ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum

Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.

Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
Auglýsing

Nýsköp­un­ar­ráð Evr­ópu­sam­bands­ins (EIC) hyggst fjár­festa beint í sprota­fyr­ir­tækjum í álf­unni fyrir allt að 2,2 millj­örðum króna í gegnum nýsköp­un­ar­hrað­al­inn EIC Accel­er­ator sem var kynntur í vik­unni. For­maður ráðs­ins segir hrað­al­inn gera sam­band­inu kleift að taka áhættur sem einka­fjár­festar treysta sér ekki til þess að taka og hagn­ast á fjár­fest­ingum sínum þegar vel geng­ur.

Meiri áhætta, en mögu­leiki á arð­greiðslur

Margrethe Vest­a­ger, sem fer fyrir staf­rænni veg­ferð Evr­ópu­sam­bands­ins, kynnti hrað­al­inn á mið­viku­dag­inn, ásamt Mariya Gabriel, nýsköp­un­ar­ráð­herra sam­bands­ins. Sam­kvæmt frétt Polit­ico um málið felur þessi kynn­ing í sér stefnu­breyt­ingu á fjár­mögnun ESB til tækni­fyr­ir­tækja, en hingað til hefur hún ein­ungis falið í sér styrk­veit­ingar til einka­fjár­festa.

Með beinni fjár­fest­ingu í tækni­fyr­ir­tækj­unum er sam­bandið hins vegar að taka meiri áhættu, en gæti hins vegar fengið að njóta góðs af mögu­legum arð­greiðslum fyr­ir­tækj­anna. Sam­kvæmt ESB munu arð­greiðsl­urnar renna beint í nýsköp­un­ar­sjóð sam­bands­ins, sem nemur nú 10,1 millj­örðum evra, eða um 1.500 millj­örðum íslenskra króna.

Auglýsing

Einka­fjár­festar taka svo við kefl­inu

For­maður EIC, Jean-Da­vid Malo, sagði í við­tali við Polit­ico að Evr­ópu­sam­bandið væri með þessu að taka áhættur sem eng­inn annar væri að taka. Sam­kvæmt honum er meg­in­mark­mið hrað­als­ins að fylgja nýjum tækni­fyr­ir­tækjum í stækk­un­arfasa sínum þangað til að tækni þeirra er orðin reynd­ari og einka­fjár­festar eru til­búnir að taka við.

Sam­kvæmt vef­síðu nýsköp­un­ar­hrað­als­ins geta evr­ópsk sprota­fyr­ir­tæki, auk lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja, sótt um að taka þátt í hann. Þau fyr­ir­tæki sem kom­ast í gegnum hrað­al­inn fá svo beina hluta­fjárinn­spýt­ingu frá Evr­ópu­sam­band­inu að and­virði 0,5 til 15 millj­óna Evra, en það jafn­gildir 73 til 2.200 millj­ónum króna. Sam­bandið mun svo leggja áherslu á að stækka fyr­ir­tækið og reyna að fá fleiri fjár­festa að borð­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent