Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“

Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.

Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Auglýsing

Sífellt fleiri Danir leggja nú pen­inga til kaupa á skóg­lendi í gegnum Danska nátt­úru­sjóð­inn (Den Danske Nat­ur­fond). Nýj­ustu kaup sjóðs­ins er skógur á Mið-­Sjá­landi, Ler­bjerg­skóg­ur. Þar vaxa bæði lauf- og barr­tré og fram­lög almenn­ings í land­inu standa straum af kaup­un­um.

Auglýsing

„Við stöndum frammi fyrir mik­illi krís­u,“ segir Povl Markussen, einn þeirra Dana sem kost­uðu kaupin með fram­lagi sem nemur um 40.000 íslenskum krón­um. „Þetta er krísa sem ógnar bæði líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika og lofts­lag­inu. Við neyð­umst til að standa saman og gera það sem við getum til að koma okkur út úr vand­an­um.“

Danski nátt­úru­sjóð­ur­inn var stofn­aður árið 2015. Hann hefur síðan þá fest kaup á landi í Dan­mörku með það að mark­miði að vernda þau svæði og auka hlut ósnort­innar nátt­úru á ný. Í fyrra gaf sjóð­ur­inn út 8.460 vott­orð til fólks um skóg­ar­kaup og áhug­inn hefur því stór­auk­ist frá árinu 2017 er vott­orðin voru aðeins 331. Frá stofnun hefur sjóð­ur­inn keypt um 1.750 hekt­ara lands.

Lerbjergskógurinn er á Mið-Sjálandi.

Nátt­úru­sjóð­ur­inn greiddi 22,5 millj­ónir danskra króna fyrir Ler­bjerg­skóg­inn, um hálfan millj­arð íslenskra króna, og um 20 pró­sent af þeirri upp­hæð kom frá ein­stak­ling­um.

„Með þessum hætti getum við end­ur­gert þá nátt­úru­legu ferla sem eru á svæð­inu og við getum einnig end­ur­gert mósaíkmynd ólíkra búsvæða svo margar ólíkar teg­undir fái aftur þrif­ist þar,“ hefur danska rík­is­út­varpið eftir Bengt Hol­st, for­manni Danska nátt­úru­sjóðs­ins.

Rasmus Ejr­næs, líf­fræð­ingur við Árós­ar­há­skóla og sér­fræð­ingur í líf­fræði­legri fjöl­breytni er jákvæður gagn­vart verk­efnum Danska nátt­úru­sjóðs­ins. „Við getum brugð­ist við tapi á líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika með því að vernda stærri svæði og leyfa nátt­úr­unni að ráða ferð­inni á hluta lands og í sjó.“

Hann bendir á að sam­kvæmt stefnu Evr­ópu­sam­bands­ins skuli 10 pró­sent lands innan þess vera ósnortin nátt­úra. „Í dag er um það bill núll pró­sent danskrar nátt­úru ósnort­in,“ segir Ejr­næs við danska rík­is­út­varp­ið. Því sé það rétt leið að kaupa land og leyfa nátt­úr­unni að hafa þar sinn gang og um þetta þurfi stjórn­völd að hugsa í hvert sinn sem farið er í fram­kvæmd­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiErlent