Bjarni hefur beðið um lista yfir þá sem keyptu í Íslandsbanka og vonast til að geta birt hann

209 aðilar fengu að kaupa í Íslandsbanka í lokuðu útboði. 85 prósent þeirra voru innlendir, og þar af fengu 140 einkafjárfestar að kaupa hlut með afslætti upp á næstum 700 milljónir króna. Alls 59 fjárfestar keyptu fyrir minna en 30 milljónir króna.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur beðið Banka­sýslu rík­is­ins um að afhenda lista yfir þá sem fengu að kaupa 22,5 pró­sent hlut í Íslands­banka fyrir um tveimur vikum síðan og óskað eftir því að Fjár­mála­eft­ir­litið upp­lýsi um hvort gögnin séu háð banka­leynd.

Að hans hálfu sé ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að list­inn verði birt­ur. „Bara ef lög stæðu í vegi fyrir því. Ég er að vona að nið­ur­staðan verði sú að við getum bara birt þetta.“

Þetta kom fram á vef RÚV sem ræddi við Bjarna um málið í dag. Þar sagði ráð­herr­ann að hann telji úti­lokað að aðrir en þeir sem telj­ast fag­fjár­festar hafi fengið að kaupa.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á þingi í gær að  vand­inn við sölu­ferlið væri sá að það hafi ekki ríkt fullt gagn­­sæi um ferl­ið. „Hins vegar er það alger­­lega ljóst af minni hálfu að þegar rík­­is­­eign á borð við Íslands­­­banka er seld þá á að liggja fyrir hverjir keyptu. Það eru upp­­lýs­ingar sem íslenskur almenn­ingur á heimt­ingu á. Ef ein­hver tækn­i­­leg atriði valda því að Banka­­sýsla rík­­is­ins telur sig ekki geta birt þær upp­­lýs­ingar tel ég rétt­­ast að Alþingi geri við­eig­andi breyt­ingar á lagaum­hverfi þannig að unnt sé að birta þær því að annað gengur ekki.“

Inn­lendir keyptu 85 pró­sent

Í kynn­ingu sem Banka­­sýsla rík­­is­ins hélt fyrir ráð­herra­­nefnd um efna­hags­­mál á föstu­dag var farið yfir sölu­­með­­­ferð eign­­ar­hluta í Íslands­­­banka. Þá var alls 22,5 pró­­sent hlutur í Íslands­­­banka var seldur fyrir 52,65 millj­­arða króna, með 2,25 millj­­arða króna afslætti frá marka­virði bank­ans. Hlut­­ur­inn var seldur með svoköll­uðu til­­­boðs­­fyr­ir­komu­lagi sem þýðir að hann salan fór fram í lok­uðu útboði til val­inna fjár­­­festa. Í ráð­herra­­nefnd­inni sitja Katrín, Bjarni og Lilja Alfreðs­dótt­ir, ferða­­mála- við­­skipta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra.

Auglýsing
Í kynn­ingu Banka­­sýsl­unnar kom fram að fjöldi til­­­boða sem var tekið hafi verið 209. Þar af keyptu inn­­­lendir fjár­­­festar 85 pró­­sent af hlutnum fyrir sam­tals 44,8 millj­­arða króna, en erlendir aðilar 15 pró­­sent fyrir 7,9 millj­­arða króna. 

Fjöldi inn­­­lendra fjár­­­festa sem fékk að kaupa voru 190 tals­ins. Þar af fengu 23 líf­eyr­is­­sjóðir að kaupa 37,1 pró­­sent þess sem selt var á 19,5 millj­­arðar króna. Alls 140 íslenskir einka­fjár­­­festar fengu að kaupa næst mest, alls 30,6 pró­­sent af því sem var selt á 16,1 millj­­arð króna. Alls 13 verð­bréfa­­sjóðir fengu að kaupa fyrir 5,6 millj­­arða króna og „aðrir fjár­­­fest­­ar“ frá Íslandi fyrir 3,5 millj­­arða króna. 

Alls 15 fjár­­­festar keyptu fyrir meira en einn millj­­arð króna og sex keyptu fyrir á bil­inu 500 til 1.000 millj­­ónir króna. 

Tugir keyptu fyrir lágar fjár­hæðir

Alls 24 þeirra sem tóku þátt fengu að kaupa hlut fyrir tíu millj­­ónir króna eða minna, 35 keyptu fyrir tíu til 30 millj­­ónir króna og 20 keyptu fyrir 30 til 50 millj­­ónir króna. Því liggur fyrir 79 aðil­­ar, rúm­­lega helm­ingur allra þátt­tak­enda, keypti fyrir 50 millj­­ónir króna eða minna.

Ef einka­fjár­­­fest­­arnir 140 hefðu keypt hlut sinn á mark­aðsvirði hefðu þeir þurft að greiða sam­tals 688 millj­­ónum króna meira fyrir hann en þeir gerðu í útboð­inu.

Í kynn­ingu Banka­­sýsl­unnar var há hlut­­deild einka­fjár­­­festa rök­studd með því að áskriftir þeirra hefðu skertar á kostnað almennra fjár­­­festa í frumút­­­boð­inu á hlutum í Íslands­­­banka, sem fór fram í fyrra­­sumar en þá seldi ríkið 35 pró­­sent hlut í bank­an­­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent