Í áfalli eftir að hafa verið sagt upp hjá Vinnumálastofnun

Vinnumálastofnun sagði upp fimm konum í lok mars síðastliðins og segja þær að uppsagnirnar hafi verið óvæntar og framkoma stjórnenda ofbeldiskennd, ógnandi og niðurlægjandi í þeirra garð. Forstjóri stofnunarinnar segist ekki geta tjáð sig um einstök mál.

Vinnumálastofnun Mynd: Skjáskot/RÚV
Auglýsing

Fimm konur hafa leitað til Sam­eykis stétt­ar­fé­lags eftir að þeim var sagt upp hjá Vinnu­mála­stofnun í lok síð­asta mán­að­ar. Þór­ar­inn Eyfjörð for­maður Sam­eykis segir í sam­tali við Kjarn­ann að upp­sagn­irnar hafi verið þeim veru­legt áfall. Upp­sagn­irnar hafi verið óvæntar og án nokk­urs aðdrag­anda og ekki verði annað séð en fram­kvæmdin sé stjórn­un­ar­legt fúsk.

Ekki hafi verið farið eftir leið­bein­ingum til stjórn­enda um upp­sagnir rík­is­starfs­manna vegna rekstr­ar­legra ástæðna heldur „vaðið í starfs­menn­ina“ án nokk­urs aðdrag­anda með órök­studdum full­yrð­ingum um að ástæða upp­sagn­anna væri hag­ræð­ing í rekstri og upp­sagnir nauð­syn­legar til að mæta aðhalds­kröfu.

Unnur Sverr­is­dóttir for­stjóri Vinnu­mála­stofn­unar segir í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, þar sem hún er spurð hvort rétt hafi verið staðið að þessum upp­sögnum og öllum ferlum fylgt, að hún sem for­stjóri sé bundin þagn­ar­skyldu um allt sem lýtur að málum ein­stakra starfs­manna hjá stofn­un­inni og sé henni því ómögu­legt að svara þeim spurn­ingum sem blaða­maður setur fram í fyr­ir­spurn­inni.

Auglýsing

Hún var einnig spurð hvort farið hefði verið eftir starfs­reglum stjórn­enda stofn­ana sem fjár­mála­ráðu­neytið gefur út og hvort upp­sagn­irnar færu á mis við jafn­rétt­islög, eins og kon­urnar halda fram.

„Al­mennt vil ég þó taka fram að hjá Vinnu­mála­stofnun er þess gætt í hví­vetna að farið sé að þeim lögum og reglum sem gilda þegar kemur að starfs­lokum starfs­manna stofn­un­ar­innar auk þess sem reynt er að sýna eins mikla nær­gætni og unnt er við erf­iðar aðstæð­ur,“ segir hún jafn­framt.

Unnur Sverrisdóttir Mynd: Stjórnarráðið

Komið fram við þær „eins og saka­menn“

Flestar kvenn­anna mættu á fund Sam­eykis í fyrra­dag og greindu frá upp­lifun sinni af upp­sögn­unum og fram­göngu stjórn­enda við að „bók­staf­lega henda þeim út“. Þór­ar­inn segir að ekki verði annað séð en að allur mála­til­bún­ing­ur­inn um ein­hverja óút­skýrða aðhalds­kröfu sé hreinn upp­spuni. Á sama tíma og gengið sé fram af full­komnu virð­ing­ar­leysi við umræddar kon­ur, hafi aðrir starfs­menn verið fast­ráðnir – jafn­vel starfs­menn sem hafi verið laus­ráðnir áður.

Því sé ekk­ert sem bendir til þess að um hag­ræð­ing­ar- og aðhalds­kröfu sé að ræða vegna upp­sagn­anna sem er sögð ástæðan í upp­sagn­ar­bréfi. Enda sé ekki einu orði minnst á það í upp­sagn­ar­bréfi hvaðan sú krafa sé komin eða hvernig stofn­un­inni var gert að fylgja henni.

Þór­ar­inn segir að kon­unum hafi verið gert skylt að yfir­gefa vinnu­stað­inn sam­stundis og reynt að sjá til þess að þær yfir­gæfu vinnu­stað sinn til margra ára til þess að koma í veg fyrir að þær hittu starfs­fé­laga sína. Óskum um að ljúka vinnu­deg­inum hafi verið hafnað og öllum aðgangi þeirra að tölvu­kerf­um, póst­forritum og innra sam­skipta­neti sem starfi þeirra tengd­ist hafi verið lokað um leið og þeim var vísað út.

Kon­urnar lýsa þess­ari fram­komu þannig að komið hafi verið fram við þær eins og saka­menn. Yfir­menn hafi lokað sig af áður en til upp­sagn­anna kom, við­mót þeirra hafi verið kulda­legt og þeim sýnd van­virð­ing. Tvær kvenn­anna segja jafn­framt frá því að þær hafi verið í nokk­urra daga veik­indum vegna flensu­far­ald­urs­ins, þegar tveir yfir­menn þeirra hafi komið saman á sitt­hvort heim­ili þeirra til að afhenda þeim upp­sagn­ar­bréfið þegar þær voru heima vegna veik­inda.

Upp­lifði ein­elti frá yfir­manni um langt skeið

Þór­ar­inn segir að kon­urnar hafi lýst afar sér­stakri fram­komu yfir­manna sem í ein­hverjum til­fellum verði ekki betur séð en að ein­kennst hafi af hroka og geð­þótta­á­kvörð­un­um. Þá segir ein kvenn­anna að hún hafi upp­lifað ein­elti frá yfir­manni sínum um langt skeið og orðið kvíðin fyrir því að mæta hon­um. Nokkrar kvenn­anna íhugi að kæra stjórn­and­ann vegna ein­eltis á vinnu­stað.

Fram kemur hjá Þór­arni að kon­unum sem sagt var upp störfum hafi langan starfs­aldur hjá Vinnu­mála­stofn­un. Hann segir að stofn­unin hafi ekki virt leið­bein­ingar fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um hvernig standa beri að upp­sögnum rík­is­starfs­manna en þar segir meðal ann­ars að slík ákvörðun verði að byggj­ast á lögum og mál­efna­legum sjón­ar­mið­um.

Þórarinn Eyfjörð Mynd: Aðsend

Fram­kvæmd upp­sagna hefur mikil áhrif á við­horf starfs­manna og almenn­ings til stofn­unar

Í leið­bein­ingum fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins segir að upp­sagnir starfs­manna séu alltaf erf­ið­ar, sér­stak­lega fyrir starfs­menn en einnig fyrir stjórn­end­ur. Þegar nauð­syn­legt er að segja upp starfs­mönnum reyni fyrir alvöru á hæfni stjórn­enda og starfs­manna­stefnu stofn­un­ar. „Fram­kvæmd upp­sagna hefur mikil áhrif á við­horf starfs­manna og almenn­ings til stofn­un­ar, einnig löngu eftir að upp­sagnir eru um garð gengn­ar. Því er mik­il­vægt að fram­kvæmdin sé vand­lega und­ir­bú­in, hún sé fag­leg, að farið sér eftir lögum og reglum og að virð­ing sé borin fyrir hlut­að­eig­andi aðil­u­m.“

Þór­ar­inn segir að Vinnu­mála­stofnun hafi gert fast­ráðn­ing­ar­samn­ing við þrjá laus­ráðna starfs­menn stofn­un­ar­innar áður en til upp­sagna starfs­mann­anna tveggja kom. Þór­ar­inn telur í því ljósi að upp­sagn­irnar séu því ekki vegna kröfu fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um hag­ræð­ingu hjá stofn­un­inni.

Í upp­sagn­ar­bréfi stendur aftur á móti að ástæður upp­sagn­anna séu vegna hag­ræð­ingar í starf­semi og séu nauð­syn­legar til að mæta aðhalds­kröf­um. Sam­kvæmt Þór­arni til­greindi Vinnu­mála­stofnun kon­unum ekki hvaða hag­ræð­inga­kröfur fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins væri um að ræða eða hvernig mæta ætti hag­ræð­ing­ar­verk­efn­inu með aðhaldi og end­ur­skipu­lagn­ingu í rekstr­ar­legum útgjöld­um.

Fram­koma stjórn­enda ofbeld­is­kennd, ógn­andi og nið­ur­lægj­andi

Þór­ar­inn telur að stofn­unin þurfi jafn­framt að svara því hvort upp­sagn­irnar fari á mis við jafn­rétt­islög því um er að ræða upp­sagnir kvenna. Hann segir að stjórn­endur Vinnu­mála­stofn­unar hafi heldur ekki virt leið­bein­ingar fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um upp­sagn­ar­við­töl þar sem kemur skýrt fram að boða þurfi starfs­mann í við­tal vegna upp­sagn­ar­innar en stjórn­end­urnir hafi forð­ast að eiga sam­tal vegna þeirra. Í leið­bein­ing­unum seg­ir:

„Hugs­an­legt er að ein­hverjir stjórn­endur bregð­ist við ástand­inu með því að fela sig inni á skrif­stofum sínum á bak við luktar dyr undir því yfir­skini að hafa mikið að gera. Slík hegðun sýnir tak­mark­aða virð­ingu þeirra fyrir starfs­fólki sínu sem hefur þörf fyrir sýni­legan stjórn­anda sem kemur fram af mynd­ug­leika og skiln­ingi á við­brögðum starfs­fólks.“

Þór­ar­inn greinir frá því að stjórn­endur Vinnu­mála­stofn­unar hafi forð­ast að eiga sam­tal vegna upp­sagna kvenn­anna, kallað við­kom­andi inn á skrif­stofu, afhent upp­sagn­ar­bréf og óskað eftir því að starfs­menn­irnir yfir­gæfu vinnu­stað­inn án tafar án þess að koma við á starfs­stöðvum sínum eða kveðja sam­starfs­fé­laga sína og sagt að starfs­krafta þeirri væri ekki óskað á upp­sagn­ar­tíma. Að ekki sé minnst á að sækja að starfs­fólki sínu veiku í flensu, „þramm­andi inn á gafl á þeirra eigin heim­ili til að henda upp­sögnum í við­kom­and­i“. Upp­sagn­irnar hafi verið óvæntar og fram­koma stjórn­end­anna hafi verið ofbeld­is­kennd, ógn­andi og nið­ur­lægj­andi í garð þeirra.

„Þessi fram­koma er algjör­lega for­kast­an­leg,“ segir Þór­ar­inn að lokum og segir að Sam­eyki muni beita sér af mik­illi ákveðni í að sækja rétt kvenn­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent