Breytilegir óverðtryggðir vextir upp í 4,15 prósent hjá Íslandsbanka

Allir stóru bankarnir þrír hafa nú tilkynnt um vaxtabreytingar eftir síðustu vaxtahækkun Seðlabankans. Íslandsbanki var síðastur til að tilkynna breytingar og hækkar breytilega vexti minna en bæði Landsbankinn og Arion banki gerðu í vikunni.

Íslandsbanki var síðastur stóru bankanna þriggja til að tilkynna um vaxtabreytingar.
Íslandsbanki var síðastur stóru bankanna þriggja til að tilkynna um vaxtabreytingar.
Auglýsing

Íslands­banki til­kynnti í dag breyt­ingar á vöxtum bank­ans í kjöl­far vaxta­á­kvörð­unar Seðla­bank­ans. Allir stóru við­skipta­bank­arnir þrír hafa nú til­kynnt um vaxta­breyt­ingar í kjöl­far 0,5 pró­sentu­stiga hækk­unar á meg­in­vöxtum Seðla­bank­ans.

Breyti­legir vextir óverð­tryggðra hús­næð­is­lána hjá Íslands­banka hækka um 0,20 pró­sentu­stig og verða þegar þessar breyt­ingar hafa tekið gildi 4,15 pró­sent. Fastir vextir óverð­tryggðra hús­næð­is­lána til 3 ára hækka einnig um 0,20 pró­sentu­stig, en fastir vextir slíkra lána til 5 ára hald­ast óbreyttir í 5,5 pró­sent­um.

Minni hækkun breyti­legra vaxta hjá Íslands­banka

­Arion banki og Lands­bank­inn til­kynntu um vaxta­hækk­anir fyrr í vik­unni. Bank­arnir tveir hækk­uðu breyti­lega vexti óverð­tryggðra hús­næð­is­lána meira en Íslands­banki gerir nú, eða um 0,4 og 0,35 pró­sentu­stig.

Þessir vextir hjá Arion banka verða 4,29 pró­sent og hjá Lands­bank­anum 4,20 pró­sent, en verða sem áður segir 4,15 pró­sent hjá Íslands­banka, sem var síð­astur stóru bank­anna til að kynna vaxta­breyt­ingar sín­ar.

Íslands­banki til­kynnir einnig í dag að fastir vextir verð­tryggðra hús­næð­is­lána með vaxta­end­ur­skoðun komi til með að lækka um 0,45 pró­sentu­stig um mán­aða­mót­in.

Hækkar útgjöld heim­ila strax

Ljóst er að þessi hækkun á vöxtum stóru bank­anna mun bíta í buddu lands­­­manna. Stóru bank­­­arnir þrír hafa sópað til sín íbúða­lánum frá síð­­­asta vori sam­hliða því að hús­næð­is­verð hefur hækkað skarpt og upp­­­hæðir lána sam­hliða hækkað mik­ið. Hlut­­­deild banka í útistand­andi íbúða­lánum er nú um 70 pró­­­sent en var 55 pró­­­sent í byrjun árs 2020.

Auglýsing

Á sama tíma og þessi þróun hefur átt sér stað hefur orðið eðl­is­breyt­ing á lán­­­tökum lands­­­manna við það að hlut­­­fall óverð­­­tryggðra lána af öllum íbúða­lánum hefur hækkað gríð­­­ar­­­lega. Það var 27,5 pró­­­sent í byrjun árs 2020 en er nú komið yfir 50 pró­­­sent.

Hagn­aður stóru bank­anna þriggja: Lands­­­bank­ans, Íslands­­­­­banka og Arion banka var 60 millj­­­arðar króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Það er meiri hagn­aður en þeir hafa skilað innan heils árs frá 2015. Hagn­að­­­ur­inn er drif­inn áfram af vaxta­­­tekj­um, aðal­­­­­lega vegna íbúða­lána, og hærri þókn­ana­­­tekj­­­um. Vaxta­munur stóru bank­anna, sem er umtals­vert hærri en í sam­an­­­burð­­­ar­lönd­um, hefur hald­ist til­­­­­tölu­­­lega stöð­ugur þrátt fyrir að banka­skattur hafi verið lækk­­­aður umtals­vert.

Líf­eyr­is­­­sjóð­irnir með bestu kjörin

Sem stendur bjóða líf­eyr­is­­­sjóðir upp á hag­­­stæð­­­ustu óverð­­­tryggðu íbúða­lán­in. Það gæti þó breyst í nán­­­ustu fram­­­tíð þegar næstu ákvarð­­­anir um vaxta­töflu lána þeirra verða tekn­­­ar.

Gildi, þriðji stærsti líf­eyr­is­­­­­sjóður lands­ins, býður bestu óverð­­­­­tryggðu kjörin sem stend­­­­­ur, 3,45 pró­­­­­sent vexti, og Brú líf­eyr­is­­­­­sjóður býður upp á 3,8 pró­­­­­sent vext­i.

Líf­eyr­is­­­­­sjóður verzl­un­­ar­­manna, næst stærsti líf­eyr­is­­­­­sjóður lands­ins, ákvað í síð­­­­asta mán­uði að stofna nýjan lána­­­­­flokk sjóðs­­­­­fé­laga­lána og lánar nú óverð­­­­­tryggð lán til íbúð­­­­­ar­­­­­kaupa með breyt­i­­­­­legum vöxt­­­­­um. Vextir hans eru nú 3,85 pró­­­sent.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent