Vilhjálmur prins fær á baukinn – „Líttu í eigin barm“

Forréttindapési sem býr í höll og á þrjú börn ætti ekki að kenna fólksfjölgun í Afríku um hnignun vistkerfa í álfunni, segja þeir sem gagnrýna Vilhjálm prins fyrir ummæli sem hann lét falla.

Vilhjálmur Bretaprins á Tusk-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi.
Vilhjálmur Bretaprins á Tusk-verðlaunahátíðinni í gærkvöldi.
Auglýsing

Vil­hjálmur Breta­prins er harð­lega gagn­rýndur fyrir ummæli sem hann lét falla er Tusk-verð­laun­in, sem veitt eru fólki sem berst fyrir nátt­úru­vernd, voru afhent í gær­kvöldi. Í ræðu sinni á hátíð­inni sagði hann fólks­fjölgun stefna nátt­úru Afr­íku í hættu.

„Líttu í eigin bar­m,“ er meðal þess sem gagn­rýnendur hans benda honum á að gera.

Vil­hjálmur sagði að fólks­fjölgun væri að setja auk­inn þrýst­ing á víð­erni og búsvæði villtra dýra í Afr­íku. Sagði hann þetta skapa „miklar áskor­an­ir“ fyrir nátt­úru­vernd­ar­sinna“ en sagði vand­ann þó ekki bund­inn við Afr­íku.

Auglýsing

„En það er bráð­nauð­syn­legt að nátt­úran sé vernduð ekki aðeins vegna þess sem hún gefur hag­kerfum okk­ar, atvinnu og til lífs­við­ur­væris heldur fyrir fram­tíðar heilsu og vel­ferð mann­kyns,“ sagði prins­inn.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Vil­hjálmur lætur ummæli í þessa veru falla. Árið 2017 sagði hann einnig að hröð fólks­fjölgun í Afr­íku væri að auka þrýst­ing á villt dýra­líf „gríð­ar­lega“. Þegar Vil­hjálmur sagði þetta átti hann von á sínu þriðja barni og var ítrekað bent á þá stað­reynd í kjöl­far­ið.

Fólks­fjölgun er hröð í Afr­íku og er því spáð að mann­fjöld­inn í álf­unni tvö­fald­ist á næstu þrjá­tíu árum og verði orð­inn 2,5 millj­arðar árið 2050.

Vil­hjálmur fékk ekki aðeins nei­kvæðar athuga­semdir um nýj­ustu ummæli sín um fólks­fjölg­un­ina í álf­unni því ein­hverjir horfðu fram hjá því og þökk­uðu honum fyrir að standa með nátt­úr­unni á tímum fólks­fjölg­unar á heims­vísu.

Aðrir bentu á að þótt fólks­fjölg­unin í álf­unni væri vissu­lega mikil væru færri mann­eskjur á hvern fer­kíló­metra heldur en í bæði Asíu og Evr­ópu. Þá var það einnig rifjað upp fyrir breska prins­inum að evr­ópskir veiði­menn í upp­hafi tutt­ug­ustu aldar hafi valdið lang­mestum skaða á dýra­lífi Afr­íku. Að kenna Afr­íku­búum um hnignun nátt­úr­unnar væri stór­kost­legur mis­skiln­ingur á mann­kyns­sög­unni. „Hann ætti að eyða tíma sínum í að lesa góðar sögu­bæk­ur,“ benti einn Twitt­er-not­andi á og sagði prins­inum að hugsa um sína eigin stóru fjöl­skyldu sem hefði dreift sér um allan heim.

Bresku góð­gerð­ar­sam­tökin Population Matt­ers (Fólks­fjöldi skiptir máli) fögn­uðu því hins vegar að Vil­hjálmur beindi sjónum fólks að fólks­fjölgun og hnignun vist­kerfa. Þau hvöttu sam­tímis Breta til að eign­ast færri börn. „Prins­inn dregur rétti­lega athygli að fjölgun mann­kyns sem lyk­il­þáttar í tapi á villtri nátt­úru á heims­vísu en þetta er stærra sam­heng­i,“ sagði Robin Mayn­ard, for­maður sam­tak­anna, við breska blaðið The Times. „Mikil neysla í efna­miklum og þró­uðum ríkjum á borð við Bret­land er einnig að valda eyð­ingu vist­kerfa. Skógar eru ruddir til rækt­unar fyrir breskan og evr­ópskan búfén­að.“

Hann bendir enn fremur á að nær hvergi í heim­inum sé minna eftir af villtri nátt­úru en einmitt í Bret­landi. „Það áhrifa­mesta sem við getum gert er að draga úr neyslu okkar og velja að eign­ast minni fjöl­skyldu – val sem hund­ruð millj­ónir kvenna í heim­inum hafa ekki.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris
Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.
Kjarninn 17. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
Kjarninn 17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
Kjarninn 17. janúar 2022
Heimild til að slíta félögum sett í lög 2016 – Fyrsta tilkynning send út 2022
Fyrir helgi sendi Skatturinn í fyrsta sinn út tilkynningar til 58 félaga sem hafa ekki skilað inn ársreikningum þar sem boðuð eru slit á þeim. Lögin voru sett árið 2016 en ráðherra undirritaði ekki reglugerð sem virkjaði slitaákvæðið fyrr í haust.
Kjarninn 17. janúar 2022
Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum
Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Greiðslubyrðin svipuð og fyrir faraldurinn
Í kjölfar mikilla vaxtalækkana hjá Seðlabankanum lækkuðu afborganir af húsnæðislánum til muna. Þessi lækkun er nú að miklu leyti gengin til baka, þar sem bæði húsnæðisverð og vextir hafa hækkað á undanförnum mánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2022
Ármann Kr. Ólafsson hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og bæjarstjóri frá árinu 2012.
Ármann ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í Kópavogi
Ármann Kr. Ólafsson oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Kópavogi frá árinu 2012 ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í sveitarstjórnarkosningunum í maí.
Kjarninn 17. janúar 2022
Það að skipa stjórn yfir Landspítala var á meðal mála sem stjórnarflokkarnir náðu saman um í nýjum stjórnarsáttmála.
Sjö manna stjórn yfir Landspítala verði skipuð til tveggja ára í senn
Skipunartími stjórnarmanna í nýrri stjórn Landspítala verður einungis tvö ár, samkvæmt nýjum frumvarpsdrögum. Talið er mikilvægt að hægt verði að skipa ört í stjórnina fólk sem hefur sérþekkingu á þeim verkefnum sem Landspítali tekst á við hverju sinni.
Kjarninn 17. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent