Gas orðið að pólitísku og efnahagslegu vopni Pútíns

Hús í Póllandi og Búlgaríu eru ekki lengur hituð með gasi frá Síberíu. Rússnesk stjórnvöld hafa skrúfað fyrir. Og verð á gasi í Evrópu tekur stökk.

Rússar hafa skrúfað fyrir gas til Póllands og Búlgaríu.
Rússar hafa skrúfað fyrir gas til Póllands og Búlgaríu.
Auglýsing

Rúss­neska rík­is­fyr­ir­tækið Gazprom hefur fram­fylgt fyr­ir­skip­unum stjórn­valda í Kreml og skrúfað fyrir gas­ið. Ákvörð­unin bitn­ar, enn sem komið er, fyrst og fremst á Búl­görum og Pól­verjum þar sem orku­fyr­ir­tækin Bulgargaz og PGNiG fá ekki lengur afhent rúss­neskt gas. Við­brögðin hafa ekki látið á sér standa og verð á gasi í Evr­ópu hefur hækkað um allt að 24 pró­sent í dag.

Þessi við­brögð stjórn­valda í Kreml, undir for­sæti Vla­dimírs Pútíns, við hörðum við­skipta­þving­unum vegna inn­rás­ar­innar í Úkra­ínu, voru fyr­ir­séð. Talið er að um 40 pró­sent alls gass sem notað er innan Evr­ópu­sam­bands­ins sé unnið innan landamæra Rúss­lands. Gasið er því eitt sterkasta vog­ar­afl Pútíns. „Þetta er hótun gegn Evr­ópu­sam­band­inu til þess gerð að við upp­lifum okkur ekki örugg,“ segir Trine Vill­um­sen Berl­ing, sér­fræð­ingur hjá Dansk Institut for Internationale Stu­di­er, í sam­tali við danska rík­is­út­varpið í morg­un. Hún segir Rússa vera að senda póli­tísk skila­boð – sér­stak­lega til Pól­lands sem er ofar­lega á lista Pútíns yfir „óvina­þjóð­ir“ í augna­blik­inu. Þangað hefur fólk frá Úkra­ínu lang­flest flúið undan árás­un­um.

Auglýsing

En ekki er þó allt sem sýn­ist í þessum efn­um. Það er ekki bein­línis þannig að um stórt áfall í orku­málum sé að ráða, heldur einmitt, líkt og Berl­ing bendir á, frekar áminn­ing frá Rússum um hvaða vald og yfir­burði þeir hafa þegar kemur að gas- og olíu­mark­aðnum í þessum heims­hluta. Í raun hefur gas sem á upp­runa sinn í rúss­neskri jörð ekki flætt um Jamal-gasleiðsl­una – leiðslu sem liggur frá Rúss­landi til Pól­lands – síðan í byrjun mán­að­ar­ins. Gasið hefur flætt í öfuga átt, ef svo má segja. Það er þýskt gas sem Pól­verjar hafa notað til að kynda hús sín síð­ustu vik­urn­ar.

Gazprom seg­ist hafa skrúfað fyrir gasið til Búlgaríu og Pól­lands í dag vegna þess að ríkin hafi ekki greitt fyrir við­skiptin í rúblum líkt og rúss­nesk stjórn­völd fara fram á. Þótt aðgerðin bíti ekki fast nú, líkt og á undan er rakið og einnig vegna þess að það er að koma sumar og minni orku­notkun fram und­an, þá er hér um að ræða harð­asta við­bragð stjórnar Pútíns við hinum alþjóð­legu við­skipta­þving­unum sem lagðar hafa verið á Rúss­land og borg­ara þess inn­an­lands og síð­ustu tvo mán­uði.

Stjórn­völd í Pól­landi og Búlgaríu segja aðgerðir Gazprom brot á lang­tíma­samn­ingi. Orku­mála­ráð­herra Búlgaríu segir ljóst að Rússar noti jarð­gas sem „efna­hags­legt og póli­tískt vopn“ í stríðs­rekstri sín­um.

Tæplega helmingur alls gass sem notað er í Evrópu kemur frá Rússlandi. Magnið er misjafnt milli landa. Mynd: EPA

Pútín for­seti hefur kraf­ist þess að kaup­endur frá „óvin­veittum lönd­um“ borgi fyrir gas í rúbl­um. Að öðrum kosti verði skrúfað fyr­ir. Og það hefur nú verið gert.

Jamal-­leiðslan liggur frá Rúss­landi, í gegnum Pól­land og þaðan til Þýska­lands. Þaðan er gas svo leitt til ann­arra Evr­ópu­ríkja. Gasið sem um hana streymir alla jafna, hið rúss­neska jarð­gas, er unnið djúpt úr jörðu í nyrstu hlutum Rúss­lands, meðal ann­ars í Síber­íu.

Gazprom hefur hingað til útvegað Pól­landi um 50 pró­sent af öllu gasi sem notað er í land­inu. Hlut­fallið er enn hærra í Búlgaríu eða um 90 pró­sent. Pólsk stjórn­völd segj­ast eiga tölu­verðar gas­birgðir í augna­blik­inu, svo orku­skortur sé ekki yfir­vof­andi. Stjórn­völd í Búlgaríu eiga í samn­inga­við­ræðum við aðra en Rússa um gas­kaup.

Margir hafa sagt að alþjóð­legar við­skipta­þving­anir gegn Rússum muni ekki bíta að ráði vegna þess hversu Evr­ópu­sam­bandið sem og fleiri ríki utan þess eru háð rúss­nesku gasi. Öll þessi orku­við­skipti við Rússa, sem ekki er hægt að hverfa frá í einu vet­fangi, hafa veru­lega dregið úr áhrifum við­skipta­þving­ana. Rúss­neska ríkið fær millj­ónir á millj­ónir ofan í sinn kassa dag­lega vegna orku­við­skipta við Vest­ur­lönd.

Öll hús­in. Allar verk­smiðj­urn­ar. Allt sam­fé­lagið í Evr­ópu sem hingað til hefur stólað á ódýrt, rúss­neskt gas. Breyt­ingar gætu verið í far­vatn­inu og það gæti aftur haft áhrif á raf­orku­verð almenn­ings. Ekk­ert getur komið hratt og auð­veld­lega í stað olíu og jarð­gass frá Rúss­landi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent