Laxinn 60 prósentum dýrari eftir innrásina í Úkraínu

Verðið á ýmissi matvöru hefur tekið miklum hækkunum á alþjóðamörkuðum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu í lok febrúar. Lax er þar engin undantekning, en kílóverð á fisknum hefur hækkað um tæp 60 prósent síðan þá.

Verðið á laxi hefur hækkað um tæp sex prósent á milli vikna síðustu tvo mánuðina.
Verðið á laxi hefur hækkað um tæp sex prósent á milli vikna síðustu tvo mánuðina.
Auglýsing

Evr­ópska mark­aðs­verðið fyrir eitt kíló af laxi nemur nú tæpum 1.600 íslenskum krónum og hefur það ekki verið hærra í að minnsta kosti fimm ár. Fisk­ur­inn, sem kost­aði undir þús­und krónur kílóið í byrjun árs, hefur hækkað um rúm 60 pró­sent í verði frá febr­ú­ar­lok­um. Þetta kemur fram í tölum frá evr­ópska fisk­mark­aðnum Fis­hpool, sem nálg­ast má hér.

Hæg og stöðug hækkun fyrri árin

Sam­kvæmt töl­unum hefur mark­aðs­verðið á laxi hækkað nokkuð á síð­ustu árum, en þó með til­tölu­lega stöð­ugum hætti. Árið 2018 var það komið upp í tæpar 700 krónur kíló­ið, en ári seinna mæld­ist það í rúmum 800 krónum.

Auglýsing

Þró­un­ina má sjá á mynd hér að neð­an, sem er unnin út frá gögnum Fis­hpool og geng­is­skrán­ingum Seðla­bank­ans. Líkt og sést á henni nam kíló­verðið um 900 krónum árið 2020, en var svo komið upp í um 940 krónur í byrjun árs 2021. Um síð­ustu ára­mót var lax­inn svo orð­inn átta pró­sentum dýr­ari og kost­aði kílóið af honum rúm­lega þús­und krón­ur.

Mynd: Kjarninn. Heimild: Fishpool og Seðlabankinn.

Sam­hliða þess­ari verð­hækkun högn­uð­ust ýmis lax­eld­is­fyr­ir­tæki tölu­vert. Þeirra á meðal var Icelandic Salmon, móð­ur­fé­lag Arn­ar­lax á Vest­fjörð­um, en hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins jókst um tæpan helm­ing á milli áranna 2020 og 2021, úr 407 millj­ónum í 563 millj­ónir íslenskra króna. Í frétta­til­kynn­ingu sam­hliða birt­ingu árs­reikn­ings fyrr í vik­unni sagði félagið aukn­ing­una meðal ann­ars vera til­komna vegna hag­stæðra mark­aðs­að­stæðna fyrir laxa­af­urð­ir.

Spreng­ing eftir inn­rás­ina

Í byrjun þessa árs hélst kíló­verðið á laxi á Fis­hpool nær óbreytt í nær tvo mán­uði. Á síð­ustu dögum febr­ú­ar­mán­að­ar, skömmu eftir inn­rásar Rúss­lands í Úkra­ínu, tók það svo að hækka hratt. Frá mars­byrjun hefur verðið svo að með­al­talið hækkað um sex pró­sent á viku og er það nú komið í um 1.600 krónur kíló­ið.

Björn Hem­bre, for­stjóri Icelandic Seafood, sagð­ist ekki búast við að yfir­stand­andi verð­hækk­anir myndu halda lengi áfram. Lík­legt væri að verðið myndi jafna sig og jafn­vel lækka eitt­hvað þegar líður á árið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent