinnar um síð­ustu ára­mót og leyst um leið út umtals­verðan hagn­að. Sjóður í stýr­ingu RWC Asset Mana­gement fékk að kaupa hluti fyrir tæp­lega tvo millj­arða króna. 

Capi­tal bætti við sig

Sam­tals seldu sölu­ráð­gjafar Banka­sýsl­unnar ofan­greindum sjóðum hluti fyrir um 4,7 millj­arða króna í lok­aða útboð­inu. Þeir hlutir hafa þegar hækkað um rúm­lega tíu pró­sent frá útboðs­verð­inu og því má ætla að þessi hópur erlendra sjóða hafi þegar hagn­ast um næstum hálfan millj­arð króna á fjár­fest­ingu sinni.

Þetta má lesa út úr lista yfir kaup­endur að 22,5 pró­sent hlut íslenska rík­is­ins í Íslands­banka sem var seldur í lok­uðu útboði á 52,65 millj­arða króna 22. mars síð­ast­lið­inn með sam­tals 2,25 millj­arða króna afslætti. Virði þess hlutar sem hóp­ur­inn keypti hefur þegar hækkað sam­tals um 5,4 millj­arða króna.

Erfitt hefur reynst að fá erlendra aðila til að ráð­ast í lang­tíma­fjár­fest­ingar í félögum á íslenskum hluta­bréfa­mark­aði, ef Marel og Icelandair eru und­an­skil­in. Þannig var hrein nýfjár­­­fest­ing erlendra aðila á Íslandi nei­­kvæð um 60 millj­­arða króna í fyrra. Ástæða þess var aðal­­­lega sala þeirra á inn­­­lendum hluta­bréf­um, sér­­stak­­lega í Arion banka en erlendir fjár­­­fest­inga- og vog­un­­ar­­sjóðir sem áttu hlut í honum seldu fyrir 55 millj­­arða króna á árinu 2021. 

Að sama skapi keyptu erlendir sjóðir í Íslands­­­banka fyrir um tíu millj­­arða króna nettó á síð­­asta ári þegar bank­inn var skráður á mark­að. Tveir erlendir sjóð­ir, Capi­tal World Investors og áður­nefndur RWC Asset Mana­gement LLP, voru á meðal þeirra sem skuld­bundu sig til að kaupa hlut í aðdrag­anda útboðs. Sá síð­­­ar­­nefndi hef­ur, líkt og áður sagði, þegar selt hluta af því sem hann keypt­i í fyrra. Capi­tal Group hefur hins vegar verið að bæta jafnt og þétt við sig í Íslands­banka og keypti við­­bót­­ar­hlut í lok­aða útboð­inu fyrir rúman millj­arð króna. Sjóur­inn á nú 5,06 pró­­sent hlut í bank­anum og er fjórði stærsti eig­andi hans á eftir líf­eyr­is­sjóð­unum LSR og Gildi og íslenska rík­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent