Vilhjálmur prins fær á baukinn – „Líttu í eigin barm“

Forréttindapési sem býr í höll og á þrjú börn ætti ekki að kenna fólksfjölgun í Afríku um hnignun vistkerfa í álfunni, segja þeir sem gagnrýna Vilhjálm prins fyrir ummæli sem hann lét falla.

Vilhjálmur Bretaprins á Tusk-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi.
Vilhjálmur Bretaprins á Tusk-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi.
Auglýsing

Vil­hjálmur Breta­prins er harð­lega gagn­rýndur fyrir ummæli sem hann lét falla er Tusk-verð­laun­in, sem veitt eru fólki sem berst fyrir nátt­úru­vernd, voru afhent í gær­kvöldi. Í ræðu sinni á hátíð­inni sagði hann fólks­fjölgun stefna nátt­úru Afr­íku í hættu.

„Líttu í eigin bar­m,“ er meðal þess sem gagn­rýnendur hans benda honum á að gera.

Vil­hjálmur sagði að fólks­fjölgun væri að setja auk­inn þrýst­ing á víð­erni og búsvæði villtra dýra í Afr­íku. Sagði hann þetta skapa „miklar áskor­an­ir“ fyrir nátt­úru­vernd­ar­sinna“ en sagði vand­ann þó ekki bund­inn við Afr­íku.

Auglýsing

„En það er bráð­nauð­syn­legt að nátt­úran sé vernduð ekki aðeins vegna þess sem hún gefur hag­kerfum okk­ar, atvinnu og til lífs­við­ur­væris heldur fyrir fram­tíðar heilsu og vel­ferð mann­kyns,“ sagði prins­inn.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Vil­hjálmur lætur ummæli í þessa veru falla. Árið 2017 sagði hann einnig að hröð fólks­fjölgun í Afr­íku væri að auka þrýst­ing á villt dýra­líf „gríð­ar­lega“. Þegar Vil­hjálmur sagði þetta átti hann von á sínu þriðja barni og var ítrekað bent á þá stað­reynd í kjöl­far­ið.

Fólks­fjölgun er hröð í Afr­íku og er því spáð að mann­fjöld­inn í álf­unni tvö­fald­ist á næstu þrjá­tíu árum og verði orð­inn 2,5 millj­arðar árið 2050.

Vil­hjálmur fékk ekki aðeins nei­kvæðar athuga­semdir um nýj­ustu ummæli sín um fólks­fjölg­un­ina í álf­unni því ein­hverjir horfðu fram hjá því og þökk­uðu honum fyrir að standa með nátt­úr­unni á tímum fólks­fjölg­unar á heims­vísu.

Aðrir bentu á að þótt fólks­fjölg­unin í álf­unni væri vissu­lega mikil væru færri mann­eskjur á hvern fer­kíló­metra heldur en í bæði Asíu og Evr­ópu. Þá var það einnig rifjað upp fyrir breska prins­inum að evr­ópskir veiði­menn í upp­hafi tutt­ug­ustu aldar hafi valdið lang­mestum skaða á dýra­lífi Afr­íku. Að kenna Afr­íku­búum um hnignun nátt­úr­unnar væri stór­kost­legur mis­skiln­ingur á mann­kyns­sög­unni. „Hann ætti að eyða tíma sínum í að lesa góðar sögu­bæk­ur,“ benti einn Twitt­er-not­andi á og sagði prins­inum að hugsa um sína eigin stóru fjöl­skyldu sem hefði dreift sér um allan heim.

Bresku góð­gerð­ar­sam­tökin Population Matt­ers (Fólks­fjöldi skiptir máli) fögn­uðu því hins vegar að Vil­hjálmur beindi sjónum fólks að fólks­fjölgun og hnignun vist­kerfa. Þau hvöttu sam­tímis Breta til að eign­ast færri börn. „Prins­inn dregur rétti­lega athygli að fjölgun mann­kyns sem lyk­il­þáttar í tapi á villtri nátt­úru á heims­vísu en þetta er stærra sam­heng­i,“ sagði Robin Mayn­ard, for­maður sam­tak­anna, við breska blaðið The Times. „Mikil neysla í efna­miklum og þró­uðum ríkjum á borð við Bret­land er einnig að valda eyð­ingu vist­kerfa. Skógar eru ruddir til rækt­unar fyrir breskan og evr­ópskan búfén­að.“

Hann bendir enn fremur á að nær hvergi í heim­inum sé minna eftir af villtri nátt­úru en einmitt í Bret­landi. „Það áhrifa­mesta sem við getum gert er að draga úr neyslu okkar og velja að eign­ast minni fjöl­skyldu – val sem hund­ruð millj­ónir kvenna í heim­inum hafa ekki.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent