Bláfugl hefur flutt hergögn til Póllands á vegum íslenskra stjórnvalda

Undanfarnar vikur hefur Bláfugl farið nokkrar ferðir fyrir íslenska utanríkisráðuneytið með hergögn sem ætluð eru til notkunar í Úkraínu. Hergagnaflutningar flugfélagsins komust í fréttir í Toskana-héraði á Ítalíu í síðasta mánuði.

BlueBirdNordic.jpg
Auglýsing

Flug­fé­lagið Bláfugl, Bluebird Nor­dic, hefur verið ráðið af íslenska utan­rík­is­ráðu­neyt­inu til þess að ann­ast flutn­ing á varn­ingi, þar á meðal her­gögn­um, vegna stríðs­ins í Úkra­ínu. Flug­vél félags­ins flutti meðal ann­ars her­gögn frá Pisa á Ítalíu til Rzeszów, nærri landa­mærum Pól­lands og Úkra­ínu þann 12. mars og hefur félagið farið fleiri ferðir síð­an.

Undir lok febr­ú­ar­mán­aðar var sagt frá því að Air Atl­anta hefði verið fengið til þess að ann­ast flug á vegum íslenskra stjórn­valda með ein­hvern varn­ing, þar á meðal her­gögn, sem flytja átti til Úkra­ínu. Ekki hefur áður verið greint frá því að Blá­fugl hafi einnig verið að sinna slíku flugi.

Starf­semi Bláfugls er að mestu leyti úti í heimi þrátt fyrir að það sé með íslenskt flug­rekstr­ar­leyfi, en félagið er í eigu Avia Solutions Group, sem er með höf­uð­stöðvar á Kýp­ur. Félagið hef­ur, frá því að nýir eig­endur keyptu það árið 2020, helst verið í umræð­unni hér­lendis vegna deilna um kjara­mál við Félag íslenskra atvinnu­flug­manna.

Ekki þörf á sér­stöku vopna­flutn­inga­leyfi fyrir rík­is­flug

Umræddar flug­ferðir Bláfugls und­an­farnar vikur eru sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu skil­greindar sem rík­is­flug, en reglu­gerð nr. 464/2019 um flutn­ing her­gagna með loft­förum til handa íslenskum flug­rek­anda nær ekki yfir rík­is­flug, heldur ein­ungis almennt flug. Það þarf því ekki sér­stakt útgefið leyfi ráðu­neyt­is­ins til þess að sinna her­gagna­flutn­ingum í skil­greindu rík­is­flugi.

Auglýsing

Air Atl­anta er eina flug­fé­lagið með íslenskt flug­rekstr­ar­leyfi sem hefur fengið útgefin sér­stök leyfi það sem af er ári til þess að sinna almennu flugi með her­gögn, en félagið hefur í áraraðir sinnt vopna­flutn­ingum fyrir við­skipta­vini sína.

Alls þrettán ferðir í heild­ina

Í svari frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu til Kjarn­ans sem barst skömmu eftir að þessi frétt birt­ist segir að íslensk stjórn­völd hafa á und­an­förnum vikum haft milli­göngu um flutn­ing á her­gögnum frá ýmsum Evr­ópu­ríkjum til Úkra­ínu. Alls eru ferð­irnar þrettán tals­ins, sam­kvæmt svari ráðu­neyt­is­ins.

„Hefur þetta verið gert til að svara ákalli úkra­ínskra stjórn­valda um slíka aðstoð. Íslensk stjórn­völd hafa leigt frakt­flug­fé­lagar frá flug­fé­lög­unum Air Atl­anta og Bluebird Nor­dic til þess­ara verk­efna og hafa alls þrettán slíkar frakt­flug­ferðir verið farnar í sam­starfi við Alban­íu, Sló­ven­íu, Ítal­íu, Króa­tíu og Portú­gal til áfanga­staða nærri landa­mærum Úkra­ínu. Flutn­ing­arnir eru í fyllsta sam­ræmi við íslensk lög og regl­ur,“ segir í svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins.

Umfjöllun um óvæntan varn­ing í ítölskum miðlum

Sig­urður Örn Ágústs­son for­stjóri Bláfugls sagði frá því í tölvu­pósti til allra starfs­manna félags­ins í gær, sem Kjarn­inn hefur séð, að flug­fé­lagið hefði flutt skot­færi af ein­hverju tagi í leiguflugi á vegum íslenska utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins frá Písa á Ítalíu til Pól­lands 12. mars.

Sigurður Örn Ágústsson er forstjóri og stjórnarformaður Bluebird Nordic.

Efni tölvu­pósts­ins laut að fréttum sem höfðu verið sagðar í hér­aðs­frétta­miðlum í Toskana-hér­aði á Ítalíu um miðjan síð­asta mán­uð, þess efnis að borg­ara­legir hlað­menn á flug­vell­inum í Písa hefðu ekki verið með­vit­aðir um að þeir ættu að fara að hlaða her­gögnum um borð í vél Bláfugls.

„Í leiguflugi fyrir utan­rík­is­ráðu­neytið frá Písa til Pól­lands þann 12. mars, virt­ust hlað­menn­irnir í Písa vera undr­andi á farm­in­um, sem inni­hélt meðal ann­ars skot­færi, þrátt fyrir að öll papp­írs­vinnan hafi verið full­komin og öll leyfi hafi verið í lagi, og neit­uðu til að byrja með að ferma vél­ina. Síðar fermdu þeir þó vél­ina, þar sem þeir sáu að öll leyfi og papp­írs­vinna var í lagi, og flugið hélt af stað á áætl­un. Og flugið var hægt að sjá á Flightradar allan tím­ann,“ sagði Sig­urður í tölvu­póst­in­um, sem var á ensku en er hér þýddur af blaða­manni.

Í umfjöll­unum stað­ar- og hér­aðsmiðla í Toskana-hér­aði kom fram að stétt­ar­fé­lag hlaðmanna hafi lýst yfir óánægju með það að borg­ara­legir starfs­menn flug­vall­ar­ins hafi verið látnir með­höndla her­gögn. Einnig hefur verið gagn­rýnt að þeim hafi verið hlaðið um borð í vél Bláfugls á borg­ara­legu svæði flug­vall­ar­ins, en ekki þeim hluta hans sem hugs­aður er undir hern­að­ar­starf­semi. Haft hefur verið eftir for­seta Toscana Aer­oporti, félags sem rekur flug­velli hér­aðs­ins, að það verði ekki látið end­ur­taka sig.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Sig­urður Örn að Blá­fugl hafi ekk­ert að gera með skipu­lagn­ingu á því hvar á vell­inum varn­ingnum var komið um borð í vél­ina. Félagið hafi verið með alla papp­íra á hreinu og öll til­skilin leyfi til þess að flytja varn­ing­inn.

„Það er alveg krist­al­tært,“ segir Sig­urður Örn, sem seg­ist ósáttur með umfjöllun ítal­skra miðla um mál­ið, en í einum miðli var stærsta eig­anda Bláfugls, litáíska auð­mann­inum Gediminas Ziem­elis, spyrt saman við rúss­neskan olíg­arka.

Sig­urður Örn sagði einnig frá því í tölvu­pósti til starfs­manna Bláfugls að félagið hefði haldið áfram að fljúga sam­kvæmt samn­ingi við íslenska utan­rík­is­ráðu­neytið frá hinum ýmsu flug­völlum í Evr­ópu til Pól­lands, með varn­ing sem fluttur er til Úkra­ínu þar sem hann „hjálpi Úkra­ínu að berj­ast gegn inn­rás­ar­her og alræð­i.“

Sig­urður Örn segir við Kjarn­ann að flugið fyrir utan­rík­is­ráðu­neytið sé svona „að­eins póli­tískt erfitt“ í ljósi stöð­unnar í heims­mál­un­um.

Hann bætir því þó við að Blá­fugl sé stolt af því að geta tekið þátt í að færa Úkra­ínu­mönnum her­gögn sem nýt­ist í bar­átt­unni við Rússa.

Er að hætta sem for­stjóri

Í dag sendi Sig­urður Örn svo annan tölvu­póst á starfs­menn félags­ins, þar sem hann sagði frá því að frá og með morg­un­deg­inum yrði hann ekki lengur for­stjóri Bláfugls, heldur tæki Audrone Keinyté við stjórn­un­ar­hlut­verk­inu.

Sig­urður verður þó áfram stjórn­ar­for­maður flug­fé­lags­ins og segir að alltaf hafi verið horft til þess að hann staldr­aði stutt við í starfi for­stjóra.

Í sam­tali við Kjarn­ann sagði Sig­urður Örn aðspurður að til­kynn­ingin þess efnis að hann væri að færa sig til innan fyr­ir­tæk­is­ins hefði ekk­ert með flug félags­ins fyrir utan­rík­is­ráðu­neytið að gera.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent