Vínbúðin gagnrýnd fyrir að leita sér að bílvænni stað í miðborginni

Fréttir af því að ÁTVR kanni möguleikann á að finna nýjan stað undir Vínbúð í miðborg Reykjavíkur hafa fallið í grýttan jarðveg hjá ýmsum. Ríkisfyrirtækið hefur áður sætt gagnrýni fyrir að reka stefnu sem miði að því að fólk komi keyrandi að kaupa vín.

ÁTVR leitar nú að nýju plássi undir Vínbúð í miðborg Reykjavíkur.
ÁTVR leitar nú að nýju plássi undir Vínbúð í miðborg Reykjavíkur.
Auglýsing

Fregnir bár­ust af því í gær að ÁTVR leit­aði eftir nýju versl­un­ar­plássi undir nýja verslun í mið­borg Reykja­víkur og sæi fyrir sér að hætta mögu­lega rekstri Vín­búð­ar­innar í Aust­ur­stræti. Fyr­ir­ætl­anir fyr­ir­tæk­is­ins, og skil­yrði þess um næg bíla­stæði fyrir við­skipta­vini, hafa fengið blendin við­brögð á sam­fé­lags­miðl­um.

Í útboðs­lýs­ingu Rík­is­kaupa fyrir hönd ÁTVR, sem birt var þann 21. októ­ber, segir að óskað sé eftir að taka á leigu 400-600 fer­metra hús­næði undir Vín­búð, á svæði sem afmarkast af Snorra­braut, Hverf­is­götu, Tryggva­götu, Geirs­götu „og til sjávar í norð­ur.“

Við­skipta­blaðið sagði fyrst frá mál­inu og hafði eftir Sig­rúnu Ósk Sig­urð­ar­dóttur aðstoð­ar­for­stjóra ÁTVR að end­an­leg ákvörðun hefði ekki verið tekin um til­færslu.

„Aust­ur­stræt­is­búðin er óhent­ug. Hún er á tveimur hæð­um, við erum með lag­er­inn niðri, og svo er bara mjög erfitt um flutn­inga til og frá búð­inn­i,“ hafði blaðið eftir Sig­rúnu.

Næg bíla­stæði á meðal skil­yrða

Sam­kvæmt útboðs­lýs­ing­unni, sem fjallað er um í frétt Við­skipta­blaðs­ins, segir að skil­yrði ÁTVR séu þau að hús­næðið sé á vel skil­greindu versl­un­ar­svæði, liggi vel við almenn­ings­sam­göng­um, umferð að og frá því sé greið, það sé á jarð­hæð, bjóði upp á að vöru­hurð opn­ist beint á bak- eða hlið­ar­svæði, hafi góða aðkomu og næg bíla­stæði fyrir við­skipta­vini og starfs­fólk, helst um tutt­ugu slík sem megi sér­merkja Vín­búð­inni, gott aðgengi fyrir hreyfi­haml­aða og góða aðkomu fyrir flutn­inga­bíla, auk ann­ars.

Þessi skil­yrði hafa sem áður segir fallið í grýttan jarð­veg hjá sum­um, en rík­is­fyr­ir­tækið hefur áður hlotið gagn­rýni fyrir að stað­setja versl­anir sínar á stöðum þar sem lang­flestir við­skipta­vinir koma á sínum einka­bíl.

Auglýsing

Umræða um hið sama átti sér sömu­leiðis stað þegar Vín­búð­inni í Borg­ar­túni var lokað fyrr á árinu og þá hafa fleiri ákvarð­anir ÁTVR um opnun og lokun versl­ana sætt gagn­rýni á umliðnum árum, til dæmis stað­setn­ing nýrrar versl­unar fyr­ir­tæk­is­ins í Kaup­túni í Garða­bæ, en áður var ÁTVR með útibú á Garða­torgi. Bæj­ar­yf­ir­völd í Garðabæ furð­uðu sig á því að ÁTVR vildi ekki opna verslun mið­svæðis í bæn­um.

Gísli Mart­einn Bald­urs­son, sjón­varps­maður og fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi, segir að ÁTVR sé með „hrika­lega fjand­sam­lega stefnu“ gagn­vart fólki sem ekki sé á bíl. „Al­gjör­lega óþol­andi og gam­al­dags,“ skrifar Gísli Mart­einn í umræðum sem spunn­ist hafa um málið á Twitt­er.

Nokkuð margir láta sig málið varða – og í umræð­unum hefur því verið velt upp hvort ein­hver stað­setn­ing í grennd við núver­andi Vín­búð í Aust­ur­stræti geti mætt þeim þeim kröfum sem nefndar eru í útboðs­lýs­ing­unni.

Hafn­ar­torg hefur borið á góma, en þar er reyndar ólík­legt að tutt­ugu bíla­stæði fáist sér­merkt ÁTVR þrátt fyrir að bíla­stæðin undir versl­un­ar­kjarn­anum skipti hund­ruð­um. Til­færsla Vín­búð­ar­innar út í bílmið­að­ann stór­versl­ana­kjarn­ann á Granda virð­ist sumum senni­leg­asta nið­ur­stað­an.

„Ef ÁTVR færir sig af Aust­ur­stræti út á Granda þá fer ég að halda að fyr­ir­tæk­inu sé í nöp við okkur sem hjólum og göngum í búð­ir. Sorg­legt að fyr­ir­tæki í opin­berri eigu skuli haga sér svona,“ skrifar Snæ­björn Brynjars­son um mál­ið, en hann gagn­rýnir einnig núver­andi stað­setn­ingu versl­unar ÁTVR í Hafn­ar­firði. Vín­búðin í Hafn­ar­firði flutti úr Firði í Hafn­ar­firði og yfir í Hellu­hraun, sem kalla má ansi bílmið­aðan kjarna í Hafn­ar­firð­in­um, árið 2014.

„Ef ÁTVR væri inni í firð­inum í Hafn­ar­firði þá myndi það hafa keðju­verk­andi áhrif á annan rekstur þar í kring og auka flæði fólks um gamla bæinn og ýta undir fjöl­breytt­ari sam­göngu­máta,“ skrifar Snæ­björn.

Frið­jón Frið­jóns­son, vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er einn þeirra sem sér Grand­ann helst fyrir sér út frá útboðs­skil­yrð­unum sem fjallað hefur verið um og hann seg­ist vona, sem tals­maður þess að sala á áfengi fær­ist á hendur ann­arra en rík­is­ins, að „ÁTVR standi fast á kröf­unni um 20 sér­merkt stæði sem er ómögu­legt að upp­fylla.“

„Það eru meiri líkur á því að við fáum frelsi ef þing­heimur og Stjórn­ar­ráðs­staff getur ekki rölt og kippt einni vín­flösku með áður en heim er hald­ið,“ skrifar Frið­jón.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent