Ríkisstjórnin kolfallin og Sjálfstæðisflokkur mælist með undir 18 prósent fylgi

Samfylking og Píratar bæta við sig ellefu þingmönnum frá síðustu kosningum samkvæmt nýrri könnun en stjórnarflokkarnir tapa tólf. Samanlagt fylgi ríkistjórnarinnar mælist undir 40 prósent og Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst minni í stórri könnun.

Það er vindasamt á stjórnarheimilinu þessa dagana.
Það er vindasamt á stjórnarheimilinu þessa dagana.
Auglýsing

Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur er kol­fall­inn sam­kvæmt nýrri könnun Pró­sents um fylgi flokka sem birt er í Frétta­blað­inu í dag. Flokk­arnir þrír sem hana mynda: Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokkur og Vinstri græn, myndu tapa tólf þing­mönnum ef kosið yrði í dag og fá 26.

Ell­efu af þeim tólf þing­mönnum myndu fær­ast yfir til Sam­fylk­ingar og Pírata og einn til Við­reisn­ar. Þeir þrír stjórn­ar­and­stöðu­flokkar mæl­ast nú með 29 þing­menn, eða þremur fleiri en rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir. 

Fylg­is­hrun rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, sem sam­an­lagt mæl­ast nú með 39,9 pró­sent fylgi – 14,4 pró­sentu­stigum minna en í síð­ustu kosn­ingum – má senni­lega að mestu rekja til mik­illar óánægju með fram­kvæmd sölu á 22,5 pró­sent hlut íslenska rík­is­ins í Íslands­banka 22. mars síð­ast­lið­inn.

Auglýsing

Í nýlegri könnun sögð­ust 83 pró­sent aðspurðra vera óánægð með þá fram­kvæmd og í könnun Mask­ínu sem birt var í fyrra­dag kom fram að traust á helstu ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar hefur hrun­ið. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn aldrei mælst með minna fylgi

Mestu fylgi tapar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, flokkur Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Hann mælist með 17,9 pró­sent fylgi sem myndi skila tólf þing­mönn­um. Flokk­ur­inn fékk 24,4 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unum 2021 og tapar því 6,5 pró­sentu­stig­um. 

Það er í fyrsta sinn sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mælist með undir 18 pró­sent fylgi í stórri fylgiskönn­un. Til sam­an­burðar fór fylgi hans lægst niður í 20,6 pró­sent í einni könnun Gallup skömmu eftir banka­hrunið síðla árs 2008, lægst í 22,2 pró­sent í kringum birt­ingu Panama­skjal­anna í apríl 2016 og lægst í 22,6 pró­sent í kringum upp­reist æru málið haustið 2017, en öll þessi mál felldu rík­is­stjórn og leiddu til snemm­bú­inna kosn­inga. 

Flokk­ur­inn hefur einu sinni áður mælst með undir 19 pró­sent fylgi í stórri könn­un. Það var í könnun MMR sem birt var í nóv­em­ber 2019, skömmu áður en að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall. Þá mæld­ist fylgið 18,1 pró­sent.

Fylgi Vinstri grænna og Fram­sóknar minnkað umtals­vert

Hinir stjórn­ar­flokk­arnir tveir tapa líka miklu fylgi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur tapað 4,9 pró­sentu­stigum frá kosn­ing­unum í fyrra­haust og mælist með 12,4 pró­sent fylgi. Hann er nú umtals­vert minni en bæði Sam­fylk­ing og Píratar sam­kvæmt mæl­ingum og fengi átta þing­menn í stað 13 ef kosið yrði í dag. 

Auglýsing

Vinstri græn, flokkur Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, mælist með 9,6 pró­sent fylgi sem er þremur pró­sentu­stigum minna en þau fengu upp úr kjör­köss­unum í sept­em­ber 2021. Það myndi skila sex þing­mönn­um, eða tveimur færri en Vinstri græn hafa í dag. Flokk­ur­inn deilir nú 5-6 sæti yfir stærstu flokka á þingi með Við­reisn.

Sam­fylk­ing og Píratar græða mest fylgi

Þeir flokkar sem hafa grætt mest fylgi á því sem hefur gerst að und­an­förnu eru Sam­fylk­ingin og Pírat­ar. Sá fyrr­nefndi mælist nú næst stærsti flokkur lands­ins með 16,8 pró­sent fylgi, sem er 6,9 pró­sentu­stigum meira en flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum 2021. Það þýðir að Sam­fylk­ingin mælist með um einu pró­sentu­stigi minna fylgi en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, sem er munur innan skekkju­marka. Ef kosið yrði í dag, og nið­ur­staðan yrði í takt við könnun Pró­sents, myndi Sam­fylk­ingin fá jafn marga þing­menn og Sjálf­stæð­is­flokk­ur, eða tólf tals­ins. Við það myndi þing­flokk­ur­inn tvö­fald­ast að stærð, en hann telur sex í dag.

Píratar hafa bætt enn meira við sig frá síð­ustu kosn­ing­um, alls 7,4 pró­sentu­stig­um, og mæl­ast nú með 16,2 pró­sent fylgi. Það myndi skila flokknum ell­efu þing­mönnum að óbreyttu sem er fimm fleiri en Píratar hafa nú.

Við­reisn bætir líka við sig fylgi frá síð­ustu kosn­ingum og mælist 9,6 pró­sent. Það myndi skila flokknum sex þing­mönnum í stað þeirra fimm sem hann hefur í dag. 

Sam­an­lagt fylgi þess­ara þriggja stjórn­ar­and­stöðu­flokka mælist nú 42,6 pró­sent, eða 15,8 pró­sentu­stigum meira en það sem þeir fengu í kosn­ing­unum í fyrra­haust.

Auglýsing

Þeir mæl­ast nú með meira sam­eig­in­legt fylgi en rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir og með þremur þing­mönnum fleiri.

Mið­flokk­ur­inn nær ekki inn manni

Hinir tveir stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arn­ir, Flokkur fólks­ins og Mið­flokk­ur, hagn­ast ekki á stöðu mála. Sá fyrr­nefndi myndi tapa einu pró­sentu­stigi af fylgi frá síð­asta hausti ef kosið yrði í dag og fá fimm þing­menn, sem er einum færri en þá. Mið­flokk­ur­inn rétt skriði yfir fjögur pró­sent atkvæða sem myndi ekki duga honum inn á þing.

Flokk­arnir yrðu þó áfram átta á Alþingi ef nið­ur­stöður kosn­inga yrðu í sam­ræmi við könnun Pró­sents því að Sós­í­alista­flokk­ur­inn kæm­ist inn með 5,4 pró­sent atkvæða, tæki báða þing­menn Mið­flokks­ins og einn frá Flokki fólks­ins. 

Könn­unin var fram­kvæmd 13. til 26. apríl og úrtak hennar var 3.500 manns. Svar­hlut­fallið var 50,3 pró­sent og um net­könnun var að ræða úr könn­un­ar­hópi Pró­sents.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent