Bankasýslan telur sér ekki fært að birta lista yfir kaupendur að hlut ríkisins í Íslandsbanka

Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins ber fyrir sig bankaleynd og að það sé óþekkt erlendis að upplýst sé um kaupendur og hvað keypt sé í útboðum. Hann telur að ekki sé hægt að birta lista yfir kaupendur.

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.
Auglýsing

„Við erum undir þessar reglur sett í Banka­sýsl­unni og þess vegna teljum við okkur ekki fært að birta þetta með þeim hætti sem að krafa stendur til. En við höfum hins vegar bent á það fyrir stjórn­völd að við gætum í næsta umgangi bara sett þetta sem skil­yrði í útboð­inu að það yrði til­kynnt eða upp­lýst um kaup­endur og kaupin eftir að útboði lýk­ur.“

Þetta segir Lárus Blön­dal, stjórn­ar­for­maður Banka­sýslu rík­is­ins, í þætti Dag­mála á mbl.is sem birtur var í morgun þegar hann var spurður um hvort það væri ekki hægt að birta lista yfir þá 209 aðila sem fengu að kaupa hlut í Íslands­banka 22. mars síð­ast­lið­inn með 2,25 millj­arða króna afslætti.

Lárus sagði að Banka­sýslan hafi fengið lög­fræði­á­lit um þetta við­fangs­efni og álit frá Íslands­banka sjálf­um. Jafn­framt hafi verið leitað álits hjá erlendum ráð­gjöfum stofn­un­ar­inn­ar. „Það er ein­hlítt svar í sjálfu sér, það eru allar líkur á því að þetta falli undir banka­leynd og jafn­framt er þetta óþekkt í þessum erlenda praxís að menn upp­lýsi um kaup­endur og hvað keypt er.“

Bjarni hefur beðið um list­ann

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sagði í kvöld­fréttum RÚV í gær að hann hafi beðið Banka­sýsl­una um að afhenda lista yfir þá sem keyptu. Að hans hálfu sé ekk­ert því til fyr­ir­­stöðu að list­inn verði birt­­ur. „Bara ef lög stæðu í vegi fyrir því. Ég er að vona að nið­­ur­­staðan verði sú að við getum bara birt þetta.“

Auglýsing
Katrín Jak­obs­dóttir for­­sæt­is­ráð­herra sagði í óund­ir­­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma á þingi í fyrra­dag að  vand­inn við sölu­­ferlið væri sá að það hafi ekki ríkt fullt gagn­­­sæi um ferl­ið. „Hins vegar er það alger­­­lega ljóst af minni hálfu að þegar rík­­­is­­­eign á borð við Íslands­­­­­banka er seld þá á að liggja fyrir hverjir keyptu. Það eru upp­­­lýs­ingar sem íslenskur almenn­ingur á heimt­ingu á. Ef ein­hver tækn­i­­­leg atriði valda því að Banka­­­sýsla rík­­­is­ins telur sig ekki geta birt þær upp­­­lýs­ingar tel ég rétt­­­ast að Alþingi geri við­eig­andi breyt­ingar á lagaum­hverfi þannig að unnt sé að birta þær því að annað gengur ekki.“

Tugir minni fjár­festa fengu að kaupa fyrir lágar upp­hæðir

Harð­lega hefur verið gagn­rýnt að litlum aðilum sem upp­fylla skil­yrði þess að vera skil­greindir sem fag­fjár­festar hafi fengið að kaupa með afslætti í lok­uðu útboði. Alls 24 þeirra sem tóku þátt fengu að kaupa hlut fyrir tíu millj­­­ónir króna eða minna, 35 keyptu fyrir tíu til 30 millj­­­ónir króna og 20 keyptu fyrir 30 til 50 millj­­­ónir króna. Því liggur fyrir 79 aðil­­­ar, rúm­­­lega helm­ingur allra þátt­tak­enda, keypti fyrir 50 millj­­­ónir króna eða minna. Gagn­rýnt hefur ver­ið, meðal ann­ars á þingi, að nauð­syn­legt hafi verið að veita þessum aðilum aðkomu að þessu útboði í ljósi þess að marg­föld umfram­eft­ir­spurn var hjá stórum fjár­festum á borð við líf­eyr­is­sjóði og litlu fjár­fest­arnir voru að kaupa fyrir upp­hæðir sem séu þess eðlis að þeir hefðu ein­fald­lega átt að kaupa hluti á eft­ir­mark­aði, og á mark­aðs­verð­i. 

Í kynn­ingu Banka­­­sýsl­unnar fyrir ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál síð­ast­lið­inn föstu­dag var há hlut­­­deild einka­fjár­­­­­festa rök­studd með því að áskriftir þeirra hefðu skertar á kostnað almennra fjár­­­­­festa í frumút­­­­­boð­inu á hlutum í Íslands­­­­­banka, sem fór fram í fyrra­­­sumar en þá seldi ríkið 35 pró­­­sent hlut í bank­an­­­um.

Frá­vik sem sumir kalla afslátt

Lárus sagði í Dag­málum að það væri sölu­ráð­gjafa Banka­sýsl­unnar að ganga úr skugga um að þeir aðilar sem þeir komu með inn í útboðið upp­fylltu þau skil­yrði sem lög kalla á til að flokk­ast sem fag­fjár­fest­ar. Hann sagði að það að litlir fjár­festa hafi fengið að njóta „þessa frá­viks, sem sumir kalla afslátt“, hafi ekki spila stóra rullu í heild­ar­söl­unni á bank­anum en alls seldi Banka­sýslan 22,5 pró­sent hlut fyrir 52,65 millj­arða króna. 

Í áður­nefndri kynn­ingu Banka­sýsl­unnar fyrir ráð­herra­nefnd­inni kom fram að fjöldi til­­­­­boða sem var tekið hafi verið 209. Þar af keyptu inn­­­­­lendir fjár­­­­­festar 85 pró­­­sent af hlutnum fyrir sam­tals 44,8 millj­­­arða króna, en erlendir aðilar 15 pró­­­sent fyrir 7,9 millj­­­arða króna. 

Fjöldi inn­­­­­lendra fjár­­­­­festa sem fékk að kaupa voru 190 tals­ins. Þar af fengu 23 líf­eyr­is­­­sjóðir að kaupa 37,1 pró­­­sent þess sem selt var á 19,5 millj­­­arðar króna. Alls 140 íslenskir einka­fjár­­­­­festar fengu að kaupa næst mest, alls 30,6 pró­­­sent af því sem var selt á 16,1 millj­­­arð króna. Alls 13 verð­bréfa­­­sjóðir fengu að kaupa fyrir 5,6 millj­­­arða króna og „aðrir fjár­­­­­fest­­­ar“ frá Íslandi fyrir 3,5 millj­­­arða króna. 

Alls 15 fjár­­­­­festar keyptu fyrir meira en einn millj­­­arð króna og sex keyptu fyrir á bil­inu 500 til 1.000 millj­­­ónir króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent