Borgarstjóri segir forstjóra ÁTVR hafa lofað því að það verði áfram Vínbúð í miðborginni

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að hann og Ívar J. Arndal forstjóri ÁTVR hafi handsalað það á fundi að jafnvel þótt Vínbúðin í Austurstræti myndi loka yrði auglýst eftir 1-2 nýjum staðsetningum fyrir Vínbúðir í miðborg Reykjavíkur.

Vínbúðin
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri segir að það verði áfram verslun ÁTVR í mið­borg Reykja­vík­ur, í auð­veldu göngu­færi – og jafn­vel tvær. Þetta segir hann að hafi komið fram á fundi hans með Ívari J. Arndal, for­stjóra ÁTVR.

Borg­ar­stjóri ræddi málið í nokkrum færslum á Twitter í morgun og rakti þar umræð­una um sem skap­að­ist eftir að ÁTVR aug­lýsti eftir nýju hús­næði á mið­borg­ar­svæð­inu og kynnti síðan að stað­setn­ing á Grand­an­um, nánar til­tekið við Fiski­slóð 10, hefði verið metin álit­leg­ust.

Aug­lýst eftir 1-2 nýjum stöðum í mið­borg­inni ef Aust­ur­stræti yrði lokað

„Fjöl­margir bentu á að það þyrfti verslun í mið­borg­inni áfram ef þetta yrð­i,“ skrifar Dagur og bætir svo við að hann og for­stjóri ÁTVR hafi hand­salað „að búðin í Aust­ur­stræti myndi ekki loka þrátt fyrir að samn­ingar næð­ust á Grand­an­um“ og jafn­framt að for­stjóri ÁTVR hefði upp­lýst að ef Aust­ur­stræt­inu yrði lokað „yrði aug­lýst eftir 1-2 vel stað­settum en minni versl­unum á mið­borg­ar­svæð­inu til að koma í stað­inn.“

Auglýsing

„Þetta finnst mér góð nið­ur­staða og vel hægt að sjá fyrir sér tvær minni versl­an­ir, önnur á svæð­inu Lækj­ar­torg/Hafn­ar­torg og hin á Hlemm­svæð­inu sem myndi koma til móts við þann stóra fjölda fólks sem býr og vinnur á þessu svæði eða er þar sem ferða­menn. Flott, ÁTVR,“ skrifar borg­ar­stjóri og bætir við að hann hafi átt góða reynslu af sam­skiptum við ÁTVR í þessum mál­um.

„Átti á sínum tíma fund eftir að Vín­búðin flutti úr Graf­ar­vogi sem lauk með þeirri nið­ur­stöðu að ÁTVR setti upp búð í Spöng­inni, við hlið­ina á nýja bóka­safn­inu okkar sem hefur hvoru tveggja styrkt Spöng­ina,“ segir Dag­ur, á Twitt­er.

Greint var frá því undir lok októ­ber­mán­aðar að ÁTVR leit­aði eftir nýju versl­un­­­ar­­­plássi undir nýja verslun í mið­­­borg Reykja­víkur og sæi fyrir sér að hætta mög­u­­­lega rekstri Vín­­­­­búð­­­ar­innar í Aust­­­ur­­­stræti. Fyr­ir­ætl­­­­­anir fyr­ir­tæk­is­ins, og skil­yrði þess um næg bíla­­­stæði fyrir við­­­skipta­vini, vöktu blendin við­brögð.

Var það ekki í fyrsta sinn sem ÁTVR fékk á sig gagn­rýni fyrir að hafa uppi áform um færa versl­­anir sínar á staði þar sem hand­hæg­­ara er að koma á eigin bíl en gang­andi eða hjólandi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent