Vínbúðin stefnir á Fiskislóð

ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.

Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Auglýsing

ÁTVR horfir til þess að opna nýja Vín­búð að Fiski­slóð 10 á Granda. Þetta kemur fram á vef Frétta­blaðs­ins í dag, en þar er haft eftir Sig­rúnu Ósk Sig­urð­ar­dóttur aðstoð­ar­for­stjóra ÁTVR að hús­næðið á Fiski­slóð hafi verið það eina sem stóðst þær kröfur sem settar voru fram af hálfu rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins.

Greint var frá því undir lok októ­ber­mán­aðar að ÁTVR leit­aði eftir nýju versl­un­­ar­­plássi undir nýja verslun í mið­­borg Reykja­víkur og sæi fyrir sér að hætta mög­u­­lega rekstri Vín­­­búð­­ar­innar í Aust­­ur­­stræti. Fyr­ir­ætl­­­anir fyr­ir­tæk­is­ins, og skil­yrði þess um næg bíla­­stæði fyrir við­­skipta­vini, vöktu blendin við­brögð.

Var það ekki í fyrsta sinn sem ÁTVR fékk á sig gagn­rýni fyrir að færa versl­anir sínar á staði þar sem hand­hæg­ara er að koma á eigin bíl en gang­andi eða hjólandi. Verslun ÁTVR í Aust­ur­stræti er senni­lega sú eina á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem fleiri við­skipta­vinir koma gang­andi en á bíln­um.

Krafa um nóg af bíla­stæðum

Sam­­kvæmt útboðs­lýs­ing­unni sem sett var fram voru skil­yrði ÁTVR þau að hús­næðið væri á vel skil­­greindu versl­un­­ar­­svæði, lægi við almenn­ings­­sam­­göng­um, umferð að og frá því væri greið, það væri á jarð­hæð, byði upp á að vöru­hurð opn­að­ist beint á bak- eða hlið­­ar­­svæði, hefði góða aðkomu og næg bíla­­stæði fyrir við­­skipta­vini og starfs­­fólk, helst um tutt­ugu slík sem mætti sér­­­merkja Vín­­­búð­inni, gott aðgengi fyrir hreyf­i­haml­aða og góða aðkomu fyrir flutn­inga­bíla, auk ann­­ars.

Auglýsing

Fyrr í þessum mán­uði var greint frá því að fjögur hús­næði hefðu verið boðin fram í útboð­inu, en auk hús­næð­is­ins við Fiski­slóð sem áður hýsti útibú Íslands­banka voru það Hall­gerð­ar­gata 19-23 í Laug­ar­nesi, Hring­braut 119-121 og Hall­veig­ar­stígur 1. Hús­næðið við Fiski­slóð var það eina sem upp­fyllti kröfur ÁTVR.

Ekki búið að taka ákvörðun um lokun Aust­ur­strætis

Í frétt Frétta­blaðs­ins er haft eftir Sig­rúnu Ósk að Rík­is­kaupum hafi verið falið að hafa sam­band við bjóð­endur og kynna nið­ur­stöð­una. Næsta skref sé svo að fara í við­ræður við eig­endur hús­næð­is­ins að Fiski­slóð 10 og sjá hvort samn­ingar náist.

„Það verður ekki fyrr en nið­ur­staða liggur fyrir úr þeim við­ræðum að ákvörðun verður tekin um opnun nýrrar Vín­búðar og þá hugs­an­lega lokun á Vín­búð­inni í Aust­ur­stræt­i,“ er haft eftir Sig­rúnu á vef Frétta­blaðs­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent