Vilhjálmur prins fær á baukinn – „Líttu í eigin barm“

Forréttindapési sem býr í höll og á þrjú börn ætti ekki að kenna fólksfjölgun í Afríku um hnignun vistkerfa í álfunni, segja þeir sem gagnrýna Vilhjálm prins fyrir ummæli sem hann lét falla.

Vilhjálmur Bretaprins á Tusk-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi.
Vilhjálmur Bretaprins á Tusk-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi.
Auglýsing

Vil­hjálmur Breta­prins er harð­lega gagn­rýndur fyrir ummæli sem hann lét falla er Tusk-verð­laun­in, sem veitt eru fólki sem berst fyrir nátt­úru­vernd, voru afhent í gær­kvöldi. Í ræðu sinni á hátíð­inni sagði hann fólks­fjölgun stefna nátt­úru Afr­íku í hættu.

„Líttu í eigin bar­m,“ er meðal þess sem gagn­rýnendur hans benda honum á að gera.

Vil­hjálmur sagði að fólks­fjölgun væri að setja auk­inn þrýst­ing á víð­erni og búsvæði villtra dýra í Afr­íku. Sagði hann þetta skapa „miklar áskor­an­ir“ fyrir nátt­úru­vernd­ar­sinna“ en sagði vand­ann þó ekki bund­inn við Afr­íku.

Auglýsing

„En það er bráð­nauð­syn­legt að nátt­úran sé vernduð ekki aðeins vegna þess sem hún gefur hag­kerfum okk­ar, atvinnu og til lífs­við­ur­væris heldur fyrir fram­tíðar heilsu og vel­ferð mann­kyns,“ sagði prins­inn.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Vil­hjálmur lætur ummæli í þessa veru falla. Árið 2017 sagði hann einnig að hröð fólks­fjölgun í Afr­íku væri að auka þrýst­ing á villt dýra­líf „gríð­ar­lega“. Þegar Vil­hjálmur sagði þetta átti hann von á sínu þriðja barni og var ítrekað bent á þá stað­reynd í kjöl­far­ið.

Fólks­fjölgun er hröð í Afr­íku og er því spáð að mann­fjöld­inn í álf­unni tvö­fald­ist á næstu þrjá­tíu árum og verði orð­inn 2,5 millj­arðar árið 2050.

Vil­hjálmur fékk ekki aðeins nei­kvæðar athuga­semdir um nýj­ustu ummæli sín um fólks­fjölg­un­ina í álf­unni því ein­hverjir horfðu fram hjá því og þökk­uðu honum fyrir að standa með nátt­úr­unni á tímum fólks­fjölg­unar á heims­vísu.

Aðrir bentu á að þótt fólks­fjölg­unin í álf­unni væri vissu­lega mikil væru færri mann­eskjur á hvern fer­kíló­metra heldur en í bæði Asíu og Evr­ópu. Þá var það einnig rifjað upp fyrir breska prins­inum að evr­ópskir veiði­menn í upp­hafi tutt­ug­ustu aldar hafi valdið lang­mestum skaða á dýra­lífi Afr­íku. Að kenna Afr­íku­búum um hnignun nátt­úr­unnar væri stór­kost­legur mis­skiln­ingur á mann­kyns­sög­unni. „Hann ætti að eyða tíma sínum í að lesa góðar sögu­bæk­ur,“ benti einn Twitt­er-not­andi á og sagði prins­inum að hugsa um sína eigin stóru fjöl­skyldu sem hefði dreift sér um allan heim.

Bresku góð­gerð­ar­sam­tökin Population Matt­ers (Fólks­fjöldi skiptir máli) fögn­uðu því hins vegar að Vil­hjálmur beindi sjónum fólks að fólks­fjölgun og hnignun vist­kerfa. Þau hvöttu sam­tímis Breta til að eign­ast færri börn. „Prins­inn dregur rétti­lega athygli að fjölgun mann­kyns sem lyk­il­þáttar í tapi á villtri nátt­úru á heims­vísu en þetta er stærra sam­heng­i,“ sagði Robin Mayn­ard, for­maður sam­tak­anna, við breska blaðið The Times. „Mikil neysla í efna­miklum og þró­uðum ríkjum á borð við Bret­land er einnig að valda eyð­ingu vist­kerfa. Skógar eru ruddir til rækt­unar fyrir breskan og evr­ópskan búfén­að.“

Hann bendir enn fremur á að nær hvergi í heim­inum sé minna eftir af villtri nátt­úru en einmitt í Bret­landi. „Það áhrifa­mesta sem við getum gert er að draga úr neyslu okkar og velja að eign­ast minni fjöl­skyldu – val sem hund­ruð millj­ónir kvenna í heim­inum hafa ekki.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent