Vínbúðin gagnrýnd fyrir að leita sér að bílvænni stað í miðborginni

Fréttir af því að ÁTVR kanni möguleikann á að finna nýjan stað undir Vínbúð í miðborg Reykjavíkur hafa fallið í grýttan jarðveg hjá ýmsum. Ríkisfyrirtækið hefur áður sætt gagnrýni fyrir að reka stefnu sem miði að því að fólk komi keyrandi að kaupa vín.

ÁTVR leitar nú að nýju plássi undir Vínbúð í miðborg Reykjavíkur.
ÁTVR leitar nú að nýju plássi undir Vínbúð í miðborg Reykjavíkur.
Auglýsing

Fregnir bár­ust af því í gær að ÁTVR leit­aði eftir nýju versl­un­ar­plássi undir nýja verslun í mið­borg Reykja­víkur og sæi fyrir sér að hætta mögu­lega rekstri Vín­búð­ar­innar í Aust­ur­stræti. Fyr­ir­ætl­anir fyr­ir­tæk­is­ins, og skil­yrði þess um næg bíla­stæði fyrir við­skipta­vini, hafa fengið blendin við­brögð á sam­fé­lags­miðl­um.

Í útboðs­lýs­ingu Rík­is­kaupa fyrir hönd ÁTVR, sem birt var þann 21. októ­ber, segir að óskað sé eftir að taka á leigu 400-600 fer­metra hús­næði undir Vín­búð, á svæði sem afmarkast af Snorra­braut, Hverf­is­götu, Tryggva­götu, Geirs­götu „og til sjávar í norð­ur.“

Við­skipta­blaðið sagði fyrst frá mál­inu og hafði eftir Sig­rúnu Ósk Sig­urð­ar­dóttur aðstoð­ar­for­stjóra ÁTVR að end­an­leg ákvörðun hefði ekki verið tekin um til­færslu.

„Aust­ur­stræt­is­búðin er óhent­ug. Hún er á tveimur hæð­um, við erum með lag­er­inn niðri, og svo er bara mjög erfitt um flutn­inga til og frá búð­inn­i,“ hafði blaðið eftir Sig­rúnu.

Næg bíla­stæði á meðal skil­yrða

Sam­kvæmt útboðs­lýs­ing­unni, sem fjallað er um í frétt Við­skipta­blaðs­ins, segir að skil­yrði ÁTVR séu þau að hús­næðið sé á vel skil­greindu versl­un­ar­svæði, liggi vel við almenn­ings­sam­göng­um, umferð að og frá því sé greið, það sé á jarð­hæð, bjóði upp á að vöru­hurð opn­ist beint á bak- eða hlið­ar­svæði, hafi góða aðkomu og næg bíla­stæði fyrir við­skipta­vini og starfs­fólk, helst um tutt­ugu slík sem megi sér­merkja Vín­búð­inni, gott aðgengi fyrir hreyfi­haml­aða og góða aðkomu fyrir flutn­inga­bíla, auk ann­ars.

Þessi skil­yrði hafa sem áður segir fallið í grýttan jarð­veg hjá sum­um, en rík­is­fyr­ir­tækið hefur áður hlotið gagn­rýni fyrir að stað­setja versl­anir sínar á stöðum þar sem lang­flestir við­skipta­vinir koma á sínum einka­bíl.

Auglýsing

Umræða um hið sama átti sér sömu­leiðis stað þegar Vín­búð­inni í Borg­ar­túni var lokað fyrr á árinu og þá hafa fleiri ákvarð­anir ÁTVR um opnun og lokun versl­ana sætt gagn­rýni á umliðnum árum, til dæmis stað­setn­ing nýrrar versl­unar fyr­ir­tæk­is­ins í Kaup­túni í Garða­bæ, en áður var ÁTVR með útibú á Garða­torgi. Bæj­ar­yf­ir­völd í Garðabæ furð­uðu sig á því að ÁTVR vildi ekki opna verslun mið­svæðis í bæn­um.

Gísli Mart­einn Bald­urs­son, sjón­varps­maður og fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi, segir að ÁTVR sé með „hrika­lega fjand­sam­lega stefnu“ gagn­vart fólki sem ekki sé á bíl. „Al­gjör­lega óþol­andi og gam­al­dags,“ skrifar Gísli Mart­einn í umræðum sem spunn­ist hafa um málið á Twitt­er.

Nokkuð margir láta sig málið varða – og í umræð­unum hefur því verið velt upp hvort ein­hver stað­setn­ing í grennd við núver­andi Vín­búð í Aust­ur­stræti geti mætt þeim þeim kröfum sem nefndar eru í útboðs­lýs­ing­unni.

Hafn­ar­torg hefur borið á góma, en þar er reyndar ólík­legt að tutt­ugu bíla­stæði fáist sér­merkt ÁTVR þrátt fyrir að bíla­stæðin undir versl­un­ar­kjarn­anum skipti hund­ruð­um. Til­færsla Vín­búð­ar­innar út í bílmið­að­ann stór­versl­ana­kjarn­ann á Granda virð­ist sumum senni­leg­asta nið­ur­stað­an.

„Ef ÁTVR færir sig af Aust­ur­stræti út á Granda þá fer ég að halda að fyr­ir­tæk­inu sé í nöp við okkur sem hjólum og göngum í búð­ir. Sorg­legt að fyr­ir­tæki í opin­berri eigu skuli haga sér svona,“ skrifar Snæ­björn Brynjars­son um mál­ið, en hann gagn­rýnir einnig núver­andi stað­setn­ingu versl­unar ÁTVR í Hafn­ar­firði. Vín­búðin í Hafn­ar­firði flutti úr Firði í Hafn­ar­firði og yfir í Hellu­hraun, sem kalla má ansi bílmið­aðan kjarna í Hafn­ar­firð­in­um, árið 2014.

„Ef ÁTVR væri inni í firð­inum í Hafn­ar­firði þá myndi það hafa keðju­verk­andi áhrif á annan rekstur þar í kring og auka flæði fólks um gamla bæinn og ýta undir fjöl­breytt­ari sam­göngu­máta,“ skrifar Snæ­björn.

Frið­jón Frið­jóns­son, vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er einn þeirra sem sér Grand­ann helst fyrir sér út frá útboðs­skil­yrð­unum sem fjallað hefur verið um og hann seg­ist vona, sem tals­maður þess að sala á áfengi fær­ist á hendur ann­arra en rík­is­ins, að „ÁTVR standi fast á kröf­unni um 20 sér­merkt stæði sem er ómögu­legt að upp­fylla.“

„Það eru meiri líkur á því að við fáum frelsi ef þing­heimur og Stjórn­ar­ráðs­staff getur ekki rölt og kippt einni vín­flösku með áður en heim er hald­ið,“ skrifar Frið­jón.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent