Bláfugl hefur flutt hergögn til Póllands á vegum íslenskra stjórnvalda

Undanfarnar vikur hefur Bláfugl farið nokkrar ferðir fyrir íslenska utanríkisráðuneytið með hergögn sem ætluð eru til notkunar í Úkraínu. Hergagnaflutningar flugfélagsins komust í fréttir í Toskana-héraði á Ítalíu í síðasta mánuði.

BlueBirdNordic.jpg
Auglýsing

Flug­fé­lagið Bláfugl, Bluebird Nor­dic, hefur verið ráðið af íslenska utan­rík­is­ráðu­neyt­inu til þess að ann­ast flutn­ing á varn­ingi, þar á meðal her­gögn­um, vegna stríðs­ins í Úkra­ínu. Flug­vél félags­ins flutti meðal ann­ars her­gögn frá Pisa á Ítalíu til Rzeszów, nærri landa­mærum Pól­lands og Úkra­ínu þann 12. mars og hefur félagið farið fleiri ferðir síð­an.

Undir lok febr­ú­ar­mán­aðar var sagt frá því að Air Atl­anta hefði verið fengið til þess að ann­ast flug á vegum íslenskra stjórn­valda með ein­hvern varn­ing, þar á meðal her­gögn, sem flytja átti til Úkra­ínu. Ekki hefur áður verið greint frá því að Blá­fugl hafi einnig verið að sinna slíku flugi.

Starf­semi Bláfugls er að mestu leyti úti í heimi þrátt fyrir að það sé með íslenskt flug­rekstr­ar­leyfi, en félagið er í eigu Avia Solutions Group, sem er með höf­uð­stöðvar á Kýp­ur. Félagið hef­ur, frá því að nýir eig­endur keyptu það árið 2020, helst verið í umræð­unni hér­lendis vegna deilna um kjara­mál við Félag íslenskra atvinnu­flug­manna.

Ekki þörf á sér­stöku vopna­flutn­inga­leyfi fyrir rík­is­flug

Umræddar flug­ferðir Bláfugls und­an­farnar vikur eru sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu skil­greindar sem rík­is­flug, en reglu­gerð nr. 464/2019 um flutn­ing her­gagna með loft­förum til handa íslenskum flug­rek­anda nær ekki yfir rík­is­flug, heldur ein­ungis almennt flug. Það þarf því ekki sér­stakt útgefið leyfi ráðu­neyt­is­ins til þess að sinna her­gagna­flutn­ingum í skil­greindu rík­is­flugi.

Auglýsing

Air Atl­anta er eina flug­fé­lagið með íslenskt flug­rekstr­ar­leyfi sem hefur fengið útgefin sér­stök leyfi það sem af er ári til þess að sinna almennu flugi með her­gögn, en félagið hefur í áraraðir sinnt vopna­flutn­ingum fyrir við­skipta­vini sína.

Alls þrettán ferðir í heild­ina

Í svari frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu til Kjarn­ans sem barst skömmu eftir að þessi frétt birt­ist segir að íslensk stjórn­völd hafa á und­an­förnum vikum haft milli­göngu um flutn­ing á her­gögnum frá ýmsum Evr­ópu­ríkjum til Úkra­ínu. Alls eru ferð­irnar þrettán tals­ins, sam­kvæmt svari ráðu­neyt­is­ins.

„Hefur þetta verið gert til að svara ákalli úkra­ínskra stjórn­valda um slíka aðstoð. Íslensk stjórn­völd hafa leigt frakt­flug­fé­lagar frá flug­fé­lög­unum Air Atl­anta og Bluebird Nor­dic til þess­ara verk­efna og hafa alls þrettán slíkar frakt­flug­ferðir verið farnar í sam­starfi við Alban­íu, Sló­ven­íu, Ítal­íu, Króa­tíu og Portú­gal til áfanga­staða nærri landa­mærum Úkra­ínu. Flutn­ing­arnir eru í fyllsta sam­ræmi við íslensk lög og regl­ur,“ segir í svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins.

Umfjöllun um óvæntan varn­ing í ítölskum miðlum

Sig­urður Örn Ágústs­son for­stjóri Bláfugls sagði frá því í tölvu­pósti til allra starfs­manna félags­ins í gær, sem Kjarn­inn hefur séð, að flug­fé­lagið hefði flutt skot­færi af ein­hverju tagi í leiguflugi á vegum íslenska utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins frá Písa á Ítalíu til Pól­lands 12. mars.

Sigurður Örn Ágústsson er forstjóri og stjórnarformaður Bluebird Nordic.

Efni tölvu­pósts­ins laut að fréttum sem höfðu verið sagðar í hér­aðs­frétta­miðlum í Toskana-hér­aði á Ítalíu um miðjan síð­asta mán­uð, þess efnis að borg­ara­legir hlað­menn á flug­vell­inum í Písa hefðu ekki verið með­vit­aðir um að þeir ættu að fara að hlaða her­gögnum um borð í vél Bláfugls.

„Í leiguflugi fyrir utan­rík­is­ráðu­neytið frá Písa til Pól­lands þann 12. mars, virt­ust hlað­menn­irnir í Písa vera undr­andi á farm­in­um, sem inni­hélt meðal ann­ars skot­færi, þrátt fyrir að öll papp­írs­vinnan hafi verið full­komin og öll leyfi hafi verið í lagi, og neit­uðu til að byrja með að ferma vél­ina. Síðar fermdu þeir þó vél­ina, þar sem þeir sáu að öll leyfi og papp­írs­vinna var í lagi, og flugið hélt af stað á áætl­un. Og flugið var hægt að sjá á Flightradar allan tím­ann,“ sagði Sig­urður í tölvu­póst­in­um, sem var á ensku en er hér þýddur af blaða­manni.

Í umfjöll­unum stað­ar- og hér­aðsmiðla í Toskana-hér­aði kom fram að stétt­ar­fé­lag hlaðmanna hafi lýst yfir óánægju með það að borg­ara­legir starfs­menn flug­vall­ar­ins hafi verið látnir með­höndla her­gögn. Einnig hefur verið gagn­rýnt að þeim hafi verið hlaðið um borð í vél Bláfugls á borg­ara­legu svæði flug­vall­ar­ins, en ekki þeim hluta hans sem hugs­aður er undir hern­að­ar­starf­semi. Haft hefur verið eftir for­seta Toscana Aer­oporti, félags sem rekur flug­velli hér­aðs­ins, að það verði ekki látið end­ur­taka sig.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Sig­urður Örn að Blá­fugl hafi ekk­ert að gera með skipu­lagn­ingu á því hvar á vell­inum varn­ingnum var komið um borð í vél­ina. Félagið hafi verið með alla papp­íra á hreinu og öll til­skilin leyfi til þess að flytja varn­ing­inn.

„Það er alveg krist­al­tært,“ segir Sig­urður Örn, sem seg­ist ósáttur með umfjöllun ítal­skra miðla um mál­ið, en í einum miðli var stærsta eig­anda Bláfugls, litáíska auð­mann­inum Gediminas Ziem­elis, spyrt saman við rúss­neskan olíg­arka.

Sig­urður Örn sagði einnig frá því í tölvu­pósti til starfs­manna Bláfugls að félagið hefði haldið áfram að fljúga sam­kvæmt samn­ingi við íslenska utan­rík­is­ráðu­neytið frá hinum ýmsu flug­völlum í Evr­ópu til Pól­lands, með varn­ing sem fluttur er til Úkra­ínu þar sem hann „hjálpi Úkra­ínu að berj­ast gegn inn­rás­ar­her og alræð­i.“

Sig­urður Örn segir við Kjarn­ann að flugið fyrir utan­rík­is­ráðu­neytið sé svona „að­eins póli­tískt erfitt“ í ljósi stöð­unnar í heims­mál­un­um.

Hann bætir því þó við að Blá­fugl sé stolt af því að geta tekið þátt í að færa Úkra­ínu­mönnum her­gögn sem nýt­ist í bar­átt­unni við Rússa.

Er að hætta sem for­stjóri

Í dag sendi Sig­urður Örn svo annan tölvu­póst á starfs­menn félags­ins, þar sem hann sagði frá því að frá og með morg­un­deg­inum yrði hann ekki lengur for­stjóri Bláfugls, heldur tæki Audrone Keinyté við stjórn­un­ar­hlut­verk­inu.

Sig­urður verður þó áfram stjórn­ar­for­maður flug­fé­lags­ins og segir að alltaf hafi verið horft til þess að hann staldr­aði stutt við í starfi for­stjóra.

Í sam­tali við Kjarn­ann sagði Sig­urður Örn aðspurður að til­kynn­ingin þess efnis að hann væri að færa sig til innan fyr­ir­tæk­is­ins hefði ekk­ert með flug félags­ins fyrir utan­rík­is­ráðu­neytið að gera.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent