Vínbúðin stefnir á Fiskislóð

ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.

Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Auglýsing

ÁTVR horfir til þess að opna nýja Vín­búð að Fiski­slóð 10 á Granda. Þetta kemur fram á vef Frétta­blaðs­ins í dag, en þar er haft eftir Sig­rúnu Ósk Sig­urð­ar­dóttur aðstoð­ar­for­stjóra ÁTVR að hús­næðið á Fiski­slóð hafi verið það eina sem stóðst þær kröfur sem settar voru fram af hálfu rík­is­fyr­ir­tæk­is­ins.

Greint var frá því undir lok októ­ber­mán­aðar að ÁTVR leit­aði eftir nýju versl­un­­ar­­plássi undir nýja verslun í mið­­borg Reykja­víkur og sæi fyrir sér að hætta mög­u­­lega rekstri Vín­­­búð­­ar­innar í Aust­­ur­­stræti. Fyr­ir­ætl­­­anir fyr­ir­tæk­is­ins, og skil­yrði þess um næg bíla­­stæði fyrir við­­skipta­vini, vöktu blendin við­brögð.

Var það ekki í fyrsta sinn sem ÁTVR fékk á sig gagn­rýni fyrir að færa versl­anir sínar á staði þar sem hand­hæg­ara er að koma á eigin bíl en gang­andi eða hjólandi. Verslun ÁTVR í Aust­ur­stræti er senni­lega sú eina á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem fleiri við­skipta­vinir koma gang­andi en á bíln­um.

Krafa um nóg af bíla­stæðum

Sam­­kvæmt útboðs­lýs­ing­unni sem sett var fram voru skil­yrði ÁTVR þau að hús­næðið væri á vel skil­­greindu versl­un­­ar­­svæði, lægi við almenn­ings­­sam­­göng­um, umferð að og frá því væri greið, það væri á jarð­hæð, byði upp á að vöru­hurð opn­að­ist beint á bak- eða hlið­­ar­­svæði, hefði góða aðkomu og næg bíla­­stæði fyrir við­­skipta­vini og starfs­­fólk, helst um tutt­ugu slík sem mætti sér­­­merkja Vín­­­búð­inni, gott aðgengi fyrir hreyf­i­haml­aða og góða aðkomu fyrir flutn­inga­bíla, auk ann­­ars.

Auglýsing

Fyrr í þessum mán­uði var greint frá því að fjögur hús­næði hefðu verið boðin fram í útboð­inu, en auk hús­næð­is­ins við Fiski­slóð sem áður hýsti útibú Íslands­banka voru það Hall­gerð­ar­gata 19-23 í Laug­ar­nesi, Hring­braut 119-121 og Hall­veig­ar­stígur 1. Hús­næðið við Fiski­slóð var það eina sem upp­fyllti kröfur ÁTVR.

Ekki búið að taka ákvörðun um lokun Aust­ur­strætis

Í frétt Frétta­blaðs­ins er haft eftir Sig­rúnu Ósk að Rík­is­kaupum hafi verið falið að hafa sam­band við bjóð­endur og kynna nið­ur­stöð­una. Næsta skref sé svo að fara í við­ræður við eig­endur hús­næð­is­ins að Fiski­slóð 10 og sjá hvort samn­ingar náist.

„Það verður ekki fyrr en nið­ur­staða liggur fyrir úr þeim við­ræðum að ákvörðun verður tekin um opnun nýrrar Vín­búðar og þá hugs­an­lega lokun á Vín­búð­inni í Aust­ur­stræt­i,“ er haft eftir Sig­rúnu á vef Frétta­blaðs­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent