Nagar sig í handarbökin fyrir að hafa ekki spurt spurninga í fjárlaganefnd

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í fjárlaganefnd segist vera svekkt út af lista yfir kaupendur Íslandsbanka. Hún stóð í þeirri meiningu að verið væri fyrst og fremst að leita eftir stórum og öflugum fjárfestum.

Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjáflstæðisflokksins.
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjáflstæðisflokksins.
Auglýsing

Bryn­dís Har­alds­dóttir þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins seg­ist vera mik­ill stuðn­ings­maður þess að selja Íslands­banka en við­ur­kennir að hún hafi orðið svekkt þegar hún las lista yfir þá sem fengu að kaupa hlut í Íslands­banka í nýlegu útboði Banka­sýsl­unn­ar.

Þetta kom fram í máli þing­manns­ins undir liðnum störf þings­ins í morg­un.

„Mér fannst það mik­il­vægt að ríkið ætti ekki tvo af þremur við­skipta­bönkum í land­inu. Þess vegna hef ég stutt það ferli ein­dreg­ið. Mér fannst takast ofboðs­lega vel til í fyrsta útboð­inu þegar stór hluti Íslend­inga hafði tæki­færi til að setja sparnað sinn í fjár­fest­ingu í Íslands­banka. Ég held líka að það sé mik­il­vægt fyrir hluta­bréfa­markað á Íslandi að almenn­ingur hafi tök á að fjár­festa í eignum eins og Íslands­banka,“ sagði hún í upp­hafi ræðu sinn­ar.

Auglýsing

Hélt að þau væru fyrst og fremst að leita eftir stórum og öfl­ugum fjár­festum

Bryn­dís situr í fjár­laga­nefnd og sagð­ist hún þar af leið­andi hafa fengið allar þær upp­lýs­ingar og gögn sem þeim voru send varð­andi seinni hlut­ann.

„Ég verð að við­ur­kenna að ég er svekkt þegar ég les lista yfir þá sem hafa fengið að kaupa í þessu ferli. Ég stóð í þeirri mein­ingu að við værum fyrst og fremst að leita eftir stórum og öfl­ugum fjár­festum sem ætl­uðu að vera þarna til lengri tíma. Þegar ég fer svo að lesa gögnin þá átta ég mig á því að það er ekk­ert sem stendur þar beinum orðum að svo eigi að vera. Ég naga mig sjálfa í hand­ar­bökin fyrir að hafa ekki spurt þeirrar spurn­ingar og ég ímynda mér að við séum fleiri í þessum sal sem höfum gert það,“ sagði hún.

Þing­mað­ur­inn sagð­ist þó engu að síður sann­færð um að það væri rétt ákvörðun að selja Íslands­banka. „Ég er líka sann­færð um það, og það er mik­il­vægt að við þing­menn höldum því til haga, að reglu­verkið í kringum banka­kerfið okkar er gott og hefur tekið miklum breyt­ingum á síð­asta ára­tug. Það er hár­rétt ákvörðun hjá fjár­mála­ráð­herra að óska eftir því að Rík­is­end­ur­skoðun end­ur­skoði þetta ferli vegna þess að það er traust og trú­verð­ug­leiki sem skiptir mestu máli. Þegar við seljum rík­is­eignir þá þarf það ávallt að vera í gagn­sæju og sann­gjörnu og rétt­látu ferli og því miður höfum við ekki fengið svör við öllum okkar spurn­ing­um. Það er því nauð­syn­legt að fjár­laga­nefnd, efna­hags- og við­skipta­nefnd og þingið allt fái svar við þeim spurn­ingum sem út af standa,“ sagði hún að lok­um.

„Hvaða rugl er þetta?“

Guð­brandur Ein­ars­son þing­maður Við­reisnar og nefnd­ar­maður í fjár­laga­nefnd mót­mælti þessum orðum Bryn­dísar undir liðnum fund­ar­stjórn for­seta nokkru seinna og sagði að hann yrði alltaf meira og meira hissa eftir því sem þessu máli vindur fram.

Guðbrandur Einarsson Mynd: Bára Huld

„Ég er bara mjög hissa á því að sjá hér nefnd­ar­menn í fjár­laga­nefnd koma hér upp og fleygja sér á sverð­ið. Við vorum aldrei beðin um það að semja reglur sem næðu utan um söl­una. Það var bara engin beiðni um það. Fyrir okkur var bara kynnt aðferð sem átti að nota sem kölluð er til­boðs­leið.

Það er búið að ákveða fyrir löngu síðan að ráð­herr­ann geti selt þennan banka. Við vorum bara beðin um álit á því. Punkt­ur. En að hlusta á þessa umræðu hér að það eigi að fara að gera fjár­laga­nefnd og þingið að ein­hverjum söku­dólgi í mál­inu: Hvaða rugl er þetta?“ spurði Guð­brand­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent