Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“

Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.

Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Auglýsing

Sífellt fleiri Danir leggja nú pen­inga til kaupa á skóg­lendi í gegnum Danska nátt­úru­sjóð­inn (Den Danske Nat­ur­fond). Nýj­ustu kaup sjóðs­ins er skógur á Mið-­Sjá­landi, Ler­bjerg­skóg­ur. Þar vaxa bæði lauf- og barr­tré og fram­lög almenn­ings í land­inu standa straum af kaup­un­um.

Auglýsing

„Við stöndum frammi fyrir mik­illi krís­u,“ segir Povl Markussen, einn þeirra Dana sem kost­uðu kaupin með fram­lagi sem nemur um 40.000 íslenskum krón­um. „Þetta er krísa sem ógnar bæði líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika og lofts­lag­inu. Við neyð­umst til að standa saman og gera það sem við getum til að koma okkur út úr vand­an­um.“

Danski nátt­úru­sjóð­ur­inn var stofn­aður árið 2015. Hann hefur síðan þá fest kaup á landi í Dan­mörku með það að mark­miði að vernda þau svæði og auka hlut ósnort­innar nátt­úru á ný. Í fyrra gaf sjóð­ur­inn út 8.460 vott­orð til fólks um skóg­ar­kaup og áhug­inn hefur því stór­auk­ist frá árinu 2017 er vott­orðin voru aðeins 331. Frá stofnun hefur sjóð­ur­inn keypt um 1.750 hekt­ara lands.

Lerbjergskógurinn er á Mið-Sjálandi.

Nátt­úru­sjóð­ur­inn greiddi 22,5 millj­ónir danskra króna fyrir Ler­bjerg­skóg­inn, um hálfan millj­arð íslenskra króna, og um 20 pró­sent af þeirri upp­hæð kom frá ein­stak­ling­um.

„Með þessum hætti getum við end­ur­gert þá nátt­úru­legu ferla sem eru á svæð­inu og við getum einnig end­ur­gert mósaíkmynd ólíkra búsvæða svo margar ólíkar teg­undir fái aftur þrif­ist þar,“ hefur danska rík­is­út­varpið eftir Bengt Hol­st, for­manni Danska nátt­úru­sjóðs­ins.

Rasmus Ejr­næs, líf­fræð­ingur við Árós­ar­há­skóla og sér­fræð­ingur í líf­fræði­legri fjöl­breytni er jákvæður gagn­vart verk­efnum Danska nátt­úru­sjóðs­ins. „Við getum brugð­ist við tapi á líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika með því að vernda stærri svæði og leyfa nátt­úr­unni að ráða ferð­inni á hluta lands og í sjó.“

Hann bendir á að sam­kvæmt stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins skuli 10 pró­sent lands innan þess vera ósnortin nátt­úra. „Í dag er um það bill núll pró­sent danskrar nátt­úru ósnort­in,“ segir Ejr­næs við danska rík­is­út­varp­ið. Því sé það rétt leið að kaupa land og leyfa nátt­úr­unni að hafa þar sinn gang og um þetta þurfi stjórn­völd að hugsa í hvert sinn sem farið er í fram­kvæmd­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent