Þorsteinn Már, faðir Bjarna og gamlir bankaeigendur á meðal kaupenda í bankanum

Búið er að birta listann yfir þá sem fengu að taka þátt í lokuðu útboði á hlutum í Íslandsbanka fyrir rúmum tveimur vikum. Þar bauðst „hæfum fjárfestum“ að kaupa hluti í banka af ríkinu með afslætti.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er meirihlutaeigandi í Eignarhaldsfélaginu Steini.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er meirihlutaeigandi í Eignarhaldsfélaginu Steini.
Auglýsing

Haf­silfur ehf., félag í eigu Bene­dikts Sveins­son­ar, keypti hlut í Íslands­banka fyrir tæp­lega 55 millj­ónir króna í lok­uðu útboði sem fram fór fyrir rúmum tveimur vikum síð­an. Veittur var rúm­lega fjög­urra pró­senta afsláttur á mark­aðsvirði í útboð­inu. Bene­dikt er faðir Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, sem tók end­an­lega ákvörðun um söl­una á hlutnum í Íslands­banka, en alls var seldur 22,5 pró­sent hlutur til 209 fjár­festa.

Eign­ar­halds­fé­lagið Steinn ehf., sem er í eigu Þor­steins Más Bald­vins­sonar for­stjóra Sam­herja og Helgu S. Guð­munds­dótt­ur, fyrr­ver­andi eig­in­konu hans, keypti hluta­bréf í lok­aða útboð­inu fyrir 296,3 millj­ónir króna. Þor­steinn hefur áður komið að banka­rekstri en hann var stjórn­ar­for­maður Glitnis banka, fyr­ir­renn­ara Íslands­banka, þegar sá banki fór í þrot haustið 2008. Þor­steinn Már er með stöðu sak­born­ings í umfangs­mik­illi rann­sókn emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara á meintum mút­ur­brot­um, skattsvikum og pen­inga­þvætti í tengslum við starf­semi Sam­herja í Namib­íu. 

Auglýsing
Fleiri sem komu að banka­rekstri á árunum fyrir hrun eru á meðal þeirra sem flokk­uð­ust sem hæfir fjár­festar og voru valdir til þátt­töku í lok­uðu útboði á hlut rík­is­ins í banka.

Þar má nefna félögin Frigus II og Frigus fjár­fest­ing­ar, sem eru að mestu í eigu Ágústs og Lýðs Guð­munds­sona, sem oft­ast eru kenndir við Bakka­vör. Félögin tvö keyptu fyrir sam­tals 468 millj­ónir króna í Íslands­banka, með afslætt­i. 

Bræð­urnir voru stærstu ein­stöku eig­endur Kaup­þings þega sá banki féll haustið 2008. Lýður hlaut átta mán­aða fang­els­is­dóm í Hæsta­rétti árið 2014, þar af  fimm mán­uði skil­orðs­bundn­a. Hér­­­aðs­­­dómur Reykja­víkur hafði áður dæmt Lýð til að greiða tveggja millj­­­óna króna sekt.

Þá keypti Skel fjár­fest­inga­fé­lag, sem er skráð á mark­að, hlut í Íslands­banka fyrir 450 millj­ónir króna í útboð­inu. Stjórn­ar­for­maður Skel, og sá sem leiðir meiri­hluta­eig­and­ann í félag­inu Streng hf., er Jón Ásgeir Jóhann­es­son. Félög tengd honum voru stærstu eig­endur Glitnis banka þegar hann féll í októ­ber 2008. 

Félagið Lyf og Heilsa hf. keyptu fyrir 225 millj­ónir króna, en skráður eig­andi þess er Jón Hilmar Karls­son. Faðir hans, Karl Wern­ers­son, átti áður félagið en seldi syni sínum það áður en hann varð gjald­þrota. Þrotabú Karls höfð­aði í kjöl­farið nokk­ur rift­un­­ar­­mál þar sem talið var að eign­um hefði verið komið und­an kröf­u­höf­um, meðal ann­­ars með því að eign­um Karls væri komið yfir til Jóns Hilm­­­ars. Karl var aðal­eig­andi fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins Milestone fyrir banka­hrun, sem var um tíma á meðal stærstu eig­enda Glitn­is.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent