Stærsti bankinn ríður á vaðið og hækkar vexti á íbúðalánum í kjölfar stýrivaxtahækkunar

Stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósent í síðustu viku. Fyrir liggur að íbúðalánaveitendur munu hækka óverðtryggðra vexti sína í kjölfarið. Sá fyrsti, Landsbankinn, gerði slíkt í dag. Um helmingur allra íbúðalána er nú óverðtryggður.

Höfuðstöðvar Landsbankans.
Höfuðstöðvar Landsbankans.
Auglýsing

Lands­bank­inn hefur fyrstur stóru bank­anna þriggja brugð­ist við stýri­vaxta­hækkun Seðla­banka Íslands í síð­ustu viku og hækkað íbúða­lána­vexti sína. Seðla­bank­inn ákvað að hækka stýri­vexti um 0,5 pró­sentu­stig upp í tvö pró­sent, en þeir vextir hafa nú hækkað um 1,25 pró­sentu­stig  úr 0,75 pró­sentum í maí. 

Við­búið er að allir lán­veit­endur á íbúða­lána­mark­aði hækki óverð­tryggða vexti sína vegna þessa og í dag til­kynnti Lands­bank­inn, stærsti banki lands­ins sem er að nær öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, að breyti­legir vextir á óverð­tryggðum íbúða­lánum Lands­bank­ans myndu hækka um 0,35 pró­sentu­stig. Þeir verða eftir breyt­ing­una 4,20 pró­sent. 

Auglýsing
Fastir vextir á óverð­tryggðum íbúða­lánum bank­ans til þriggja ára hækka um 0,30 pró­sentu­stig og um 0,25 pró­sentu­stig á óverð­tryggðum íbúða­lánum til fimm ára. Lægstu fastir vextir á óverð­tryggðum íbúða­lánum verða eftir breyt­ing­una 4,65 pró­sent.

Vextir á verð­tryggðum íbúða­lán­um, bæði breyti­legir og fast­ir, verða óbreytt­ir.

Mun bíta í buddu margra lands­manna

Ljóst er að hækkun á vöxtum Lands­bank­ans, og hinna stóru bank­anna sem munu án efa fylgja í kjöl­farið á næstu dög­um, mun bíta í buddu lands­manna. Stóru bank­arnir þrír hafa sópað til sín íbúða­lánum frá síð­asta vori sam­hliða því að hús­næð­is­verð hefur hækkað skarpt og upp­hæðir lána sam­hliða hækkað mik­ið. Hlut­deild banka í útistand­andi íbúða­lánum er nú um 70 pró­sent en var 55 pró­sent í byrjun árs 2020. 

Á sama tíma og þessi þróun hefur átt sér stað hefur orðið eðl­is­breyt­ing á lán­tökum lands­manna við það að hlut­fall óverð­tryggðra lána af öllum íbúða­lánum hefur hækkað gríð­ar­lega. Það var 27,5 pró­sent í byrjun árs 2020 en er nú komið yfir 50 pró­sent.

Hagn­aður stóru bank­anna þriggja: Lands­bank­ans, Íslands­banka og Arion banka var 60 millj­arðar króna á fyrstu níu mán­uðum árs­ins. Það er meiri hagn­aður en þeir hafa skilað innan heils árs frá 2015. Hagn­að­ur­inn er drif­inn áfram af vaxta­tekj­um, aðal­lega vegna íbúða­lána, og hærri þókn­ana­tekj­um. Vaxta­munur stóru bank­anna, sem er umtals­vert hærri en í sam­an­burð­ar­lönd­um, hefur hald­ist til­tölu­lega stöð­ugur þrátt fyrir að banka­skattur hafi verið lækk­aður umtals­vert.

Líf­eyr­is­sjóð­irnir með bestu kjörin

Sem stendur bjóða líf­eyr­is­sjóðir upp á hag­stæð­ustu óverð­tryggðu íbúða­lán­in. Það gæti þó breyst í nán­ustu fram­tíð þegar næstu ákvarð­anir um vaxta­töflu lána þeirra verða tekn­ar. 

Gildi, þriðji stærsti líf­eyr­is­­­sjóður lands­ins, býður bestu óverð­­­tryggðu kjörin sem stend­­­ur, 3,45 pró­­­sent vexti, og Brú líf­eyr­is­­­sjóður býður upp á 3,8 pró­­­sent vext­i. 

Líf­eyr­is­­­sjóður verzl­un­ar­manna, næst stærsti líf­eyr­is­­­sjóður lands­ins, ákvað í síð­­asta mán­uði að stofna nýjan lána­­­flokk sjóðs­­­fé­laga­lána og lánar nú óverð­­­tryggð lán til íbúð­­­ar­­­kaupa með breyt­i­­­legum vöxt­­­um. Vextir hans eru nú 3,85 pró­sent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent