Spá því að stýrivextir fari í fimm prósent og verðbólgan verði 8,4 prósent í lok sumars

Greining Íslandsbanka spáir því að raunverð íbúða hækki um 13,1 prósent í ár á sama tíma og kaupmáttur launa dragist saman um 0,6 prósent. Nú vantar starfsfólk í mannaflsfrekar greinar og það mun að uppistöðu koma erlendis frá.

Spáin gerir ráð fyrir því að ferðamenn geti orðið allt að 1,6 milljón í ár.
Spáin gerir ráð fyrir því að ferðamenn geti orðið allt að 1,6 milljón í ár.
Auglýsing

Stýri­vextir fara yfir fimm pró­sent fyrir lok þessa árs og verð­bólgan fer hæst í 8,4 pró­sent í lok sum­ars. Vextir munu byrja að lækka, í litlum skref­um, frá miðju næsta ári og verða við 4,5 pró­sent í lok árs 2024. Verð­bólgan verður áfram hjá á næsta ári, 5,9 pró­sent að með­al­tali, en lækkað niður í 3,9 pró­sent árið eftir það.

Hag­vöxtur í ár verður fimm pró­sent eftir 7,1 pró­sent sam­drátt 2020 og hóf­legan 4,3 pró­sent vöxtu úr þeirri stöðu í fyrra. Hann verður svo mun hæg­ari á næstu tveimur árum þar á eft­ir, 26 til 2,7 pró­sent. Útflutn­ingur í ár mun aukast um 20 pró­sent vegna þess að bati ferða­þjón­ust­unnar mun drífa áfram vöxt í útflutn­ingi og fjöldi ferða­manna verða allt að 1,6 millj­ónir í ár, eða tæp­lega 70 pró­sent af þeoim fjölda sem kom hingað á metár­inu 2018. Atvinnu­leysið heldur sam­hliða áfram að lækka, verður 4,4 pró­sent í ár og lækkar niður í 3,7 pró­sent að með­al­tali á næsta ári. Sam­hliða gæti orðið skortur á vinnu­afli. 

Krónan mun styrkj­ast um fimm pró­sent frá apríl 2022 og til loka árs 2024 og auknar erlendar fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða og áfram­hald­andi inn­grip Seðla­banka Íslands á gjald­eyr­is­markað munu vega gegn við­skipta­af­gangi og sterkri erlendri stöð­u. 

Þetta eru helstu fregn­irnar í nýrri þjóð­hags­spá Grein­ingar Íslands­banka sem birt var í morg­un. 

Íbúða­mark­að­ur­inn var „tæmd­ur“

Í spánni er meðal ann­ars fjallað ítar­lega um stöð­una á íbúða­mark­aði og sagt að enn sé mikil eft­ir­spurn­ar­spenna þar. Raun­verð íbúða hækk­aði um ríf­lega tíu pró­sent árið 2021 og umtals­vert meira en kaup­máttur launa. Helstu ástæður þess voru hag­stætt lánaum­hverfi og góð staða heim­il­anna, að mati Íslands­banka. 

Auglýsing
Það sé þó grein­ing að ekki hafi verið byggt nóg til að anna þess­ari miklu eft­ir­spurn sem er til stað­ar. „Þrátt fyrir að fram­boð anni ekki eft­ir­spurn­inni hefur mikið verið byggt und­an­farin tvö ár ef marka má gögn Hag­stof­unn­ar. Met­fjöldi nýrra íbúða kom inn á mark­að­inn árið 2020 eða um 3.800 íbúðir en á síð­asta ári fækk­aði þeim nokkuð eða í um 3.200 sem þó er tölu­vert yfir með­al­tali síð­ast­lið­inna ára.“

Ljóst sé að enn ríki veru­legt ójafn­vægi milli fram­boðs og eft­ir­spurn­ar, það eru miklu fleiri sem vilja kaupa en sem vilja selja. „Í raun má segja að mark­að­ur­inn hafi verið tæmdur en aug­lýstum eignum til sölu hefur fækkað um nær 70 pró­sent frá upp­hafi far­ald­urs­ins enda hefur fram­boð af íbúðum til sölu aldrei mælst jafn lít­ið. Enn eru engin merki þess að eft­ir­spurn fari dvín­andi en bæði er með­al­sölu­tími íbúða í sögu­legu lág­marki um þessar mundir og tölu­verður fjöldi íbúða að selj­ast yfir ásettu verð­i.“ 

Raun­verð íbúða hækkar skarpt en kaup­máttur dregst saman

Í þjóð­hags­spánni segir að Íbúða­verð hafi þegar hækkað um átta pró­sent að nafn­virði fyrstu fjóra mán­uði árs­ins. Sam­kvæmt spá Íslands­banka mun raun­verð íbúða hækka um 13,1 pró­sent í ár á sama tíma og kaup­máttur launa dregst saman um 0,6 pró­sent. Því er bilið milli kaup­máttar og raun­verðs að breikka skarpt en þetta verður í fyrsta sinn í meira en ára­tug sem kaup­máttur launa dregst sam­an. 

Þetta hefur leitt til þess að íbúða­verð er orðið afar hátt í sögu­legu sam­hengi og þær aðgerðir sem Seðla­bank­inn hefur gripið til vegna þessa hafa ekki virkað sem skyldi. Grein­ing Íslands­banka telur að eina lausnin til að hefta hækk­andi íbúða­verð sé ein­fald­lega að byggja meira.

Og það er verið að byggja meira. Nýleg taln­ing Sam­taka iðn­að­ar­ins og Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar sýnir að nú séu um sjö þús­und nýjar íbúðir í bygg­ingu á land­inu öllu. Þar af eru um fimm þús­und á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og von­ast er til að tölu­verður fjöldi þess­ara íbúða komi inn á mark­að­inn fyrir árs­lok. „Von­andi er það nóg til að anna bæði upp­safn­aðri þörf sem þegar er til staðar en einnig lýð­fræði­legri þró­un,“ segir í spánn­i. 

Nýtt starfs­fólk mun koma að utan

Atvinnu­leysi rauk upp í kór­ónu­veiru­far­aldr­inum og stjórn­völd þurftu að grípa til stór­tækra aðgerða til að mæta stöðu þess stóra hóps sem missti vinn­una vegna hans. Almennt atvinn­u­­leysi mæld­ist mest í jan­úar 2021, 11,6 pró­­sent, og heild­­ar­at­vinn­u­­leysi að með­­­töldum þeim sem enn voru á hluta­bótum í þeim mán­uði var 12,8 pró­­sent. 

­Sam­kvæmt könnun Gallup fyrir Seðla­bank­ann og SA meðal 400 stærstu fyr­ir­tækja lands­ins telja um 40 pró­sent stjórn­enda nú að skortur sé á starfs­fólki, ekki síst í bygg­ing­ar­starf­semi og ferða­þjón­ustu. Vanda­málið sem atvinnu­lífið stendur frammi fyrir hefur því snú­ist algjör­lega við. Fyrir rúmu ári vant­aði störf fyrir fólk, nú vantar fólk í störf­in.

Í þjóð­hags­spá Íslands­banka segir að fjöldi starfa sé nú orð­inn meiri en fyrir far­aldur en sam­setn­ing þeirra hafi líka breyst. „Nú eru um 20 pró­sent færri starf­andi í ferða­þjón­ustu og tengdum greinum en fyrir far­ald­ur­inn. Það er því ljóst að það verður stór áskorun fyrir fyr­ir­tæki í þessum geirum að ráða inn starfs­fólk á næstu miss­er­um. Stór hluti starfs­fólks í þessum greinum hefur komið frá öðrum löndum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga áfram sam­hliða bata í efna­hags­kerf­in­u.“

Því má búast við að fjöldi erlendra rík­is­borg­ara sem búa á Íslandi haldi áfram að aukast. Þeir voru 56.100 í lok mars eða 14,8 pró­sent allra íbúa lands­ins. Til sam­an­burðar voru erlendir rík­is­borg­arar hér­lendis 21.900 í lok mars 2013, eða 6,8 pró­sent lands­manna. Þeim hefur því fjölgað um 34.200 á níu árum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent