„Við viljum ekki að sagan end­ur­taki sig“

Þingmenn Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins gerðu sölu Íslandsbanka að umtalsefni á þinginu í dag. Allir vilja þeir að upplýst verði hverjir keyptu og að gagnsæi ríki um söluna.

islandsbanki-8_9954281574_o.jpg
Auglýsing

Þrír þing­menn Við­reisn­ar, Sam­fylk­ing­ar­innar og Sjálf­stæð­is­flokks­ins töl­uðu um sölu rík­is­ins á hlut í Íslands­banka undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

Lárus Blön­­dal stjórn­­­ar­­for­­maður Banka­­sýslu rík­­is­ins greindi frá því í þætti Dag­­mála á mbl.is í morgun að ekki væri hægt að birta lista yfir þá 209 aðila sem fengu að kaupa hlut í Íslands­­­banka þann 22. mars síð­­ast­lið­inn með 2,25 millj­­arða króna afslætti.

Hann sagði að Banka­­sýslan hefði fengið lög­­fræð­i­á­lit um þetta við­fangs­efni og álit frá Íslands­­­banka sjálf­­um. Jafn­­framt hefði verið leitað álits hjá erlendum ráð­­gjöfum stofn­un­­ar­inn­­ar. „Það er ein­hlítt svar í sjálfu sér, það eru allar líkur á því að þetta falli undir banka­­leynd og jafn­­framt er þetta óþekkt í þessum erlenda praxís að menn upp­­­lýsi um kaup­endur og hvað keypt er,“ sagði hann.

Auglýsing

Ekki hægt að gefa þess­ari sölu ómengað vott­orð um heil­brigði

Sig­mar Guð­munds­son þing­maður Við­reisnar hóf ræðu sína á að segja að það væri ekki ein­falt verk að selja banka, hvað þá þegar bank­inn væri í eigu þjóðar sem er skað­brennd eftir heilt banka­hrun og afskap­lega mis­heppn­aða banka­sölu í kringum alda­mót.

„Við þær kring­um­stæður er traust algjört lyk­il­orð, traust á und­ir­bún­ingn­um, traust á söl­unni, traust á kaup­endum og traust á því að heið­ar­lega sé staðið að málum og vandað til verka í hví­vetna. Traust er lyk­il­hug­tak. Við­reisn hefur þá ein­dregnu skoðun að rík­is­valdið eigi ekki að vera alltum­lykj­andi í banka­við­skipt­um. Við höfum því stutt söl­una á Íslands­banka en um leið spurt spurn­inga um traust, heið­ar­leika og vönduð vinnu­brögð til að halda rík­is­stjórn­inni við efnið því einka­væð­ing­ar­sporin hræða aftur í ára­tug­ina. Við viljum ekki að sagan end­ur­taki sig og ein­hver dul­ar­fullur þýskur banki dúkki upp sem leppur í ein­hverjum felu­leik og sam­krulli stjórn­mála og við­skipta.

Sem betur fer virð­ist ekk­ert svo stór­fellt uppi á ten­ingnum nú en því miður er ekki hægt að gefa þess­ari sölu ómengað vott­orð um heil­brigði því að við eigum að gera sömu kröfur um vand­virkni og gagn­sæi óháð stærð þess hluta sem seldur er í banka hverju sinn­i,“ sagði hann.

Sigmar Guðmundsson Mynd: Bára Huld Beck

Sig­mar telur að upp­lýsa þurfi um hvernig stendur á því að smáir aðil­ar, sem alls óvíst sé að geti talist fag­fjár­fest­ar, fengu að kaupa rík­i­s­eigur fyrir tugi millj­óna með afslætti.

„Allt þarf það að þola dags­ins ljós og vera vel rök­stutt, ann­ars hrynur traustið á ferl­inu og það skemmir fyrir frek­ari sölu. Þau tíð­indi að Banka­sýslan telur sig ekki geta veitt gögn um þá sem keyptu þessa eign þjóð­ar­innar með afslætti vegna banka­leyndar eru afleit. Með því hrynur krafa okkar um gagn­sæi. Hvernig má það vera að það þarf að toga upp upp­lýs­ingar með töngum um þá sem kaupa af okkur eign? Þjóðin selur eitt­hvað en henni kemur ekki við hver keypti. Reglu­verkið bannar það. Und­ir­bún­ing­ur­inn og verk­lagið var sem sagt ekki betra en þetta. Þetta gengur auð­vitað ekki upp. Ef rík­is­stjórnin og við öll ætlum að sætta okkur við að okkur komi það ekki við hverjir kaupa bank­ann okkar þá getum við tekið lyk­il­orð og lyk­il­hug­tak allra banka­við­skipta og allrar banka­sölu og fleygt út í hafs­auga því þá ríkir ekki traust,“ sagði þing­mað­ur­inn.

„Spill­ing getur verið til staðar þó að það hafi ekki verið ætlun stjórn­valda“

Kristrún Frosta­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar greindi frá því í sinni ræðu að á fjár­laga­nefnd­ar­fundi í morgun hefði hún lagt fram ósk að fá minn­is­blað frá Banka­sýsl­unni í tengslum við söl­una á Íslands­banka, sem hún gerir ráð fyrir að verði afgreitt úr nefnd í vik­unni.

Benti hún jafn­framt á að bæði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefðu lýst því yfir að varpa þyrfti betra ljósi á söl­una og sagði for­sæt­is­ráð­herra að lög ættu ekki að hamla birt­ingu list­ans.

Kristrún Frostadóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Spill­ing getur verið til staðar þó að það hafi ekki verið ætlun stjórn­valda. Ef leið­bein­ingar við sölu á rík­is­eign eru óljósar og skiln­ingur þriðja aðila er sá að val á kaup­endum sé líkt því sem gengur og ger­ist þegar seld eru verð­bréf í einka­eigu þá getur það leitt til ráð­staf­ana á eignum almenn­ings á afslætti án til­hlýð­andi rök­stuðn­ings.

Ef sölu­að­ilar eru valdir til að sinna verk­efnum fyrir ríkið upp á 700 millj­arða króna án þess að fram fari útboð eða rök­stuðn­ingur á því hverjir voru valdir þá vakna eðli­lega upp spurn­ing­ar. Af hverju? Þegar verið er að stunda við­skipti með eignir og fjár­muni rík­is­ins þá gerum við kröfu um gagn­sæi og jafn­ræði sem eru miklu stíf­ari en gengur og ger­ist í við­skiptum einka­að­ila. Ástæðan er fyrst og fremst ótt­inn við spill­ingu. Þess vegna er svo mik­il­vægt að fram fari alvöru­skoðun á þessu ferli og að þeim spurn­ingum sem ekki hefur verið svarað verði svar­að, að öxlum verði ekki bara yppt og haldið áfram að selja tug­millj­arða eignir bara ein­hvern veg­inn, á þann veg að stóra myndin sé ágæt,“ sagði Kristrún og bætti því við að þau í Sam­fylk­ing­unni myndu fylgja þessu máli fast eftir og ýta eftir svör­um.

Þing­menn verði að leita allra leiða til þess að fá þessar upp­lýs­ingar fram

Diljá Mist Ein­ars­dóttir þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins fjall­aði einnig um söl­una á Íslands­banka í sinni ræðu og vís­aði í ræðu Hildar Sverr­is­dóttur sam­flokks­kona hennar síðan í gær þar sem hún sagði að það skipti gríð­ar­lega miklu máli að um söl­una ríkti fullt gagn­sæi, ekki síst varð­andi það hverjir það væru sem fengu að fjár­festa í bank­anum í þessu ferli.

Þessu er Diljá Mist full­kom­lega sam­mála og benti hún á að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefði kallað eftir lista yfir kaup­endur og um þær reglur sem gilda um upp­lýs­ing­arn­ar.

Diljá Mist Einarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

„Fyrsti hluti sölu Íslands­banka var vel heppnað hluta­fjár­út­boð og nei­kvæðar raddir heyrð­ust þá almennt bara frá þeim sem voru og eru yfir höfuð á móti sölu rík­is­banka. Það hefur hins vegar legið fyrir frá upp­hafi að ríkið ætl­aði sér ekki að eiga bank­ann um ókomna tíð. Sala rík­is­ins á hlutnum nú var sann­ar­lega nauð­syn­legt skref. Fram­kvæmdin var í höndum sjálf­stæðrar stofn­un­ar, Banka­sýsl­unn­ar, sem telur að útboðið hafi verið afar vel heppn­að. Það er mik­il­vægt að karp og hár­tog­anir um upp­lýs­inga­gjöf varpi ekki rýrð á söl­una, skapi ekki óþarfa van­traust.

Það er eðli­leg krafa að við fáum upp­lýs­ingar um það hverjir keyptu og hvernig því var háttað þegar um er að ræða sölu rík­is­eigna. Við þing­menn gegnum eft­ir­lits­hlut­verki með stjórn­sýsl­unni og við hljótum að leita allra leiða til þess að fá þessar upp­lýs­ingar fram. Við getum tæp­lega unað við það að okkur verði ekki veittar þessar upp­lýs­ingar sem farið hefur verið fram á, upp­lýs­ingar sem varða sölu á rík­is­eign,“ sagði hún.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent