ESB slakar á klónni gagnvart Rússum

Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.

Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
Auglýsing

Evr­ópu­sam­bandið hefur gefið eftir í störu­keppni sinni við stjórn­völd í Rúss­landi með því að segja að orku­fyr­ir­tæki innan sam­bands­ins geti keypt rúss­neskt gas án þess að brjóta þau við­skipta­bönn sem sett hafa verið á vegna inn­rás­ar­innar í Úkra­ínu.

Rússar skrúf­uðu fyrir gas til Pól­lands í apríl og hafa hótað að hefta gas­flæði til fleiri Evr­ópu­landa á næst­unni. Ástæðan er sú að sam­kvæmt skil­málum við­skipta­þving­ana sem ESB beitir Rússa má ekki greiða þeim fyrir vörur eða við­skipti í rúbl­um. Um helm­ingur alls gass sem not­aður er innan ESB er unn­inn úr rúss­neskri jörð.

Fram­kvæmda­stjórn ESB sendi end­ur­skoðar við­mið­un­ar­reglur til aðild­ar­ríkj­anna í lok síð­ustu viku um að skil­málar við­skipta­þving­ana séu upp­fylltir svo lengi sem greitt er fyrir vörur með evrum eða doll­ur­um. Þving­an­irnar koma að sögn fram­kvæmda­stjórn­ar­innar ekki í veg fyrir að fyr­ir­tæki opni banka­reikn­inga til greiðslna í takti við ákvæði fyr­ir­liggj­andi samn­inga um kaup á gasi í upp­runa­landi þess. Fyr­ir­tæki ættu að gefa það skýrt til kynna að þau ætli sér að standa við samn­ings­bundnar skuld­bind­ingar sínar en að greiðslur verði í evrum eða doll­ur­um.

Auglýsing

Í frétt Al Jazeera segir að þetta þýði að evr­ópskum orku­fyr­ir­tækjum sé heim­ilt að opna banka­reikn­inga í banka rúss­neska gas­fyr­ir­tæk­is­ins Gazprom og geti þar með haldið áfram að kaupa gas þrátt fyrir við­skipta­þving­anir þær sem Rússar eru beitt­ir. Hins vegar hefur fram­kvæmda­stjórnin ekki svarað þeim skil­yrðum sem rúss­nesk stjórn­völd hafa sett fyrir áfram­hald­andi gasvið­skiptum um að fyr­ir­tækin opni annan reikn­ing og það í rúbl­um. Að öðrum kosti geti greiðslur í evrum og doll­urum aldrei fylli­lega gengið í gegn.

Staða Evr­ópu­sam­bands­ríkja í þessu til­liti er þröng. Þau eru algjör­lega háð Rússum með í augna­blik­inu og það mun ekki breyt­ast á næstu miss­er­um. Orku­fyr­ir­tækin eru að reyna að halda gasleiðsl­unum opnum og ítalska gas­fyr­ir­tækið Eni SpA hafði ætlað sér að fara að skil­málum Rússa og opna reikn­inga bæði í rúblum og evrum í Gazprom-­bank­an­um. Bloomberg segir fyr­ir­tækið ekki sjá sér annað fært til að ekki verði gasskortur á Ítal­íu. En það vildi bíða eftir við­mið­un­ar­reglum fram­kvæmda­stjórn­ar­innar sem nú eru fram komn­ar.

Þýski orkuris­inn Uniper SE og sá aust­ur­ríski, OMV AG, hafa einnig sagt að þeir verði að halda gas­kaupum við Rússa áfram þrátt fyrir við­skipta­þving­an­irn­ar.

Efna­hags­ráð­herra Þýska­lands, Robert Habeck, seg­ist bjart­sýnn á að orku­fyr­ir­tækin geti greitt reikn­inga sína fyrir mán­aða­mótin og að rúss­neska gasið haldi áfram að flæða til not­enda í Evr­ópu þrátt fyrir kröfur rúss­neskra stjórn­valda um greiðslur í rúbl­um. „Fyr­ir­tækin munu borga næstu reikn­inga sína í evr­um,“ sagði hann í gær. Sam­kvæmt skil­málum við­skipta­banns­ins mega rúss­neskir bankar milli­færa þessar greiðslur inn á svo­kall­aða K-reikn­inga, útskýrði Habeck, en sagði ekk­ert um hvort milli­færslan mætti vera í rúbl­um. „Þetta er að mínu mati sam­kvæmt við­skipta­þving­un­unum og fram­kvæmda­stjórn ESB er á sama máli.“

Mateusz Morawi­ecki, for­sæt­is­ráð­herra Pól­lands, gagn­rýnir ESB fyrir að gefa eftir gagn­vart Rússum þegar kemur að greiðslum sem í raun verða í rúbl­um.

„Ég varð fyrir von­brigðum að sjá að innan Evr­ópu­sam­bands­ins er sam­þykki fyrir því að borga fyrir gas í rúblu­m,“ sagði hann um helg­ina. „Pól­land mun standa við sitt og ekki láta undan kúg­unum Pútíns.“

Pól­land á landa­mæri að Úkra­ínu og þangað hefur fólk leitað skjóls undan stríð­inu í miklum mæli. Ógnin sem Pól­land upp­lifir vegna stríðs­rekstrar Rússa í Úkra­ínu er þar raun­veru­legri og áþreif­an­legri en víð­ast hvar ann­ars staðar í Evr­ópu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent