Búið að birta listann yfir kaupendur í Íslandsbanka – Lestu hann í heild sinni hér

Bankasýsla ríkisins lagðist gegn því að listi yfir þá 207 aðila sem fengu að kaupa hlut í Íslandsbanka fyrir rúmum tveimur vikum með afslætti yrði birtur. Fjármálaráðuneytið taldi málið ekki falla undir bankaleynd og hefur birt listann.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Banka­sýsla rík­is­ins sendi í dag yfir­lit yfir kaup­endur að 22,5 pró­sent hlut í Íslands­banka til fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins, sem hefur birt list­ann á vef stjórn­ar­ráðs­ins. Hann má lesa hér.

Í til­kynn­ingu sem birt var síð­degis í dag segir að Banka­sýslan hafi ítrekað í bréfi þá afstöðu sína að hún teldi ekki heim­ilt að birta þær upp­lýs­ingar sem ráðu­neytið óskaði eft­ir. „Aftur á móti er stofn­un­inni, sem heyrir undir fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, skylt að afhenda ráðu­neyt­inu umbeðnar upp­lýs­ingar um úthlut­anir til þátt­tak­enda í útboð­inu í ljósi stjórn­sýslu­legrar stöðu og for­ræðis ráð­herr­ans á sölu­með­ferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­u­m.“

Auglýsing
Ráðuneytið seg­ist hafa lagt sjálf­stætt mat á þær rök­semdir sem settar hafa verið fram fyrir því að fram­an­greint yfir­lit falli undir banka­leynd. „Að mati ráðu­neyt­is­ins falla upp­lýs­ingar um við­skipti á milli rík­is­sjóðs og fjár­festa ekki undir banka­leynd og með hlið­sjón af mik­il­vægi þess að gagn­sæi ríki um ráð­stöfun opin­berra hags­muna hefur ráð­herra ákveðið að birta yfir­lit­ið.“

Í til­kynn­ing­unni kemur einnig fram að síð­ast­lið­inn föstu­dag hafi ráðu­neytið óskað eftir afstöðu fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands til þess hvort laga­á­kvæði um banka­leynd stæðu því í vegi að upp­lýs­ingar um kaup­endur og um eign­ar­hlut sem hverjum og einum var seld­ur, yrðu gerðar aðgengi­legar almenn­ingi. Ráðu­neyt­inu hafði ekki borist svar frá Seðla­bank­anum áður en ákvörðun var tekin um að birta list­ann. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent