Stéttarfélag flugmanna „fordæmir viðskipti ríkisstjórnarinnar við Bláfugl“

Félag íslenskra atvinnuflugmanna fordæmir að ríkisstjórnin, í umboði íslenskra skattgreiðenda, stundi viðskipti við flugfélagið Bláfugl. Stéttarfélagið segir flugfélagið hafa stundað félagsleg undirboð og gerviverktöku.

Jón Þór Þorvaldsson, sem tekið hefur sæti á þingi fyrir Miðflokkinn, er formaður FÍA.
Jón Þór Þorvaldsson, sem tekið hefur sæti á þingi fyrir Miðflokkinn, er formaður FÍA.
Auglýsing

Félag íslenskra atvinnu­flug­manna (FÍA) for­dæmir að íslenska utan­rík­is­ráðu­neytið hafi ráðið flug­fé­lagið Bláfugl, Bluebird Nor­dic, til þess að ann­ast flutn­ing á her­gögnum og öðrum varn­ingi vegna stríðs­ins í Úkra­ínu. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem félagið sendi frá sér í dag.

Kjarn­inn sagði frá því á mánu­dag að Blá­fugl hefði tekið að sér nokkur flug fyrir utan­rík­is­ráðu­neyt­ið, en ráðu­neytið hefur hefur lagt fram leiguflug­vélar til aðstoðar banda­lags­ríkjum sem eru að flytja meðal ann­ars her­gögn þétt upp að landa­mærum Úkra­ín­u.

Utan­rík­is­ráðu­neytið sjálft var ekki búið að segja frá því að Bláfugl, sem hefur verið í miklum deilum við stétt­ar­fé­lag flug­manna und­an­farin ár og verið harð­lega gagn­rýnt af Alþýðu­sam­bandi Íslands sömu­leið­is, hefði verið ráðið til verks­ins.

Sér­stök frétta­til­kynn­ing var þó send út um fyrsta frakt­flugið á vegum íslenskra stjórn­valda og tekið fram að það hefði verið með vél frá Air Atl­anta.

Síðan þá hafa verið farnar allt í allt þrettán ferðir á vegum íslenskra stjórn­valda með vélum bæði Atl­anta og Bláfugls, sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem Kjarn­inn fékk frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu á mánu­dag.

Félags­leg und­ir­boð og gervi­verk­taka

Í yfir­lýs­ingu FÍA í dag segir að félagið hafi ítrekað bent á það hvernig Bláfugl, sem starfar á grund­velli íslensks flug­rekstr­ar­leyfis og lúti íslenskum lög­um, hafi „brotið gegn íslenskri vinnu­lög­gjöf með félags­legum und­ir­boðum og gervi­verk­töku, og snið­gengið kjara­samn­ing sinn við FÍA.“

Auglýsing

„Blá­fugl hefur auk þess alfarið hundsað nið­ur­stöðu Félags­dóms sem féll þann 16. sept­em­ber síð­ast­lið­inn og með því gert alvar­lega atlögu að stjórn­ar­skrár­vörðum rétti stétt­ar­fé­laga og rétt­indum íslensks launa­fólks sem vinnur sam­kvæmt kjara­samn­ing­i,“ segir einnig í yfir­lýs­ingu FÍA.

Þar segir einnig að það hljóti að vera „krafa okkar allra að íslensk fyr­ir­tæki virði gild­andi lög, kjara­samn­inga og nið­ur­stöður dóm­stóla“ og að það sé „með öllu óásætt­an­legt að það fái að við­gang­ast að íslenska rík­ið, í umboði skatt­greið­enda, eigi við­skipti við slíkt félag.“

Starf­­semi Bláfugls er að mestu leyti úti í heimi þrátt fyrir að það sé með íslenskt flug­­­rekstr­­ar­­leyfi, en félagið er í eigu Avia Solutions Group, sem er með höf­uð­­stöðvar á Kýp­­ur.

Stærsti ein­staki eig­andi félags­ins er litáíski auð­­mað­ur­inn Gediminas Ziem­el­is. Avia Solutions Group keypti Blá­fugl af fyrri íslenskum eig­endum árið 2020.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent